Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 20
Mikojan í Japán Sjá bls. 6 188. tbl. — Miðvikudagur 23. ágúst 1961 ÍÞRÓTTIR eru á bls. 18. í slagveðrinu I gær fór svona fyrir „stillads" við húsið nr. 26 við Stóragerði. Verið var að ganga frá húsinu að utan. Staf- aði hætta af „stillads“ þessum, ef hann leggðist alveg saman og var lögreglan kvödd til að afstýra vandræðum. (Ljósm. Mbl.: K. M.) Ráðizt á konu á Bíeflavíkurvelii Á ÁTTUNDA timanum á föstu- dagskvöldið bar svo við, að drukk inn sjóliði kom inn i sælgætis- búð, sem eldri kona rekur í svo- nefndu Seaweedhverfi á Keflavík Kafft hækkar Verðlagsnefnd hefur ákveð ið hækkun á brenndu og möl- uðu kaffi frá innlendum kaffi brennslum. Hefur hámarks- verð verið ákveðið kr. 43.55 pr. kg, en hámarksverð í smá sölu með söluskatti verður kr. 51.60 pr. kg., en var áður kr. 46.40. urflugvelli, og baðst afgreiðslu. Var maður nokkur fyrir í búð- inni, en fór í þann mund er verið var að afgreiða sjóliðann. Er maðurinn var farinn fór konan inn í lítið herbergi á bak við búðarborðið, og segir hún að sjóliðinn, sem var ungur að árum, hafi elt sig þangað. Segir hún að hann h'afi ráðizt á sig, og slegið til sín nokkrum sinn- um. Nokkru síðar komu að menn, og forðaði sjóliðinn sér þá í skyndi. Var þegar hringt á lög- regluna og náði hún sjóliðanum skömmu síðar. Við yfirheyrslu hefur sjóliðinn borið að hann rnuni ekki hvað gerst hafi, enda hafi hann verið mjög drukkinn. Konan mun hafa hlotið glóðar- auga og skrámur í andliti. ilÉRAÐSIMÓT Sjálfstæðismanna á Ólafsfirði IÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna verður á Ólafsfirði, unnudaginn 27. ágúst, klukkan 20.30. Á móti þessu munu þeir Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, og Bjartmar Guðmundsson, alþingismað- ur, flytja ræður. Flutt verður óperan Rita eftir Donizetti. Með hlutverk fara óperusöngvararnir Þur- tður Pálsdóttir, Guðmundur Bjarni Guðjónsson, Guðmundur Jóns Bíartmar son og Borgar Garðarsson, eikari. — Við hljóðfærið F. Weisshappel, píanóleikari. — lansleikur verður um kvöldið. Ekki er öll nótt úti enn: 13 þúsund mál á Kolkugrunni 39 skip fengu þar frd 180 til 1200 mdl í gær í GÆRDAG var góð síldveiði á svonefndu Kolkugrunni í Húna- flóa og fengu þar 39 skip samtals 13 þúsund mál. Var afli skipanna frá 180 og upp í 1200 mál. í gærkvöldi tók að bræla á þess- um miðum, og var eklki búizt við veiði í nótt, enda hefur veiðin und anfarna sólarhringa hafizt um hádegi og lokið um miðnætti. Skipin, sem þarna fengu afla héldu til Siglufjarðar, Skaga- strandar og Eyjafjarðarhafna. — I gærdag fengu nokkur skip sæmi legan afla um 60 mílur út af Austfjörðum, en í gærkvöldi var farið að bræla fyrir austan. Hér fara á eftir frásagnir frétta ritara: Siglufirði: — Vitað er að mörg skip hafa fengið dágóðan afla á Kolkugrunni, 19 mílur nörður af Skaga. Síðan kl. 11 í morgun hafa 39 skip fengið þar afla. Hringsjá var aflahæst með 1200 mál. Megnið af þessari síld fer trúlega til Skagastrandar. Síldin er mis- jöfn. Hingað komu í dag Draupn ir með 400 mál og Einar Hálfdáns með 300 mál. — Guðjón. Neskaupstað: — í dag komu hér tvö skip með síld í bræðslu, Ljósafell með 650 mál og Gjafar VE með 300 mál. Þessi síld veidd- ist 80—90 mílur út af Austfjörð- um. í dag fengu nokkur skip einn ig sæmilegan afla um 60 mílur AÐFARANÓTT sl. mánudags var ráðist á ungan mann við höfnina i Reykjavík, og hann bar inn í óvit og síðan rændur ölföng- um og peningum. Liggur maður inn nú í sjúkrahúsi með áverka. Einn maður hefur verið tekinn til yfirheyrslu, og leikur grunur á að þar sé árásarmaðurinn fund- inn, en rannsókn málsins var ekki lokið í gær. Nánari tildrög vóru þau, að maður sá, er fyrir árásinni varð, var við skál í miðbænum um þrjúleytið um nóttina. Gaf hann sig á tal við nokkra menn á götu, og atvikaðist síðan svo, að hann fór með einum mannanna, sem hann þekkti ekki niður að höfn. Hafði maðurinn meðferðis eina flösku af áfengi og nokkrar flösk- ur af bjór. • Barinn i óvit Maðurinn telur þennan ókunna mann hafa ráðizt á sig á Faxa- garði, og slegið sig hvað eftir annað þar til hann féll í öngvit. Þegar hann kom til meðvitundar á ný, gat hann komizt um borð í Vatnajökul og fengið aðstoð hjá vaktmanninum þar. Var þá vín- ið horfið og bjórinn, og sömuleið is 100 krónur, sem verið höfðu í vösum hans. Maðurinn hélt heim til sín um nóttina, en í fyrradag var hann fluttur í sjúkrahús og liggur hann þar enn. Á mánudagskvöldið var hand- undan landi, Og eru einhver þeirra á leið til lands með afla. Bræla er nú að koma á miðin. Hér varð bræðslustopp í dag vegna þess að lýsisgeymar eru fullir orðnir. Væntanlega kem- FRIÐRIK Ólafsson bar sigur úr býtum á svæðamótinu í Mari- anske Lazne, hlaut 12V2 vinn- ing af 15 mögulegum eða yfir 83%. Næstir honum voru dr. Filip frá Tékkóslóvakíu og Uhlmann frá Austur-Þýzkalandi. Lokaúrslit urðu annars þessi: 1. Friðrik Ól.,Islandi 12%v 2. dr. Filip, Tékkóslóv. 12 3. Uhlmann, A-Þýzkal. 10% - 4. Johannessen, Nor. 9% - 5. Ghitescu, Rúmeníu 9 » 6.—7. Ciric, Jjúgóslavíu 8% - 6.—7. Bobotzov, Búlgaríu 8% - 8.—9. Sliwa, Póllandi 7 8.—9. Szabo, Ungverjal. 7 10-11 Barendregt, Hollandi 6 10-11 Gragger, Austurríki 6 » 12. Milic, Júgóslavíu 5% - 13-14 Blom, Danmörku 5 13-14 Perez, Spáni 5 tekinn hér í bænum maður, sem samkvæmt lýsingu lék grunur á að væri árásarmaðurinn. Er mað- ur þessi í geymslu, og hafa yfir- heyrslur staðið yfir. Viður- kenndi hann að hafa gengið með þeim, sem fyrir árásinni varð, en neitar að hafa slegið hann. Allt bendir þó til að hér sé um árásarmanninn að ræða, en mál- ið er enn í rannsókn. veiddust ur það þó ekki að sök þar sem nægilegt þróarrými er fyrir hendi. Lýsisskip er væntanlegt í vikunni. — Svavar. Skagaströnd: — f nótt komu hingað Bjarmi með 492 mál, Páll Pálsson með 462 mál, Rán 310 og Bergvík með 310 mál. Allgóð veiði hefur verið í dag í Húnaflóa og von er á eftirtöld- um skipum hingað í kvöld: Hring sjá með 1200 mál, Heiðrún 900, Bjarmi 400, Jón Finnsson 700, Skarðsvík 270, Ársæll Sigurðsson 500 og Baldvin Þorvaldsson 250, — Þórður. 15. Nier'jela Finnlandi 4% • 16. Ljungquist, Svíþjóð 3 Vz « Úrslit í síðustu umferðinni urðu sem hér segir. Filip vann Niemela, Sliwa vann Uhlmann, Gragger vann Ljungquist og Friðrik Ólafsson Biom vann Perez. Jafntefli varð hjá Friðrik og Ciric, Johannes- sen og Ghitescu, Szabo g Bar« endregt og Bobotzov og Milic. Þrír efstu menn komast áfram á millisvæðamótið, sem hefst i Amsterdam 27. janúar nk. Kepp endur verða þar 22. Sex efstui menn á því móti keppa síðan á svonefndu kandidatamóti ásamt þeim Tal og Keres. Þar verður loks gert út um það, hvaða skák- manni gefst kostur á að heyja einvígi við Botvinnik um heims- meistaratitilinn. Friðrik Ól&fsson segir i skeyti til Morgunblaðsins að Framh. á bls. 19 11ERAÐSMOT Sfálfstæðismanna á Kirk|ubæ|arklaustri SJÁLFSTÆÐISMENN efna til héraðsmóts á Kirkjubæjar. klaustri, laugardaginn 26. ágúst, klukkan 21. Á móti þessu munu þeir Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra, og Sigurður Ó. Ólafsson, alþm., flytja ræður. Flutt verður óperan La Serva Padrona eftir Pergo- lesi. — Með hlutverk fara óperusöngvararnir Sigurveig Hjaltested. Kristinn Halls- son og Þorgils Axelsson, leikari. — Við hljóðfærið Ásgeir Beinteinsson, píanóleikari. — Um kvöldið verður dansleikur. — Maður sleginn í óvit og rændur Friðrik Ólafsson sigraði á svæðamótinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.