Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.08.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 31. ágúst 1961 MORCUNBLAÐIÐ 23 í BLAÐINU sl. þriðjudag var skýrt frá 12 ára telpu, sem vann það frækilega afrek að bjarga lífi 2ja ára drengs, er var nærri drukknaður í brunni norður í Hrísey. Telpan heitir Svanlaug Árnadóttir og er dóttir Árna Tryggvasonar, leikara. í gærkvöldi kom Svanlaug til bæjarins ásamt fjölskyldu sinni, en hún hefur dvalið tvo mánuði í Hrísey. Árni og kona hans hafa stundað þaðan sjó- róðra á trillu. Auk Svanlaug- ar voru með þeim tvö börn þeiira önnur, Jónína Margrét 10 ára og Örn 2ja ára, einnig fræaka þeirra Ingveldur Jóna Petersen 14 ára. Við hittum Svanlaugu, að Við komuna til Reykjavíkur (frá vinstri): Arni Tryggvason, Kristín Nikulásdóttir, kona hans með Örn Iitla, Jóna Magga, Ingveldur Jóna og Svanlaug. daginn eftir vissi ég ekki al- mennilega hvað ég hafði gert. — Bléstu lengi? — Ég veit ekki, ég bara blés Og blés, þangað til að ég var vör við að Addi opnaði augun. Þá lyfti ég hönum upp og barði á bakið á honum, þá fór hann að gráta. — Þreifuðuð þið ekkert til að vita hvort hjarta hans slægi? — Ekki fyrr en eftir að hann var farinn að gráta, við vor- um svo hræddar og hugsuð- um bara um að blása. — Báruð þið hann svo heim? — Já, við vöfðum hann inn í úlpuna hennar Sigrúnar og héldum af stað. Hann smágrét, en þegar ég hélt að hann ætl- aði að detta útaf, spurði ég alltaf „Viltu fara til mömmu?“ Og hann svaraði því alltaf ját- andi. — Svo hafið þið mætt fólk- inu? — Já við vorum búnar að Eg baro blés og blés máli og báðum hana að segja okkur frá slysinu, en börnin voru í berjamó, þegar það vildi til. Við fórum nokkur í hóp rétt út fyrir þorpið til að tína biá- ber, sagði Svanlaug. Það vor- um við systkinin Ingveldur, vmkona okkar Sigrún Hiltnars dóttir og Addi litli, eða Frið* rik Adolf Stefánsson, eins og hann heitir fullu nafni. Har>n og örn bróðir eru perluvitur cg þótti þeim mjög gaman að ieika sér saman. — Fóruð þið svo að tína ber? — Já, við stelpurnar byrj- uoum að tíria bláber, en liUa strákarnir voru að leika sé; skammt frá. Við sáum þa ekki, þvi að þúfur voru á milli okk- ar, en við heyrðum til þeirra og vorum því alveg rólegar. — Vissuð þið að brunnur var þarna nálægt? — Nei, við höfðum einmiít gætt að því áður, vegna litlu strákanna, hvort við sæjum hvergi vatn, en brunnurinn var í hvarfi. — Hvernig urðu þið varar við, að ekki var allt með felldu? — Við hættum allt í einu að heyra til strákanna og þá hijóp Jóna Magga, systir mín, af stað til að gá að þeim. Hún sagði á eftir, að sér hefði fund- izt hún vita að eitthvað væri að. — Fann hún strákana strax? — Já, hún hljóp eftir stíg, sem lá einmitt meðfram brunn inum og sá Adda litla, en hann iá þá alveg í kafi undir bakk- anum. En af stígnum var snar bratt ofan í brunninn. Jóna Magga varð mjög hrædd, hljóp til Arnar litla og kom með hann hlaupandi 1 fanginu til okkar og kallaði: — Addi datt í vatn. — Urðu þið ekki hræddar? — Jú, Sigrún trúði Jónu Möggu ekki alveg strax, því að við vissum ekkert af brunn inum. Hlupum við þó af stað, ég, Sigrún og Ingveldur, við sáum brunninn, en sáum Adda ekki strax, því að hann var í hvarfi undir bakkanum. Svo komum við auga á hann, þar sem hann lá í kafi niðri við botn. Þá urðum við mjög hræddar. Ingveldur hljóp strax af stað eftir hjálp, en Jóna Magga var farin heim með Örn litla. — En þið Sigrún? — Við fórum að reyna að ná Adda upp úr. Sigrún óð út í en ég stökk og var svo hepp- in að lenda á steini, þar sem ég gat fótað mig. — Hvað náði vatnið þér hátt? •— Nærri þvi upp í mitti. Ég náði í hlírana á buxunum hans Adda og dró hann til mín. Síðan rétti ég hann til Sigrún- ar Og hún bar hann upp á bakkann og byrjaði að blása upp í hann á meðan ég var að komast upp úr. — Hélduð þið, að hann væri dáinn? — Já, við héldum það allar. Á leiðinni heim í þorp mætti Ingveldur tveimur strákum, öðrum á hjóli, sem fór að ná í prestshjónin og hinum á dráttarvélinni. Hún sagði þeim öllum að Addi litli hefði drukknað. — Andaði hann ekki, þegar þið náðuð honum upp úr? — Nei, hann var farinn að blána í kringum munninn og fingurnir voru orðnir stífir. Mér fannst samt að við yrð- um að gera eitthvað til að reyna að finna lífsmark með honum. Þegar ég kom upp úr brunninum tók ég við af Sig- rúnu og byrjaði að blása, því að hún treysti sér ekki til að gera það. Hún var svo hrædd, ég var náttúrulega hrædd líka, ganga um hálfan kílómeter, þá komu pabbi hans Og Frið- rik, sem var á dráttarvélinni og tóku okkur upp í hana. Svo kom presthjónin í bíl og keyrðu Stefán og Adda heim. Nudduðu þau hann þar til hann komst alveg til meðvit- undar. Daginn eftir var hann kom- inn með hita, en þegar við fórum frá Hrísey á mánudag- inn, var hann kominn á fæt- ur og orðinn alveg frískur. — Hvar lærðir þú lífgunar- aðferðina? — —Eg er skáti og las um hana í skátabókinni, en þar voru líka myndir, sem sýndu hvernig var farið að. — Hafðirðu aldrei séð þetta gert? — Nei, ekki fyrr en Sigrún byrjaði á því. Svo gerði ég bara eins og hún. — Hvernig leið ykkur, þeg- ar þið voruð komnar heim og vissuð að drengurinn var að ná sér? — Við vorum mjög þreyttar og náðum okkur heldur ekki alveg strax eftir hræðsluna. Það var svo skrítið að fyrr um daginn, áður en við fórum í berjamó, þótti mér eitthvað sérstaklega vænt um Adda litla og var að gefa honum kökur og leika við hann, á meðan að Örn bróðir minn svaf eftirmiðdagsblundinn sinn. Við vildum nú ekki tefja Svanlaugu lengur frá því að fara heim á eftir fjölskyldu sinni og þökkuðum henni fyrir samtalið. — S.J. Ufanríkisráðh errarnir hittast í Washington Svanlaug Árnadóttir Washington, 30. ágúst. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bret- lands, Bandaríkjanna, Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands munu hittast í Washington 14. september til þess að ræða hættu ástandið í Berlín og Þýzkalands- málið í heild, upplýsti Kennedy forseti á blaðamannafundi í dag. Sagði hann, að mikil hætta væri nú á ferðum í Berlín, en kvaðst vonast til að hægt yrði að bægja henni frá með viðræð- um vesturveldanna og Ráðstjórn arinnar. Hins vegar væri enn ekki búið að ganga frá slíkum viðræðum. Hann gaf til kynna, að banda- ríski sendiherrann í Moskvu hefði átt óformlegar viðræður við ráðamenn þar eystra og ekki væri ólíklegt að frekari viðræður mundu fylgja í kjölfarið. Sagði hann, að öll NATO-ríkin fylgdust vel með gangi málanna. Þá upplýsti hann, að Clay hers- höfðingi, fyrrum yfirmaður bandaríska herliðsins í V-Berlín, mundi fara til borgarinnar sem sérlegur fulltrúi forsetans. Samkvæmt fréttastofufregnum hefur Adenauer ritað Kennedy bréf þar sem kanzlarinn segist óttast, að almennur flótti hefjist frá V-Berlín til V-Þýzkalands, ef A-Þjóðverjum og Rússum haldist uppi vopnaskakið á mörk unum milli austurs og vesturs til langframa. V-Berlínarbúar verði óttaslegnir, ef vesturveldin grípi ekki til örþrifaráða. — 80 svifu Frh. af bls. 1 Það var geysileg skelfing í vagn« inum okkar“. „En brátt varð allt kyrrt og ekkert gerðist. Fyrst þorðum við ekki að hreyfa okkur. Við höfð- um á tilfinningunni, að lif okkar hengi á þræði og að minnsta hreyfing í vögnunum mundi slíta þráðinn". - ♦ — „En svo náðu björgunarmenn- irnir sambandi við okkur. Þeir settu upp hátalara í fjallshlíðun- um og kölluðu til okkar. Þeir hughreystu okkur allan tímann, hvöttu okkur til þess að halda okkur vakandi. Þetta mundi allt fara vel“. Fyrir nóttina tókst að bjarga um 40 manns niður, eða helming farþeganna. Þeir fóru niður á handvað og voru sumir þeirra þeirra nær dauða en lífi eftir þrekraunina. Þetta voru allt karl- menn, en konur, börn og nokkrir karlmenn létu fyrir berast í vögn unum yfir nóttina. — ♦ — Kuldinn var tilfinnanlegur og það var þess vegna, að björg- unarmennirnir hvöttu fólkið til þess að halda sér vakandi. Hit- inn fór töluvert niður fyrir frost mark, en flestir farþeganna voru í léttum sumarklæðum — og vagnarnir eru allir litlir, úr alum inium. Engin teppi voru handbær en nokkrir farþeganna voru með dagblöð og reyndu að skýla sér með þeim. Engin matföng voru heldur í vögnimum og þeir, sem létu fyrir berast um nóttina 1 þeim höfðu ekki bragðað mat í sólarhring eða meira, þegar björg unin kom. Björgunarmennirnir unnu ótrú legt afrek. Þeir gengu eftir burð- arstrengnum, út að vögnunum. Komu þeir taug í vagnana og síðan voru þeir dregnir aftur til baka, upp á næsta tind. Unnu björgunarsveitirnar að undirbún- ingi alla nóttina og þegar birti að morgni fóru menn út á streng inn. - ♦ - Flestir farþeganna, sem allt voru skemmtiferðamenn, voru bláir af kulda eftir nóttina. Börn- in báru sig þó vel og segja frétta- noenn, að allir hafi sýnt mikið andlegt þrek í þessari raun. Um nóttina reyndi fólkið að hafa of- an af hvert fyrir öðru. Sögur voru sagðar — Og spilað, því lesbjart var í vögnunum frá ljóskösturum björgunarmanna, sem stöðugt stöppuðu stálinu í fólkið. Læknar og hjúkrunarlið tóku á móti fólkinu, þegar vagnarnir voru dregnir upp á tindinn. Var öllum gefinn vænn sopi af sterk- um drykk, síðan fékk fólkið kaffi og hlýjan fatnað. - ♦ — Margir þökkuðu björgunar- monnunum hrærðir í huga og fyrst í stað átti fólkið engin orð til þess að lýsa því, sem við hafði borið. En þegar því fór að hlýna og það var orðið mett fór að losna um málbeinið og Ital- arnir, sem þarna voru margir, áttu ekki erfitt með að lifa sig inn í atburðinn. Margir grétu og sögðust hafa fengið nóg af Mont Blanc. - ♦ — Þetta er ekki í fyrsta sinn, að slys verða í hæsta fjalli Evrópu. Á hverju ári farast fjallagarp- ar og ferðamenn í Mont Blanc, allt frá því að tveir ofurhugar, sem fæddir voru og uppaldir við rætur fjallsins, lögðu á brattann sumarið 1786 — til þess að „sigra“ tindinn. Hundruð manna hafa síð an borið beinin á Mont Blanc, því þessi risi heillar marga. En hann er háll og veðrabrigði eru þar skjót. En þeir, sem reistu línubrautina töldu tryggt, að strengirnir mundu aldrei slitna. Þeir hafa heldur aldrei slitnað. Menn hafa hins vegar ekki tekið flugförin með í reikninginn — og flugmennirnir heldur ekki línu- brautina, því hún er hvergi merkt inn á landabréf þau, sem gefin eru út til loftsiglinga. ♦------------------------♦ Ráðning á gátu dagsins: Tíminn. 4------------------------4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.