Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 20
MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 1. sept. 1961 £8 Ég var búin að vera með hljómsveitinni hálft annað ár. Stundum hafði okkur liðið vel. Ég gleymi aldrei nótt í Boston, þegar ég sat á píanóbekknum í hótelíbúð Arties í tólf stundir, horfði út á flóann og sló tvær bassanótur, meðan hann var að semja einkunnarlag hljómsveit- arinnar, „Nightmare“. Það eru ekki margir, sem hafa barizt harðar við hina þrsel- lunduðu í tónlistarlífinu og ann- ars flokks borgararétti, sem eyðileggur svo marga dökka tón- listarmenn. Hann vann ekki, en hann tapaði ekki heldur. Það var ekki fyrr en löngu eftir að ég var farinn frá honum, sem hann sagði því öllu að eiga sig. Enn þann dag í dag talar fólk um, að hann hafi verið ruglaður, af því að honum voru aðrir hlutir meira virði en milljónatekjur. 9 Setið gegnt sólu Ekki eru nema fimm mílur frá Pod’s og Jerry’s á 133. götu við Sjöundu breiðgötu til Sheridan Square 1 nágrenni 4. götu við áðurnefnda breiðgötu.: Samt var heill heimur á milli og það tók mig um sjö ár að komast þessa leið. Nsesti áfangi á framabraut minni var Café Society Dow- town. Þegar ég kom þangað fyrst var það ekki annað en kjallari, fullur af mönnum við hreingem- ingar, málun og skreytingu, og vonir skóframleiðanda frá Jers- ey, Ba-rney Josephson að nafni. Hann hafði ég hitt á vegum John Hammond’s. Barney og kona hans, sem var dásamleg kona, sögðu mér, að í þessum skemmtistað ætti ekki neinn aðskilnaður kynþátta að eiga sér stað. „Hér eíga allir jafnan rétt“. Þessu hafði ég alltaf verið að bíða eftir, og ánaegja mín átti sér engin takmörk. Skemmtikraftar við opnun salarins áttu að vera Meade Lux Lewis, Albert Amm- ons og Pete Johnson, sem léku boogie-woogie á tvö píanó, Joe Tumer og Frank Newton voru með hljómsveitina. Ég mun aldrei gleyma kvöld- inu, þegar opnað var. Það hljóta að hafa verið sex hundmð manns í salnum, frægir menn, listamenn og fólk, þekkt úr sam kvæmislífinu. Og það var maðk- ur í mysunni. Barney var búinn að fá vínveitingaleyfið, en eng- inn mátti fara upp á sviðið, fyrr en skemmtanaleyfið væri komið, og það var ekki komið. Klukkan var að verða ellefu, og við vor- um að fyllast örvæntingu. Lög- reglan stóð við dyrnar og beið. Ég gat ekki haldið spennuna út lengur. „Svona nú, við verðum að taka áhættuna,“ sagði ég við Barney. „Það drepur engan að vera eina nótt í fangelsi." Við vorum búin að ákveða að hætta á að byrja klukkan hálf tólf, en leyfið kom á síðasta augnabliki. Það varð til þess, að lögreglan fékk að horfa á frum- sýninguna. Áheyrendurnir tóku hverju atriðinu betur en því, sem á undan var komið, og ég var síðust. Þetta voru áheyrend- ur, sem talandi var um. Meðan ég var hjá Café Society varð til lag, sem hefur orðið að mínum einkamótmælum — „Strange Fruit“. Það var sam- ið við ljóð eftir Lewis Allen. Ég hitti hann fyrst á Café Society. Hann sýndi mér þetta kvæði, og það greip mig föstum tökum. Það var lifandi mynd af öllu því, sem hafði orðið pabba að bana. Allen hafði einnig heyrt um dauða pabba og hafði einnig á- huga á söng mínum. Hann stakk upp á, að ég fengi Sonny White, sem hafði leikið undir hjá mér, mér til fulltingis, og við skyld- um svo semja tónlist við það. Svo unnum við þrjú saman, og lukum eftir þrjár vikur. Ég fékk einnig ágæta aðstoð frá Danny Mendelsohn, öðrum höfundi, sem hafði útsett svolítið fyrir mig. Hann hjálpaði mér við út- setningu lagsins og var þolin- móður að æfa það með mér. Ég vann eins og þræll að þessu, því ég var aldrei viss um, að það næði hylli áheyrenda, né heldur, að gestir í glæstum næturklúbb gætu skilið, hvað þetta lag var mér. Ég var hrædd um, að margir myndu verða því andstæðir. í fyrsta skipti, sem ég söng það, var ég hrædd um, að mér hefðu orðið mistök á, og að grunur minn ætlaði að rætast. Það vott- aði ekki fyrir klappi, þegar lag- inu lauk. Þá fór einn maður að klappa hikandi, og síðan fylgdu allir dæmi hans. Eftir nokkurn tíma fóru vin- sældir þess að aukast, _og menn fóru að biðja um það. Útgáfa sú, er ég söng inn á plötu fyrir Commodore, varð sú af mínum plötum, sem bezt seldist. Ennþá verður mér þungt í skapi í hvert skipti, sem ég syng það. Það minnir mig á kringumstæðurnar þegar pabbi dó. En ég verð að halda áfram að syngja það, ekki aðeins vegna þess, að beðið er um það, heldur vegna hins, að tuttugu árum eftir dauða pabba, eru sömu kringumstæðurnar enn við líði í Suðurríkjunum. Eftir því, sem árin liðu hef ég orðið fyrir margri undarlegri reynslu vegna þessa lags. Það hefur undraverða hæfileika til að skilja sauðina frá höfrunum. Það var eitt sinn í Los Angeles, að einhver gæs stóð upp, og sagði „Heyrðu Billie, af hverju syngurðu ekki þennan róman- tízka söng, sem þú ert svo fræg fyrir? Þennan um nakin lík, sem dingla í trjám?“ Það er víst óþarfi að segja, að ég gerði það ekki. En í annað skipti, er ég var við 52. götu, lauk ég dagskránni með „Strange Fi;uit“ og fór, eins og venjulega, inn á salernið. Ég geri það alltaf. Þegar ég syng þetta lag, hefur það svo sterk áhrif á mig, að mér verður illt. Það rænir mig öllu jafnvægi. Þá kom einhver kona inn á kvennasalernið þarna á Down- beat Club og fann mig útgrátna. Ég hafði hlaupið frá sviðinu, sjóðheit og ísköld í senn, ánægð, en þó með vanlíðan. Hún leit á mig, og tár komu fram í augu hennar. „Guð minn góður,“ sagði hún. „Ég hef aldrei heyrt neitt jafn fallegt. Það væri enn- þá hægt að heyra saumnál detta þarna frammi.“ Fyrir örfáum árum var ég bú- in að syngja í hálfan máhuð í Miami, án þess að hafa nokkru sinni sungið „Strange Fruit“. Ég hafði ekki treyst mér til að horfa upp á æsinguna, sem allt- af verður, þegar ég syng lagið í Suðurríkjunum. Ég vildi ekki koma af stað neinu, sem ég gæti ekki ráðið við. Svo var það kvöld nokkurt, að búið var að biðja mig um það að minnsta kosti tuttugu sinnum, og ég gaf eftir. Það var þarna maður, sem búinn var að koma dag eftir dag, og biðja um „Strange Fruit“ og „Gloomy Sunday". Ég veit ekki hvað kom honum til þess, en nógu var hann dapur á svip. Það varð úr, að ég söng það, sem ég var beðin um, sem aukalag. Þegar að enda lagsins dró, var rödd mín orðin sterkari og reiði- legri en hún hafði verið mánuð- um saman, og eins virtist liggja á undirleikaranum. Ég hvæsti út síðusVi setningunni. Ég var raunverulega að nota svipuna á áheyredur, en ég hef aldrei heyrt annað eins lófatak. Ég fór af sviðinu, skipti um föt, og þegar ég kom út var ennþá verið að klappa inni. Fáir aðrir söngvarar hafa reynt að syngja „Strange Fruit“. Ég hef aldrei reynt að draga úr þeim kjark, en áheyrendur hafa gert það. Það var löngu eftir að ég var hætt á Café Society, að Josh White kom fram á sviðið þar í óhnepptri skyrtu Og söng það. Áheyrendur kölluðu til hans, að láta lagið í friði. Nokkrum árum seinna sagði Lillian Smith mér, að lagið hefði komið henni til að skrifa bók hennar og leikrit um aftökur án dóms og laga. Allir vita, hvað hún nefndi þessi verk. ★ Þessi tvö ár, sem ég var á Café Society, tóku ýmsir úr sam kvæmislífinu mig upp á arma sína. Þeir reyndu það að minnsta kosti. Ég kynntist mörgu ágætu fólki, en ég fékk auðvitað að kenna á leiðindaskjóum líka. Ég öðlaðist frægð, og sá, sem verður frægur, má vara sig. Þegar ég var þrettán ára var ég verulega slæm um skeið. En ég ákvað einn dag, að gera ekki neitt og segja ekki neitt, sem mér væri ekki alvara með. Ekki einu sinni „Þökk fyrir, herra,“ eða „Gerið svo vel, frú.“ Sá einn, sem er fátækur og svartur veit, hve oft maður fær á baukinn fyrir að reyna að gera jafn einfaldan hlut. En ég gafst aldrei upp. Og ég reyndi það jafnt í mínu eigin um hverfi, Harlem, og annarsstaðar. Eg komst að því, að minna. er um gervimennsku í Harlem, en meðal fína fólksins. Það er mesti munurinn. Uppfrá var allt nefnt sínum réttu nöfnum, en niðurfrá var allt öðru máli að gegna. Eg átti altaf í erfiðleikum með að tala undir rós, og það kom oft fyrir, að mér fataðist svo að minkar og fjaðrahattar ruku svo upp, að engum hefði getað dott- 'ið í hug, að nokkuð fyrirbrigði ætti sitt nafn. „Hvað skyldi fólk hugsa?“ er — Ég erfi aldrei smámuni. Eigum við ekki að sættast? w a r i / u ó ....og nú kveðjum við ykkur frá Ferðadýragarðinum . . Gleym ið ekki að koma og skoða nýju bjarndýrshúnana okkar, Binna og Baby Joll. . komið með fjöl- skylduna á sunnudaginn.. Verið þið sæl! — Heldur þú að þetta geti verið húnarnir okkar Markús? — Ég veit það ekki, en ég ætla vissuleea að athuga það! fyrsta boðorðið hjá þessum mann eskjum. Mér hefur alla tíð vei ið nákvæmlega sama, en ég hafði gaman af að sjá, hvernig þetta fór fram, og hverjar afleiðing- arnar urðu fyrir viðkomandi. Til dæmis má nefna stúlku, sem ég hitti fyrst í Café Society. Eg ætla að kalla hana Brendu. Hún var allra laglegasta stúlka og á svipuðum aldri og ég. Hún bjó við Fimmtu breiðgötu I stórri íbúð, fullri af peningum. Fjölskylda hennar átti einhvern hlut í pappírsiðnaðinum. Henni græddust peningar nótt sem nýt- an dag. Hún kom inn kvöld eftir kvöld. Hún virtist dá söng minn tak- markalaust og beið eftir mér, þangað til ég var búin. Eg var ekki blind, ég hafði ekki verið á Velferðareyju til einskis. Ekki leið á löngu, þangað til ég komst að hvað ég var þessari stúlku. Það varð óþægilegt, en ég vor- kenndi henni líka. Auk þess gat ég ekki sagt henni, að ég væri veik, og mæta síðan á þrem sýn- ingurn á kvöldi. Eg vann á opin- berum stað. Eg gat ekki heldur nötað dyravörðinn fyrir þjón, og látið hann segja henni, að ég væri ekki heima. Þá fór hún að kaupa gjafir og senda mér, síðbuxur og jakka, föt, sem voru sniðin eins og á karlmann og með öllu þar til heyrandi. ^ Þetta var hreinasta vitfirring. Ýmislegt mátti segja um mig, en mér geðjast ekki að stúlkum á þennan hátt. Enginn reikningur hjá Abercrombie & Fitch getur breytt því. Önnur okkar var einkaerfingi mikilla auðæfa og átti heima á aitltvarpiö Föstudagur 1. september. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar.. —• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna**: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir) 18:30 Tónleikar: t>jóðlög frá ýmsum löndum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 „Gosbrunnar Hómaborgar'*, sin- fónískt ljóð eftir Respighi (NBC- sinfóníuhljómsveitin í New York leikur; Arturo Toscanini stjórn- ar). 20:15 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:45 Einsöngur: Kenny Baker syngur lög úr bandarískum söngleikjum 21:00 Upplestur: Þorsteinn Gunnars- son les ljóð eftir Hannes Sigfús son. 21:10 Tónleikar: Tilbrigði I As-dúr op. 35 eftir Schubert (Paul Badura- Skoda og Jörg Demui leika fjór hent á píanó). 21:30 TJtvarpssagan: .Gyðjan og uxinn* eftir Kristmann Guðmundsson; VI.. (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn** eftir Arthur Omre; III. (Ingólfur Krist jánsson rithöfundur flytur). 22:30 Islenzkir dægurlagasöngvarar: A1 freð Clausen syngur. 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 2. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar.. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 í umferðinni (Gestur Þorgríms- son) 14:40 Laugardagslögin. — (Fréttir kl. 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur bama og ungl- inga (Jón Pálsson). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 19:30 Fréttir 20:00 Tónleikar: Forleikur að óperr nnl „Parsifal" eftir Wagner (NBC- sinfóníuhljómsveitin í New York leikur; Arturo Toscanini stj.). 20:20 Upplestur: „Addisabeba", smá- saga eftir Jökul Jakobsson (Gísli Halldórsson leikari). 20:45 Laugardagstónleikar: a) Licia Albanese syngur ítölsk lög. b) Hornakonsert nr. 2 í Es-dúr (K417) eftir Mozart (Dennis Brain og hljómsveitin Phil- harmonia í Lundúnum leika. Stjórnandi: Herbert von Kar- ajan). 21:20 Leikrit: „Róðraferð á Signu'* eft ir Morvan Lebesque, 1 þýðingu Hjartar Halldórssonar. — Leik- stjóri: Indriði Waage. 22:00 Fréttir og veðurfregnir 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.