Morgunblaðið - 30.08.1961, Síða 6

Morgunblaðið - 30.08.1961, Síða 6
6 MORCIiynr Miðvikurlagur 30. ’ágúst 1961' Langflestir fara óaf- vitandi í landhelgi — segir Páll skipstjóri pAi.t. Aðalsteinsson, skipstjóri í Grimsby, er hér í stuttri heim- sókn — svo sem Mbl. greindi frá í gær. Eiginkona hans er einnig í förinni — og með þeim hjónum eru Denys Petchell og íslenzk kona hans, búsett í Grimsby. Þeir Páll og Petchell eru helztu for- ystumennirnir í nýju togarafé- lagi í Grimsby, sem Abunda heit lr, og Petchell er þar stjórnar- formaður. Félagið hóf starfsem- ina fyrir alvöru hinn 1. ágúst sl. og gerir út þrjá togara. Þeim Páli og Petchell þótti sem þeir ættu fyrir því að lyfta sér upp eftir að búið var að koma rekstr inum af stað — og það var þess vegna, að þeir brugðu sér til íslands. • Ríkisstuðningur í fyrsta sinn Fréttamaður Mbl. hitti þá sem snöggvast að máli í gær og innti eftir gengi togaraútgerðarinnar í Bretlandi. — Það er ekki hægt að segja að horfurnar séu góðar, sagði Petchell. Svo mikið er víst, að brezka stjórnin hefur séð sig knúða til þess að veita togaraút- gerðinni töluverðan fjárstuðning — og er það í fyrsta sinn, sem það gerist í Bretlandi. Ástæðan er rýrnandi afli og æ minnkandi at- hafnasvæði brezku togaranna. — Aflaverðmæti tögaranna, sem veiða við Færeyjar, mun hafa verið 42 sterlingspundum minna á dag síðustu sex mánuð- ina en á sama tíma í fyrra. Það talar sínu máli. Og frá 1. ágúst styrkir ríkið þá togara, sem veiða á fjarlægum miðum, með 17 pund um fyrir hvern úthaidsdag, sagði Petchell. Og þetta jafngildir 5.500 pundum á ári, eða því sem næst — fyrir hvert skip, bætti hann við. • Frysti-togararnir lofa góðu — Við fylgjumst mjög vel með tilraunum þeim, sem gerðar eru með nýju togarana, sem hrað- fryst geta aflann um borð. Þeir eiga sjálfsagt mikla framtíð fyrir sér og fólki geðjast æ betur að hraðfrysta fiskinum. En þetta þýðir ekki, að grundvellinum sé kippt undan annarri tögaraútgerð því nýr og góður fiskur mun allt- af seljast í Bretlandi. Hins vegar getur vöxtur hraðfrysta markaðs- ins leitt til meiri fiskneyzlu en áður var. Eg er ekki hræddur um að ,,gömlu“ togararnir geti ekki selt afla sinn við góðu verði um langa framtíð, þ. e. a. s. ef þeir kðma með fyrsta flokks fisk. • Of skammur tími — En hvað er að segja um veiðar Breta við ísland? Hafa þær dregizt mikið saman? Páll verður fyrir svörum Og Aðalsteinsson, i Grimsby segir, að reynslan af nýju fisk- veiðitakmörkunum sé enn ekki Orðin nógu mikil til þess að hægt sé að gera raunverulegan saman- burð Og miða við fyrri ár. Afla- brögðin hafi alltaf verið misjöfn frá ári til árs og þó lítið veiðist nú, þá sé ekki að vita nema vel veiðist næsta ár. Raunverulega sé ekki hægt að gera neinn tölu- legan samanburð enn sem komið er. — En útfærsla fiskveiðitak- markanna við ísland var ein af ástæðunum til þess að brezka stjórnin taldi, að útgerðin þyrfti stuðnings við, skaut Petchell inn í. • Fyrir innan eða utan línu? — Það er annað mál, sem nú er Orðin brýn nauðsyn að ræða, hélt Páll áfram — og það er hinn tilfinnanlegi skortur á tækjum til þess að auðvelda staðarákvarðan- ir á miðunum við fsland. Það er nefnilega orðið æði erfitt fyrir togaramenn að vara sig á land- helgislínunni á ýmsum stöðum við landið. — Þegar landhelgin var miðuð við fjöruna var þetta ekkert vandamál. En eftir að grunnlín- urnar voru dregnar milli ystu ann nesja versnaði málið. Togararn- ir geta nefnilega farið sums stað ar inn fyrir landhelgislinuna án þess að sjá land í ratsjánni. Veð- Páll Aðalsteinsson M.B.E. og Denys Petchell C.B.E. urskilyrðin eru oft þannig, að ratsjáin „framkallar" illa eða ekki lág nes, sker, eða slíka grunn línupunkta. Veðrið truflar þann- ig ratsjána — og hún er í raun- inni eina tækið, sem togarar hafa hér til aðstoðar á veiðunum. — Eg segi ekki, að þetta sé vanda- mál fyrir kaupskip eða önnur slík. Og varðskipsmennirnir hafa t. d. lítið annað að gera en fylgj- ast með stöðunni. En allir þeir, sem eitthvað þekkja til togveiða, vita, að togaraskipstjórinn hefur mörgum hnöppum að hneppa og það er gersamlega ógerningur fyr ir hann að vera að taka mið Og reikna út stöðu skipsins á hálf- tíma fresti. Eins ög veiðarnar eru Orðnar núna, þá verður skipstjór- inn að geta fylgzt með því alla tíð hve langt hann er frá landi. Decca ómetanlegt — í Norðursjó og við Færeyjar nota brezku fiskiskipin Decca- kerfið. Það hefur reynzt mjög vel, meira að segja svo, að kunnugir skipstjórar geta beygt hjá skips>- flökum á hafsbotni. Þeir hafa skilið eftir belg 300 mílur í hafi Og siglt að honum eftir Decca- tækinu — og bókstaflega siglt á belginn. Svo nákvæmur er þessi Decca útbúnaður. — Decca hefur kömið upp stöðv um á landi og síðan leigja fiski- skipin móttökutækin, sem sjálf krafa skila staðarákvörðunum. — Eg held að gjaldið sé tæp 400 pund á ári. — Á Decca-móttakar ann er hægt að setja sjálfrit- andi tæki, það ritar inn á landa- bréfið jafnharðan för skipsins — Og þetta afrit væri hægt að nöta sem sönnun, ef kæmi til ágrein- ings við landhelgisgæzlu. — Hér við ísland er ekki um neitt slíkt að ræða. Við höfum að vísu Loran hér og getum not- að hann fyrir suð-austan land. En Loran er bara ekki sambæri- legur við Decca hvað notagildi snertir, a. m.' k. fyrir togaraskip- stjórann, sagði Páll. • Kostar þá starfið — Eg er hræddur um að það verði alltaf slangur af brezkum togurum, sem teknir verða í land helgi hér meðan ástandið er ó- breytt.Eg er sannfærður um, að langflestir þeirra brezku skip- stjóra, sem teknir eru í land- helgi, fari óafvitandi inn. Fyrst og fremst hafa allir skipstjórar fyrirmæli frá útgerðinni um að fara ekki í landhelgi — og í öðru lagi kostar landhelgisbrot þá oft starfið. Það liggur í augum uppi, að þeir fara ekki inn að gamni sínu eftir að brezka stjórnin við- urkenndi landhelgina. — Það verður að koma hér upp Decca-kerfi eða einhverju hlið- stæðu, sem stjórnarvöldin viður- kenna til nákvæmra staðarút* reikninga. Ratsjáin er okkur ekki nóg eins og nú er komið. Bæði togarar og varðskip þyrftu að hafa samskonar móttökutæki, og styðjast við sömu vitana. Þá yrði aðstaðan allt önnur, sagði Páll að lokum. • Um óhæfa afgreiðslu Skrifin um ókurteislega af- greiðslu þjónustufólks í Vel- vakanda í gær, hafa komið af stað heilmiklum umræðum um ókurteisi. í dag tek ég tvær frá sagnir af ókurteislegri af- greiðslu í verzlunum. Kona ein hringdi og sagðist hafa komið í búð, þar sem hún hefur verzlað í mörg ár. Lítili drengur, um 10 ára gamall, var einn í verzluninni. Hún keypti 1 epli, 1 appelsínu og tvo tómata, allt lítið. Drengur- inn fór að reikna á reiknisvél- ina og kvað upp úrskurðinn: — 17,80! Konunni fannst þetta mikið og fór að spyrja hann um verð á kg á tómötum. Þá kom afgreiðslustúlkan í kápu út úr bakherbergi. — Hvað er svo sem að? sagði hún með þjósti. Konan kvað bara ætla að fá athugað hvort þetta væri rétt, að hú;n aetti að borga kr. 17,80. Stúlkan leit á mið- ann, sem reiknað var á og sagði: Þetta er alveg rétt. Við- skyptavinurinn gerði þá at- hugasemd, að það væri ekki hægt að sjá það nema bregða vörunum á vigtina. Þá var af- greiðslustúlkunni nóg boðið. — Þér skulið bara pilla yður út, við afgreiðum ekki svona.... Konan var að hugsa um að kæra fyrir verzlunarstjóra, en hætti við það, þar eð hún hafði skömmu áður orðið vitni að því að kona ein, sem var að verzla þar varð þess vör að hún hafði gieymt buddunni heima og sama stúlka sagði: — Hvernig stendur á fólki að rjúka svena að heiman án þess að hafa peninga, þegar það ætlar að verzla. Þá var verzl- unastjórinn viðstaddur. Og þegar þessi aumingja kona var farin að sækja peninga sína heim, fóru þessi tvö skötuhjú að tala um „svona fólk“ sín á millL • Er þetta boðlegt? „Húsmóðir í úthverfi Reykja víkur“ segir aðra sögu: Fyrir þrem árum flutti ég í eitt af nýju hverfum bæjar- ins. Ég kom frá Kaupmanna- höfn, en þar hafði ég verið hús móðir í nærri 7 ár. Ég get ekki neitað því, að það voru mikil viðbrigði sérstaklega hvað áhrærir matvælainn- kaup og ýmis konar þjónustu eins Og t. d, heimsendingu á mjólk og morgunbrauði fyrir allar aldir á morgnana. í hverfinu okkar var engin kjötbúð, þegar við fluttum og þurfti maður þá oftast í bæinn til þess að fá gott kjöt. En svo ☆ FERDINAND ☆ & . I vnV'/^'P O ../ kom kjötbúðin og skelfing varð ég fegin. En hver er svo reynsla mín sem húsmóður af kjötbúð í úthverfi bæjarins? í dag fór ég fjórðu ferðina á nokkrum mánuðum til að skila skemmdum mat. Ég ætlaði að kaupa hakkað lambakjöt og gera bollur sjálf — kjötfars verzlananna er venjulega svo kryddað, að okkur finnst það ekki góður matur. Hvernig skyldi annars standa á því, að kjötfars er kryddað svo óhófs- lega? Jæja, hakkaða kjötið var til, Og ég bað um ákveðið magn. Pilturinn, sem afgreiddi mig, bar fatið upp að andlit- inu og lyktaði af kjötinu. Ég fékk strax grun. „Er þetta ekki nýtt og gott? spurði ég. „Jú, jú,“ var svarið. „Hvenær var það hakkað?“ spurði ég„ „í gær,“ var svarið. „Haldið þér, að það sé örugglega gOtt?“ Eg var fullvissuð um að svo væri. Svo kom maðurinn, sem er fyrir verzlunni, ég spurði hann líka. Ég var að kaupa kjöt sem var hakkað í gær, get ég treyst því að það sé gott. „Já, já, því getið þér treyst,“ svaraði sá. Þegar ég kom heim og ætlaði að fara að ganga frá kjötinu í skál brá mér heldur en ekki i brún, því að af þvl var megnasti óþefur. Ég fór með það aftur og skilaði þvL Jú, jú, það var tekið við þvl með hálfgerðu glotti og engri afsökun frá hendi verzlunar- innar. í hin skiptin var það myglað flatbrauð, úldin lifra- pylsa og stórskemmdar læris- sneiðar. Það er bezt að vera ekki með nein stóryrði, en ég spyr bara: Er þetta boðlegt og sæmandi Og er ekkert mat- vælaeftirlit til í höfuðborg ís- lands? P.s.: Það er langt frá því að Velvakandi haldi því fram að slík framkoma sé algeng með- al verzlunarfólks, en hún á að vera óþekkt með öllu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.