Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 1
24 síður > Hefja ú ný tilraunir með kjnmorkuvopn Yfirlýsingti Sovétstjórnarinnar tekið með ugg og fordæmingu um víða veröld. Kína — eitt ríkja — styður þá ákvörðun London, Washington, París, Bonn, Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmur, Belgrad, 31. ágúst. — (Reuter/NTB/AFP). ^ Stjórn Sovétríkjanna gaf í gærkvöldi út opinbera tilkynningu um, að hún hefði á- kveðið að láta hefja að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn í Rússlandi. Sakar Sovétstjórn- in Vesturveldin um að hafa knúið sig til þessarar ráðstöfunar. Tilkynning Sovétstjórnarinnar hefur vakið ugg og undrun um gervallan hinn frjálsa heim og almenna fordæmingu. Hefur hver þjóðin af annarri, jafnt þær sem hlynntar eru Vesturveldunum og þær, sem halda hlutleysisstefnu — lýst furðu sinni og hryggð yfir tilkynningunni, sem muni færa mannkynið í ófyrirsjáanlega hættu. Tilkynningin kom sem reiðarslag yfir marga þjóðaleiðtoga, er komu til Belgrad í inorgun til þess að sitja ráðstefnu 24 þjóða er ekki heyra til hernaðarbandalögum, hinna svonefndu „hlutlausu“ þjóða. Eru þeirra á meðal margir hörðustu andstæðingar kjarn- orkuvopnatilrauna. Almenna furðu vekur að yfirlýsingin skuli birt svo rétt í þann mund er ráðstefnan hefst. ^ Velta menn fyrir sér, hvort Krúsjeff hafi gefizt upp á að tala um fyrir hinum „hlut- lausu“ og reyni nú að sýna þeim vöndinn — og sumir telja sig finna kló hins kommún- íska Kína að baki yfirlýsingar Rússa. ■Ar Aðeins ein þjóð heims — KÍNA — hefur lýst sig samþykka ráðstöfun Rússa og segir hana „öfluga vakningu þeim þjóðum heims, er berjist fyrir friði“. En dagblöð í Austur- Þýzkalandi segja frá ákvörðun Rússa undir fyrirsögnum sem slíkum: „Ráðstöfun til verndar friði — Rússar hefja að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn“. Talsmenn sósíalískra stjórnmálaflokka víða um heim og forystumenn samtaka á Vesturlöndum, er barizt hafa gegn kjarnorkuvopnum, hafa fordæmt ákvörðun Rússa og hvatt þá til þess að endurskoða hana. ★ Tilkynnt í gærkvöldi Rússar tilkynntu í gærkvöldi, að þeir hefðu ákveðið að hefja aftur tilraunir með kjarnorku- vopn. Væri sú ákvörðun tekin vegna ógnunar Vesturveldanna við heimsfriðinn og stöðugrar við leitni þeirra til að efla vígbúnað- arkapphlaupið. — í tilkynningu Sovétstjórnarinnar segir, að John F. Kennedy Bandaríkjaforseti hafi frá valdatöku sinni unnið markvisst að eflingu vígbúnað- arkapphlaupsins á öllum sviðum. Hin opinbera fréttastofa kín- verska alþýðulýðveldisins — Nýja Kína — segir í dag, að áikvörðun Rússa sé „öflug vakn- ing öllum þjóðum er vinni að eflingu friðar í heiminum". Styðji Kínverjar heilshugar á- kvörðun Rússa, sem sýni glöggt einingu sósíalista um að halda vöku sinni gegn hinni alvarlegu styrjaldarógnum heimsvelda- sinna. Og fréttastofan bætir við: Heimsveldasinnar skulu vita að leiði þeir kjarnorkustyrjöld yf- ir mannkynið verður afleiðing- in sú, að hugmyndakerfi stefnu þeirra þurrkast út af jörðinni. ★ Ótti í stað skynsemi John F. Kennedy, Bandarikja forseti segir í yfirlýsingu, sem birt var síðdegis 1 dag að af- loknum fundi ríkisstjórnarinnar og helztu ráðgjafa forsetans, að hann taki heilshugar þátt í von- brigðum alls heimsins vegna yfir- lýsingar Rússa. Yfirlýsingin sé til þess ætluð, að ótti verði ráð- andi í alþjóðamálum í stað skyn- semi. f yfirlýsingu fyrr í dag sagði forsetinn ,að ákvörðun Rússa væri svik við mannkynið. Ekki hefur hann látið í ljósi, hvort eða hvenær Bandaríkjamenn hyggist fara að dæmi Rússa. Þyk- Borgarastyrjöld í Brasilíu? Buenos Aires og Rio de Janeiro, 31. ágúst. — (Reuter — NTB). TALIN er hætta á borgara- styrjöld í Brasilíu, sem af- leiðing af stjórnarkreppunni í landinu, eftir að Janio Quadros sagði af sér forseta- embætti. Óstaðfestar útvarpsfregnir frá Argentínu herma, að loftárás hafi verið gerð á hafnarbæinn Porto Alegre. Jaoa Goulart kom flugleiðis til Buenos Aires í kvöld og tók á móti honum nefnd manna frá Brasilíu — þrír þingmenn og þrír liðsforingjar, er reyndu að fá hann til að bíða átekta í Buenos Aires. Goulart tjáði fréttamönnum þar, að hann hyggðist alls ekki afsala sér for- setaembættinu. Væri þá ekki lengur lýðræði í Brasilíu ef liðsforingjamir fengju bugað hann. ★ í morgun samþykkti þjóðþing ið með yfirgnæfandi meirihluta að Goulart skyldi taka við for- setaembættinu, en jafnframt er í athugun að breyta og minnka Framh. á bls 2 ir líklegt, að þeir bíði átekta og sjái hverju fram vindur. Um skeið hafa ýmsir aðilar í Banda- ríkjunum lagt mjög að ríkisstjórn inni að hefja tilraunir að nýju vegna hinnar óskiljanlegu fram- komu Rússa á Genfarráðstefn- unni um bann við kjarnorku- vopnatilraunum. Til þessa hefur Krúsjeff stjórninni tekist að standa af sér þær kröfur og reynt til hins ítrasta að koma á tilraunabanni, — en lítill vafi þykir leika á því, að þeir telji sér ekki fært að sitja hjá mikið lengi ef Rússar hefja tilraunir svo einhverju nemi. — Hins vegar sagði Kenne- dy 1 yfirlýsingu sinni í dag, að kjarnorkuvopn Bandaríkjamanna væru enn nægilega öflug til þess að þeir gætu varið sig sjálfa og hinn frjálsa heim. Líklegt þykir nú, að Kennedy muni ávarpa allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna er það kemur saman. í aðalstöðvum Sameinuðu þjóð anna átti Adlai Stevenson fund Frh. á bls. 23 Nafn- laust brét til Reuters LONDON, 31. ágúst. — (Reuter) — 1 dag barst aðalskrifstofu Reuterfrétta- stofunnar í Lundúnum nafnlaust bréf frá einhverj um, sem kvaðst hafa með höndum málverkið af her- toganum af Wellington eftir Goya, sem stolið var fyrir nokkru. — Seg- ist bréfritarinn fús að láta málverkið af hendi fyrir 140 þúsund sterlingspund, sem skuli greidd til fá- tækra —- en það var sú upphæð sem listasafn brezka ríkisins greiddi fyr- ir málverkið er það var keypt af bandarískum auð jöfri. Bréfritari skýrir frá ýmsum einkennum á mál- verkinu til sönnunar því, að um rétta mynd sé að ræða. Segir hann jafn- framt, að málverkið sé ekki til sölu heldur verði að greiða andvirði þess fá- tækum. — Sé þetta gert til þess að létta ofurlítið vasa þeirra sem hafi meiri áhuga á listaverkum en ! þeim sem lifa við skort. Atburðirnir i Berlín hafa haft djúp áhrif á samvizku mannkynsins segja forustumenn „Frjálsrar menn- ingar" i bréfi til Brandts borgarsljóra MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt bréf frá Nicolas Nabokov, framkvæmdastjóra „Congress for Cultural Freedom“, sem er lalþjóðasamtök menntamanna í lýðfrjálsum löndum. fslenzka deildin er „Frjáls menning". í bréfi sínu segir Nabokov m. a.: „Hjálagt er afrit af svarbréfi sem sent hefur verið til Willy Brandts borgarstjóra í Berlin frá áhrifamönnum í mörgum lönd- Skattar fjármAlaráðherra ræddi mikilsverðar breyt- ingar á skatta- og tollalög- gjöf á fundi Kaupmanna- samtakanna í gær. — Sjá blaðsíðu 6. um um víða veröld . . . Þeir eru að svara bréfi sem Willy Brandt sendi Denis de Rougemont, stjórnarformanni „Congress for Cultural Freedom". f bréfi sínu hvatti Brandt samtökin til að vekja athygli almennings í heim inum á hinu háskalega ástandi sem skapast þegar níðzt er á þeim rétti manna ,,að yfirgefa ríki þar sem ekki er neitt frelsi og þar sem þeir vilja ekki búa.“ Brandt sagði í bréfi sínu: „Ef fólki, sem sérstöku stjórn arfari hefur verið þröngvað upp á, er neitað um rétt til áhrifa á borgaraleg örlög sín, þá verður a. m. k., að leyfa því að halda réttinum til persónulegrar sjálfs ákvörðunar — réttinum til að fara burt. Á þetta ber að líta sem grundvallarréttindi, hafin yfir allar pólitískar umræður." Bréfið til Brandts. Umrætt svarbréf fer á eftir: „Jafnvel í veröld, sem er orð in vön því að sjá ómannúð í ýmsum myndum, hafa fréttim- ar og ljósmyndirnar frá Berlin vakið viðbjóð karla og kvenna í öllum löndum. Kúgun og óánægja eru til í öllum heims- álfum, og harmleikur útlegðar- innar hefur orðið hlutskipti margra þjóða og kynstofna. Eigi að síður hafa atburðirnir á markalínunni í borg yðar haft djúp og uggvekjandi áhrif á samvizku mannkynsins. Það er út af fyrir sig nógu uggvænlegt, þegar ákveðið stjórnarfar þving ar þegnana í milljónatali til að ieita hælis annars staðar. Hitt cr enn hryllilegra, þegar und- ankomuleið þeirra er lokað með múrum og gaddavír um þver borgarstræti, þegar þeim er ógnað með nöktum byssustingj- Framh. á bls. 3 kostar kr. 55,00 á innanlands- markaði. Auglýsingaverð: Kr. 30,00 pr. eind. cm. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.