Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fösíudagur 1. sept. 1961 Lífið lék á þræði Þessi mynd sýnir línubrautina í heiid. Upp til Aiguille du Midi (t. v.) er farið í vögnum, sem taka um 50 farþega. — Þaðan er förinni svo haldið áfram í litlum og léttum sex manna vögnum — sem eru á strengnum með 500 m milli- bili — yfir til Helbronner (t. h.) Síðasti spölurinn er svo aftur farinn í stórum vögnum. — Það var yfir Hvítadal, sem franska þotan flaug á dráttarstrenginn. jr • Hægt og varlega klöngruðust farþegamir út um dyr vagn- anna og létu sig síga niður strengina bláir af kulda. Næst- um helmingurinn komst þannig úr hættunni. Æfður fjallagarpur var í hópi farþeganna og fór hann á und an um 150 m niður í fjalls- hlíðina. Vfir jökulbreiðunni í Hvítadal eru vagnarnir í 150—200 m hæð og eru strengimir 3,2 km. Engir jarðfastir stólpar eru til þess að halda þeim uppi á allri þeirri vegalengd. X- MORGUNBLAÐIÐ birti á forsíðu í gær fyrstu mynd- ina hér á landi af slysinu í Ölpunum — þar sem nær 100 manns komust í bráða lífshættu og sex fórust — eftir að frönsk þota hafði slitið dráttartaug línubraut ar, sem flutti fólk upp á fjallstinda. Er það talin mesta mildi, að ekki skyldu fleiri láta lífið í þessu einstæða slysi. Karl- ar og konur, böm og gam- almenni urðu að hýrast óratíma ísköld uppi í létt- byggðum vögnunum, sem hvorki komust fram né aft ur, en búast mátti við að steyptust í djúpið á hverju andartaki. — Líf fólksins hékk á bláþræði. — Hér á síðunni birtast nú fleiri myndir af slysinu. ***** Staðurinn þar sem vagnarnir er slitnuðu niður lentu. Beyndir skíðamenn voru strax íluttir í þyrlum á vettvang og fundu í braki vagnanna 6 látna og allmarga illa slasaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.