Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. agúst 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 Brezka s|ón- varpið fær kvikmyrrd UNDANFARNAR tvær vikur ihefur verið hér þriggja manna flokkur frá sjónvarpi ÐBC í London til að gera kvik inynd frá íslandi í skólaþátt. Stjórnandi þáttarins er Pegg- ie Broadhead og með henni voru tveir kvikmyndatöku- menn frá Ealing Studios, Alex A. Pearce og Ewart Needham. í brezka sjónvarpinu eru ýmiskonar skólaþættir, þar á meðal 20—30 mín. þátturinn „People of many lands“, en undir hann fellur kynning á lífi skólabarna í sumarfríi í ýmsum löndum og er um leið kynnt viðkomandi land. Und- ir þennan þátt fellur íslands- myndin, sem þremenningarn- ir hafa verið að taka hér. Sjónvarpsfólkið fékk 28 skólabörn, 12—13 ára gömul eða á svipuðum aldri og á- horfendur verða, til að sitja kennslustund í Vogaskólan- um. Þetta átti að vera síðasta kennslustundin á vetrinum. Síðan var farið með börnin í „skólaferðalag“ í stórum bíl, og að því búnu voru börn 'kv.ikmynduð við ýmiss störf í sveit og við sjó. T. d. voru mynduð börn í heyvinnu og á hestum á Bakka á Kjalar- nesi, og í Vatnsdal, þar sem * * ■:«.« 1 ’» * Sjónvarpsfólkið að kvikmynda við Eyjafjallajökul. Frá vinstri: Ewart Needham, Alex A. Pearce og Peggie Boadhead. hafði allt vel undirbúið áður en við komum. Visindafræðsla tekur mestan tíma Frú Broadhead segir að skóladagskráin í brezka sjón- varpinu sé fjölbreytt. Þar sé komið inn á leiklist, fræðslu um það sem efst er á baugi, kynningu á ýmsum störfum sem börnin kunna að vilja búa sig undir og þá mest mið að við börn sem ekki fara í háskóla. Mestur tími fari þó í vísindalega fræðslu, eða um 40%, þar sem kennarar þurfi mest á aðstoð að halda við þessháttar kennslu. Náttúru- vísindi séu þar stór liður. Sér stakir þættir séu fyrir 8—9 ára gömul börn og einn þátt- ur sé til, þar sem skoðað er eitthvert land eða jafnvel þorp eða staður. Samstarfs- maður frú Broadhead er nú í Ameríku „Að skoða Amer- íku“ fyrir sjónvarpið. Spurð að því hvort þessir þættir þyki gagnlegir og séu vinsælir, svaraði hún að ekki sé sitt að segja til um það, en það talj sinu máli hve mjög þeir hafi færzt í aukana. í byrjun voru aðeins 4 stjórn- endur slíkra þátta, nú eru þeir yfir 20 og hafa margt að- stoðarfólk. Sjónvarpið hefur svo sína ráðgefendur til að- stoðar við val á efni, sem er fræðandi og menntandi. Auk þess sem brezka sjón- varpsfólkið tók hér mynd fyrir skólaprógrammið, safn- aði það efni í aðra kynningar kvikmynd fyrir sjónvarps- Um fsl. börn í sumarleyfi þau voru við heyvinnu, ber ofan að mitti. Þá voru krakk- ar sýndir við fiskvinnu alls konar, bæði norður á Sauðár- króki og hér fyrir sunnan. — Ég hefi ekki séð fallegri og brosmildari börn seg- ir kvikmyndatökumaðurinn Pearce, og hefi ég þó myndað sæg af börnum víða um heim. Falla inn í stundaskrá skólanna Frú Broadhead útbjó fyrsta þáttinn af þessu tagi, sem gerður var fyrir brezka sjón- varpið, tók hann í Sviss. Síð- an hafa verið þættir með skólabörnum í sumarleyfi í Frakklandi, Möltu, Nigeríu og fleiri stöðum. Yfir vetur- inn eru 10—12 þættir og þurfa þeir að vera til og skráðir á dagskrána á haust- in, svo að hinir ýmsu skólar, sem hafa sjónvarp og óska að nota þá við kennsluna, geti hagað stundaskrám sínum og kennslu eftir því. Ekki er þó ætlazt til að slík sjónvarps- fræðsla komi í staðinn fyrir kennslu kennara, heldur bæti við hana og auðveldi hana. Myndin frá íslandi verður notuð næsta haust. Þau þremenningarnir ætluðu að vera komin til London um þrjú leytið í geer, afhenda filmur sinar, sem eru tekn- ar til framköllunar yfir nóttina og tilbúnar handa þeim til skoðunar morguninn eftir. Þá er hægt að ákveða þáttinn. Þau höfðu sent á und an sér eitthvað af filmum, og fengið tilkynningu um að 85% af þeim væri gott. Veðrið, jú það hefur verið dá- lítið ójafnt, eins og vegirnir ykkar, segir Peggie Broad- head. En með samblandi af heppni og framsýni hefur okkur tekizt að nota hverja stund og fá ágætar myndir. Vigdís Jóndóttir, hjúkrunar- kona, sem ég er búin að þekkja síðan á stríðsárunum, STAkSTEIMAR þátt fyrir fullorðna og fór í þeim tilgangi m. a. upp á Eyjafjallajökul. Sjónvarpsfólkið fór héðan í gær eftir tveggja vikna dvöl. Þau Ewart Need- ham og Peggy Broadhead kváðust nú ætla í sumarleyfi, hún með börn sín norður til Skotlands, þar sem fjalla- landslagið mundi sennilega virðast ósköp „flatt“ eftir dvölina á íslandi. En Alex A. Pearce kvaðst eiga verkefni fyrir höndum í ensku þorpi, þar sem hann er að kvik- mynda lífið í þorpinu á öllum tímum árs og störf fólksins þar. Myndin hér a» ofan er afi líkönum af tveim gömlum strætisvögnum, sem eru á Reykjavíkurkynningunni. Sá eidri er Studebaker árgerð 1931. Hann kom hingað sem ný óyfirbyggð vörubifreið, en síðan var byggt yfir hann hér- lendis. Sá yngri og stærri er G.M.C. árgerð 1945. Hann kom einnig nýr hingað til lands sem óyfirbyggð langferðabif- reið og var síðan byggt yfir | hann hér. Síidarbátar lentu í erf- iðleikum fyrir austan Neskaupstað, 24. ágúst | nærri fullfermi, sem þeir höfðu í FYRRAKVÖLD og í gærmorg- fengið um 90 mílur frá landi. un lentu nokkrir síldarbátar í Þegar þeir voru komnir nokkuð erfiðleikum. Sæfaxi og Sunnu- nálægt landi versnaði veðrið tindur voru á leið til lands með I mjög og setti upp mikla kviku. Varð að taka það til bragðs að ryðja út mestu af þilfarsfarmi bátanna, 3—400 málum af hvor- um bát. Sæfaxi missti einnig bát og nót þessa nótt. Sæfaxi Og Sunnutindur höfðu ætlað til Neskaupstaðar þessa nótt, en urðu vegna veðurs að fara til Vopnafjarðar, og var Sæ faxi rúman sólarhring til lands. Ljósafell kastaði þetta kvöld áður en brældi að ráði, en varð að skera á nótina, þegar veður versnaði til þess að bjarga henni. Smygl og tollar Cm langt skeið hefur verið smyglað hingað til lands ótrú- lega miklu magni af allskyns varningi og hafa tollgæzlumena lítt fengið við ráðið. Auk áfengis og tóbaks hefur fyrst og fremst verið smyglað ýmiss konar smá- vöru, sem mjög hátt er hér toU- uð, nælonsokkum, snyrtivörum, skartgripum, úrum o. s. frv. Smyglið á sumum þessará vöru- tegunda hefur verið svo stórfellt, að sáralítill hluti innanlands- notkunar hefur verið fluttur inn eftir löglegum leiðum. Hinir geysiháu tollar á slikum vörum hafa að sjálfsögðu ýtt undir smyglið, þar sem eftir miklu var að slægjast fyrir þá, sem ólöglega fluttu vörurnar inn. Tolltekjur ríkissjóðs hafa af þessum sökum án alls efa verið mun minni en þær hefðu getað orðið með því að tollarnir væru lægri. Það er srvipað með óhóflega tolla og óskynsamleg skattalög, að þeim hlíta menn ekki og hafa öll spjót úti til að komast fram hjá lögunum. Þess vegna er vafalaust, að gagnger endurbót, bæði á tolla og skattalögum mundi í senn auka tolltekjurnar og virðingu manna fyrir lögum. Hin nýja „samvinnustefna“ Flest er breytingunum undi'f- orpið, sem kunnugt er. Hinum íslenzku SÍS-mönnum hefur því að vonum fundizt tímabært að einhverra nýrra hræringa gætti í samvinnuhreyfingunni, svo drungaleg sem hún var orðin. Hinni nýju þróun hafa Fram- sóknarmenn lýst að undanförnu — og síðast Einar nokkur Ágústs- son í grein í Tímanum. Á hún að vera fólgin í nánu samstarfi kommúnista og SÍS-herrana, nokkurs konar samruna þeirra manna, sem kenna áhrifavalð sitt við verkalýðs- og samvinnu- hreyfinguna. Þessa nýju „hreyf- ingu“ skortir heldur ekki aðdá- endur erlendis. Bæði í ræðu og riti hrósa Rússar nú ákaft Fram- sóknarflokknum og málgagni hans Tímanum. Einföld lausn Framsóknarmaðurinn, sem áð- ur var nefndur, ræðir um það „þegar Vinnumálasamband sam- vinnumanna gekk fram fyrir skjöldu og samdi við verkalýðs- félögin.“ Þá samninga telur hann hafa verið mjög skynsamlega, því að ekki hafi þjóðarbúið mikið munað um launahækkanir, sem námu 13—27%. Eftir því að dæma, hefur óhjákvæmilega verið eitthvað brogað við þann málflutning Timans áður, að hér væru allir atvinnuvegir í kalða koli vegna viðreisnarinnar. Hún á sem sé allt í einu að geta tryggt landsmönnum ca. fimmtugs kjara bætur. Þar sem þessi greinarhöf- undur virðist traustur á Fram- sóknarlinunni, má hann þakka fyrir að hafa ekki ritað grein um þetta leyti í fyrra. Þá hefði liann sem sagt haldið því fram að all- ir atvinnuvegir íslendinga væru í kalda koli og neyð framundan, dálítið erfitt hefði þá verið að rökstyðja skoðun hans um mikla greiðslugetu atvinnuveganna áii siðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.