Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 23. ágúst 1961 M O R C V N ** L A Ð / Ð 13 VIS ND CSOG TÆK.NI V) Efni, sem lamar vðxt krabbameins, fundið 1 SÍÐASTA hefti brezka vís- indablaðsins NATURE er skýrt frá rannsóknun. vísinda manna við Kjarnfræðastofn- un Xndlands á efnum leiddum af thiophene-dicarboxyl-sýru. Efni þessi trufla sykurnýt- ingu í æxlisfrumum. Árangur tilrauna þeirra var: Thio-diglycol sýra fTDGA) getur drepið sum æxli en dregið úr vexti ann- arra. TDGA var reynd á krabba- æxlum, sem græða má í heil- brigð dýr. Þrjátíu og sex rottur fengu innspýtingu með upp- lausn af lífhimnuæxli (Yos- hida sarcoma). Þær, sem ekk- ert var gert við, dóu allar á 4. til 9. degi frá innspýting- unni. Hinar fengu TDCA inn í Jifhimnuholíð. Af þeim eru 16 lifandi ennþá. Tvær dóu úr krabbameini á 35. degi, en hætt var að gefa lyfið á 10. degi. Lífhimnuæxli þetta vex mjög hratt og því má telja öruggt, að lyfið hafi drepið hverja einustu krabbameins- frumu í þeim dýrum, sem ennþá lifa, að öðrum kosti væru þau orðin veilk aftur. Tilraunir með annað æxli gáfu ekki eins góðan árang- ur. Æxlið var látið vaxa í tólf daga áður en byrjað var að gefa TDGA, það var svo gefið í tólf daga, þá var dýr- imum slátrað. Æxlin í þeim dýrum, sem fengið höfðu TDGA voru þá um helmingi minni en í hin- um, sem ekkert höfðu fengið. Einnig var reynt, hvort áhrifin væru sýrueiginleikum TDGA að þakka, en svo reyndist ekki. Eituráhrif á dýrin urðu engin. Þráðsjá borð maga og þarma, sem talið er fremra þeim tækj- um, sem áður hafa verið notuð. Höfundur þess er bandarískur læknir, dr. Hirschowitz. VÖNDUR AF GLERÞRÁÐUM Eins og kunnugt er, fer ljósið ávallt í beina stefnu, en mönnum hefur lærzt að fara í kringum þennan eigin- leika með því að láta ljósið endurkastast innan í örmjó- um glerþræði. Ef ljós skín inn í enda slíks þráðar kemur það aftur út um hinn endann, jafnvel þótt þráðurinn sé lagður í ótal beygjur og krákustíga Þetta fyrirbrigði hefur ver- ið notað til að smíða tæki, er nefnist þráðsjá (fiberscope). Aðalhluti þess er vöndur af glerþráðum, um það bil 150000 að tölu, og er hver þráður einn hundraðasti hluti úr millimetra á þykkt. HJARTAÐ SKOÐAÐ AÐ INNAN? Vonast er til að í framtíð- inni verði mögulegt að skoða með því ýms hol líffæri, sem ekki hefur verið hægt að at- huga beint áður á lifandi mönnum, án skurðaðgerða. Sumir vona jafnvel, að hægt verði að skoða hjartað með því að innan, þegar búið er að fullkomna tækið frekar. nytt tæki til oct Sjötug í dag: i sfcyggnasf inn i Vilfaelmina Ingibjöig Filipnsdóttir VILHELMÍNA Ingibjörg Filipp- usdóttir, húsfreyja og ljósmóðir á Hellum á Landi er sjötíu ára í dag. — Hún er fædd á Hellum 23. ágúst 1891, dóttir merkis- hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur, ljósmóður og Filippusar Guð- laugssonar bónda þar. — Vilhelmína lærði ljósmóður- fræði árið 1914 hjá Guðmundi Björnssyni, landlæfcni, og tók við Ijósmóðurstörfum í heima- sveit sinni árið eftir af m,óður Árið 1922 giftist hún Magnúsi Jónssyni, Þingeying að ætt, og hafa þau búið allan sinn búskap Vilhelmína virðist hafa til að bera skilning á kenningum dr. Reads hins enska, þar sem aðal' áhersla er lögð á að vekja traust oig trú bonunnar á eðlilegri o.g sjálfkrafa fæðingu, vitandi af nærtækri hjálp, ef eitthvað ber útaf, Og hún er sú eina ljósmóðir, sem ég þebki, er lætur barnið vera í rúmi móður sinnar nokk- urn tíma fyrst eftir fæðingu, en hvað er eðlilegra, ef gætt er fyllstu varfærni. Heimili hjónanna á Hellum hef ur ætíð verið mannmargt; þar var barnaskóli til mar.gra ára, bæði börn og kennari í fæði og húsnæði, má því nærri geta, að oft hefur verið langur vinnudag- ur húsmóður og mifcil umhyggja fyrir slíku heimili, eigandi von á kalli að nóttu sem degi vegna 1 j ósmóðurstarf sins. Elzta dóttir mín dvaldi tvö sumur á þessu góða heimili og naut þar nærfærni sem dóttir væri. — Við hjónin höfum því bætzt í þann stóra hóp, sem er í þafckarskuld við heimili Vilhelm inu og Magnúsar, og því vildi ég í dag senda afmælisbarninú, Magnúsi manni hennar, Filippusi syni þeirra, sem stendur traust- an vörð um heill heimilisins, og öðrum börnum þeirra hjóna, hjartanlegar hamingjuóskir í til- efni þessa merfcisdags. Það er fagurt að líta heim að likamann NÝLEGA var fundið upp tæki til að skoða innra Magi rannsakaður að innan með þráðsjá. IIILll.------------------------------------------------------------------------>1----------------------------------------1------------------------ J Signal á Hellum, eignast 4 efnileg börn, 2 dætur og 2 syni. — Þessa litlu umgjörð, sem ég hefi nú dregið um ævi aímælisbarnsins, þekkja allir vinir hjónanna á Hellum. Eg hafði skamma hríð starfað sem læknir á Suðurlandi er ég fcynntist Vilhelmínu. Hlýtt hand- •tak, snyrtimennska, festulegt og Ijúft viðmót, lýstu eiginleikum igóðrar ljósmóður, hún leizt mér þá þegar sem góð nærkona í þess orðs gömlu og góðu merkingu. — Hellum á sólþjörtum sumardegi, þar sem Skarðsfjall — í trölla- try.ggð sinni — skýlir bæjunum fyrir óvin alls gróanda, norðan- nepjunni, og jafnvel þótt dumb- ungslegt sé veður, þá lítur maður' samt hýru auga heim að Hellum, því að vissa er fyrir því, að bros á vör og hlýtt handtak bíður manns. Það líta margir hýru auga heim að Hellum í dag. Jón Gunnlaugsson. Hin marg eftir spurðu ítölsku ullarefni eru komin Dömu- og herrabúðin Laugavegi 55 Nýtt tannkrem meö munnskol- unarefni í hverju rauöu striki Signal er fremra öllu öðru tannkremi því aðeins það gerir tennur yðar skínandi hvítar og gefur yður hressandi munnbragð Sérhvert gott tannkrem hreJns ar tennurnar, en hið nýja SIGNAL gerir miklu meira! Hvert og eitt hinna lauðu strika S I G N A L S mniheldur Hexa-Chlorophene. Samtímis þvi sem hreinsunarefni SIGN- ALS gætir og verndar tennur yðar, blandast þetta kröftuga • rotvarnarefni munnvatninu um leið og það hreinsar munninn. Burstið því tennur yðar reglu- lega með SIGNAL og njótið þar með bezta fáanlega tann- kremsins, sem inniheldur hvort tveggja í senn, ríkulegt magn hreinsunar- og rotvarnarefna. Látið alla fjölskyldu /ðar nota þetta nýja undra-tannkrem, með munnskolunarefni í hverju rauðu striki. Byrjið að nota S I G N A L strax 1 tíag. Þetla ci' ástædan fyrir því, að SIGNAL inniheldur munnskol- unarefni í hverju rauðu strikl. X-SIG 2/IC-64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.