Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐ1Ð Eaugaraagur 26. ágQsf 1961 Ráðizt á frétta- mann á Akureyri AKUREYRI, 25. ágúst. — Milli klukkan eitt og hálf tvö í fyrrinótt var ráðizt á Stefán Jónsson fréttamann Ríkisút- varpsins, þar sem hann var á gangi á Glerárgötu. Var Stefán nefbrotinn og hlaut fleiri meiðsl, einkum á and- lití. — Þegar þetta gerðist var Stefán á leið til hótels síns og hafði ný- lega skilið við fréttaritara út- varpsins á Akureyri. Lá leið hans nálægt dyrum Alþýðuhússins við Lundargötu. Kom þar til hans maður úr bifreiðinni Y 183 og fór fram á, að hann hefði út- varpsviðtal við mann einn uppi í sveit, sem hann taldi, að hefði frá ýmsu markverðu að segja. Sá Stefán, að maðurinn var und- ir áhrifum áfengis, færðist því undan og bað hann hafa sig á brott. ftrekaði maðurinn þá er- indið við Stefán, en hann sinnti því enn engu og hélt för sinni áfram. Hvarf þá maðurinn inn í bifreiðina að nýju og ók á brott. Virðist bifreiðin hafa farið hring umhverfis húsaþyrpingu eina, en renndi aftur upp að Stefáni nokkru síðar, en hann var þá kominn í Glerárgötu. Undu sér nú tveir menn út úr bifreiðinni og vildu enn fá út- varpsviðtal við skjólstæðing sinn. Voru undirtektir Stefáns hinar sömu og fyrr, og bað hann komu- menn fara með friði. Svaraði þá sá þeirra, sem orð hafði haft fyrir þeim, því til, að hann mundi kenna honum, hvernig Eyfirð- ingar svöruðu slíkri framkomu. Gerðu þeir síðan tilraun til að hindra för Stefáns, sem þá mun hafa blakað hendi við öðrum manninum. Réðust þeir tvímenn- ingar þá báðir á hann og börðu í höfuð, einkum andlit. Hörfaði ;Stefán upp að grindverki við næsta hús, lagðist fram á það og skýldi höfði sínu báðum hönd- Reykjavíkur kynningin Laugardagur 26. ágúst. KI. 14.00 Sýningarsvæðið opnað. Lúðrasveit leikur. 15.30 Tízkusýning í Hagaskóla í umsjá Tízkuskólans. Stjórnandi: Sigríður Gunn- arsdóttir. 21.00 Kvikmyndasýning í Mela- skóla. Reykjavíkurmyndir. 21.10 í Hagaskóla. Kvöldvaka unga fólksins í umsjá Hauks Haukssonar. Skákin S V A R T : Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCilEFGH ABCDEFGH HVÍTT: Síldarverksmiðja rikisins Siglufirði Raufarhöfn leikur: Feð drepur riddara. um. Réðust þá mennimir enn að Stefáni, börðu undir hendurnar í andlit hans og köstuðu honum því næst yfir grindverkið, og óku brott að svo búnu. Aðfarir þessar munu hafa sézt úr nærliggjandi húsi, var lög- reglunni þegar gert aðvart, kom hún skjótt á vettvang, og náði árásarmönnunum. Stefán var fluttur á Sjúkrahús Akureyrar og var gert þar að meiðslum hans, sem eins og áður segir eru einkum í andliti. Arásarmennirnir voru undir áhrifum áfengis, og hefur bifreið arstjórinn verið syiptur ökuleyfi til bráðabirgða. Bæjarfógetinn á Akureyri framkvæmdi rannsókn í málinu í gær, en henni er ekki að fullu lokið. Tveit árásarmann- anna eru Reykvíkingar, en hinn þriðji ættaður frá Akureyri eða nágrenni. — St. E. Sig. Þjófurirm lokabist niðri í vélarhúsinu FYRIR skömmu fór ungur mað- ur með bifreið sína á verkstæði eitt hér í bæ, en þar sem ekki var hægt að geyma hana þar innan dyra sökum rúmleysis, varð hann að skilja bifreiðina eftir fyrir utan verkstæðið. Svo vildi til, að verkstæðið var ekki mjög langt frá bústað bif- reiðaeigandans, og þar sem hann treysti ekki allt of vel ráðvendni Reykvíkinga þorði hann ekki annað en hafa auga með bíl sín- um öðru hverju. Laust eftir mið- nætti kvöld eitt varð hann svo var við einkennilegar ferðir lít- ils bíls, sem hringsólaði lengi vel kringum verkstæðisplanið þar til að því kom, að hann ekur inn á það og slekkur öll ljós. Þegar hér er komið sögu finnst hinum umhyggjusama bifreiða- eiganda sem málin gerist nokkuð tortryggileg, tekur sér leigubíl og ekur til verkstæðisins. Er þangað kemur er aðskotabíllinn mannlaus og engan mann að sjá. Hugsar hann þó með sér að rétt sé að hinkra nokkra stund og innan skamms kemur mannvera gangandi innan úr húsasundi þarna skammt frá, og var þar kominn eigandi litla bílsins. Þeg- ar innt var eftir ferðum hans, kvaðst sá hafa verið í heimsókn hjá kunningja sínum í næsta húsi, og hélt nú bifreiðaeigandinn um- hyggjusami á brott eftir að hafa tekið niður númer bílsins. Daginn eftir kom svo í ljós, að um nóttina hafði verið farið inn í bíl einn, sem stóð þarna í port- inu og stolið úr honum raf- þurrkumótor. Gaf bíleigandinn velvakandi sig þá fram við verk- stæðisformanninn og sagði sögu sína frá því nóttina áður ög var þjófnaðurinn kærður. Leið nú ekki á löngu áður en lögreglan hafði hendur í hári eiganda að- skotabílsins, sem viðurkenndi vafningslaust að hafa ekið kunn- ingja sínum á verkstæðið og stal kunninginn mótornum. Við rann sókn málsins upplýstist bað svo, að þegar margnefndur -..ieigandi kom á verkstæðið, var þjófurinn á kafi niðri í vélarhúsinu og hafði iokazt þar inni. Brotizt inn í Vélsmiðjuna h.f. í FYRRINÓTT var brotizt inn í Vélsmiðjuna h.f. við Lóugötu og stolið þaðan ýmsum verkfærpm fyrir um 15 þús. kr. Þjófurinn var ófundinn í gær, en málið í rannsókn. I NA /5 hnútar | SV 50 hnútor H Snjókoma p 06$ 7 Skvrír K Þrumur W'til KuUatkif 'ZS' Hiltskil H Hmt L Lagi ffu, »» Lægðin fyrir S land var í gær á hreyfingu NNA, en hægði á sér. Var búizt við henni fyrir SA land í dag, og yrði þá A og NA átt á landinu í dag, og rigning austan lands. Kl. 15 í gær var hlýjast í Síðu múla, 15 stig, en 7 stig á Dala tanga og Möðrudal. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-mið: Hvass austan og síð ar NA, lítils háttar rigning. SV-land til Breiðafjarðar, Faxaflóamið og Breiðafjarða- mið: Austan og NA stinnings- kaldi,- skýjað en úrkomulaust að mestu. Vestfirðir til Austfjarða ög miðin: Austan og NA stinn- ingskaldi og síðar allhvass, rigning með nóttunni. SA-land og miðin: Hvass austan og rigning. 1 í GÆR hófu kjötverzlanirnar að nýju sölu á dilkakjöti Ljós myndari blaðsins brá sér upp í Síld & fisk í Bergstaðastræti, þar sem Egill Ásbjörnsson verzlunarstjóri stóð við af- greiðslu á nýja kjötinu. Sagði hann, að verzlunin hefði feng- ið 10 skrokka, en salan hefði verið heldur dræm. I gær var verzlunum úthlutað allt frá 2—3 skrokkum upp í 10—12 skrokka. Mannrán CARACAS, Venezuela, 25. ágfKt (Reuter) Kúbönskum frétta- manni og starfsmanni félags sem vinnur gegn stjórn Castros .á Kúbti, var rænt í gærkvöldi ér hann var á leið í kvikmiyndahús. Bifreið kom á móti bifreið fréttamannsins, sem heitir Salva dor Romani, Og neyddi hann til að aka út af veginum. Hlupu þar næst út þrír vopnaðir menn og neyddu hann inn í bifreið sína, sem samstundis var ekið á brott. Hefur ekki til mansins spurzt síðan. Öryrhjafélögum færðar gjafir HALLDÓR Sigurðsson húsvörður Edduhússins í Reykjavík færði þremur öryrkjafélögunum SÍBS, Sjálfsbjörg landsamib. fatlaðra og Blindravinafélaginu kr. 15 þús. er skiptast skulu jafnt á milli þeirra. Gjöfin er gefin í tilefni 70 ára afmælis Halldórs, sem er 29. ágúst n.k. Gjöfin til SÍBS er gef in í minningiu um Guðlaugu dótt ur hans, sem lézt úr berklaveiki fyrir allmörgum árum síðan, og skal hún notuð til kaupa á lækna tækjum að Reykjalundi. Félögin biðja blaðið að færa Halldóri kærar þakkir og afmæl isóskir. Baldur MöUer skip• aÖur ráðuneytisstj. FORSETI íslands skipaði í fyrra dag Baldur Möller ráðuneytis- stjóra í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu. Baldur Möller er. fæddur 19. ágústl914 í Reykjavík. sonur hjón anna Jakobs Möller alþingis- manns og síðar sendiherra og Þóru Þórðardóttur Möller. Hann varð stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1933 og sand juris frá Háskóla íslands í janú- ar 1941 með I. einkunn. Sama ár var Baldur skipaður fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, og héraðsdómslögmaður varð hann í febrúar 1945. Frá því í ágúst 1945 þar til í október 1946 var Baldur sendiráðsritari í Kaup mannahöfn, en siðan aftur full- trúi í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu. 1. janúar 1956 var Bald- ur Möller sv® skipaður deildar- stjóri í ráðuneytinu og hefur gengt því starfi síðan þar til nú, að hann er skipaður ráðuneytis- stjóri, en í fjarveru fyrirrennara síns var hann oft og tíðum sett- ur ráðuneytisstjóri. Baldur Möller er landskunnur skákmaður, hefur oftsinnis verið skákmeistari Reykjavikur og skákmeistari fslands, hefur tek- ið þátt í mörgum skákmótum er- lendis fyrir fslands hönd og skák<- meistari Norðurlanda varð hann tvívegis, 1948 og 1952. Kona Baldurs er Sigrún Baldur Möller Markúsdóttir Möller og eiga þaa tvö börn. Skotinn Havana, Kúba, 25. ágúst (Reuter) STARFSMAÐUR mexikanska sendiráðsins á Kúbu var í gær. kvöldi skotinn til bana þar sem hann ók í bifreið sendiráðsins. Á atburðinn horfðu fjölmargir far* þegar í strætisvagni — en ill- ræðismennirnir komust undan. Mannlaus íbúð eyðileggst í eldi KLUKKAN tæplega fimm í fyrri nótt var slökkviliðið kvatt í Camp Knox, þar sem eldur hafði brotizt út í íbúðarbragganum Cll Eyðilagðist austurendi braggans, en eldurinn náði ekki að læsa sig í vesturenda hans. Eldsupptök eru ekki fullkomlega upplýst, en helzt benda tíkur til, að kviknað hafi í út frá rafmagni. Innbú allt brann, en enginn var í íbúðinni þessa nótt. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang, stóð eldur út um dyr og glugga í austurendanum, en slökkviliðið réð niðurlögum han* á þrem stundarf jórðungum. Enda þótt eldurinn kæmist ekki í vesturenda braggans urðu þar þó nokkrar skemmdir, þar sem slökkviliðsmenn urðu að rífa þar frá járn til þess að ganga úr skugga um, að eldur leyndist ekki milli þilja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.