Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. sept. 1961 MORCVISBLAÐIÐ 5 Davidson og kona hans. MENN 06 • = MALEFNI= Hér á landi eru stödd um þessar mundir skozk hjón, Davidson, verkfræðing-ur og frú, en þau hafa verið búsett á Trinidad að undanförnu og fara þangað ef til vill aftur. Fréttamaður blaðsins hitti hjónin að máli á heimili vin- ar þeirra að Heiðargerði 124, en þar feúa þau á meðan þau dveljast hér á Iandi. Davidson sagði okkur, að hann hefði verið sendur til fs- lands á stríðsárunum, eða 1941, en þá var hann í brezka flughernum. Hér dvaldi hann tæp tvö ár, líkaði mjög vel og eignaðist marga vini og kunningja.. — Eg var mjög heppinn, hélt hann áfram, flestir voru sendir til vígstöðvanna, þar sem menn börðust og særðu eða deyddu hvorir aðra, en ég var sendur til íslands og þar mætti mér ekkert nema vel- vild og gestrisni. Einnig fékk ég tækifæri til að kynnast þessu framandi landi. — Xður hefur ekki þótt miður að vera sendur hingað? — Nei, það var öðru nær. Þegar ég var í skóla lærði ég um fsland og það var sveipað ævintýraljóma í huga mínum. Eg var meira að segja að ráð- gera að gera mér ferð til ís- lands 1939, en úr því varð ekki er styrjöldin brauzt út. Eg var því himinlifandi, þegar ég frétti að ég ætti að fara til þessa ævintýralands. — Þér hafið ekki orðið fyr- ir vonbrigðum? — Nei alls ekki. Eg hreyfst mjög af landi ag þjóð og nú hef ég komið hingað 5 sinnum alls. Það hefur alltaf viljað svo skemmtilega til, þar til í þetta sinn ,að ég hef verið hér á þjóðhátíðardaginn 17. júní, en sá dagur þykir mér mjög skemmtilegur. — Hafið þér séð mikið af ' fslandi? — Eg hef séð flesta merka staði í nágrenni Reykjavíkur og á stríðsárunum var ég um tíma á Hornafirði og var með í leiðangri, sem fór á Vatna- jökul. Eg hef hrifizt mjög af hinni stórbrotnu náttúru ís- lands, einnig þykir mér mik- ið til um hve Reykjavík hef- ur vaxið síðan á stríðsárunum og hve nýju húsin hér eru falleg. Það myndi enginn, sem hér var þá, þekja borgina aftur, ef hann kæmi hingað nú. — Hve lengi hafið þér starf að í Trinidad? — Eg er búinn að vera þar í 15 ár, en ég fæ alltaf leyfi á þriggja ára fresti og kem þá til Evrópu og alltaf langar mig þá til að koma til íslands. Eg veit ekki hvort ég fer til Trinidad aftur, en ég hef unn- ið þar við olíuboranir. Ef ekki, mun ég setjast að í Skotlandi. — Viljið þér ekki fara aft- ur? — Jú, mjög gjarnan. — Það er dásamlegt að búa á Trinidad, skýtur frú David- son inn í, ferskir ávextir allt árið og alltaf sól. — Hafið þér verið þar jafn lengi og maður yðar? — Nei, ekki nema fimm ár, og þetta er í fyrsta sinn, sem ég kem til íslands, bætir hún við. — Hvernig lýst yður á Iand- ið? — Mjög vel. Við spyrjum hjónin að lok- um, meira í gamni, en alvöru, hvort þau myndu vilja búa á íslandi. Þau brosa bæði og kinka kolli. Herbergi Tvo unga og reglusama menn vantar herbergi sem næst Sjómannastkólan um. Svar sendist til blaðs- ins, merkt: „5972“. 2 til 3 herbergi óskast fyrir fastan stasrfsmann til leigu sem fyrst, helzt í urbænum. Uppl. í síma 14161. Tvær flugfreyjur óska eftir þriggja herb. íibúð. Tilboð merkt: „Reglu samar — 5978“ sendist Mbl. Trésmíði Getum baett við okkur úti innivinnu. Sími 22730 og 14270 eftii kl. 9 eftir had. Píanókennsla Ólafur Vignir Albertsson Egilsgötu 16. Sími 16053. Aftaníkerra cil sölu og öxlar jndir kerrur og heyvagnar, — ódýrt. Uppl. í síma 36820. Ráðskona óskast á gott sveitaheimili. Má hafa eitt bam. Uppl. í síma 35050. Óska eftir 2ja herb. íbúö 1. okt. — Uppl. í síma 34233. Þriggja mánaða hænuungar til sölu. Uppl. í síma 32383. Mótatimbur tál sölu. UppL 2 sima 15985 og 17279. Keflavík Til sölu Nash Rambler ’55 í góðu ásigkomulagi. Til sýnis að Klapparstíg 7, Keflavi'k. 3—4 herbergja íbúð óskast nú þegar eða 1. okt. Uppl. í síma 36065. Stúlkur! Vantar stúlku í sveit í 3-4 mánuði. Má hafa með sér börn. Uppl. í dag í síma 37287. Sófasett 2ja manna svefnsófi og 2 stólar til sölu. Uppl. á Hverfisgötu 32. Sími 18271. 2ja herbergja íbúð á grunnhæð í Sörlaskjóli 70 er til leigu strax. — Til sýnis kl. 6—7 eíðdegis í dag. 3—4 herbergja íbúð óskast til leigu frá 1. okt. Uppl. í síma 36613. Ibúð óskast Kona með 13 ára telpu óskar eftir góðrr tveggja herbergja íbúð. Uppi. í síma 15747. Til sölu Dodge 1940, pallbíll (skúffa) nýskoðað ur. Skipti á minni biil koma til greina. Uppl. í sima 50846 eftir kl. 5 Sjötug er í dag Ingibjörg Ein- arsdóttir frá Stokkseyri, Hlíðar- gerði 1. Hún dvelur í dág á heim- ili dóttur sinnar á Stokkseyri. í dag verða gefin saman í hjóna band 1 London, ungfrú Hafdís Herbertsdóttir og Peter Bennett. Heimilisfang þeirra er: Flat 4, 4, wynsi,ow Cort, 100, Fordwych Road, London N. W. 2, England. 31. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum ó Núpi, eftirtalin brúðhjón: Jón Kristinn Valgeirsson frá Lækjarósi, Dýrafirði og Gunn- þórunn Friðriksdóttir frá Smyrlafelli, Þórshöfn. Heimili þeirra verður á Lækjarósi. Anna Jónína Valgeirsdóttir frá Lækjarósi, Dýrafirði og Baldur Ingvarsson frá Húsavík. Heimili þeirra verður á Húsa- vík. Hólmfríður Ragnheiður Jóns- dótfir frá Eyri, Skutulsfirði og Friðrik Halldór Valgeirsson frá Lækjarósi, Dýrafirði. Heimili þeirra verður að Hafrafelli, Skutulsfirði. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Sólveig Þóra Ragnarsdóttir, afgreiðslustúlka, Vestmannaeyjum og Hafsteinn Guðmundsson, rafvirki, Reykja- vík. Nýlega hafa opinberað trúlof un sína ungfrú Svanhildur Guð- mundsdóttir, verzlunarmær og Ólafur Ingólfsson, iðnnemi frá Eyri í Ingólfsfirði, Strand. Laugardaginn 26. ágúst opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Pétrún Pétursdóttir, Suðurgötu Hjpl P'FLJÓ Pro £R b ó o Ó c ó, /C AfiSS "PNN , Jc J3ÍTÍ£> & — Töskuna mína fljótt sagði læknirinn, um leið og hann lagði símtólið á. Þessum manni líður mjög illa, hann segist ekki geta lifað án mín. — Þú hefðir ekki átt að leggja á, sagði konan hans. Síminn var til dóttur okkar. ♦ Það átti að fafa að greiða at- kvæði á læknaráðstefnu. Lækn- irinn sem var í forsæti sagði: — Allir, sem eru með tillögunni gjöri svo vel og segi „Aaa“. 79, Hafnarfirði og Ólafur Proppé, Silfurtúni F-8, Garðahreppi. Hennar bið ég býsna oft, bezt er það að játa. Á sín gólf en ekki loft ýmsir þetta láta. Dufgus. Ráðning á næst öftustu síðu. Á jörð vorri er eitt verk meira virði en þúsund orð. — Ibsen. Eg elska vinnuna, hún hrífur mig. Eg endist til að sitja og horfa á hana tímunum saman. — Jerome K. Jerome Eitt af trúaratriðum mínum er að ráða ekki til mín mann, sem tekur sjálfan sig alvarlega, heldur mann, sem tekur sta**f pitt alvarlega. — M.C.Cahill. næsíu daga. Nýjar Ebna og Pfaff saumavélar (automatic) til sölu, Bræðraborgarstíg 13, 3. hæð, t. h. eftir kl. 7. Skellinaðra í mjög góðu lagi til sölu. Uppl. í verzl. Háteigsveg 20. — Sími 16817. Ráðskona óskast i kaupstað út á landi, ekki yngri en 30 ára. Má hafa með sér barn. — Uppl. í síma 33245. Húseigendur — Húsbyggjendur. — Tögum að okkur allskonar vinnu við húsbyggingar t. d. ný- smíði, breytingar og inn- réttingar. 1. ft, vinna. — Sími 18079. Landakotsskólinn verður settur mánudaginn 4. sept. 8 og 9 ára böm mæti kl. 9, 7 ára deild kl. 11. Undirbúningdeild kl. 1. SKÓLASTJÓRI. Röskan mann vantar til afgreiðslu og fleira við matvöruverzlun hér í bæ. Ekki yngri en 18 ára. Gæti orðið framtíð- aratvinna. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir n.k. þriðjudag, merkt: „Verzlunarstörf — 1234“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.