Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 26. ágúst 1961 Otgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. „BLOMLEGT BU" TkAGLEGA lesa menn það " nu í blöðum stjórnarand- stöðunnar, að efnahagsástand á íslandi hafi í sumar verið orðið þannig, að atvinnuveg- irnir gætu auðveldlega stað- ið undir allt að 20% kaup- hækkun. Því er sem sagt haldið fram, að á aðeins einu ári hafi orðið sú gjörbreyt- ing á efnahag landsmanna vegna viðreisnarráðstafan- anna, að hægt hafi verið að bæta kjörin um Vs. í gær ræðir Þjóðviljinn um hinn góða síldarafla og segir síð- an: „Þegar slík höpp gerast á búi, sem er blómlegt fyrir, ætti að vera auðvelt og á- nægjulegt að stjórna land- inu. Skömmu eftir að viðreisn- arráðstafanirnar voru gerðar fyrir einu og hálfu ári sögðu stjómarandstæðingar að við- reisnin væri hrunin. Nokkr- um mánuðum síðar sögðu þeir að hún væri að hrynja, en þegar leið á fyrsta við- reisnarárið, sögðu þeir að viðreisnin mundi hrynja. Nú er dómur þeirra um viðreisn- ina orðin sá, að hér hafi ver- ið „blómlegt bú“. Stuðningsmenn ríkisstjórn arinnar hafa að vísu verið sannfærðir um, að hér mundu blómgast atvinnu- vegir, ef viðreisnin fengi að ríkja. Þeir hafa þó ekki ver- ið bjartsýnni en svo að telja, að raunhæfar kjarabætur gætu orðið sem næmi 3% á ári, eins og annars staðar, þar sem framfarir eru mest- ar. — Stjórnarandstæðingar segja nú aftur á móti, að þjóðarbúið hafi blómgazt svo, að á einu ári hefði átt að vera hægt að bæta kjör- in um allt að 20%. Því mið- ur er þetta ekki rétt, en hins vegar allra skemmtilegasti hringsnúningur í málflutn- ingi. Þjóðviljinn tekur svo til við að skýra það, að hagur landsmanna í ár eigi að verða 500 -milljónum króna betri en í fyrra vegna þess að verðlag hafi hækkað og afli aukizt. Morgunblaðið mun síðar gera nákvæma grein fyrir því, hvað satt er og hvað ósatt í þessum fullyrðing- um kommúnistablaðsins, en þegar er rétt að benda á nokkrar veilur. Þjóðviljinn telur okkur réttilega til tekna aukningu á síldarvertíð, en gleymir hins vegar minnkandi afla á vetrarvertíð og aflabresti tog aranna. Þá er verðlag ársins í ár borið saman við verð- lagið í fyrra. En hafa verður í huga, að í fyrra var verð- lag mjög óhagstætt, eins og almenningi er kunnugt, þó að stjórnarandstæðingar vildu aldrei viðurkenna það. Þó að mjölverð hafi hækkað lítils- háttar frá í fyrra, nemur sú hækkun naumast helmingi þess sem mjölið hafði lækk- að frá 1959. Og um lýsisverð- ið er það að segja, að það hefur líklega aldrei verið lægra en einmitt nú. Það er árátta á stjórnar- andstöðublöðunum að slá fram órökstuddum tölum og styðjast aldrei við opinberar og réttar heimildir. Morgun- blaðáð vill aftur á móti reyna að gera landsmönnum sem sannasta og gleggsta grein fyrir raunverulegu efnahags- ástandi, enda hefur það eng- an hag af því að blekkja menn. Þess vegna mun blað- ið að sjálfsögðu birta það sem rétt er í þessu máli, þeg ar fullnaðaryfirlit liggur fyr- ir. — NÝJAR ÓGNANIR VERÐ UTFLUTN- INGSAFURÐA að er eins og við manninn mælt, að í hvert skipti sem verðlækkun verður á útflutningsafurðum, þá rjúka stjórnarandstæðingar upp til handa og fóta og fullyrða að afurðaverðið fari hækkandi. Þannig fór Eysteinn Jónsson beint af fundi síldarútvegs- nefndar, þar sem kunngert var um nýja verðlækkun á lýsi og mjöl og lét samþykkja í Framsóknarflokknum að verð færi hækkandi og þess vegna væri allt í stakasta lagi. FNN sýna Hússar tennurn- ^ ar. Nú hóta þeir því að loka samgönguleiðum til Berlínar til að reyna að svelta inni frjálsa íbúa borg- arinnar. Frá styrjaldarlokum hefur Rússum tekizt að rjúfa einn þátt samkomulagsins um dvöl herliðs í Berlínarborg af öðrum og síðast rufu þeir freklega gerða samninga með fangelsun Austur-Berlín arbúa sem alkunna er. Krús- jeff kann að hafa álitið, að honum mundi haldast uppi að ganga skrefi lengra og einangra borgina, með því að leggja hömlur á samgöng- ur þangað. Vesturveldin hafa uzYtAim. áŒ&i f SL. MÁNUDAG fóru fram kosningar í Brezku Gui- ana, einustu nýlendu Breta í Suður-Ameríku. Lauk þeim kosningum með yfirgnæfandi sigri „þjóðlega framfaraflokks- ins“, eða PPP flokksins, sem er róttækur vinstri flokkur undir forustu dr. Cheddi Jagan. Hlaut PPP flokkurinn 20 þingsæti af 35. —- Samkvæmt nýrri stjórnarskrá Brezku Gui- ana á landið nú að fá Dr. Cheddi Jagan (til vinstri) og L. F. Burnham. Nýr Castro í Ameríku fulla sjálfsstjórn, nema í utanríkis- og varnarmál- um, sem Bretar munu annast enn um hríð. — Seinna er ætlunin að land ið fái fullt sjálfstæði, en ekki ákveðið hvenær. Dr. Cheddi Jagan sem nú verður forsætisráðherra Gui- ana er 43 ára og tannlæknir að mennt. Hann hefur tvíveg- is áður gegnt embætti for- sætisráðherra í nýlendunni, fyrst árið 1953. Sú ríkisstjórn varð þó skammlíf því Bretar settu hana fljótlega af vegna kommúnisma. Fjórum árum hins vegar brugðizt svo karl- mannlega við í Berlínardeil- unni, að ofbeldismönnunum ætti að fara að verða það ljóst, að héðan í frá mun ekki verða hopað um hárs- breidd. Hinar nýju hótanir Krús- jeffs munu líka jafnframt vera gerðar til þess að bæta áróðursstöðu kommúnista- ríkjanna síðar í væntanleg- um samningaumleitunum. — Með fangelsun Berlínarbúa var svo langt gengið að Krús jeff hefur ekki talið mikið um það muna, þótt líka yrði hótað að teppa samgönguleið ir. Hins vegar mun hann telja gott að geta látið af þeim ógnunum við samninga borð og síðan þótzt vera hinn sanngjarni aðili. Yfirleitt eru menn sam- mála um það, að Krúsjeff óski ekki styrjaldar enda væri slíkt óðs manns æði. Hann mun því ekki ganga lengra en hann telur hætt- andi á án þess að til vopna- viðskipta dragi. Þess vegna mun festa Vesturveldanna bjarga frelsi Berlínarbúa og jafnframt gera ofbeldismönn unum það skiljanlegt að út- þenslustefna þeirra mun annars staðar mætt, ef áfram verður reynt að undiroka þjóðlönd. síðar varð Jagan enn forsætis ráðherra, en brezki landstjór- inn hafði þá neitunarvald í ríkisstjórninni. RAUÐA JANET Jagan er af indverskum ætt um, kvæntur bandarískri konu, Janet, sem nefnd er „Rauða Janet“ Jagan. Konu sinni kynntist hann þegar hann var við tannlæknanám í Chicago og það var hún, sem kom honum í tengsli við 'kommúnista. Hún er aðalrit- ari PPP flokksins og hefur verið ráðherra í ríkisstjórn manns síns. Jagan viðurkennir ekki að hann sé kommúnisti. Kveðst hann vera sósíalisti og hlut- leysissinni. En hann er miki-11 aðdáandi Castros á Kúbu og telur að Kúba sé einasta lýð- ræðislandið í Ameríku. Brezka Guiana er fátækt land um 215 þúsund ferkíló- metrar að stærð og þar búa um 550 þúsund manns aðal- lega a-f afrísk-um, evrópskum, indverskum og kínverskum uppruna. Þjóðin lifir aðallega á 1-andbúnaði, en -helztu ú-t- flutningsvörur eru sykur og romm. ENGIN SAMVINNA í nýafstaðinni kosningabar- áttu kepptust a-ndstæðingar PPP flokksins um að ráðast Íá dr. Jagan fyrir kom-mún- isma. Andstöðuf-Iokkarnir eru tvei-r, sósíaliski þjóðþings- flokkurinn undir forustu L. F. S. Burnham sem hlaut 11 þingsæti og hægri flokkur undir forustu Peter d’Aguiar með 4 þingsæti. En þeir Burnham og d’Aguiar létu sér ekki nægja að ráðast á PPP flokkinn, h-eldur einni-g ha-tramlega hvor á annan. Hafa þeir báðir lýst því yfir að samvinna andstöðuflokk- anna sé útilokuð. Aðspurður hvort hann gæti ekki -hugsað sér samvinnu við 'hægrimenn u-m andstöðu gegn kommúnisma, sagði Burn-ham: Sósía-listi getur aldrei unnið með fasista. hans verður að hefja sámn- ingaviðræður við Bandarí-kin um fjárhagsaðstoð. En í kosn- ingabaráttunni lýsti dr. J-agan því yfir að ef hann sigraði mundi hann fa-ra fra-m á við- ræður við Kennedy Banda- ríkjaforseta. Sa-mkvæmt kosningaloforð- um liggur næst fyrir dr. J-agan að f-ara til Bretlands og krefjast þess að nýlendunni verði nú þeg-ar veitt fu-llt sjálfstæði. Á fimmtudag kom dr. Jag- an til Georgetown, höf-uð- borgar Brezku Guiana til við- ræðna við sir Ra.ph Grey, landstjóra Breta, en Jagan býr í 180 kílómetra fjarlægð FULLT SJÁLFSTÆÐI Eitt fyrsta verk dr. Jagans og hinnar nýju ríkisstjórnar „Rauða“ Janet Jagan frá höfuðborginni. Va-r hon- um ákaft fagnað af borgar- búu-m, sem stráðu blórnum á braut hans. Á út-ifundi í borg- inni hvatti dr. J-agan þjóðina til einingar „svo að ég geti, þegar ég fer til Bretlands eða Bandaríkjanna, sa-gt að ég ta-li fyrir mu-nn þjóðarinnar í Guiana“. Hét hann löndu-m sín um því að áður en árið væri liðið hefðu þeir fen-gið eigið dagblað og eigin útva-r-psstöð og hvatti þá til að ka-upa hlutabréf í félagi, sem stofn- að yrði í þessu-m til-gangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.