Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐIÐ Miðvilíudagur 23. agúsi 1961 Þrjár vikur til landsleiks •— og knattspyrnumenn í fríi 1>AÐ er rólegt yfir íþróttalífinu í höfuðstaðnum um þessar mundir — eða það finnst að minnsta kosti knattspyrnuunnendum. Frjáls- íþróttamót fara fram, en þau hrífa ekki áhorfendum ýmist vegna lclegrar þátttöku, lélegs árangurs eða lélegrar fram- kvæmdar og á sumum er þessu öllu til aá dreifa. í knattspyrn- unni er næsta „dautt“ tímabil. Undankeppni bikarkeppninnar stendur yfir, en leikir þeir hrífa ekki unnendur, þar sem B-liðum er teflt fram, óæfðum mönnum og samanskrapi í sumum tilfellum. • Einkennilegt skipulag Það fer ekki hjá því, að mönn- um finnist meira en lítið athuga- vert við niðurröðun kappleikja. í júnímánuði er svo mikið um að vera að knattspyrnumennirn- ir — þeir beztu, sem í öll úrvals- lið eru valdir — hafa varla tíma Spretthorðasti knattspyrnu- maðar landsins ÞESS var getið í fréttum í gær að Hafnarf jörður og Kópavog- ur hefðu háð bæjakeppni í frjálsum íþróttum. Þar kom og fram að 2. í 100 m hlaupi hefði orðið Ragnar Jónsson Hafnar- firði. Hljóp hann vegalengd- ina á 11.6 sek. Ragnar er kunnur íþrótta- maður. Hann er einn af okkar allra beztu handknattleiks- mönnum og einnig fslands- meistari í körfuknattleik. — Hann keppir og í liði Hafnfirð inga í knattspyrnu og er enn- fremur í úrvalsliði Hafnfirð- inga í frjálsum íþróttum eins og að ofan getur. Fjölhæfni Ragnars er því einstæð. En vert er að vekja athygli á einu til. Ragnar mun vera sprettharðasti knattspyrnu- maður landsins nú. Við teljum engan annan knattspyrnu- mann færan um að hlaupa 100 m á 11.6 sekúndum. Ef lesendur vita um einhvern væri gaman að fá fréttir af því. Hraði er mikilsverður í knattspyrnu — og þangað til annað er upplýst á Ragnar Jónsson Hafnarfirði metið. til að fara úr skónum milli ieikja, en nú líður svo langt á milli leikjanna að þeir fá strengi eftir hvern leik. í júlí eru þeir með auma fætur og sár sem ekki fá tíma til að gróa. í ágúst, þegar enn er góð tíð er keppnistímabil- ið algerlega slitið sundur og þeir leita út á land til að fá hreyfingu. • KSÍ verður að hafa forystu Niðurröðun íslandsmótsins hef- ur áður verið gagnrýnd hér og er reyndar svo slæm að hrein óhæfa er. En það er fullkomlega Ijóst að taka verður mótaskipulagið til gagngerðar endurskoðunar. Knattspyrnusambandið felur ýmsum héraðsstjórnum fram- kvæmd móta. Nú er hins vegar í Ijós kömið að sú niðurröðun er óhæf og jafnvel skaðleg knatt- spyrnunni. KSÍ verður því hér að grípa í taumana og raða leikjum og mótum niður á skynsamlegan hátt. • 3 vikur til landsleiks Knattspyrnumenn okkar eiga eftir 3 vik/ur að ganga til landsleiks við Englendinga í knattspyrnu. Engar samæfing- ar landsliðs eru haldnar — engin mót sem viðhalda þjálf- un knattspyrnumannanna. Þeir hafa náðugri daga nú — á miðju keppnistímabili — en þeir hafa að vetrarlagi þegar mánuðir eru til keppninnar. Þess er vart að vænta að knattspyrnumennirnir séu færir um að skila sínu bezta — skila árangri og ávexti af kappleikjum við erlend lið, þegar keppnistímabilinu er svo sundurslitið sem nú er raunin. — A. St. Leiður ávani NÚ FER sundfólk okkar að búa sig undir veturinn og keppnistímabilið. Mót eru þá ekki langt undan og þá er ekki úr vegi að benda sund- fólkinu á leiðan galla sem er alltof ríkur í fari þess. Galli þessi er íslenzkur í húð og hár og sést ekki á sundmótum er- lendis. Gallinn er sá, að þegar ræsir sundmóta kallar sund- fólkið fram tii keppni er það almennur siður hér að sund fólkið hlammar sér á ráspall ana, snýr baki í alla sem gert hafa því þann heiður að koma og horfa á það í keppni. Það húkir þarna bogið í baki, eins og það sé að bíða eftir dauða dómi sínum en ekki að búa sig undir harða keppni. Myndin sem ljósmynðari blaðsins Sveinn Þormóðsson tók af einu sundmóti í vetur — skiptir ekki máli hvaða móti eða hvaða sundfólk er á pöllunum því siðurinn er því miður almennur, — sýnir bezt þennan leiða galla. Það er á- skorun til sundfólksins að í undirbúningi fyrir veturinn venji það sig af þessum leiða vana. 60.72 í kringlu BANDARÍKJAMAÐURINN Jay Silvester hefur tvívegis á fáum dögum bætt heimsmetið í kringlu kasti. Sl. sunnudag kastaði hann i kringlunni 60.73 m — en fáum dögum áður hafði hann kastað 60.56 sem þá var hýtt heimsmet og í fyrsta sinn sem 60 m hafa náðst í löglegri keppni. Silvester setti hið nýja met í alþjóðlegri keppni hermanna. Það mót heyrir ekki undir al- þjóða frjálsíþróttasambandið, en fordæmi er fyrir því að heims- met hafi verið sett á slíkum mót- um séu staðfest og er það er Williams hljóp 100 m á 10,1 sek. í Berlín 1956. ÚTIHIIRÐIR Hagstætt verð Valinn viður Tvær stærðir Teak-útihurðir Helgi Magnússon & Co Hafnarstræti 79 — Simi 7 37 84 Hafi allar aðstæður verið í lagl í Brussel þar sem mótið fór fram verður þetta nýja met Sil- vesters án efa staðfest. Bæjarkeppni: Hoínarfjörðor Hellavík í KVÖLD kl. 7,15 hefst á Hörðuvöllum í Hafnarfirði bæja- keppni milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Keppt verður í 100 m, 400 m, kúluvarpi, sleggjukasti, stangar- stökki og þrístökki. Keppnin heldur áfram á morgun kl. 7,15 og verður þá keppt í spjótkasti, hástökki, langstökki, kringlukasti, víða- vangshlaupi og 4x100 m boð- hlaup.i. 4 heims- met í sundi Los Angeles FJÖGUR heimsmet voru sett á bandaríska meistaramótinu í sundi í gær. Jastremski syntl 100 metra bringusund á 1:07.5 mín. Þetta er í 4. sinn sem hann bætir metið á 3 vikum. Fred Schmidt synti 100 m flugsund á 58,6. Tom Stock synti 200 m bak- sund á 2:11.5. Sveit Indianapolis synti 4x100 m fjórsund á 4:03.0. SÍ-SLÉTT P0PLIN I (N0-IR0H) MINEKVAoÆ***fe>» STRAUNING ÖÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.