Morgunblaðið - 30.08.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1961, Blaðsíða 1
2iv síður 48. árgangur 194. tbl. — Miðvikudagur 30. ágúst 1961 Prentsmiðja MorTrunblaðsins Viðræður veröa undirbúnar að diplómatískum leiðum í hjarta Berlinar: Tvenn óáreitt. Ráða má af klæða- hjón ræðast við yfir gaddavírs burði fólksins hvor hjónrin . *. , . . , húa vestan megin girðingar- girðinguna, sem kommunistar . £ ., ,, .r _ mnar. A bls. 11 er sogð onnur hafa sett upp í borginni. Aust- saga um fólkið og gaddavír- ur-þýzku verðirnir láta þau inn í Berlín. Níu manns fórust — er frönsk þota skar sundur hœstu línubraut heims London, Bonn, Washington, 29. ágúst — (ReuterJ — AÐ ÞVÍ er upplýst var I stjórnarbúðum Bretlands í kvöld munu ríkisstjórnir Vesturveldanna hafo orðið sammála um, að fara að diplómatiskum leiðum við undirbúning viðræðna Vestur veldanna og Rússa um Berlín og Þýzkalandsvandamálið. Því muni ekki líklegt að Vest urveldin svari skriflega síð- ustu orðsendingu Sovét- stjórnarinnar um þau mál. Hins vegar hefur fréttaritari Reuters eftir áreiðanlegum heim ildum í Washington, að Banda- ríkjameon muni sennilega svara þeirri orðsendingu skriflega og verði svarið birt opinberlega áður en Kennedy forseti heldur Mannella á japönskum Mibátum Tðkíó 29. ágúst — (Reuter) — RÚSSAR tóku í dag enn einn japanskan fiskibát þrátt fyrir kröfu Japana frá i gær um að afhenda þegar í stað 13 fiski- báta og áhafnir þeirra er þeir hafa tekið undan Norður-Japan sl. viku, Vegna þessara aðgerða Rússa er nú farið mjög að bera á manneklu á fiskibátum, menn þora hreinlega ekki að láta skrá sig á bátana af ugg um að verða handteknir. Verða fiski- nienn að skrá konur sinar og börn á báta til þess að komast til veiða fund með fréttamönnum á morg un. — Jafnframt þykir mega vænta á næstunni yfirlýsingar um að utanríkisráðherrar Vesturveld- anna komi saman hið fyrsta til að ræða Berlínarmálið. Ekki er með vissu vitað hvar sá fundur skuli haldinn, en líklegt þykir að það verði í New York eða Washington rétt áður en alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Bonn, að Adenauer kanzlari hafi sent Kennedy for- seta persónulega orðsendingu um Berlínarmálið og lagt áherzlu á kosti þess að ríkisstjórnir Vestur- veldanna og Rússa komi saman til viðræðna um deiluna. Er orðsending Adenauers sett í samband við orðróm um að de Gaulle Frakklandsforseta hafi tekizt að vinna Kennedy á þá skoðun sína, að það sýni merki veikleika hjá Vesturveldunum ef þau óski viðræðna við Rússa of fljótt. -------★ Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna átti í dag fund með Kennedy og flutti honum skýrslu um undirbúning mögu- legra viðræðna Vesturveldannaog Rússa. Viðstaddir fundinn voru helztu sérfræðingar Bandaríkja- forseta um hermál og er talið að önnur stórmál en Berlín hafi þá einnig verið rædd. Chamonix í Frdkklandi, 29. ágúst (Reuter-NTB) — ÞAÐ slys varð í dag yfir dal einum í Alpafjöllum, að níu manns létu lífið og margir særðust, er frönsk þota skar í sundur aðallínuna í stærstu línubraut hcimsins — braut- inni yfir Mont Blanc frá Chamonix í Frakklandi yfir til Courmeyeur í ítalíu. Þrír vagnar féllu niður í dal- inn fimmtíu metra fall og særð- ust margir við það auk þeirra sem fundizt höfðu látnir er síð- ast fréttist í kvöld. Alllengi hengu 80 manns í vögnum uppi Frh. á bls. 2 Síðustu fréttir f síYustu fréttum frá NTB segir, að í kvöld hafi ekki verið bjargað 30—40 ferlða- mönnum og sé því allt útlit fyrir að þeir verði að sitja í vögnunum sem hanga í línu- brautinni í alla nótt. f vögn- unum eru bæði konur, karlar og börn og flestir fremur fáklæddir. Reyirt hefur verið að varpa til fólksins úr flug- vél ullarteppum og mat, án árangurs, pakkarnir lentu all- ir á ísbreiðu í dalnum Valle Blanche sem er 450 metrum fyrir neðan línubrautina á þessum stað. Ohapp á síldarmiðunum: ■ Seley kafsigldi norsk- an reknetabát IVfianiibjörg varð SEYÐISFIRÐI í gærkvöldi: — Klukkan 9:45 í morgun varð harður árekstur á milli norska reknetjabátsins Sjövik I og Seleyjar frá Eskifirði út af Langanesi, með þeim afleiðing um að Sjövik sökk á stundar- fjórðungi. Skipshöfnin, níu manns, komst um borð í gúmmíbát, og kom Seley með skipbrotsmennina hingað skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Nánari atvik vöru þau, að Norðmennirnir voru að draga net sín um 75 mílur ASA af Langanesi. Sáu þeir til ferða Seleyjar, sem stefndi í átt til þeirra, en reiknuðu með að hún mundi beygja frá. Vélin stöðvaðist strax Allir skipverjar voru á dekki utan skipstjóri, sem var í brúnni og kokkurinn í eld- húsinu. Vissu menn ekki fyrr til en Seley sigldi á aftanverða brú norska skipsins, braut björgunarbátinn í spón og myndaðist stórt gat á síðu Sjö- vik við áreksturinn. Vél skips- ins stöðvaðist strax þar eð vélarrúmið fylltist af sjó. Skipstjórinn á Sjövik sótti björgunarbeltin þegar í stað, kallaði tvo norska rekneta- báta, sem hann vissi af í ná- grenninu, til aðstoðar, og var i síðan settur út gúmmíbátur. Voru Norðmennirnir komnir um borð í Seley eftir 10—15 mínútur, en skipið sökk á stundarfjórðungi eða svo. Skipstjórinn á Seley lét skjóta út léttibáti og var gúmmíbátur Norðmannanna dreginn að skipshlið. Skemmdir urðu ekki miklar á Seley, en eitthvað mun stefni skipsins þó hafa laskazt. Skip- stjórinn á Seley vill ekkert láta hafa eftir sér um mál þetta fyrr en sjópróf hafa farið frarn, og verður það að líkind- um á morgun. Sjövik I var 120 brúttótonn, byggð 1945. — Sveinn. * •» \ >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.