Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. agúst 1961 Innileg þökk til allra þeirra, sem sýndu mér marg- háttaða vináttu með heimsóknum, gjöfum og skeytum þann 16. ágúst sl. — Guð blessi ykkur öll. Bagnheiður Hákonardóttir, Beybjarfirði Volkswagen ’59 (rúgbrauð, með sætum og gluggum) til sölu. Til greina koma skipti á minni bíl. — Upplýsingar í síma 11739 í dag og næstu daga. MURARAR Tilboð óskast í að einangra, hlaða veggi og múrhúða 2 kjallarahæðir í sambýlishúsi. — Útboðslýsingar má vitja í skrifstofu ísól h.f., Brautarholti 20 fimmtu- daginn 24. ágúst kl. 13—17. Móðir okkar og tengdamóðir • KBISTÍN JÓHANNESDÓTIIE andaðist sunnudaginn 20. ágúst. — Jarðarför+n fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 29. þ.m. kl. 1,30 e.h. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á kristniboðið í Konsó. Anna Sigurðardóttir, Þorkell Sigurðsson, Jóhannes Sigurðsson, Steinunn Þorvarðardóttir, Páll Sigurðsson, Margrét Þorkelsdóttir, Stefán Sigurðsson, Guðrún Valdimarsdóttir, Svandís Sigurðardóttir. INGI ÞÓE GUÐMUNDSSON Kamp Knox 33 C sem lézt 13. ágúst verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. ágúst kl. 1,30. Vandamenn Jarðarför GUÐBJABGAB GUÐEÚNAB BJÖBNSDÓTTUE frá Þurá í Ölfusi, fer fram miðvikudaginn 23. þ.m. kl. 3 s.d. frá Fossvogs- kirkju. — Þeim, sem vildu minnast hinnar iá,tnu er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna. Sigurbjörn E. Einarsson Útför mannsins míns og föður BALDVINS S. BALDVINSSONAB k j ötiðnaðarmanns fer fram frá Fríkirkjunni, fimmtudaginn 24. ágúst kl. 10 f.h. — Athö'fninni verður útvarpað. — Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hans eru beðnir að láta SÍBS njóta þess. Laufey Þórðardóttir, Jón Sævar Baldvinsson Hugheilar þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar ANGANTÍS GUÐJÓNSSONAE verkstjóra Sérstaklega þökkum við öllum þeim félögum og starfs- hópum sem sýndu samúð við fráfall hans. Dóra Halldórsdóttir, böm og tengdamöm Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu og vin- áttu við andlát og jarðarför ÓLAFS GUÐMUNDSSONAB Bergþórugötu 19 Vandamenn Innilegar þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför HEBDfSAB JÓHANNESDÓTTUB Aðalstræti 22, Isafirði Börn, tengdabörn og barnabörn Sigurjón Jónsson fyrrum prestur í Kirkjubæ 80 ára EINN svipmesti og gáfaðasti mað ur, sem ég hef kynnzt um dag- ana, séra Sigurjón Jónsson, fyrrv. sóknarprestur að Kirkjubæ á Fljótsdalshéraði, er áttræður í dag. Hann er fæddur að Háreks- stöðum í Jökuldalsheiði 23. ágúst 1881. Foreldrar hans voru Jón bóndi að Háreksstöðum, Benja- mínsson og seinni kona hans, Anna Jónsdóttir frá Hvoli í Borg arfirði eystra. Jón að Háreks- stöðum var barnmargur og sæll af sonum. Nafnkenndastir sona hans af fyrra hjónabandi eru Gísli, sem verið hefur ritstjóri Tímarits íslenzka þjóðræknisfé- lagsins í Vesturheimi um áratugi og er enn, þótt hann sé nú aldri orpinn, 85 ára gamall, og ísak húsameistari, sem kvæntur er skáldkonunni, Jakobínu Johns- son. Ekki dapraðist Jóni að Háreks- stöðum sonaeignin í síðara hjóna- bandinu. Albróðir séra Sigurjóns var Einar Páll, skáid og ritstjóri Lögbergs um áratugi. Hann var einn gagnmerkasti Vestur-íslend- ingur, sem um getur. Um Jón bónda að Háreksstöð- um fara að vísu sögur, þótt fáar kunni ég að tíunda. — Hér skal aðeins ein sögð Hann virtist hafa verið óvenjumikill menningar- maður á sinni tíð. Á ofanverðum 9. tug 19. aldar keypti Jón orgel í höfuðstað Austurlands, Seyðis- firði, og flutti til Háreksstaða í Jökuldalsheiði, börnum sínum til yndisauka. Jón var barnmargur eins og fyrr segir og fátækur maður, þótt hann sæi jafnan sér og sínum farborða. Þetta uppá- tæki heiðarbóndans mun hafa þótt saga til næsta bæjar og jafn- vel jaðra við marglæti. Þá mun það og hafa þótt tíðindum sæta á sinni tíð, er tveir synir hans, þeir Einar Páll og Sigurjón, innrituðust í Latínuskólann. Skömm var þó dvöl þeirra þar, því að báðir sigldu þeir vestur um haf, áður en þeir lykju prófi. Enginn landsfjórðungur mun hafa séð á bak fleiri sonum og dætrum vestur um haf en Aust- firðingafjórðungur. Séra Sigur- jón sigldi í vesturveg árið 1905. Þar lauk hann stúdentsprófi og síðan guðfræðiprófi 1913. Þá hvarf hann heim. Hann mun þá hafa verið einn af lærðustu guð- fræðingum á fslandi. Það guð- fræðipróf hrökk þó ekki til í heimalandi hans, og því innrit- aðist Sigurjón í Háskóla íslands haustið 1914 og lauk þaðan guð- fræðiprófi 1917. Sama ár vígðist hann til Barðsþinga í Skagafirði. Árið 1918 kvæntist hann Önnu Sveinsdóttur frá Skatastöðum í Skagafirði, glæsilegri konu og mikilhæfri. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Fimm þeirra komust til þroska og eru að von- um mannhafnarfólk. Árið 1920 var Séra Sigurjóni skipað Kirkjubæjarprestakall á Fljótsdalshéraði og þjónaði því kalli til ársins 1957. Frá 1928 þjónaði hann og Hofteigspresta- kalli. Eins og fyrr segir galt Austfirð- ingafjórðungur afhroð mikið, er vesturfarir voru þaðan í algleym ingi. Einn af þeim fáu, sem heim sneru aftur, var séra Sigurjón. För hans vestur um haf var að- eins víking. Heim kom hann manna bezt menntur, heflaði seglin og gerðist höfuðklerkur í heimabyggð sinni, Fljótsdalshér- aði. Þau Sigurjón og Anna bjuggu rausnarbúi í Kirkjubæ. Þau kunnu þann galdur, sem prest- hjónum til sveita hefur löngum orðið drjúgt til virðingar og ágæt is — að halda til jafns við þá, er bezt bjuggu í sókninni. Ekki mun þeim prestshjónun- um í Kirkjubæ hafa verið fisj- að saman. Það mun hafa verið Sr. Sigurjón Jónsson. upp úr áramótum 1930 að þau lögðu á Fjarðarheiði og ætluðu til Seyðisfjarðar. Gerði á þau stórhríð og var fannkingin með firnum. Þau brutust áfram í hríð- inni og náðu að komast í Sælu- hús, sem þar er á miðri heiðinni, og létu þar fyrirberast um nótt- ina. Enga sæluvist munu þau þó hafa átt í kofanum, því að þar var fátt til þæginda. Um morg- uninn létti hríðinni. Ég var þá ásamt tveim Eiðamönnum stadd- ur á Seyðisfirði. Þennan sama morgun lögðum við félagar í býti á heiðina, og hef ég aldrei fyrr né síðar brotizt í annarri eins ófærð. Þegar við komum upp á Efristaf, en svo heitir* þar sem mestan bratta þrýtur Seyð- isf jarðar megin, vorum við komn ir að niðurlotum. Tókum við okk ur því hvíld og blésum mæðinni. •— Þar gengu presthjónin fram á okkur félaga, hress og kát, og var svo að sjá, sem þau hefðu I engum stórræðum staðið. Séra Sigurjón ber það að visu með sér að vera karlménni, en frú Anna er hins vegar kona ekki mikil vexti og óvenju fíngerð. Hefði ég ekki ætlað henni slíkt líkams* þrek. Ræðumaður er Sigurjón með afbrigðum og skal síðar að þvi vikið. Frjálslyndur var hann i trúarefnum, og mun það hafa fallið í frjóan jarðveg hjá sóknar- börnum hans. Mannhylli hefur séra Sigurjón svo mikla, að ná- lega ann honum hver maður, sem honum kynnist. Hann er því alls staðar aufúsugestur, enda allra manna glaðastur og snjall. astur, barnavinur mikill og yrkir, svo að gaman er að. Kynni okkar séra Sigurjóns hófust haustið 1928, er ég gisti fyrst Eiðaskóla. Sama haust hafði séra Jakob Kristinsson, síðar fræðslumálastjóri, tekið við stjórn skólans. Hann var þá, eins og kunnugt er, einn af mestu ræðu- skörungum á íslanði. Svo kynngi magnaður ræðumaður var séra Jakob, að flest þótti þá barna- vípur, er aðrir sögðu, þótt snjall. ir væru. En sóknarpresturinn, séra Sigurjón gekk ekki aðeins fast á hæla höfuðsnillingsins, heldur hélt hann til jafns við séra Jakob á stundum. Ég vil nota þennan merkisdag míns aldna sálusorgara til að þakka honum órofa vináttu. Kann ég ekki betur að lýsa hug mínum til hans en herma orð Jóns helga Hólabiskups, er hann hafði um ísleif biskup, fóstra sinn: „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið“, Hjörtur Kristmundsson. Sjötug Frú Sólveíg FRÚ Sólveig Ásgrímsdóttir fyrr- um húsfreyja í Ólafsfirði, er sjötug í dag. Heimili hennar nú, er í Tjarnargötu 14 Reykjavík. Sólveig er fædd að Nefsstöðum í Fljótum. Ólst upp í foreldrahús- um til þroskaaldurs, en um tví- tugt giftist hún Ásgrími Jónssyni frá Móafelli í Fljótum. Á öðru hjúskaparári þeirra hjóna fluttust þau til Ólafsfjarð- ar og áttu þar heimili þar til Ásgrímur andaðist árið 1950, eða um 37 ár. Eftir lát manns síns fluttist Sólveig til Reykjavíkur, og hefir átt þar heimili síðan. Eg sem rita þessi fáu afmælis- orð, þekkti frú Sólveigu í meira en þrjátíu ár, get því af eigin raun borið vitni um rausn og myndarskap hennar, sem hús- móður, og um dugnað hennar þá hún vann að félagsmálum. Á heimili þeirra hjóna var ávallt gott að koma, gestum tekið tveim höndum, heimilið hlýlegt og vist- legt, og veitt af rausn. Frú Sólveig er hin mesta fríð- leikskona, þótti bera af jafnöldr- um sínum í sveitinni, talin hinn bezti kvenkostur. Og enn ber hún reisn sína, sem ung væri — þrátt fyrir sjötugsaldurinn. Þeim hjónum Sólveigu og Ásgrími varð eigi barna auðið, en ólu upp eina fósturdóttur. Margréti Jó- hannsdóttur, bróðurdóttur Sól- veigar. Reyndust þau fósturdótt- urinni sem beztu foreldrar. íslenzkum konum fyrr og síðar, sem gátu sér orð sinnar samtíð- ar, er löngum lýst sem glæsileg- um djarflyndum drengskapar- konum, vinum vina sinna í blíðu og stríðu, konum sem gera hlut- ina vel, þá gert er. í hópi þessara kvenna tel eg frú Sólveigu vera. Þessvegna er eg hennl þakklátur fyrir löng kynni, ber virðingu fyr ir því, sem eg þekkti gott og stór- brotið í fari hennar. Eg veit að þannig mun hinum mörgu farið, sem kynntust Sólveigu, nutu gestrisni hennar og höfðingslund ar. Eg óska þér innilega til hamingju, frú Sólveig, með sjö- tugsafmælið. I. Þ. BLÓM Afskorin blóm. Pottaplöntur á sérlega lágu verði. Simar ZZ822 og x9775.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.