Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 3
Laugardagar 26. agtist 1961 MORGUNBLAÐIh _WU rnrnni n~if~r ~~>i-r~ —1~“T-- .——■ — ----- —^- Hver er bezti bandamaður íslands í handritamálinu? Samtal við Bjarna M. Gislason BJARNI M. Gíslason er kom- inn heim til íslands frá Dan- mörku, „til aS hitta vini og kunningja og endurnærast af kynnum við föðurlana mitt,“ eins og hann sagði, þegar fréttamaður Morgunblaðsins hitti hann að máli í gær- kvöldi. „Ég get ekki verið án þess að skreppa hingað heim öðru hverju. Ég geri ráð fyrir að dveljast hér heima tæpan mánuð, en þá fer ég utan aft- ur til konu og barna í Ðan- mörku.“ „Og hvað ætlarðu þá að taka þér fyrir hendur, Bjarni?“ „Mig langar alltaf til að yrkja nokkur ljóð, en hef lít- inn Sem engan tíma haft til þess. Nú hef ég eytt 20 árum af ævi minni í handritamálið og það er að verða dálítill hluti af sjálfum mér. Égerþess vegna staðráðinn í að gefast ekki upp fyrr en handritin eru kor.iin heim til íslands.“ Og Bjarn M. Gíslason hef- ur trú á því, að ekki líði lang- ur tíml, þar til sá draumur rætist, þrátt fyrir harða and- stöðu danskra vísindamanna gegn afhendingu handritanna. Þegar við spurðum Bjarna að þvi, hver væri bezti banda- maður fslendinga í Dan- mörku, svaraði hann hik- laust: „Góðvilji og skynsemi dönsku þjóðarinnar." A öðru leyti fer samtalið við Bjarna M. Gíslason hér á eftir. „Segðu okkur fyrst, Bjarni, er nokkur hætta á því að spyrnt verði fótum gegn af- hendingu handitanna eftir næstu kosningar til danska þjóðþingsins “ Gamli hrokinn horfinn „f>að er erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu. En ég skil vel að íslendingar bera kvíðboga fyrir þvi að svo geti farið, að málinu verði ekki siglt farsællega í höfn, enda vinna ákveðnir aðilar í Danmörku ölium árum að ósigri íslendinga, og sam- skipti Islendinga og Dana á undangengnum öldum vekja ósjálfrátt geig í brjóstum margra okkar. En mig langar að leggja á það þunga áherzlu, að Danmörk er ekki hin sama í dag og hún var fyrir 50 eða 100 árum. Gamli valda hrokinn, sem íslendingar kom ust í kynni við á sínum tíma, á lítii ítök í almenningi. Það er aðeins fámennur hópur og þá helzt háskólagenginna manna, sem hefur tileinkað sér gamlan og úreltan hugs- unarhátt nýlendutímabilsins. Ég gerj grein fyrir þessu frá sögulegu sjónarmiði í minni nýju bók, ög uppreisnarmenn bændaflokksins danska, eða Vinstri flokksins eins og hann er kallaður, hafa nýlega í blaði sínu, Liberal Debat, tek ið sjónarmið mitt um þetta atriði til yfirvegunar og ásak- að þá menn harðlega fyrir brot á frjálslyndri stefnu flokksins, sem létu skrá sig á skjal Poul Möllers. Ég geri ekki ráð fyrir, að þeir geri það aftur. Ef frumvarpið fær sama fylgi í danska þjóðþing inu eftir næstu kosningar, verður það af sjálfu sér að lögum, sem þar verður ekki breytt.“ „Þú trúir sem sagt á það, að við verðum ekki fyrir nýj- um vonbrigðum eftir kosn- ingarnar í Danmörku?" ísland á 20 bls. „Ég trúi á frjálslyndi dönsku þjóðarinnar. Sigurinn sem við höfum unnið getum við þabkað samfylkingu írjáls lyndra manna í Danmörku. Þessi samfylking á rót sina að rekja ti'l fræðslu lýðhá- skólanna dönsku um fsland. Þó undarlegt megj virðast. er litla fræðslu um ísland að fá í Kaupmannahafnarháskóla. í öllum þeim Danasögum sem út hafa komið í 500 ár og Háskólamenn hafa ritað eða átt hlut að er aðeins rætt um ísland á 20 blaðsíðum; það segir sína sögu! Þessar 20 síð ur gefa dálitla hugmynd um áhuga hinna lærðu manna á íslandi og hvernig þeir hatfa unnið úr þeim skilríkjum um íslenzka sögu, sem legið hafa í dönskum söfnum. Aftur á móti eru í ársritum og blöð- um dönsku lýðháskólanna undanfarin 100 ár margar ítar legar greinar um málefni ís- lands og oft og einatt eru þær skrifaðar til stuðnings íslenzk um málstað, bæði nú í hand- ritamálinu og fyrr á tímum, þegar sjálfstæðisbaráttan var í algleymingi." „Og þú álítur að þetta frjálslyndi verði ekki brotið á bak aftur af lögfræðileguna flækjum og vísindamennsku?“ Fávizka að leggja árar í bát „Ég geri ekki ráð fyrir því. Allur þorri danskra stjórn- málamanna hefur komið auga á að handritamálið er nor- rænt réttlætismál. Jörgen Jörgensen menntamálaráð- herra og margir áðrir dansk ir stjórnmálamenp tóku ein- mitt þetta atriði fram í ræð- um sínum í þjóðþinginu. Samt sem áður væri fávizka að leggja árar í bát á þessu stigi málsins. Ekki þýðir að fara í grafgötur um, að andstæðing- ar okkar halda þó nokkuð vel á spilunum, svo við verðum að hafa vakandi auga á því sem þeir gera og koma í veg fyrir villandi áróður þeirra og þau áhrif, sem hann getur haft á almenning í Dan- mörku. Þetta er aðeins hægt með stöðugum og góðum áróðri fyrir málstað íslands í Danmörku.“ „Hvernig þótti þér fundur- inn frægi í Studenterforen- ingen á sínum tíma?“ „Mér þótti hann skemmti- legur, þrátt fyrir harða and- stöðu við málstað íslands. Það er trúa mín, að við sem töl- uðum máli íslands, höfum unnið þó nokkuð góðan sig- ur á þessum fundi, sérstak- lega vegna æsinga andstæð- inga okkar.“ „Hvað viltu segja um Bröndum-Nielsen?" Handritin í dönskum söfnum gimsteinar „Lítið. Hann er einn skel- eggasti andstæðingur okkar í Danmörku. En að því er mér virðist er hann ekki alltof vel lesinn í íslenzkum fræð- um. Margt af því sem hann ----- —-- STAKSTEINAR brytist út þá gæti Bjarni M. Gíslason flytur ræðu sína á fundinum í Stud enter foreningen skrifar er að miklu leyti tek- ið úr greinum Westergárd- Nielsens. í síðustu grein sinni (28. júlí s.l. í Berlingske aftenavis) segir hann m. a. að íslendingar eigi 11 þúsund handrit, en Danir aðeins 2000, en getur þess ekki að íslenzku handritin eru flest afrit af rímum og ung hand- rit; forðast sem sagt að bera saman gildi handritanna. Auð vitað af augljósri ástæðu. Handritin í dönskum söfnum eru gimsteinar. Okkar hand- rit hér heima eru aðeins skemmtileg viðbót við þau, sem nú liggja 1 dönskum söfnum. Westergárd-Nielsen gerir sig einnig sekan um svipaðan málflutning og gegn ir það furðu af jafnglöggum vísindamanni.“ „Heldurðu ekki að margir af þeim 60 þingmönnum, sem skrifuðu undir frestun hand- ritamálsins, standi með okk- ur?“ „Jú, það er ég viss um. Að minnsta kosti þriðjungur þessara manna hafði sam- þykkt frumvarpið í þinginu, en skrifaði eingöngu undir af andstöðu við málsmeðferð menntamálaráðherrans, en ekki vegna þess að þeir væru andstæðir málstað íslands. En málsmeðferðin er þeirra mál.“ „Og að lokum, Bjarni, hver er bezti bandamaður íslands í handritamálinu?“ Bjarni M. Gíslason brosti góðlátlega, eins og honum er lagið og sagði: „Góðvilji og skynsemi dönsku þjóðarinnar.“ Sovétleiðtog* í þeim felst Útflutningur á ullarvör- um fyrir 12 millj. kr. 6. Ibnstefna samvinnumanna á Akureyri AKUREYRI, 25. ágúst. — Sjötta iðnstefna samvinnu- maiuui var sett hér á Akur- •yri | fyrradag. Kom það in. a. fram á iðnstefnunni, að gerðir hafa verið sölusamn- ingar um útflutning á hús- gagnaáklæði, ullarteppum og prjónapeysum að verðmæti rúmar 12 millj. kr. í' Harry Frederiksen fram- kvæmdastj. iðnaðardeildar SÍS fluUt •etmngarræðuna, en einn- |g flutti Erlendur Einarsson for- •tjóri SÍS ræðu við setninguna. ★ 15 ▼erksmiðjur sýna fram- leiðslu sýna Auk verksmiðja sambandsins taka þátt í Iðnstefnunni að þessu sinni Kaupfélag Eyfirðinga, Kaupfélag Árnesinga og Kaup- félag Reykjavíkur og nágrennis, en alls sýna 15 verksmiðjur þarna framleiðslu sína. Á fundinum voru gefnar ýms- ar upplýsingar um framleiðslu verksmiðjanna. Kom það m. a. fram, að Skóverksmiðjan Iðunn vinnur nú áriega um 90.000 pör af skóm á karla, konur og börn, Fataverksmiðjan Hekla fram- leiðir 50—60 þús. pör atf sokkum árlega og 40—50 þús. stykki af alls konar vinnufatnaði og kulda úlpum. Er Heklá nú að reisa nýtt verks.niðjuhús, sem væntan lega verður fullbúið næsta vor. Saumastofurnar á Akureyri og í Reykjavík framleiða yfir 6 þús. alklæðnaði karlmanna og nokk- ur þúsund karlmannabuxur og frakka. Rafvélaverksmiðjan Jöt- unn framleiðir 2-300 rafmótora, og er aðalframleiðsla verk- smiðjunnar einfasa súgþurrkun- armótorar fyrir sveitirnar. Eins og fyrr segir hafa verið gerðir sölusamningar um útflutn ing á húsgagnaáklæði, ullartepp um og prjónapeysum fyrir rúm- ar 12 millj. króna. Hafa vörur þessar aðallega farið til Sovét ríkjanna, Finnlands og Banda- ríkjanna að ógleymdum sokkum og hlífðarfötum, sem dr. Fuchs notaði í Suðurhei msskau tsför sinni, en þá mun hann eingöngu hafa notað sokka og önnur ytri hlífðartföt frá Heklu. Ullarvör- urnar munu hafa líkað mjög vel, og bendir allt til þess, að aukinn markaður sé nú fenginn erlendis fyrir íslenzkar ullarvörur. Iðnstefnan verður opin al menningi nú um helgina. — St. E. Sig. Verksmiðjan i Akureyri Fáráðlingarnir og hlutleysið 1 ræðu, sem Fúrtseva, mennta málaráðherra Sovétríkjanna, hélt hér heima á fslandi i sum- ar, komst hún m. a. þannig aS orði, að ef styrjöld milli stórveldanna, engin þjóð ver- ið örugg, engin þjóð þyrfti að búast við því að sér yrði þyrmt, I ef tii stórátaka drægi. Þá væri 1 í raun og veruj ekkert til sem j héti hlutleysi. Þessi ummæli hins valdamikia eru hrein og bein. fyrst og fremst þetta: Allt tal um hlutleysi og skjól af þvi er gersamlega út í blá- inn. Á því er ekkert mark tak- andi. Þetta ætti að vera holl lexía fyrir hina nytsömu sakleysingja hér á Iandi, sem hafa látið kommúnista ginna sig og gabba til þess að skrifa upp á Moskvu- víxilinn, en þar er eiirs og kunn- ugt er lögð megináherzla á, að íslandi beri að vera hlutlausu. Með hlutleysinu beri að tryggja öryggi og sjálfstæði íslands. Vitanlega vita íslenzkir kom- múnistaleiðtogar eins vel og „fé lagi“ Fúrtseva að í hlutleysinu er ekkert skjól. En þeir telja sér hinsvegar lieirta að nota hlut Ieysisduluna, til þess að veifa henni framan i nokkra fáráðl- inga, sem ekkert vita, hvað er að gerast í heiminum og virðast hafa lokað augunum og snúið sér til veggjar. Framsókn klofin um utanríkismálin Það verður auðsærra meí hverjum mánuðinum sem Iíður, að Framsóknarflokkuriim er þverklofinn í afstöðunni tii ut. i’nríkis- og öryggismála. Þeir Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson og Þórarinn Þórariirs- son gera allt sem þeir geta til þess að miða afstöðu flokksins við það að þóknast kommúnist- um. Þeir jafna „alþýðulýðræði“ kommúnista í Austur-Þýzka. landi við stjórnarháttu fslend- inga. Þeir hvetja forvígismenn flokksins úti um land til þess a* skrifa upp á Moskvuvíxil kom- múnista. Yngri menn Framsóknar- flokksins eru hinsvegar margir mjög andvígir þessum aðförum leiðtoga sinna. Þeir hafa ritað allmargar greinar í Tímann, þar sem því er lýst yfir skýrt og skorinort, að íslendingum beri að skipa sér í sveit með vest- ræmim þjóðum, treysta varnir Iands síns og skella skollaeyr- um við hlutleysisjóðli kommún- ista og hinna nytsömu sakleys- ingja þeirra. Afglöp á örlagastundu Það má dæmalaust heita, að eimnitt nú, þegar við borð ligg- ur að hinn alþjóðlegí kommún. Ismi hleypi af stað heimsstyrj- öld, sem leiða mundi hyldjúpa ógæfu og tortímingu yfir ger- vallt mannkyn, þá skuli Fram- sóknarflokkurinn á íslandi láta kommúnista nota sig eins og hrátt skinm til hverskonar óhappaverka. Þeir atburðir, sem nú gerast í Berlín, og sú spenna og óvissa, sem þeir hafa skapað í alþjóðamálum, hafa þjappað Iýðræðissinnuðu fólki um allan heim í öllum löndum saman. Fólkið sér og skilur, að hinn alþjóðlegi kommúnismi er hinn skelfilegi skuggi, sem grúfir yfir og ógnar öryggi þess og farsæili framtíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.