Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 11
I4augardagur 26. agúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Þetta stdrkostlega þessir fallegu litir Samtal v/ð Júlíönu Sveinsdóttir listmálara — MÉR finnst eiginlega að ég hafi séð Vestmannaeyjar í fyrsta skipti sem málari, þeg ar ég kom þangað árið 1946. Allt þetta svarta grjót, sem veltur út í sjóinn, stóru klett ana á bak við og fjöllin uppi á landi. Allt sem ég hafði málað áður þaðan — það Voru hara ljósmyndir. Mér fannst, að bak við það lægi ekki nægileg meðvitund um þetta stórbrotna, hrífandi og grípandi landslag. Þanni? komst Júlíana Sveins- öóttir, listmálari, einn sannasti listamaður, íslands í dag, m. a. að orði, þegar Mbl. hitti hana að máli hér heima í fyrradag. Hún hefur dvalið hér í mánaðar- tíma, verið að mála úti í Vest- mannaeyjum og vestur á Snæ- fellsnesi. I dag siglir hún enn einu sinni áleiðis til Danmerk- ur, en þar hefur hún lengstum dvalið síðan hún fór kornung stúlka árið 1009 til Kaupmanna- ihafnar til þess að læra að mála. Nú er Júlíana Sveinsdóttir einn af þekktustu listamönnum, sem ibúsettir eru í Danmörku. Hér heima í sínu eigin landí nýtur hún ástsaeldar og virðingar sem fjölhæ-fur og sannur listamaður. ■— Rótarslitinn visnar vísir . . . — Hvernig stóð á þessari breyttu afstöðu þinni til Vest- mannaeyja, þegar þú komst þang að árið 1946? ■— Ég hafði vaknað og þrosk- azt sem listakona. Ég hafði verið úti í heimi, m. a. á Italíu, og séð hvað þeir höfðu gert ítölsku meistararnir á 12. og 13. öld, á undan renaissansanum. Reyndu að fara og sjá það sjálfur. Þegar ég er í Danmörku segi ég oft við sjálfa mig. Ég verð að kornast til íslands. Afmæliskveðjur 'A 175 ára afmæli Reykjavíkur- ikaupstaðar bárust borgarstjóra og bæjarstjórn kveðjur frá ríkis- etjórn íslands, bæjarstjórnunum í Kaupmannahöfn, Osló og Var- sjá, fjölmörgum bæjarstjómum, sýslunefndum og hreppsnefndum innanlands, opinberum stofnun- un., félagssamtökum og einstak- lingum. Starfsmannafélag Reykjavíkur bæjar afhenti borgarstjóra að Igjöf innsigli bæjarins úr silfri og 27 félagssamtök kvenna af- hentu veggteppi, sem afhjúpað var 18. ágúst í fundarsal bæjar- Btjómar, svo sem áður hefur ver- ið skýrt frá. (Frá skrifstofu borgarstjóra). Be Gaulle boðar blaðamannafund París, 24. ágúst (NTB-Reuter) DE G-AULLE forseti hefur boðað blaðamannafund hinn 5. septem- ber n.k. Ekki hafa verið gefnar neinar upplýsingar um, hvaða xnálefni hann muni ræða um á fundinum. Líklegt er hins vegar talið, að hann muni þar skýra frá afstöðu sinni til Berílnar-málsins Og.Bizerta-deilunnar svo Og gera grein fyrir áformum sínum um lausn Alsír-vandamálsins Þá fer penisillinn af stað af sjálfu sér. Grímur Thomsen segir: í átthagana andinn leitar, þó ei sé loðið þar til beitar, og forsælu þar finnur hjartað þótt fátækt sé um skógarhögg. Sá er beztur sálargróður, sem að vex í skauti móður, en rótarslitinn visnar vísir, þótt vökvist hlýrri morgundögg. Hann hefur fupdið til þess, hann Grímur, að hann var svo lengi úti. Annars er þetta í Eyjum áframhaldandi eins og það var, þetta stórkostlega, þess- ir fallegu litir. Erfið vinnuskilyrði — Ertu ekkj að hugsa um að flytja heim alkomin? — Jú, ég vona að það verði úr því. En vinnuskilyrði eru hér bara svo erfið. Það er svo vont fyrir listafólk að fá hentugt hús- næði hér til starfa sinna. Ég finn til þess að hafa hvergi fast- an verustað hérna heima. Það væri ákaflega æskilegt að starfs- skilyrði listamanna hér heima yrðu bætt með aðstoð góðra manna, sem hafa áhuga á starfi þeirra og kunna að meta það. — Hvað er nýjast að frétta af starfi þínu í Danmörku? — Mér var nýlega boðið að gerast meðlimur í listafélaginu Kammeraterne. Tók ég í fyrra í fyrsta skipti þátt í sýningu með þeim. Hafði ég þar tvær myndir frá Vestmannaeyjum, tvær frá Búðum á Snæfellsnesi, eina konumynd og eina uppstill- ingu. — Dönsku blöðin fóru ákaf- lega lofsamlegum orðum um, þessi listaverk, minnir mig? — Jú, ég fékk ágæta dóma og Carlsbergsfondið keypti aðra myndina frá Búðum. Ennfremur hefur listasafnið í Kolding seinna keypt eina af þessum myndum. Fjöllín minnka í sólskininu — Hvað ertu að vefa núna? — Ég er að undirbúa stórt veggteppi fyrir opinbera stofn- un í Danmörku. Það er margra ára viðfangsefni. í sumar hef ég verið að mála hérna heima, úti í Vestmannaeýjum og vestur á Búðum. Þau eru einkennileg fjöllin á Snæfellsnesinu. Það er eins og þau minnki í sólskininu. En þegar himininn er grár og skuggar falla á þau, þá verða fjöllin oft djúpblá. Þá er eins og þau stækki og verði svip- •meiri. Snæfellsnesið er stórbrot- ið. Ég kann vel við mig á stöð- u-m, sem ég þekki fyrirfram. — Hvernig gebk með múr- steinsmyndirnar sem þú gerðir fyrir nokkrum árum í Dan- mörku? — Um þær er svo sem ekki mikið að segja. Steen Ejler- Rasmusen, arkitekt, gem er einn af þekktari arkitektum Dana sá teppin mín og vildi endilega fá mig til þess að gera múrsteins- myndir á tvo húsgafla. Ég gerði fyrst uppdrátt af þessum mynd- um, og svo fór ég út að skoða steinana í múrsteinsverksmiðj- unni. Þessi hús eru bæði gul á litin og snúa stöfnum út að göt- unni. Önnur þessara mynda eru þrjár kúlur, ein stór og rauð. og tvær minni, gráar. Eru þær bundnar saman með þverlínum. Allt er þetta að sjálfsögðu byggt upp með múrsteinum. Svo vildi arkitektinn fá fugls- væng á hinn gaflinn, vegna þess að gatan hét „Vængjagatan". Ég kannaðist auðvitað við vængi frá æskuárum mínum. Teiknaði ég svo lokaðan væng og er nann byggður upp á húsgaflinn úr steinum, sem eru grágulir. Það er svo einkennilegt, að þegar ég fór að velja steina í þessa mynd, þá hentuðu mér bezt allir mis- heppnuðu steinarnir, það er að segja þeir steinar, sem litunin hafði mistekizt á. Þessi hús, sem múrsteins- rnyndir mínar eru á, eru á Ting- bjerget, sem er á milli Bispe- bjerg og Bellahöj. Júlíana Sveinsdóttir listmálari: — Þá fer pensiilinn af stað af sjálfu sér. Að feomast eitthvað lengra — Hvað myndirðu telja skipta mestu máli í starfi listamannsins í dag — Ég er nú orðin gömul, en það er sannfæring mín, að ef maður er ekki eðli sínu trúr, þá geti þessi list, sem maður er að skapa ekki orðið sönn og lifandi. Maður þarf alltaf að reyna að komast eitthvað lengra. Ef mað- ur ekki reynir það, þá er öllu lokið, þá er eins hægt að leggja árar í bát. Mér finnst ég aldrei ná takmarkinu, og það er líka hættulegt að vera ánægður með sjálfan sig. Óánægjan og sjálfs- gagnrýnin heldur manni lifandV Þetta sagði Júlíana Sveinsdótt- ir, hin ágæta og fjölhæfa lista- kona, sem nýtur ekki aðeins frægðar og viðurkenningar hér í heimalandi sínu heldur víða á Norðurlöndum. Hún fer í dag til Danmerkur, þar sem mörg og stór verkefni bíða hennar. Hún sagðist ekki vera viss um, að hún kæmist hingað til íslands næsta sumar, sökum anna. En vonandi á hún eftir að öðlast hér fastan samastað og halda áfram að mála og vefa yndislegar myndir hér heima á Fróni. S.Bj. Kennslan er ðnnur nú MIKIL byiting á sér nú stað í kennslu í náttúruvisindum og stærðfræði í framhaldsskólum Bandaríkjanna. Náttúruvísindin hafa gjör- breytt veröldinni á tiltölulega stuttu tímabili, en á sarna tíma hefur kennsla í stærð- fræði og náttúruvísindum staðið í stað. Á þessari visinda ug tækniöld eru víðast hvar notaðar kennslubækur í fram haldsskólum, sem aðallega eru byggðar á vísindum 19. ald- arinnar. Þetta hefur orðið til þess, að hafin er herferð um ger- vallt landið fyrir því, að gömlu kennslubækurnar verði endurskoðaðar og nýrri og lii andi hugmy nd hleypt. inn í framihaildsskóla landsins, sem miðar að því að færa þessar námsgreinar nær nemendun- um og gera þær þátt í dag- legu lífi þeirra, en verði ekki dauður bókstafur, sem lærð- ur er utanbókar og síðan gleymdur. Við Johns Hopkins háskóla er nú gerð tilraun með kennslu, sem byggist á þess- um hugmyndum. Umsjón með kennslu og skipulagningu hef- , ur dr. George Owens, 38 ára prófessor í eðlisfræði. Upphaf þessa máls var það, að kennarar tóbu eftir því, að margir stúdentar, sem að öðru leyti voru góðir námsmenn, áttu i erfiðleibum með eðlis- og efnafræði, þegar í háskóla kom, vegna þess að þeir gerðu sér ekki fulla grein fyrir sam. bandinu milli stærðfræði og náttúruvísinda. Það sem gera þurfti, var því að skrifa algjörlega nýjar kennslubækur og „gefa sam- an“ náttúruvísindi Oig stærð- fræði, ef svo má segja, og leið beina jafn'framt framhalds- skólakennurum í að kenna efltir þessum nýju aðferðum. Árangurinn varð sá, að kom ið var á fót kennsludeild í þessu efni fyrir framhalds- skólakennara. Valdir voru 50 kennarar úr skólum viða í Marylandfylki, og sóttu þeir tvo tíma á viku á laugardags- morgnum, og þurftu sumir að aba á þriðja huindrað km. vegalengd í skólann. Kostnaður við kennsluna var allur greiddur úr fræðslu- sjóði Esso. Hin nýja kennslu- bók eftir dr. Owens, sem farið er eftir, er 200 biaðsíður að stærð. Hann er ágætur teikn- ari og hefur sjálfur gert teikn ingarnar, sem skýra efnið og gera það lifandi og aðgengi- legt. Dr. Owens forðast það, sem hann nefnir „glæsileik" hins eldri og hefðbundnari texta, og beittur penni hans og blebteikndngar lífga upp blaðsíðurnar og gegnia jafn- framt því mikilvæga hlut- verki að útskýra hið tækni- lega efni. í bók hans táknar td. skopp arakringlia náttúrufyrirbæri- á jörðinni og í geimnum. Teikningar tákna stærðfræði- legar gátur og einföld teikn- ing táknar atriði í aÆstæðis- kenningunni. „Ég sé enga ástæðu til þess að álíta, að þetta efni megi ekki skýra á léttan otg leik- andi hátt“, segir dr. Owen. „Ég held, að það verði til bóta að láta hina glæsilegu deyfð sumra eldri textanna hverfla." Hann bendir einnig á, að hinir miklu stærðfræð- ingar og vísindamenn 18. og 19. aldarinnar hafi hugsað í myndlíkingum.,, Ég held, að við ættum að taka aftur upp þeirra hætti,“ segir hann, og er kennslubók hans rituð með þetta í huga. Þetta er annað árið, sem kennslunámsikeið þessi eru haldin við Johns Hopkins há skóla. Kennarar, sem þau hatfa sótt, kenna um 88,000 nemend um árlega. En kennslubók dr. Owens hefur og komið mörg- um öðrum kennurum að not- um. Víða stendur nú yfir end- urskoðun á kennslubókum í þessum greinum og mörgum kennurum, sem sótt hafa þessi námskeið háskólians, hefur verið falin umsjón með því starfi. The Johns Hopkins University

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.