Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Fimmfuaagur 31. agöst 1961 Keflavík Óska eftir 3ja herb. íbúð strax eða 1. okt. Tilboð sendist afgr. Mbl. í Kefla- vík fyrir 10. sept., rherkt: „1568“. Keflavík — Suðurnes Skoda 440 tíl“sölu og sýnis að Vallargötu 9, Keflavík. Sími 1648. Háskólastúdent óskar eftir 2ja herbergja íbúð frá 1. okt. Algjör reglusemi áskilin. Fyrir- framgreiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 10272 í dag. Borðstofuskápur Notaður borðstofuskápur, dökkur óskast. Uppl. í síma 23112. Reglusaman mann vantar lítið herbergi ásamt aðgang að geymsluplássi. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 5/9, merkt: — „Reglusamur — 5962“. Rólegt og reglusamt fólk, vantar mjög tilfinnanlega 1—2 herb. og eldhús sem fyrst. Uppl. í síma 35497. Rauðamöl Seljum mjög góða rauða- möl. Ennfremur vikurgjall, gróft og fínt. Sími 50447. og 50519. Rauðamöl og pússningasandur. Uppl. í síma 35497.” Kærustupar óskar eftir 1—2 herbergja íbúð. Vinna bæði úti. — Sími 32498. Atvinna! Ungan mann vantar vinnu. Margt kemur til greina. — Hef meirapróf. Tilboð merkt: „Reglusamur 5959“ sendist Mbl. fyrir laugard. Svefnherbergishúsgögn til sölu, rúm með spring- dínu og tvö náttborð. Verð kr. 4.500,00. Afb.skilmálar koma til greina. Uppl. í Skaftahlíð 31. — Sími 33755. Fokheld íbúð óskast 5 herb. og eldhús. Vil láta stangaveiðibát og 50—100 þús. kr. í pen. í 1. útb. — Uppl. í síma 33755 í dag og næstu daga. Herbergi og eldhús óskast í Austurbænum fyr- ir einhleypan, reglusaman mann. Tilboð sendist Mbl. fyrir föstudagskv., merkt: „Austurbær — 5960“. Reglusöm stúlka oskar eftir litlu herbergi og aðgang að síma í Kópa- vogi, Vesturbænum. Uppl. í síma 19785. Óskum eftir . 2 herb. og eldhúsi. Má vera í kjallara, fynr 1. okt. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: 5990“. í dag er fimmtudagurinn 31. ágúst. 243. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 10:00 Síðdegisflæði kl. 22:42. Slysavarðstofan er opín allan sólar- Hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Síml 15030. Næturvörður vikuna 26. ág.-2. sept. er í Lyfjabúðinni Iðunni. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Simi 23100. Næturlæknir í Hafnarfirði 26. ág.- 2. sept. er Ólafur Einarsson, sími : 50952 Sigríður Sigurðardóttir frá Eyr arbakka, nú vistmaður á Elli- heimilinu Grnud, verður 80 ára í dag. Gullbrúðkaup áttu 26. þ. m. hjónin Steinunn Þorsteinsdóttir og Ásmundur Jóhannsson, bóndi, Kverná, Grundarfirðj. Sama dag voru gefin saman í hjónaband á Staðastað af séra Þorgrimi Sig- urðssyni, ungfrú Ólöf Snorradótt ir, hjúkrunarkona, Kristnesi og Ásmundur S. Jóhannesson, fulltr. bæjarfógeta á Akureyri, dóttur sonur hjónanna á Kverná. Laugardaginn 26. ágúst opinber uðu trúlofun sína ungfrú Ásta Gunnarsdóttir, Laugateig 16 og Magnús Guðmundsson, Langholts vegi 187. Þann 26. þ.m. voru gefin sam an í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni, ungfrú Stella Berglind Hálfdánardóttir og Viðar Guð- mundsson, múrari. Heimili þeirra er að Heiðvangi vð Sogaveg. Flugfélag fslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 08:00 í dag. Kemur aftur til Rvíkur kl. 22:30 1 kvöld. Fer til Glasgow og Khafnar í fyrramálið kl. 08:00. Skýfaxi fer til Lundúna kl. 10:00 1 fyrramálið. Innanlandsflug: I dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egils staða, ísafjarðar, Kópaskers, Vestm. eyja (2 ferðir og Þórshafnar. Á morg un til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, isafj., Kirkjubæjarklausturs og Vestm.eyja (2 ferðir). Loftleiðir h.f.: 1. september er Snorri Sturluson væntanl. frá NY kl. 06:30. Fer til Luxemborgar kl. 08:00 Kemur til baka kl. 24:00 Fer til NY kl. 01:30. Þorfinnur karlsefni er væntanlegur frá NY kl. 09:00 Fer til Osló, Khafnar og Hamborgar kl. 10:30. Eiríkur rauði er væntanlegur frá NY kl. 12:00 Fer til Luxemborgar kl. 13:30. Kemur tilbaka frá Luxemborg laugardagsmorgun kl. 04:00. Heldur áfram til NY kl. 05:30. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá Stafangri og Osló kl. 23:00 Fer til NY kl. 00:30. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Archangel. Askja fer frá Leningrad í kvöld til íslands. Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss er í Dublin. Dettifoss er á leið til Vest mannaeyja og NY. Fjallfoss er á leið til Vestm.eyja Akraness og Keflavíkur. Goðafoss er á leið til Hull. Gullfoss er í Rvík. Lagarfoss er á leið til Rvíkur Reykjafoss er á leið til Rvíkur. Sel- foss er á leið til Rvíkur Tröllafoss er í Rvík. Tungufoss er á leið til Húsa víkur og Siglufjarðar. Jöklar h.f.: Langjökull fór frá Þórs höfn til Gautaborgar 29. ágúst. Vatna jökull er á leið til Grimsby. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Khöfn i kvöld til Gautaborgar t>g Kristiansand. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. Herjólfur fer frá Vestm. eyjum kl. 22:00 1 kvöld til Rvíkur. Skjaldbreið fer frá Rvík á morgun vestur um land til Akureyrar. Herðu breið er á Austfjörðum á suðurleið. Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Rvík. Arnarfell er í Archangelsk. Jökulfell lestar á Norðurlandshöfnum. Dísarfell losar á Norðurlandshöfnum. Litlafell losar á Skagafjarðarhöfnum. Helgafell er á leið til Riga. Hamrafell fór 23. þ.m. til Batumi. MENN 06 = MALEFNI= FYRIR SKÖMMU birtist grein í Kanadablaðinu The Globe and Mail Overseas um Walter Jacöbson Líndal, dómara og rithöfund, sem er fæddur á ís landi, en býr nú í Manitoba. Greinin birtist í þætti, sem nefnist Gallery of Canadians og er þar skýrt frá æviatriðum merkra Kanadabúa. Walter Jacobson Líndal gegnir nú dómaraembætti, en auk þess hefur hann skrifað nokkrar bækur. Walter Jacobson Líndal í greininni um hann segir m. a.: Walter Jacobson Líndal, sem nú er dómari í Manitoba er fæddur á íslandi, en faðir hans fluttist til Kanada í leit að betri lífskjörum. Fyrir nokkrum árum ritaði Líndal, dómari bók um íslend ingana í Saskatchewan, hvern ig þeir hjálpuðu til að nema nýtt land og veita menning- unni út á auðnirnar. Með lýs ingunni á' því hvemig fslend ingar búsettu sig þarna og löguðu sig eftir hinu nýja um- hverfi segir Líndal sína eig in sögu. Árið 1887, sama ár og Líndal dómari fæddist, ákvað faðir hans að flytjast til Kanada. Fjölskyldan settist svo að í hér inu Lögberg í Saskatchew an, 1890, en það hérað var mjög afskekkt og einangrað. Þarna ólst Lindal upp, en 1908 fluttist hann til Hóla skammt frá Leslie. Hann vissi að menntun var leiðin til frama, svo hann fór að vinna við sögunarmyllu og við fiskveiðar og kostaði þann- ig nám sitt við menntaskóla í Winnepeg. Hann reyndist prýð is námsmaður og útskrifaðist með mjög góðan vitnisburð 1911. Þá ákvað hann að leggja stund á lögfræði við Saskatche wan háskóla og útskrifaðist þaðan 1914. Hann hóf þó ekki lögmennskuferil sinn strax, en lét skrá sig í herinn og tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, þar sem hann særðist og lá á sjúkrahúsi í Kanada í nokkur ár. 1919 varð hann hæstaréttar lögmaður í Manitoba og við dómarasæti tók hann 1942. Árið 1940 var bók hans „Two Ways of Life“, eða tvennskonar líf, gefin út og hlaut góða dóma bókmennta- gagnrýnenda. Líndal bar ríki þar sem stjórnin er öll í hönd- um eins flokks saman við lýð ræðið í vestrænum ríkjum og talaði um hina áframhaldandi baráttu við að koma á jafn- vægi milli frelsis einstaklings ins og valds stjórnenda ríkis ins. 1946 gaf hann út bækurnar Skyldur og réttindi íbúa Kan ada og Hin aukna löghlýðni okkar. Þar útskýrir hann efnið „því minni, sem heimurinn verður þeim mun meiri lög hlýðni þarf að ríkja“. Júmbó var auðvitað strax búinn að gera „hernaðar- áætlun“, og nú gerði hann Apaketti grein fyrir, hvað hann hafði í huga. Til að byrja með skyldu þeir læð- ast nær flugmönnunum og reyna að hlera samtal þeirra. — Skál, gamli þrjótur! hrópaði annar þeirra, — og njóttu þess nú, að við get- um setið hér í forsælunni í mestu makindum og skrópað úr vinnunni í Djelba. Og blessaður kæfðu þig nú ekki á þessum osti þínum! Á þessari sömu stundu — en langan veg frá vininni — óku leynilögreglu-meistararn ir tveir fram á dálitla úlf- aldalest. — Haha! hrópaði Úlfur sigri hrósandi, — þar höfum við þrjótinn! Nú skul- um við beita allri okkar slægð og snilli. — Sanzaðu — í nafni lag- anna! æpti hann. — Þú ert tekinn fastur fyrir þjófnað og árás! Þér er hollast að afhenda allt þýfið þegar í stað, eða ég .... — Eruð þér búnir að fá sólsting, mað ur minn, eða eruð_þér bara genginn af göflunum? spurði Bedúíninn vingjarnlega. >f >f >f GEISLI GEIMFARI >f >f __ Hvílík smán, hvílík auðmýking, — Það er nokkuð, sem er enn ástæðu til að ætla að stúlkurnar séu hvílkar áhyggjur! " verra ungfrú Prillwits! Ég hef nú í höndum Ardölu! — Ardala! Hver er bað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.