Morgunblaðið - 23.08.1961, Page 19

Morgunblaðið - 23.08.1961, Page 19
Miðvikudagur 23. ágúst 1961 MORGVNBLAÐIÐ 19 ftjý bók ism Reykjavík eftir Árna ÖBa Jk - J MORGUNBLAÐIð frétti hjá jSÉI 4 Pétri Ólafssyni, framkvæmda- | stjóra, að á næstunni mundi / koma út hjá ísafoldarprent- llplllliffe smiðju þriðja Reykjavíkur- tt, siHil bók Árna Óla, ritstjóra. Blað- ið sneri sér þá til hans og spurði um þessa nýju bók og hvenær hún mundi koma. — Það var ætlunin, segir Árni, að bókin kæmi út á 175 ! ára afmæli Reykjavíkur, en af ófyrirsjáanlegum ástæðum hef ir það dregizt, svo að hún kem ! ur líklega ekki fyrr en eftir viku. 1 — Þetta er þriðja bók þín 4 um sögu Reykjavíkur? t — Já, hinar tvær eru „För- 7 tíð Reykjavíkur“ og „Gamla J Reykjavík“. Þessi nýja bók heitir „Skuggsjá Reykjavíkur“ enn fremur er >ar sérstakur kafli um nafngiftir gatna í Reykjavík og þykir mér ekki ólíklegt að mörgum muni þykja bæði gagn og gaman að því að fá hann. — Hvað er þá þessi Reykja- víkursaga þín orðin stór? — Alls eru þessi þrjú bindi rúmar 60 arkir, eða um þús- und blaðsíður. — Hvenær byrjaðir þú á þv> að safna þessu efni? — Það eru nú um 30 ár síð- an. Fyrst í stað byrjaði ég að safna í sérstakar greinar af sérstöku tilefni og flestar eru greinarnar skrifaðar þannig. En þó hefir margt fleira borizt upp í hendurnar. Vegna þessa fylgja greinarnar ekki réttri tímaröð í sögu bæjarins. Hver þeirra er sjálfstæð frásögn. — Er vön á fleiri bókum um þetta efni? — Ég veit ekki hvað segja skal. Líklega á ég efni í fjórðu bókina, en hamingjan má vita hvort hún kemur nokkurn tíma. Maður milli bíls og húss Skuggsjá Reykjavíkur" REYKJUM, Mosfellssveit 22. ágúst. — Það slys varð hér að Reykjum í morgun, að starfsmað- ur við fuglakynbótabúið, Harald Balling, varð á milli bíls og húss, og hlaut allmikil meiðsli, sem ekki eru þó fullkönnuð enn. Nánari tildrög eru þau, að mjólkurflutningabíll Mosfellinga var að búast til að taka egg frá búinu og ók afturábak í átt að dyrunum. Mun bíllinn hafa farið full nærri húsinu, Og Harald ann að hvort talið sig öruggan, eða þá ekki gætt sín fyrir bílnum, þannig að hann varð á milli hans og hússins. Þetta var um sex- leytið inn morguninn, Og vOru engir sjónarvottar að slysinu. Bílstjórinn fór þegar heim að bænum og náði sambandi við Reykjavík. Brugðu starfsstúlkur stöðvarinnar skjótt við, og gerðu lögreglu Og sjúkraliði aðvart, sem kom fljótlega á staðinn. Þá var Oddur læknir á Reykjalundi sóttur. Er hann kom á staðinn var Harald með nokkurri rænu, og taldi líðan sína' ekki slæma. — Lögregla tók skýrslu af bústjór- anum og sjúkrabíllinn flutti hinn og er með sama hætti og hin- ar. Það eru sjálfstæðar sögur um ýmis efni. Meðal annars er þar frásögn um hve brösu- lega gekk með kosningu fyrstu þingmanna Reykjavíkur og frásögn um fyrstu árin eftir að Árni Óla er mjög fróður um fortíð Reykjavíkur, sem Reykjavík fékk kaupstaðar- gleggst má sjá af skrifum hans réttindi. Þá er þar sagan af í Lesbók Morgunblaðsins og Sæfinni á sextán skóm. Og fyrri bókum hans um borgina. — Enginn er verri Framh. af bls. 3 strákar? — Ertu „áðí“, segir bílstjór- inn. Æ, ég datt ,,íða“ um dag- inn, þegar ég kom í land, en ég er að fara aftur út um helgina. Nú rignir á norður- hveli jarðar. — Og þú ert bara að spás- séra í rigningunni? Við erum íslendingar, er það ekki? Og svo spyr hann okkur, hvort við viljum ekki skutla sér upp á Bryta. Ég ætla að fá mér pilsner, maður verður víst að láta sig hafa það gutl. Nú ættu þau að geta ort, atóm skáldin, sem yrkja ekki um annað en rigningu. Hann segir okkur frá næt- urævintýri sínu. — Haldið þið að ég hafi ekki sofnað í garði I nótt, og þeg- ar ég vaknaði, þá var búið að stela af mér öðrum skónum. Ég fór i morgun til þing- imanns, sem ég þekki, og hann gaf mér skó af sér. Ég er á þingmannSskóm og komiði ibara, ef þið þorið. Og svo hverfur hann snöggklæddur út í rigninguna í Tryggvagöt- unni, með þeim ummælum, að það sé ómögulegt að vera full- ur í Reykjavík í rigningu. — Halló, er það veðursto>f- an, þetta er á Morgunblaðinu. Hvað hefur rignt mikið í dag? 2.5 millimetra. Það er mikið? Töluvert. Hvernig verður það á morgun? — Allhvass suðaustan i kvöld og rigning, hægari sunn- an og suðvestan á morgun með skúrum. Það er komið frám yfir kvöldmat, þegar þetta er skrif- að og rigningin bylur enn á glugganum. Við verðum samt að vona það bezta. Sumarið stingur ekki af svona skyndi- lega. J. R. LEIÐRÉTTING FYRIRSÓON greinar dr. Matthí- asar Jónassonar, sem birtist í blaðinu í gær átti að vera „Sýnd- ardyggð og siðgæði hjartans“, en ekki „Syndardyggð . , .“ eins og misritaðist í blaöinu. Biskup Islands til Norðurlanda BISKUPINN yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, tók sér far með flugvél til Norðurlanda í morgun. Er förinni heitið til Finnlands til þátttöku í norræna biskupafundinum, sem háður verður í Larkkula í námunda við Helsingfors dagana 22. til 28. þ.m. Eftir fundinn í Lárkkulla mun biskup fara til Svíþjóðar og sitja prestafund í Linkjöping 4. til 8. september. Síðan mun hann dvelja nokkra daga í Nor- egi og er væntanlegur heim aft- ur 17. september. (Frá skrifstofu biskups) Kirkjuvígsla að Efra Núpi SL. sunnudag, hinn 20. þ.m., var vígð ný sóknarkirkja að Efra- Núpi í Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Vígslu- biskup Hólastiptis, séra Sigurður Stefánsson, framkvæmdi vígsl- una í umboði biskups. Einnig tóku þátt í vígsluathöfninni hér- aðsprófastur, séra Þorsteinn Gíslason, sóknarprestur staðar- ins, séra Gísli Kolbeins og fleiri prestar. — Fjölmenni var mjög mikið, og athöfnin öll hin hátíð- legasta og virðulegasta. (Frétt frá skrifstofu biskups) Heimtaugar frá Rey k j askólalínu STAÐARBAKKA, Húnavatns- sýslu, 22. ágúst. — Hlýtt, en nokk uð votviðrasamt hefur verið hér undanfarið. Heyskapur er orðinn sæmilegur og sums staðar góður, þar sem byrjað var snemma og tún voru ekki skemmd af kali. Byrjað er að leggja heimtaugar á bæi út frá Reykjaskólalínu. Eru á milli 10 og 20 býli, sem þá frá rafmagn. Laxveiði hefur verið nokkuð jöfn og dágóð í Miðfjarðará í sumar, — Benedikt. Situr við sama I kjötdeilunni ALLT SITUR við sama í deilu kjötverzlana og sexmannanefnd arinnar svonefndu. Hefur nefnd in engan samningafund boðað með kjötkaupmönnum. Félág kjötverzlana, sem SÍS, Sláturfélag Suðurlands, KRON Og kaupmenn standa að, eru ein- huga um að álagning sú, sem nefndin hefur ákveðið í dreifing arkostnað, sé ekki nægilega há. — Kjötlítið er nú orðið í bænum. Guðmundur fer Miðliálendisferð A LAUGARDAGINN leggur Guðmundur Jónasson, fjallabíl- stjóri, upp í síðustu sumarleyfis ferðina á áætlun sinni á þessu sumri. Er það 9 daga ferð um Miðhálendið og ný ferð í áætl- un hans. Verður fyrst farið um Veiðivatnasvæðið og norður á Sprengisand, en þaðan haldið að sæluhúsi Ferðafélags Akur- eyringa að Laugafelli. Þá verð- ur farið vestur yfir Austari- Jökulsá og um óbyggðirnar norðan Hofsjökuls til Skaga- fjarðar og um Hveravelli suður. Guðmundur er nú með 30 manna ferðahóp í Öskjuferð. Sumarleyfisferðir hans í sumar hafa verið fullskipaðar, yfirleitt um og yfir 30 manns í hverri. Nokkrar helgarferðir eru á haustferðaáætluninni, t.d. ferð á Hlöðufell, á Tindafjallajökul, í Reykjadali og Hrafntinnsker og að Hagavatni. Einn umsækjandi í FYRRADAG rann út umsókn- arfrestur um embætti ráðu- neytisstjóra við dóms- og kirkjumálaráðuneytið. — Um- sækjandi er aðeins einn, Baldur Möller, deildarstjóri £ ráðuneyt- inu. — Baldur Möller var skip- aður fulltrúi í ráðuneytinu 1941. 1945—46 gegndi hann embætti sendiráðsritara við sendiráð ís- lands í Kaupmannahöfn, og var skipaður deildarstjóri við dóms- og kirkjumálaráðuneytið 1956. Dagstund Frh. af bls. 11 ið er á þjóðarheildina. Hinsveg- ar vita þeir bezt, sem í dreif- býlinu búa, að bættar samgöng- ur er eitt brýnasta lífshags- munamál sveitanna og. um hag- ræðið af rafmagninu þarf ekki að hafa mörg orð, það ættu þeir bezt að skilja sem um fjölda ára hafa notið þeirra gæða. Of lágt kjötverð Að lokum vil ég svo geta eins hagsmunamáls, sem snertir okkur bændur hér á Austur- landi alveg sérstaklega, þar sem sauðfjárrækt er nánast einasta grein búskaparins, sem hér er rekin að nokkru ráði. Þetta hagsmunamál er hækkun kjöt- verðsins. Bændur hér telja sig í því efni mjög afskipta mið- að við þá sem stunda mjólkur- framleiðslu £ landinu. — ★ — Hér með látum við þessari stuttu heimsókn að Skriðu- klaustri lokið að sinni. Eftir góðan viðurkerning á heimili tlraunastjórans höldum við úr hlaði, meðan " síðustu geislar sólarinnar glampa á fjallseggj- um, austan Fljótsdals. — vig. — Fribrik Ólafsson Frh. af bls. 20. sigurinn hafi verið verðskuld aður og jafnframt ánægju- Iegur vegna fyrri atburða, en hann var einnig efstur á svæð ismótinu í Hollandi, sem trú- lega verður dæmt ólöglegt. Friðrik segist aldrei hafa verið í taphættu og teflt ró- lega síðustu umferðirnar. Dr. Filip var öruggur í öðru sæti, en skákir Uhlmanns voru mjö'g misjafnar. Norðmaðurinn Stein Johannes- sen og Júgóslavinn Ciric hlutu titilinn „alþjóðlegur meistari" fyrir frammistöðu sína á mótinu. Hin lélega frammistaða Szabos vekur furðu manna, segir Friðrik. Friðrik Ólafsson dvelst áfram í Júgóslavíu um hríð þar sem hann tekur þátt í stórmóti, sem haldið er í minningu eins fyrr- verandi heimsmeistara, dr. Alje- kin. Hefst það í Bled 2. sept. slasaða í slysavarðstofuna og þaðan í Landspítalann. Meiðsli Haralds eru ekki fullkönnuð, en ekki er hann talinn í lífshættu. — J.G. — Adenauer Framh. af bls. 1. Aðspurður hvort hann teldi við brögð Vesturveldanna við lokun landamæranna í Berlín hinn 13. þ.m. hafa verið nógu ákveðin, svaraði Adenauer: Ef satt skal segja þá hefði ég óskað að frekari gagnþviniganir hefðu verið mögu- legar. í rauninni hefur einn aðil inn rofið samning fjögurra stór velda. — Mér finnst viðbrögðin hafa átt að vera ákveðnari. Adenauer kvaðst ekki hafa vit að fyrirfram um lokun landa- mæranna í Berlín. Austur þýzka þingið hafi tilkynnt að „eitthvaö yrði gert“, en sér hafi aldrei kom ið til hugar að gripið yrði til slíkra ógnaraðgerða. Kanzlarinn sagði að lokun landamæranna væri „leikur á taflborði“ og að aðrir leiikir fylgdu á eftir. VEKUR UMHUGSUN Ekki taldi Adenauer vænlegt sem stendur að leggja Berlínar- málið fyrir Sameinuðu þjóðimar, en útilokaði þó ekki þann mögu- leika. Hann fagnaði mjög komu bandarísku hermannanna 1500, sem komu til Vestur-Berlínar á sunnudag. Sagði hann að sú ráð stöfun hefði mjög mikil stjórn- málaleg áhrif og yrði áreiðanlega til að vekja umhugsun í Sovétríkj unum. Þá hvatti Adenauer til þess að Atlantshafsbandalagið yrði eflt eftir föngum, því Rúss ar semdu ekki við máttlítinn and stæðing. Þegar Adenauer var á ferð við landamærin í Berlín óku austur þýzkar bifreiðir búnar gjallar- hornum á eftir honum og útvörp uðuókvæðis- og háðsyrðum um kanzlarann. En austur-þýzka lög reglan gat ekki stöðvað fagnaðar læti Austur-Berlínarbúa, sem veifuðu til Adenauers og hylltu hann. ADVöRUN Adenauer fór aftur frá Berlín til Bonn um átta leytið í kvöld °g fylgdi Brandt borgarstjóri honum á flugvöllinn. Áður en hann hélt heimleiðis var Adenauer viðstaddur á auka fundi borgarstjórnarinnar þar sem samþykkt var aðvörun til austur-þýzkra yfirvalda við að hleypa af skotum í áttina að landsvæði Vestur-Berlínar. Seg- ir í aðvöruninni að framvegis geti slíkir atburðir haft alvar- legar afleiðingar. En það hefur komið fyrir undanfarið að aust- ur-þýzkir landamæraverðir hafa hleypt af skotum á flóttafólk, sem komið befur verið yfir landamærin. Sumarbústaður til sölu á eignarl., rúml. 1% ha land við iðivatn, 20 km frá Rvík. Skipti á góðum 5 manna bíl koma til greina. Einar Sigurðsson Ingólfsstræti 4. Símí 16767 og á kvöldin kl. 7—8, 35993. Skipstjórar Vantar skipstjóra á nýjan 150 tonna bát. — Upplýs- ingar á Hótel Vík, herbergi nr. 2 frá klukkan 6—8 e.h. í dag og á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.