Morgunblaðið - 30.08.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1961, Blaðsíða 12
12 MiðviKudagur 30. águst 1961 MORGVNBLAmÐ t Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim, er á ýmsan hátt glöddu mig á 70 ára afmæli mínu hinn 21. þ.m. og gerðu mér daginn ógleymanlegan Guð blessi ykkur öll. Bolungarvík 22. ágúst 1961 Salóme Sigurðardóttir. Þakka hjartanlega allan þann vináttuvott, sem mér var auðsýndur á áttræðisafmæli mínu. Sérstaklega vil ég þakka þann velvilja, sem lýsir sér í eftirfarandi yfir- lýsingu. „Við sóknarbörn þín og vinir sendum þér áttræðum innilegar árnaðaróskir og biðjum þig að þyggja af okkur málverk af sjálfum þér eftir Örlyg Sigurðsson, sem lítinn vott þakklætis okkar. Megi mynd þín geymast komandi kynslóðum svo, sem hún er greypt í hugum vorum“. Sigurjón Jónsson. IMauðungaruppboð sem auglýst var í 32., 38. og 40. tbl. Lögbirtingablaðsins 1961 á hluta í Rauðarárstíg 3. hér í bænum, eign Gunn- laugs B. Melsted, fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenni á eign- inni sjálfri föstudaginn 1. sept. 1961, kl. 2Vz síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík Maðurinn minn og faðir okkar ÞÖBHALLUR BJARNARSON, prentari andaðist að heimili sínu, Hringbraut 73, sunnudaginn 27. ágúst. Útförin fer fram föstudaginn, 1. september kl. 1,30 frá Fossvogskirkju. Blóm og kransar afþakkað. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Jónína E. Guðmundsdóttir og böm StJSANA EINARSDÓTTIR frá Stykkishólmi, andaðist 26. ágúst. Útför hennar verður gerð frá Foss- vogskirkju föstudaginn 1. sept. kl. 10,30 áfdegis. Athöfninni verður útvarpað. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag Islands. Vandamenn. GUÐRÚN SUMARLIÐADÓTTIR Grensásvegi 2, Reykjavík andaðist 27. þ.m. í Landakotsspítala. — Jarðarförin ákveðin laugardaginn 2. september kl 10,30 árdegis frá Fossvogskirkju Gísli Hermann Guðmnndsson, börn, tengdabörn og barnabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar för HELGU JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTU R Kristín Aðalsteinsdóttir, Hallgrímur Pétursson. Hjartanlegar þakkir til allra, sem auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengda- móður og ömmu ÓLAFÍU G. JÓNSDÓTTUR Efri Brúnarvöllum Skeiðum Sérstaklega þökkum við hjónunum Sigríði Jónsdóttur og Ólafi Gestssyni og f jölskyldu þeirra fyrir órofa tryggð við hina látnu. Kristbjörg Jóhannsdóttir, Jón I. Jóhannsson Hjalti Þórhannesson, Jóhann Hjaltason Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát ÓLAFS GEORGSSONAR Alda Hansen, Georg Ólafsson, Augusta Ólafsson, Dagný Georgsdóttir, Effa Georgsdóttir, Hjörleifur Hjörleifsson. Soffía Gísladóftir MinnsngarorÓ F. 9. apríl 1880 — D. 23. ágúst ’61 „Komið þér, hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun heims. Því hugraður var ég, og þér gáfuð mér að eta. l*yrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka. Gestur var ég, og þér hýst uð mig, nakinn, og þér klædduð mig. Sjúkur var ég, og þér vitjuðuð mín“. Á langri ævi hef ég þekkt eina persónu, sem ég gæti hugsað mér að þessi orð hefðu verið töluð til. Það var Soffía Gísladóttir. Það munu nú um fjörutíu og tvö ár síðan fundum okkar Soffíu bar fyrst saman. Eg var ekki gömul að árum þá, né heldur mjög lífsreynd. Þannig varð hún samferðamaður minn gegnum fullorðnisárin, og sá er ég mun. lengst minnast. Eg vildi ég hefði það orðaval og þann andans kraft að geta þakkað henni svo sem verðugt væri, fyrir hönd allra þeirra manna og málleysingja, sem hún vafði að sínu kærleiksríka hjarta, svo óeigingjarnt, sem bezta móð- ir og betur þó. Þar var ekki um neinar skyld ur að ræða heldur eingöngu lát ið stjórnast af þeirri innri þörf að gleðja aðra. Gefa, ekki fyrir fordildar sakir, heldur af löngun til þess að hlúa að, vernda. Gefa, vegna þeirrar elskusemi hjartans er allt hennar líf þjón- aði. Enginn gladdi drenginn minn unga af meiri ástúð en hún, og enginn óviðkomandi sem kallað er stóð mér eða honum nær unz hann var allur. Soffía átti ekki mikið af „að- keyptu" viti, fremur en margir aðrir hennar samtíðarmenn af fátæku foreldri, en glöggskygni hennar og mati á réttu og röngu hefði þurft meira en nokkurra ára skólagöngu og góð próf til að hnekkja með öllu. Það var aldrei neitt smátt í fari hennar. Allt var heilt og beint. Hún læddist ekki með dylgjum kringum málin, heldur sagði það, sem henni fannst þurfa að segja, og engan veit ég, sem taldi annað möglegt þegar hún átti í hlut. Katrín Daðadóttir Áttræð. 'ÞAÐ er margs að minnast frá löngu liðnum árum vestur í Stykkishólmi. Þá voru allar von- ir svo fleygar. Hver dagur átti sin ævintýri, það var jafnvíst og hitt að bak við skýin er himinn- inn alltaf blár. En það sem gjörði þessi ár svo hugþekk, þessa daga svo bjarta var ein- mitt fólkið, sem á veginum varð. Ekkert er betra frá Guðs hönd en gott samferðafólk. Hun Katrín er ein þar á méðal. Við lásum saman undir próf ut- anskóla, sonur hennar Ragnar Björnsson nú forstjóri í Hús- gagnaverzlun Austurbæjar og ég. Þá sá ég Katrínu Daðadóttur fyrst, og hún er perónuleiki, sem ógjarna gleymist. Þær eru mér ógleymanlegar systurnar Katrín og Theödóra frá Elliðaey og sama mátti auðvitað segja um móður þeirra Maríu Andrésdótt- ur sem enn er í Stykkishólmi og nú ein elzta kona íslands, en varðveitir æsku sína glöð í lund og létt í spori, þótt meira én heil öld sé að baki. En Katrín var hljóð og dul hversdagslega. Hún var gædd þeirri gáfu, sem annars er frem- ur sjaldgæf meðal kvenna, að hún gat sagt mikið í fám orðum, kannske einni meitlaðri setningu, sem virtist þrauthugsuð, þótt sögð væri af skyndingu. Mér fannst hún vitur og gjörhugul, hlýleg og fáskiptin í senn, nær- gætin og þó án allrar tilætlunar- semi og íhlutunar um annarra hag. Hún er ésvikin breiðfirzk höfðingskona í sjón og raun, og hún kunni þá list að klæða sig þannig að hún virtist alltaf vel klædd og virðulega, þótt ég viti nú að hún hafi sjálfsagt verið fátæk kona, þá fannst mér hún alltaf fín. Svipurinn bjartur, augun leitandi og djúp, mér fannst hún alltaf búa yfir ein- hverju leyndarmáli, svo að hún minnti mig á ljóð, sem er ein- hvernveginn svona: „Ég veit að hún á sorgir, en segir aldrei neiit, þótt sé hún dauðaþreytt." En annars var hún aldrei svo þreytt, að hún gleymdi gestrisni sinni og móðurumhyggju. Og hún skildi vel unglinga, sem vildu komast áfram, og ekki láta neitt hindra sig til að ná marki. Hún var sannarlega grein af göfugum ættarmeiði með stór- brotna skapgerð og sterkan metn að og vilja. Og hún sór sig oft í ættina við móðursystur sína, sem orti fallega sálminn, bænina um guðdómsljósið, sem fengi að skína á hugarhimni s um, hversu dimm, sem leiðin yrði. Mér er ævisaga hennar ekki mikið kunn og ætla ekki heldur að segja hana hér. En hún er af þeim ættum, em bezt haia varð- veitt eðliskosti Auðar djúpúðgu við Breiðafjörð allt fram á þennan dag. En sú djúphyggja birtist hvergi betur en í Ijóðum Matthíasar Jochumssonar frænda hennar. En allt er þetta fólk sterkt og gáfað með heitar til- finningar. Katrín er nú löngu flutt suður og á heima í Hafnarfirði, og hér syðra eru synir hennar allir þrír Kristján, Daði og Ragnar, en dóttirin er dáin. í birtunni, sem stafar frá blikandi ströndum minninganna vestur við blánandi sund, eyjar og fölblá fjöll, sem nú hafa klæðzt sinni fjólubláu slæðu við komu haustsins, sendi ég og við vinir hennar allir þessari svip- tignu konu beztu árnaðaróskir með þökk fyrir allt, sem var. Verði kvöldið henni bjart og skínandi við angan minninganna í litadýrð síðsumarsins. Lifðu heil, góða vinkona. Árelíus Nielsson. Aukavínna óskast Stúlka óskar eftir aukavinnu eftir kl. 6 á kvöldin eða fyrir kl. 9 á morgnana. Ýmiss konar vinna kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Auka- vinna 5540“ sem fyrst. Trúarskoðun Soffíu var aldrei á reiki. Guðs forsjá og miskunn semi voru henni ekki orð, heldur óforgengileg staðreynd. Þegar hún hafði miðlað svöng um munðarleysingja, manni eða dýri, af sínum, mjög takmarkaða verði, var hún ekki að víla yfir því að lítið væri eftir handa henni sjálfri. Ef einhver hafði orð á að ekki væri hún aðgætin í fjár- málum, var henni ekki svars vant. „Eg hef alltaf nóg, Drott inn sér fyrir því“, Það ríkti alltaf mikil gleði þar sem Soffía var. Aldrei man ég hana óglaða nema þegar hún fékk ekki ráðið bót á harmi ann arra. Fósturdóttur átti Soffía, frii Önnu Sigurðardóttur, sem alla tíð reyndist henni með ágætum vel, og þá bezt þegar ellidómur og sjúkleiki steðjuðu að. Þar bar vissulega „straumurinn aftur brauðið að landi“. Aldrei verður saga þessarar fá tæku alþýðukonu sögð. Fátæku?j Mættu þeir, sem búa við allsnægt ir á veraldlega vísu, bera gæfit til þess að eignast hlutdeild f þeirri'hjartans auðlegð, sem hún veitti svo óspart af, þá væri betra að lifa í þessum heimi. Hittumst heilar senn Soffía mín! Guðrún Ámadóttir frá Oddsstöðum. Ms. Anders fer írá Kaupmannahöfn þann 7, sept. til Færeyja og Reykjavíkur. Skipið fer frá Reykjavík 18. sept, til Færeyja og Kaupmanna. hafnar. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. MOLD GRASFRÆ TIJNÞÖKUR TrÉLSKORNAR Símar 22822 og 19776. Hópferðabifreið fil sölu 31 farþega í mjög góðu áslg- komulagi. Upp*. hjá Helga Geirssyni. Sími 18911 og Sæmundi g Valdimar, Borg- ainesi. BLÓM Afskorin blóm. Pottaplöntur á sérlega lágu verði. Simar 22822 og j.9775.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.