Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 24
SKAKMOT unglinga. — Sjá bls. 10. ior»0 190. tbl. — Föstudagur 25. ágúst 1961 IÞROTTIR eru á bls. 22. Nýr snjór á háfjöll- um sunnanlands Snjólman mjog lágt á hálendinu SNJÓLÍNAN er mjög lágt núna, og nýsnjór á öllum hærri fjöllum hér sunnan- lands, m.a. á Heklu, sagði dr. Sigurður Þórarinsson er hann kom úr flugferð yfir landið I gær. Snjór hlýtur að hafa fallið á fjöll síðustu dagana. Sigurður fór með þekktum bandarískum manni, Leonae, sem skrifar náttúrufraeðilegar grein- ar í New York Times og önnur bandarísk blöð, og konu hans í þessa flugferð, og var m. a. kom- ið við á flugvellinum í Aðaldal til að taka með prófessor frá Sýrakúsu, sem hefur verið við Mývatn. Leonae er þekktur mað- ur, hefur verið mikið á hafrann- sóknarskipum Bandarikjanna, m. a. við Suðurskautslandið og skrif ar bækur og greinar. Mun hann hafa í hyggju að skrifa um náttúru íslands í blöð vestra. í gær var óvenju fallegt veður til flugferðar yfir landið, sagði Sigurður. Var flogið yfir Þeista- reyki og hraunið norður af Mý- vatni og yfir Öskju, Kverkfjöll- in og sem sagt gægzt ofan í hvern gíg. f Grímsvötnum í Vatnajökli sáust merki um svolítið nýtt sig og eins við Pálsfjall. Var þaðan flogið suður yfir Landmanna- laugasvæðið og Vestmannaeyjar 3 vikur á Vatnajökli Fjórir Bretar hafa undanfarn- ar fjórar vikur verið á Vatna- jökli. Fór Guðmundur Jónasson með þá inn í Tungnaárbotna og héldu þeir þar upp á jökulinn, en komu niður í Öræfasveitina þremur vikum seinna. Munu þeir hafa fengið leiðinlegt veður á jöklinum. Þetta eru kennarar frá Bretlandi, en tveir a. m. k. vanir fjallamenn, sem hafa verið í Suðurskautslöndunum í leiðöngr Togaralandanir f GÆR kom Hvalfellið til Reykja víkur með 214 lestir af fiski, Ingólfur Arnarson kom í fyrradag með 261 lest og Askur kom með 240 lestir. í dag er von á Hauki af Grænlandsmiðum með eitthvað á þriðja aundrað lestix og Fylkir af heinamiðum. Ójburrkar um allt land: Horfir til vandræða á Norður- og Norðausturlandi NÚ ERU alls staðar óþurrkar og gengur illa heyskapur, að því er Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri, tjáði blaðinu í gær. í sumar hafa mestir óþurrk ar verið á Norðurlandi og um norðanvert Austurlandið, en ann ars staðar hefur gengið misjafn- lega og yfirleitt heldur seint. Steingrímur sagði að á Suður- iandi mætti heita að heyskapur hefði gengið sæmilega vel, þang- að tii núna síðustu tvær vikurnar, að varla hefði þorrnað á steini og ættu bændur því töluvert úti- af heyi. Um Norðurland hafa óþurrk- ar gengið að heita má í allt sum- ar, og er ekkert farið að rætast úr með það enn. í Þingeyjarsýslu og um norðanvert Austurlandið hefur ástandið verið slæmt. Sagði Steingrímur, að þó ekki hefði ræzt úr þessu enn, vonuðu bænd ur að úr mundi rætast og bregða til þurrka. • Aldrei 2 þurrkadagar í röð Blaðið hafði samband við frétta ritara sinn í Borgarfirði eystra, Ingvar á Desjamýri. Sagði hann að heyskapur gengi þar ákaflega illa, hefðu verið stöðugir ó- þurrkar í allt sumar, aldrei kom- ið tveir þurrkadagar í röð. Lengst af hefðu verið þokur og suddi, síðustu viku hefði rignt stanz- laust. Ástandið væri því að verða ákaflega slæmt. Enn væri tölu- vert óhirt af fyrri slætti og hey orðið hrakið. Menn ættu almennt mikið úti, slegið og óslegið. • Ekki 100 hestar á bæ Þá náðum við tali af fréttarit- ara blaðsins í Skagafirði, Birni í Bæ á Höfðaströnd. Sagði hann að í sumar hefði heyskapur geng- ið með allra versta móti. í gær varþurrkur, en annars hefur ver- ið óþurrkur á hverjum degi um langan tíma. Björn kvaðst hafa símað upp í dalina í gær og verið sagt að þar hefðu náðst upp innan við 100 hestar á bæ. Bændur þar byrjuðu seint að slá og hafa ekki fengið þurrk einn einasta dag síðan. Þeir ættu því orðið hrakið hey og mikið úti. í útsveitum Skagafjarðar hefur varla þorrnað af sætum nokkurn dag. Þeir sem hafa súgþurrkun standa betur að vígi en hinir, en þó hefur iðulega ekki verið hægt að blása í hlöðurnar vegna rign- ingarlofts. OFT heyrist kvartað undan tillitsleysi ökumanna. Alllangt er nú síðan sett voru upp um- , ferðaljós fyrir vegfarendur til þess að tryggja þeim örugga ferð yfir helstu umferðargöt- urnar í miðbænum. Hinsveg- ar virðast flestir vegfarend- ur ekki sjá þessi ljós. Þegar' mynd þessi var tekin á hornil Austurstrætis og Pósthússtræt j is, var rautt Ijós fyrir þessa vegfarendur. „Tillitslausi“ ökumaðurinn hafði hinsvegar grænt Ijós eftir Pósthússtræt- inu. — Ljósm. Mbl. K.M. Auglýst eftir dreng í GÆRKVÖLDI auglýsti lögregl an eftir 10 ára gömlum dreng, sem hafði farið að heiman frá sér frá Stóragerði 20 um 3 leytið, en var ekki kominn kl. að ganga ellefu. Hann var í köflóttri skyrtu gráröndóttum buxum og striga- skóm og heitir Einar Magnússon. Það mun áður hafa komið fyrir að drengurinn væri nokkuð lengi að flækjast úti. At sildarmitíunum: Nýja kjötið verður á markaðinum í dag Ekki er öll nótt úti enn í GÆRKVÖLDI kastaði síldar- báturinn Helgi Helgason frá Vestmannaeyjum 85 mílur aust- ur af Glettinganesi og fékk 850 tunnur af góðri síld. — Tveir bátar voru búnir að kasta á sömu slóðum, þegar blaðið hafði samband við síldarleitina Þótt kjötverzlanir telji álagnlngu ófullnægjandi í GÆRKVÖLDI hélt Félag kjötverzlana fund vegna breytingar á verði kindakjöts af sumarslátruðu og var þar tekin ákvörðun um að hefja kjötsölu, þótt ekki væri feng in með hinni nýju verðákvörð un sú smásöluálagning, er tal in var næg til að standa straum af dreifingu kjötsins. í gær mun SÍS og Sláturfélag Suðurlands hafa tekið á'kvörðun um að hefja sölu á nýju kjöti. Blaðið átti tal við Jón Bergs frkvstj. Sláturfélagsins og spurð ist fyrir um gerðir þess. Sagði hann málið á rannsóknarstigi en gat þess að félag hans rnundi hefja sölu ef önnur fyrirtæki gerðu það. í samtali er blaðið átti við Er- lend Einarsson framkvæmda- stjóra SÍS sagði hann að félagið hefði haft nýtt kjöt á boðstólum í Afurðasölu sinni til sjúkrahúsa og matsöluhúsa og nu væri ákveð ið að sölubúðir þess í bænum, bæði í Austurstræti og hjá Kjöti og grænmeti myndu hefja sölu • dag. Hann gat þess að nú væri kjötlaust og því hefði ekki ver- ið annað fært en hefja dreifingu nýja kjötsins. í gær hefði verið slátrað á tveimur stöðum og mundi það kjöt verða á boðstóln- um í verzlunum félagsins í dag. Báðir forstjóranna tóku fram að allir þeir er með dreifinguna færu hefðu of lítið fyrir dreif- ingarkostnaði. Geta náð kostnaðinum öðruvísi Á fundi Félags kjötverzlana í gærkvöldi var samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Almennur fundur kjötverzl- ana í Reykjavík haldinn í Tjarn- Framhald á bls. 23. Patreksfjarðar- bátarnir komnir heim Patreksfirði, 24. ágúst. ALLIR síldarbátar héðan eru komnir heim nema einn. Þrír þeirra, Sæfari, Sigurfari og Tálkn firðingur veiddu vel, en síður gekk hjá Sæborgu og Andra. Mjög lítið veiðist af fiski núna. Og veður er nú heldur leiðin- legt. Mikið hefur verið um ferða fólk hér í sumar, þar eð vega- sambandið er orðið sæmilegt hing að og við hina firðina. Ferðaveð- ur hefur verið ágætt fram að þessum tíma. — T.Á. á Raufarhöfn í gærkvöldi, eu ekki var vitað um afla þeirra, Veður var ágætt. Síldarleitarflugvélin var á lofti í gær, en sá enga sild. —r 4—5 skip voru að kasta út af Skaga í gærkvöldi, en ekki hafði frétzt hvort þau höfðu fengið síld klukkan að ganga ellefu. Eftirfarandi sildarskeyti bár« ust frá fréttariturum á síldar- stöðunum í gær: Siglufirði, 24. ágúst. — Litlar aflafréttir hafa borizt af miðun* um. Þessi skip lönduðu hér sílcl í nótt: Jón Jónsson SH 250 mál« um, Anna SI 222, Valafell 94, Helga ÞH 216, Árni Geir 196, Nokkur skip eru hér inni og benda allar líkur til að þau séu að hætta. I dag er ágætis veður, sólskin og þerrir. — Guðjón. ★ \ Neskaupstað, 24. ágúst. —. Engin síld hefur borizt hingað í dag, en í gær komu Guðbj örg GK með 300 mál og Seley með 300 mál. Helgafell lestar hér I dag um 1100 tunnur síldar og norskt skip er hér og tekur um 400 tn. af síldarlýsi. — Svavar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.