Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 31. ágúst 1961 M ORCV TS BL AÐIÐ 17 Jóhann Axel Jós- efsson — Minning HINN 25. þ.m. andaðist í St. Jósefsspítala í Reykjavík Jóhann Axel Jósefsson fró Ormskoti í iV estur-Ey j af j allahreppi, ef tir langa og erfiða sjúkdómslegu, að eins 45 ára að aldri. Jóhann Axel var sonur merkis- Ihjónanna Guðrúnar Hannesdótt- ur og Jósefs Jóhannssonar, sem <hófu búskap í Vestmannaeyjum árið 1915, Og þar fæddist Jóhann Axel 18. janúar 1916. Um vörið, sama ár, fluttu þau hjónin með [hinn unga son að Ormskoti í [V-Eyjafjallahreppi og bjuggu þar til ársins 1949, er þau brugðu Ibúi og fluttust til Reykjavíkur. í Ormskoti fæddust þeim hjón- um 11 börn og urðu því systkinin alls 12. f>rjú þeirra dóu í æsku, en 9 komust á legg og ólust upp í foreldrahúsum og dvöldu þar til fullorðinsára. Rómaður var dugnaður þeirra hjóna, að koma upp þessum stóra Kosningasvik Frh. af bls. 13. inu, þar sem kosningaúrslitin hafa verið kunngjörð. Þetta ákvæði var líka notað sem átylla til kosningasvika. Aðalskrifstofan getur þó ákveðið í hverju einstöku til- viki, hvort það skuli í raun og veru valda ógildingu kosning- anna, þótt kjörgögn séu send Bkrifstofunni of sent. Og eink- ium er tekið tillit til þess, hvort um vanrækslu í fyrsta skipti er að ræða, eða ekki. Sér til mikillar undrunar komst rétturinn í rafvirkjamál- inu að raun um, að 217 sam- bandsfélög voru talin hafa sent 'kosningaúrslitin of seint í kosn- ingunum 1959, þar af var um fyrstu vanrækslu að ræða hjá 69 félögum. Af hinum 148, sem eftir eru, voru 109 dæmd ógild ó grundvelli upplýsinga tveggja kommúnista, sem eftirlit höfðu með kosningunum, um afstöðu þessara félaga við fyrri kosn- ingar. Af þessum 109 höfðu 106 félög kosið John Byrne, aðal- andstæðing frambjóðanda kom- mmúnista. f hinum 3 hafði Hax- ell nauman meirihluta. Ritarar viðkomandi 106 sam- bandsfélaga lýstu því yfir við réttarhöldin, «að þeir fengju ekki skilið hvernig á seinkuninni stæði. Allir höfðu þeir einmitt lagt sérstaka áherzlu á að senda úrslitin í tæka tíð, þar sem þeim var mjög umhugað um, að Byrne bæri sigurorð af hinum kommÚBÍska keppinaut sínum. Þrátt fyrir þetta voru öll hin of seint komnu kjörgögn stimpluð rétt eftir að fimm daga frest- urinn rann út. f réttarhöldunum kom það í Ijós, að sennilega hefur hátt- settur starfsmaður sambands- ins úr röðum kommúnista sent bréfin. Eftir að fimm daga fresturinn rann út hefur hann ekið um landið þvert og endi- langt með kjörgögnin, sem voru komin til aðalskrifstofunnar í tæka tíð fyrir lok frestsins og póstlagt þau að nýju. En á að- alskrifstofunni höfðu þau verið sett í nýjar umbúðir. Alls voru fimm af hinum kommúnísku fyrirmönnum Raf- virkja sambandsins fundnir sek- ir um kosningasvik, þ. á m. for- maðurinn Frank Foulkes. Málaferli þessi munu þó ekki leiða til breytinga á kosninga- reglum verkalýðsfélaga í Eng- landi, því að engin lagaheimild er til slíkra afskipta. En málið gefur skýra mynd af því taumlausa ofstæki og tillits- leysi, sem kommúnistar beita til þess að koma málum sinum fram. — (Stuðzt við frásögn POLITIKEN). _ barnahópi á þeim erfiðu tímum, er íslenzk bændastétt var að brjót ast út úr einangrun og harðrétti fyrri alda. Jóhann Axel dvaldi óslitið í föðurgarði, unz foreldrar hans fluttust til Reykjavíkur, eins og áður er sagt. Um það leyti höfðu systkini hans flest fluttst til ann ara byggðarlaga og markað sér braut í atvinnulífinu. Jóhann Axel hafði bundizt svo föstum tryggðaböndum við heimasveit sína, að hann fór baðan hvergi Og bjó næstu árin á heimili systur sinnar, Sigríðar og manns hennar, Ragnars Eyjólfsson í Steinum Austur-Eyjafjallahreppi unz þau fluttu til Reykjavíkur árið 1952. Flutti Jóhann Axel þá til Þór- önnu Finnbogadóttur og Geirs Tryggvasonar í Steinum og var þar heimilisfastur til æviloka. Á báðum þessum heimilum tók hann virkan þátt í heimilislífinu Og var því viðbrugðið hve hjálp- samur hann var og glaðlegur, tryggur og ötull að hverju sem hann gekk. Á vetrarvertíðum sótti Jóhann Axel til fanga í Vestmannaeyjum eins og margir sveitungar hans hafa gert um langan aldur. Sein- ustu árin þar vann hann ávalt hjá sama atvinnurekanda, Fiskiðj unni h.f. í mörg sumur starfaði hann hjá Vegagerð ríkisins við vegagerð í Rangárvallasýslu und- ir stjórn Eysteins Einarssonar verkstjóra Og var þar flokksstjóri hin síðustu ár. Allir, sem nutu starfskrafta hans ljúka upp um það einum munni, að hjá honum hafi trúmennskan Og dugnaður- inn ávalt setið í fyrirrúmi og stóð honum alltaf opið rúm, hvar sem hann kom til samverka- manna. i Jóhann Axel kvongaðist ekki, en gott heimilislíf var honum kært, og meðal barnanna ungu átti hann sínar beztu stundir og þar beið hans ávalt opinn faðm- ur. Hjá honum fundu hinir ungu vinir hans yl og ást hins fórn- fúsa og hjartahreina manns. öll voru honum litlu börnin í Stein- um kær, en þó bundust tryggða- böndin fastast við Magnús litla, sem háði sitt stranga stríð við dauðann og lézt á 5. aldursári, tæpu ári á undan vini sínum, Jó- hanni Axel. Er Jóhann Axel kom til Reykja víkur til þess að heyja sitt langa dauðastríð, átti hann því láni að Danskir ferðamálamenn í heimsókn FYRIR síðustu helgi kom hingað til lands hópur danskra ferða- skrifstofumanna í boði Flugfélags íslands. Danirnir, sem flestir starfa að ferðamálum utan Kaupmanna- hafnar, skoðuðu landið eftir því sem tími vannst til. Þeir fóru með flugvél til Akureyrar sl. laugardagsmorgun og þaðan með bíl til Mývatns. Komið var til Reykjavíkur seint um kvöldið. Daginn eftir, sunnudag, var ekið austur fyrir fjall og fyrst stanzað í Hveragerði, þar sem þau hjón- in frú Helga og Gísli Sigur- björnsson forstjóri Elliheimilisins Grundar, tóku á móti hópnum. Þá var ekið að Geysi og Gull- fossi og komið við á Þingvöllum á heimleið. Á mánudag fóru ferðaskrifstofu mennirnir út á sjó á vélbátnum „Nóa“ RE 10 og veiddu ýsu og þorsk á stöng. Þá var Reykjavík og umihverfi skoðað. Heimleiðis hélt hópurinn á þriðjudagsmorgun. (Fréttatilk. frá Flugfél. ísl.). fagna, að njóta aðhlynningar og ástúðar á heimili Sigríðar systur sinnar og Ragnars manns hennar öðru sinni, á milli þess sem hann dvaldi í sjúkrahúsum. Hjá þeim fann hann þánn styrk og þá mildi, sem kærleiksríkir ást- vinir geta veitt. Með Jóhanni Axel er genginn góður drengur. Hann vann öll sín verk af trúmennsku og samvizku semi ög það væri óskandi að okk- ar fámenna land eignaðist marga slíka syni á ókomnum árum, og ef svo yrði, þyrftum við ekki að kvíða framtíðinni. Þess vegna er ísland fátækara eftir fráfall þessa góða drengs, sem var frá okkur hrifinn á miðjum starfsaldri. Ég kveð þig svo kæri vinur hinztu kveðju og þakka þér alla þína góðvild við mig og allt mitt fólk og stóri barnahópurinn Steinum og hjónin þar biðja góð- an Guð að blessa þig og þakka þér fyrir alla hjartahlýjuna Og góðvildina, sem þú sýndir börn- unum og heimilinu, þann tíma, sem þú dvaldir þar. Jóhann Axel þarf ekki að kvíða heimkomunnar. Hann hafði lif- ið í sátt og samlyndi við alla sína samferðamenn Og litli vin- urinn hans mun taka á móti hon- um og leiða hann um sólarlönd- in. Ég og köna mín flytjum aldur- hnignum foreldrum hans, systkin um og venzlafólki okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Friðrik Jörgensen. * KVIKMYNDIR + KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR *: Stjörnubíó: PARADÍSAREYJAN ÞETTA er ensk-amerísk gaman- mynd er jafnframt gamanseminni fjallar á snilldarlegan hátt um lífsvenjur Og hugsunarhátt tigins fólks 1 Bretlandi, eins og það gerðist um og eftir aldamót og hið mikla djúp, sem staðfest var (og er?) milli húsbænda æðri stéttanna þar í landi og þjónustu fólk þess. — Loan lávarður á þrjár dætur, Mary, Catherine Og Agötu. Meðal þjónustufólksins er auðvitað „butlerinn", hinn ómiss andi starfsmaður á hverju ensku yfirstéttarheimili, - sérstök mann gerð, sem Englendingum einum hefur tekizt að hreinrækta, svo réttisgrillur Og því býður hann þjónustufólkinu til veizlufagnað- ar og eiga dætur hans að ganga um beina. Þær taka þessu uppá- tæki föður síns illa, ekki sízt Mary, sem er elzt systranna og stoltust. Af vissum ástæðum fer veizlan út um þúfur í miðjum klíðum, en lávarðurinn fær tauga áfall. Sex mánuðum síðar heldur lávarðurinn á lystisnekkju sinni til Suðurhafseyja til að jafna sig Og tekur með sér Chrichton og Tweeny og svo dæturnar og tvo vini þeirra. En svo illa tekst til að skipið laskast í óviðri og ketil sprenging veldur því að ferða- langarnir verða að yfirgefa skip- ið. Loan og fylgdarlið hans lendir sem margar skáldsögur herma. Þessi mikilvægi Og háttvísi þjónn á heimili Loans lávarðar heitir Chrichton. Ein af þjónustustúlk- unum, ung og óreynd stúlka, heit ir Tweeny og kemur hún einnig mjög við sögu. — Lávarðurinn er, þratt fyrir allt, með ýmsar jafn- fimmfugur Sigurbergur Filipusson Þann 26. júlí síðastliðinn, var fimmtugur Sigurbergur Filipus- son á Skinnastöðum í Húnaþingi. Stóð afmælishóf hans með mikilli rausn Og sóttu það um 80 manns, víða úr sýslunni. Var hvergi til sparað að gera þekn er hófið sátu stundina ánægju- og eftir- minnilega með hlýju viðmóti og myndarlegum veitingum. Af þes9u sem hér er sagt, mætti draga þá ályktun að af- mæli9barnið væri einn úr hópi hinna húnvetn9ku stórbænda, sem viða eru þekktir að rausm og höfðingsskap, en svö var ekki. Aftur á móti voru meðal veizlu- gesta margir stærstu bændur og forustumenn Húnaþings. Afmæl- isbarnið sjálft, Sigurbergur Fili- pusson, hefur aldrei við búskap fengist á eigin hönd. Hins vegar hefur hann á liðinni ævi verið góður og ötull liðsmaður í störf- um margra búenda og hvarvetna reynzt það vel að hann hefur afl- að sér verðugrar viðurkenningar þeirra, sem með honum hafa til verks gengið. Sumum kann að virðast, sem hin hversdagslega lífsframvinda vinnandi þjóns, sé ekki stórt at- riði og lítil uppistaða í þjóðfé- lagsbyggingunni. En ljóst er að þeim sem gerst þekkja og not- ið hafa verka Sigurbergs hefur annað sýnzt hvað störf hans snertir. Vart mundu hyggnir bændur, sólbjartan þerridag um hásláttinn, hafa tekið sér frí frá starfum, til að þrýsta hönd hams og gleðjast með honum á þess- um tímamótum, hefði þeim einskis virzt hann verðugur. Eg, sem þessar línur skrifa, hefi af Sigurbergi styttri kynni en flestir þeir, sem sóttu hann heim en nægileg þó til þess að geta heils hugar sagt það, að vilji hans til starfa og trúmennska í því, er honum er falið, mætti rnörgum vera til eftirbreytni. Síðastliðið sumar unnum við saman nokkurn tíma og þá kynntist ég þessum eiginleikum hans. Manngildi manns markast ekki af því hvað hann vinnur, heldur hvernig hann vinnur. Sigurbergur er kátur og hress, hefur yndi af góðum hestum og á jafnan sjálfur nokkra slíka. Fjallgöngur eru langar og erfið- ar, um heiðar og háfjöll, inn til jökla upp frá byggðum Húna- þings. Þar leggur Sigurbergur jafnan leið sína eina til tvær vikur ár hvert og er enginn veifiskati. Sagt er um einn ís- lenzkan höfðingja fyrri alda að hann vildi gjarnan eiga vináttu konungs en hvergi þó lúta yfir- ráðum hans. Svo er með Sigur- berg. Hinar gullnu veigar Bakk- usar konungs þykja honum góm- sætar á gleðifundum, en lengra vill hann ekki ganga til fylgis við konung þann — og er það vel. Það er ósk mín, Sigurbergi til handa á þessum tímamótum æv- innar.í að svo megi hann ganga götuna fram eftir veg, sem hann hefur áður gengið. Trúr og heils hugar að hverju starfi. Þ. í sama báti, og verður fljótt við- skila við áhöfn skipsins. Bátur lávarðarins berst að strönd, sem vaxin er pálmatrjám og er þar stigið á land. Þetta reynist vera eyðieyja fjarri öllum venjulegum j'kipaleiðum. Á eyjunni verður þetta fólk að dúsa í tvö ár við hin frumstæðustu kjör. En þegar frá líður fara allir að una lífinu ágætlega. Lífskjörin þarna og ná- býlið, kennir fólkinu þau mikil- vægu sannindi að allir menn eru í raun og veru jafnir þegar til kastanna kemur og eiga sama rétt til lífsins. Hrokinn og tildrið hefur hrunið af hinu aðalbörna fólki og dæminu í raun og veru snúið við, því að Chrichton, sem allt getur, hefur verið útnefndur landsstjóri á eyjunni og nú er það lávarðurinn, sem er þjónn hans og færir honum morgun- hressinguna á sængina. Og ástin gegnir miklu hlutverki þarna, en ekki verður sú saga sögð hér. — Að lokum ber skip að eyjunni og fara „eyjaskeggjar" með því til Englands. Loan lávarður segir gestum sínum frá ævintýrinu á eyjunni Og eignar sér þá forust- una þar. Lætur Chrichton það gott heita. Þau Mary og Chrich- ton höfðu fellt hugi saman á eyj- unni, Twenny til sárrar sorgar, en málalokin eru mannleg og alveg eins og vera ber. Mynd þessi er í fáum orðum sagt, frábær að allri gerð, bráð- skemmtileg og afbragðsvel leik- inn. Fara þar allir ágætlega með hlutverk sin. Einkum er þó ástæða til að nefna Kenneth More í hlutverki Chrichtons, hins stíl- fágaða, dæmigerða „butler", Cecil Parker, sem leikur lávarð- inn af hnitmiðaðri kímni og skemmtilegum svipbrigðum og Diane Clinto, sem fer prýðilega með hlutverk Twenny. Sally Ann Howers, er leikur Mary, fer einnig afbragðsvel með það hlut- verk. Er langt síðan ég hef séð jafn vel gerða og skemmtilega gaman- mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.