Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 14
14 MORGUNRLAÐIÐ Föstudagur 1. sept. 1961 Steinunn Sigurðar- dóttir — Minning F. 20. marz 1887. — D. 13. áffúst 1861. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og verður hún jarðsett í gamla kirkjugarð- inum við Suðurgötu. Frú Steinunn var borinn og barnfæddur Reykvíkingur og það þekkt i bæjarlífinu' að ég tel ekki þörf á að rekja ættir hennar. Hún giftist Sveini Hjartarsyni, bakarameistara 15. ágúst 1906, en Sveinn andaðist 8 nóv. 1944 og var sárt saknað af öllum sem kynni höfðu af honum. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en kjördóttur áttu þau, er þau unnu mjög, Steinunni Sveinsdóttur, gifta Þóri Kjartans syni, bankafulltrúa. Fósturbörn þeirra voru systurbörn Steinunn- ar, þau Ágústa Ágústsdóttir, gift Ástmundi Guðmundssyni Innilegar þakkir færi ég þeim sem sýndu mér hlýhug með gjöfum og heimsókn á áttræðisafmæli mínu. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Laufásvegi 10. Ódýrt! Ódýrt! Lisal gólfdreglar og mottur í ýmsurn breiddum. Sterkir og fallegir. Lægsta fáanlegt verð. Málaraverzlun Péturs Hjaltested Snorrabraut 22 — Sími 15758. LOKAÐ vegna jarðarfarar Þórhalls Bjarnasonar Bókfell hf. Móðir okkai TORFHILDUR DALHOFF andaðist í Landsspítalanum fimmtudaginn 31. ágúst. Katrín Dalhoff Bjarnadóttir, Bjöig Bjarnadóttir. Maðurinn minn BÖÐVAR GUÐJÓNSSCN frá Hnífsdal, andaðist í St. Jósepsspítala þriðjudaginn 29. ágúst. Út- förin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. sept. og hefst kl. 1,30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Margrét Halldórsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar HELGU FRIÐRIKSDÓTTUR Suðurgötu 18, Sauðáykróki. Finnbogi Þ. Haraldsson og börn. framkvæmdastjóra, Guðmundur Ágústsson, bakarameistari, gift ur Þuríði Þórarinsdóttur og Pét ur Snæland, framkvæmdastjóri, l giftur Ágústu Pétursdóttur. Enn* fremur dvaldi á heimili þeirra frá fermingu, sonur Sveins, er hann eignaðist fyrir hjónaband þeirra Steinunnar, hann er Skúli Sveinsson lögregluþjónn, giftur Sigríði Ingibergsdóttur. Fyrir utan það, sem hér hefur verið upptalið dvaldi á heimili þeirra mikið af unglingum, skyldum og vandalausum, er þau réttu hjálp- arhönd, þegar þeir voru að brjóta sér braut í lífinu. Þá er Steinunn hafði lokið námi í Kvennaskólanum dvaldi hún að störfum hjá þeim heið- urshjónum frú Ragnheiði og Hannesi Hafstein, ráðherra og talaði hún alltaf með virðingu og þakklæti um dvöl sína hjá þeim. Vináttu hélt hún æ síðan við þau hjónin og börn þeirra. Fórnfýsi og hjálpsemi var Steinunni í blóð borin, því þótt sagt sé að Mörlandinn sé kald- lyndur og eigi bágt með að gefa tilfinningum sínum lausan taum- inn, þá verð ég að segja það sem satt er, að frá barnæsku var Steinunn mér svo góð í hvívetna að slíkt er með fádæmum og eins var framkoma hennar gagn- vart foreldrum mínum og sér- stakur kærleikur með föður mín- um sál. og henni. Ennfremur var framkoma hennar gagnvart konu Félagslíf Ármenningar, skíðadeild Farið verður í Dalinn um helgina. Nóg að gera fyrir alla. Farið verður frá B. S. R. kl. 2 á laugardag. — Stjórnin. Skíðadeild K.R. Um næstu helgi hefst sjáif- boðaliðsvinnan að nýju á skíða- svæðinu otekar í Skálafelli. — Við skorutn á eldri sem yngri félaga að fjölmenna nú og næstu helgar, og vinna að margvísleg- um verkefnum, bæði við skálann og lyftuna. Margar hendur vinna létt verk Farið verður frá B.S.R. á laugardag kl. 2. Stjórn skíðadeildar K.R. minni og börnum hin ákjósan- legasta. Steinunn var skapfestukona og hélt vel á skoðunum sínum og fylgdist vel með öllum opinber- um málum og ræddi þau af þekk ingu og festu. Hún átti alltaf áhugamál, svo að lífsgleðin og starfslöngunin hélzt til dauða- dags. Spilamanneskja var hún ágæt og tefldi skák og önnur töfl með prýði, enda kenndi hún fóstur- syni sínum Guðm. Ágústssyni skák þá er hann var kornungur og bar það sem kunnugt er góð- an árangur. Frá unga aldri hafði Steinunn mikinn áhuga fyrir öllu er laut að veiðiskap, enda gerðist hún, að ég bezt veit, með fyrstu lax- veiðikonum hér á landi og var mjög fengsæl í þeirri tómstunda- iðju sinni, sem margir hafa ky.nnzt og dáðst að. Heimilisreksturinn að Bræðra- borgarstíg 1 var-með mesta mynd arbrag, enda hjónin samhent um framfærzlu heimilisins, sem og bar góðan árangur. Auk reksturs bakarísins stund- uðu þau búskap, bæði að Lauga- landi og Breiðabóli hér í bæn- um og stóð Steinunn í því 1 mörg ár að selja mjólk frá búun- um/ Steinunn var fríð sínum. Var framkoma hennar öll höfðingleg svo af bar, viðmótið hlýtt og glaðlegt, vel ræðin við þá, er hún vildi blanda geði með. Hún var mikill vinur vina sinna og verður þeim ógleymanleg. Einn bróðir Steinunnar, sem henni var mjög kær, Sigurður Sigurz, kaupm., er nú einn á lífi þeirra Steinhússystkina. Allt frá fyrstu tíð hafði Stein- unn mikið yndi af ferðalögum og var að heimsækja barna- barna og barnabörn sín, sem dvelja í Svíþjóð, þau Steingerði Þórisdóttur og mann henar Jón. Hallgrímsson, lækni, ásamt litlu dætrunum, þegar kallið kom. Þá sorg, sem þar hefur ríkt, er ekki hægt að færa í letur. Það er sagt, að þeir sem hafi skilað af sér fögru lífsstarfi, sem unnið var af fórnfýsi og kærleika, þurfi ekkert að óttast. Því er það ósk mín og von, að endur- fundirnir með horfnum ástvin- um þínum verði þér sólskins- stundir. H.H. Ólafur R. Björnsson bifreiðarstjóri — Kveðja í DAG verður jarðsettur í Hafn- arfirði Ólafur R. Björnsson bif- reiðarstjóri, en hann andaðist 27. ágúst. Ólafur var fæddur að Holta- staðakoti í Langadal í Húna- vatnssýslu 22. apríl 1899 sonur þeirra hjóna Ragnheiðar Jóns- dóttur og Björns Jóhannssonar. Ungur fluttist Ólafur til Akur- eyrar og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum, en 1924 flyzt hann hingað til Hafnarfjarðar og hér átti hann heima og starfaði til dauðadags. Á sínum yngri árum stundaði Ólafur algenga vinnu þó mest sjómennsku, en síðustu rúm 30 ár stundaði hann bifreiðaakstur og seinustu árin hjá fyrirtækinu Lýsi & Mjöl h.f. Ólafur gerðist félagi í samtök- um Sjálfstæðismanna enda eld- heitur boðberi þeirrar stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir. Hann átti sæti í stjórn Sjálfstæð- isfélagsins Þór og Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna og vann ótrauður að málefnúm félags síns enda var hann góður félagi sam- vizkusamur, hreinskilinn og hisp- urslaus. Ólafur var kvæntur Pálínu Félög og aðrir sem tóku leigt í Grófin 1 í fyrra vetur og óska að vera á- fram í vetur eru beðnir að hafa samband við stjórnina sem allra fyrst. — Sími 23481. Foreningen Dannebrog. PILTAR. filqlt anmtiuru. IfS'ÍJ to'K® / Pels Fallegur pels til sölu. — Nokkuð gtórt númer. Tæki færisverð. Til sýnis og sölu að Skarphéðinsgötu 6 (efri hæð) milli kl. 4 og 6 í dag. Enginn árangur Genf, 30. ágúst. BANDARÍKIN lögðu enn fram málamiðlunartillögu í viðleitni sinni til að ná samkomulagi um stöðvun kjarnorkutilrauna. Segja fréttamenn, að hér nafi verið um verulega eftirgjöf að ræða á skipulagi eftirlitskerfisins og hefði mátt ætla, að tillagan opn- aði leið til samninga. Rússar höfn uðu sem fyrri daginn og árang- ur varð enginn. NEW YORK, 30. ágúst. — Far- þegar á kúbönsku skipi neyddu áhöfnina í dag til þess að sigla til hafnar á Jamaica. 29 af 30 farþegum báðu þar um pólitískt hæli. Pálsdóttur frá Grindavík, sem lif ir mann sinn, Og eignuðust þau hjónin tvö börn, sem bæði eru uppkomin. í dag, vottum við samferða- menn og vinir Ólafs, minningu hans virðingu okkar og aðstand- endum hans samúð. Matthías A. Mathiesen. Jórunn Álfsdóttir T -f Móðurminning F. 19. ág. 1888. — D. 26. marz 1961 Eg þakka hrærður, mamma mín, margfalt blíðu þína allt frá okkar fyrstu sýn frá þér léztu skína yl og birtu, ást og trú ævinlega vildir þú gefa, gleðja og sýna gæzku mildi þína, Eg get ekki, mamma mín, mælt í fáum orðum þína ást, og ævi pín allt frá dögum forðum. Eg mun ávallt þakka þér þína fórn fús af gleði alla stund, í heimi hér hópnum sína léði. Jóel Inglmarsson. ið fakið afleiðingunutn Washington 30. ágúst BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið hefur svarað síðustu orð- sendingu Rússa um Berlínarmál- ið. Sökuðu Rússar Bandaríkja- menn um að misnota loftflutn- ingaleiðirnar til Vestur-Berlín, flugumenn og skemmdarverka* menn væru sendir þá leiðina aust ur á bóginn. í svari Bandaríkja- manna segir, að þetta sé fjar. stæða. En ef til árekstra komi á loftleiðunum, ef Rússar reyni að hindra samgöngur, þá verði þeir sjálfir að taka afleiðingunum. )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.