Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 9
Laugardagur 26. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 9 Mil» — Heldurðu að við eigum nokkur mið efter handa þeim? — Ætli ekki einhvem smá- blett þarna útvesturfrá, seg- ir Sigurjón kímileitur, — en hann er ekki stór. Þeir bræð- ur halda af stað og gaman- yrðin fjúka á milli. Það er sýnilegt að þunglyndið ,er þessum norðfirzku sjómönn- um ekki til trafala. Og þeg- ar Nonni Möggu Sigga Hall kemur þá er ekki nokkur blettur eftir. En hann leggur nú samt. Áður en hann fer kastar hann til okkar all- vænni ýsu, sem Sigurjón hef- ir misst af goggnum og flaut aftur undan bátnum. Hún kom fljúgandi og var nærri komin í hausinn á Sig- urjóni. Skilvís maður Nonni Möggu Sigga Hall. Hann sigl- ir frá okkur undan spaugs- yrðum þeirra félaga. Við höf- um allan tímann, frá því að farið var að leggja línuna, haft fylgispaka aðdáendur þar sem fýllinn er. Hann glefsar beitur sem losna þeg- ar línan rennur í sjóinn og ekki er hann lítið gráðugur ef lifrarbiti flýgur fyrir borð hjá Binna. Einn og einn fýli hefir þó ekki gætt sín sem skyldi og festist á öngli línunnar og dregst með henni í kaf og lætur þar með lífið fyrir gæðgina. Hvernig á hann líka jafn fáfróður og hann er að varast þau vélabrögð manns- ins, . að oddhvass öngull sé innan«í svo girnilegum síld- arbita. Það koma nokkrir inn yfir borðstokkinn en þeir eru sendir á samri stundu í hína votu gröf. Það er mest ýsa og stein- Ræðismaður skipaður HINN 30. júní s.l. var Kurt Juuranto skipaður aðalræðismað ur íslands í Helsingfors. Heimilisfang aðalræðismanns- skrifstofunnar er Kaisaniemigat- an 13 A, Helsingfors. Utanrikisráðuneytið Reykjavík, 24. ágúst 1961. bítur, sem fiskast á þessum slóðum. Sigurjón kallar að- vörunarorð til Binna þegar stór steinbítur kemur fljúg- andi niður í rúmið þar sem hann er að slægja. Binni bregður hart við og rotar kauða. Það gæti verið óþægi- legt að láta hann bíta sig í tá eða hæl. ------★ Brátt hefir línan öll verið dregin og við höldum heim á leið. Klukkan er enn ekki nema að ganga níu um morg uninn. Þetta hefir gengið fljótt og vel. Við fáum okkur bita og þeir félagar skiptast á um að stýra. Ég er einmitt að dást að tign og mikilleik Norðfjarð- arnipunnar, sem rís úr sæ eins og glæst kirkjuskip, þar sem skuggarnir í regluleg klettabeltin mynda glugga. Að hugsa sér að á höllum þessa standbergs ,sem er eitt mesta er gengur í sjó fram á landi hér. skuli hafa verið vegur yfir til Mjóafjarðar. Sigurjón segir mér að fyrir allmörgum árum hafi farizt þar maður með tvo bagga- hesta, allt hrapað í sjó fram og muni það hinn síðasti er fór þessa leið. -—----★ Klukkan er að verða tíu, er við rennum upp að ihúss- bryggjunni til að landa afl- anum. Hann reynist 900 kg. Sæmilegt, segja þeir. Þetta gefur einar 800 kr. í hlut. Þeir félagar eru byrjaðir að beita fyrir næstu sjóferð er ég yfirgef þá og þakka fyrir skemmtílega sjóferð. vig. Próf. Finnbogi hættir FINNBOGA R. Þorvaldssyni hef ur verið veitt lausn frá prófessors embætti í verkfræðideild háskól ans frá 1. september næsbkom- andi að telja, þar eð hann hefur náð hámarksaldri emtoættis- manna. Finnbogi hefur kennt við verk fræðideildina síðan fyrst varð þar vísir að verkfræðikennslu árið 1940. Hárgreiðslum eisfarar Fundur verður að Café Höll þriðjudaginn 29. ágúst kl. 8,30 e.h. — Áríðandi að allar mæti. Umræðuefni kauphækkanir og verðskrá. Stjórnin Skrifstofuhúsnæði Til leigu 3—4 herb. — Upplýsingar í síma 17246 og 14781. íbúð til leigu 4ra herbergja risíbúð í Miðtúni 82. Einhýlishús óskast Höfum kaupanda að góðu einbýlishúsi, helzt í Vest- urbænum. — Mikil útborgun. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÖNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 14400 Cuð/ón Eyjólfsson löggiltur endurskoðandi Skólavörðustíg 16 Sími 19658. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa-fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842. HILMAR FOSS lögg. skjalþ. og dómt. Hafnarstræti 11 — Sími 14824. Lynghaga 4. Sxmi 19333. KETILL OG BRENNARI Vegna hitaveitulagna er til sölu að Eskihlíð 10, eftirtaldir hlutir: Ideal Standard steypujárnsketill 17,5 ferm. að hitafleti — Ray rotary þykkolíu- brennari stærð nr. 1 (max. afköst 11 gall/t) ásamt öllum sjálfvirkum stillitækjum, sem brennarnum tilheyra. Tæki þessi eru öll í 1. flokks standi. Upplýsingar í 10287. Reykjavíkur - kynning 1961 Laugardagur 26- ágúst Kl. 14.00 Sýningarsvæðið opnað. Lúðrasveit leikur Kl. 15,30 Tízkusýning í Hagaskóla í umsjá Tízku- skólans. Stjórnandi: Sigríður Gunnarsdóttir. Kl. 21.00 Kvikmyndasýning í Melaskóla. Reykja- víkurmyndir. Kl. 21,10 í hagaskóla: Kvöldvaka unga fólksins í umsjá Hauks Haukssonar. Verð aðgöngumiða: Fullorðnir kl. 14—18 kr. 10.00 Fullorðnir kl. 18—22,30 kr. 20.00. Börn 10—14 ára greiða hálft gjald. Böm undir 10 ára þurfa ekki að greiða aðgangseyri. KYNNISFERÐIR Kl. 15.00 Ferð um Gamla bæinn. Lýst upphafi hans og þróun. Verð kr. 30.00. Ferð um Gamla bæinn, Nýja bæinn og Árbæjarsafn skoðað. Verð kr. 30.00. Kl. 17.00 Ferðin um Gamla bæinn endurtekin. Ferðirnar, sem taka 1%—2 klukku- stundir, eru farnar undir leiðsögn þaul- kunnugra fararstjóra. Kynnisferðir í fyrirtæki og stofnanir Kl- 15,30 Skúlatún 2 (skjala- og minjasafn bæj- arins), Sundlaug Vesturbæjar, Heilsu- verndarstöðin og Hlíðaskóli. Kl. 18.00 Skúlatún 2, Laugardalsvöllur, Gamla rafstöðin við Elliðaár og Laxaklakið við Elliðaár. Brottför í allar kynnisferðir Reykjavík- urkynningarinnar eru frá bílastæði við Hagaskóla (Dunhagamegin). Ný upplýsingadeild. Á vegum Reykjavíkurkyningarinnar hefur verið opnuð ný upplýsingadeild I Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Eins og í upplýsingadeildunum á sýn- ingarsvæðinu sjájfu eru þar seldir farmiðar í allar kynisferðir Reykjavíkur- kyningarinnar. Ýmsir minjagripir, sem gerðir hafa verið í tilefni af afmæli höfuðborgarinnar þ. á. m. glasabakkar, sem aðeins verða gefnir út í 5000 ein- tökum. Þar verður og til sölu sýningarskrá Reykjavíkurkynningarinnar, en í henni er m. a. hátíðadagskráin í heild svo og dagskrá afmælisútvarpsins, skýr- ingarmyndir af sýningardeildunum og fjölmargt fleira, sem varðar sýninguna. Pósthúsið í kringlu Melaskólans Sérstök athygli skal vakin á, að pósthús. «r starfrækt í Melaskólanum meðan sýningin stendur yfir. Eru þar seld hin nýju Reykjavíkurfrímerki, sérstök sýningarumslög og álímingarmiðar, sem eru á þrotum. Auk þess eru þar notaður sérstakur stimpill vegna Reykjavíkurkynningarinnar. Sýningargestum skal bent á að hægt er að senda um pósthúsið kveðjur frá sýningunni og eru þar til sölu póstkort frá Reykjavík. Framkvæmdanefrtdin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.