Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 1. sept. 1961 Víkingsstúlkurnar unnu 5 af 12 leikjum á Norðurlöndum VÍKINGSSTÚLKURNAR, sem verið hafa á keppnisferð um Norðurlönd, hafa nú lokið kapp- leikum sinum og eru á heim- leið með Heklu. Þær láta vel yfir dvölinni og eru hinar hressustu, segir í bréfi frá Árna Amasyni. Þær hafa alls leikið tólf Ieiki. Þar af hafa þær unnið 5, einn varð jafn- tefli, en 6 leikum töpuðu þær. Árangurinn er mjög góður, því Víkingsstúlkurnar eru ungar en mættu sterkum liðum. ★ GÓÐ LI® Árangur íslenzka kvenna Iandsliðsins á Norðurlanda- mótunum, einkum síðast, er islenzka liðið varð nr. Z, hafa gert ísland frægt í röð- um handknattleiksfólks. — 2,25 í hástökki HEIMSMEISTARAMÓT háskólaborgara í frjálsum ;íþróttum stendur nú yfir í Soffía. Á þessu móti í gær setti Rússinn Valerij Bru-j mel nýtt heimsmet í há- stökki, stökk 2.25 metra. Brumel stökk þessa hæðj í þriðju tilraun sinni. Bandaríkjamaðurinn j Thomas á hið staðfestal heimsmet, 2.23 m, en Bru-j mel hefur áður stokkiðj 2,24 m og bíður sá árang-j ur staðfestingar — og núf þessi. Þessu fengu Víkingsstúlkurn- ar að kenna á i ferðinni, seg- ir Árni. Við höfðum gefið þær upplýsingar út, að Vík- ingur hefði með sitt kvenna lið verið í tvísýnum úrslita' leik fslandsmótsins í kvcnna handknattleik. — Af þessu leiddi að liðin sem við mætt- um tefldu öll fram sínu sterk asta liði og engan leik lékum við þar sem ekki voru tvær eða fleiri landsliðsstúlkur með. — ★ LEIKIRNIR Sagt hefur verið frá leikum í Bergen og Ósló. En næst léku Víkingsstúlkurnar í Sörsko- bygda í Noregi. Fór leikurinn fram eftir mjög erfiða ferð Vík- ingsstúlkna með lest allan dag- inn. Og þær voru ekki svipur hjá sjón í leiknum, og töpuðu 4:14. Næst var leikið i Hamar og vann Víkingur létt, 8 gegn 2. Næsti leikur var æfingaleikur norska landsliðsins. Hinar ungu Víkingsdömur höfðu lítið úthald móti þeim reyndu stúlkum og töpuðu 8 gegn 0. Það sem at- hyglisverðast var að í hálfleik stóð 1:0. En í hálfleiksbyrjun síðari meiddist Guðrún Jóhanns dóttir og það hafði veruleg áhrif í vörninni. Síðan var haldið til Gauta- borgar og tekið þátt í tvöfaldri hraðkeppni. Fyrst lék Víkingur gegn Sport (en þær eiga fimm landsliðsstúlkur og tefldu þrem- Ársþing ÍSÍ um helgina ÁRSÞING íþróttasambands fs- lands verður háð að Bifröst í Borgarfirði um helgina. Fulltrú- ar og aðrir gestir, sem sitja þing- ið eru beðnir að mæta á skrif- stofu ÍSÍ að Grundarstíg 2A kl. Enska knattspyrnan FYRRI hluta vikunnar fóru all- margir leikir fram í ensku deild- ar keppninni og urðu úrslit þeirra þessi: 1. deild Blacbu n — Blackpool .......... 1:1 Sheffield U. — Cardriff ....... 1:0 West Ham — Tottenham .......... 2:1 Wolverhampton — Aston Villa .... 2:2 Arsenal — Leicester .......... 4:4 Ipswich — Burnley ............ 6:2 Birmingham — N. Forrest ....... 1:1 Bolton — Sheffield W .......... 4:2 Chelsea — Manchester U........ 2:0 Everton — W.B.A............... 3:1 Manchester City — Fulham ...... 2:1 2- deild Bristol Rovers — Bury ......... 0:1 Stoke — Charlton .............. 4:0 Scunthorpe — Norwich .......... 2:0 Swansea — Preston ............. 1:2 Walsall — Newcastle ........... 1:0 Leeds — Brighton .............. 1:1 Luton — Derby ................. 4:2 Middlesbrough — Rotherham ..... 5:1 Plymouth — Huddersfield ....... 4:2 Souhampton — Leyton Orient .... 1:2 Sunderland — Liverpool ..... 1:4 Staðan er nú þessi: 1. deild (efsfcu og neðslu liðin) Manchester City 4 4 0 0 13:7 8 Sheffield W. 4 3 0 1 13:7 6 N. Forest 4 2 2 0 7:4 6 Fulham 4 1 0 3 7:9 2 W.B.A. 4 1 0 3 3:6 2 Blackbum 4 0 2 2 3:9 2 2. deild (efstu og neðstu liðin Liverpool 4 4 0 0 14:1 8 Luton 4 3 0 1 11:5 6 Walsall 4 3 0 1 8:4 6 Charlton 4 0 2 2 4:9 2 Sunderland 4 1 0 3 5:12 2 Bristol Rovers 4 0 0 4 0:9 0 f 3. deild hafa Peterborough óg Chrystal Palace unnið alla leikina. í skozku bikarkeppninni léku Dundee og Glasgow Rangers og endaði leikurinn með jafntefli 1:1. Stúlkur óskast strax í frakka og buxnasaum fyrir hrað- saumastofu. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Heimavinna — 5991“. ur fram núna). Víkingur vann 4 gegn 1. Þá var leikið við GKIK og varð jafntefli, 2:2. - GKIK vann Sport 4:2. Kvöldið eftir var síðari um- ferðin. Þá vann Víkingur GKIK með 4:3 (1:3 í hálfleik, og Vík- ingur vann Sport með 5:2. - Sport vann nú GKIK með 4:1. Úrslit hraðkeppninnar urðu því þau að Víkingur hlaut 7 stig af 8 mögulegum, GKIK og Sport 2. Var leik Víkingsstúlkn- anna vel hrósað í blöðum Gauta borgar. 1 Danmörku lék liðið tvo leiki og nú urðu viðrigði mikil, því leikið var innanhúss. Fyrst tapaði Víkingur fyrir 1. deildar- liðinu Gentofte með 8:5 og síð- an fyrir KSG, sem er nr. 3 í 1. deild með 12:4. Og nú halda Víkingsstúlkurn- ar glaðar heim, reynslu ríkari. Spenningur um pressuleikinn Á SUNNUDAGINN er svokallað- ur „pressuleikur" í knattspyrnu. Leikurinn er einn aðalþátturinn í undirbúningi fyrir landsleik ís- lands og Englands, sem fram fer í London 16. sept. n.k. Bæði liðin til leiksins á sunnudaginn hafa verið valin og voru þau tilkynnt í gær. í dag voru varamenn vald ir sameiginlega fyrir bæði lið og eru það þessir: Heimir Guðjóns- son KR, Kristinn Gunnlaugsson ÍA, Jón Leósson ÍA, Guðmundur Óskarsson Fram og Sveinn Jóns- son KR. Leikurinn verður kl. 5 á sunnu daginn á Laugardalsvelli. Mikill spenningur er um þenn- an leik og lízt mönnum helzt svo á að þarna verði um jafnan og tvísýnan leik að ræða, sem ætti að geta orðið góður ef liðin ná saman. Ýmsum finnst að bið sé orðin of löng á því að hinir betri knatt- spyrnumenn okkar fái útrás fyrir getu sina og krafta. Að undan- förnu hefur verið óskiljanleg lægð í leikjatöflu þeirra. Það er eins og yfirvöld knattspyrnunn- ar vilji skipta ökkar stutta sumri í tvö — með ægilegum og yfir- þreytandi köflum fyrst Og síðast en á milli hvíld og leikur, utan- ferðir og afslöppun. Flestum leik ur grunur á að síðari lotan beri þá keim þreytu Og slæms undir- búnings eftir svo langa og næst- um algera hvíld frá keppni. Það er aðeins Vísir sem hald- ið hefur þeirri rödd uppi að und- irbúningur allur fyrir landsleik- inn sé eins og bezt verður á kosið fylgzt sé með öllum landsliðs- mönnum, skipulegar æfingar ,,séu undirbúnar, æfingaleikir og pressuleikir ásamt öðru nauðsyn- legu“. „Allt er í fullum gangi varð- andi undirbúning fararstjórnar- innar“, segir blaðið. Ein æfing mun hafa verið síð an þessi grein var birt en hún er vikugömul í dag. En þó Vísir í ofangreindri grein telji allt vera í lagi og telji pressuleik veiga- mikinn þátt í undirbúningi lands- liðsins, segir blaðið þó í gær, að pressuleikir séu til einskis nýt- ir eins og þeir eru nú haldnir. En þrátt fyrir alla þessa ringul- reið skulum við vona að pressu- leikurinn á sunnudag gefi góða raun og verði liður í „góðum undirbúningi" fyrir landsleikinn. A. St. Sveinameistara- mót Rvíkur í „frjálsuni46 Sveinameistaramót Reykjavík- ur í frjálsum íþróttum fer fram í kvöld. Hefst mótið kl. 18,30 með stangarstökki en keppni í öðrum greinum kl. 7. Keppt verður í 60 m, 300 m, 600 m. hlaupum, 80 m. gr. hl., 4x100 m. boðhlaupi, kúluvarpi, kringlukasti, sleggju- kasti, langstökki og hástökki. i Ekkert rusl ÞAÐ er aS vísu verið að taka til, þegar þessi mynd er takin. En það er ekkert rusl sem Sig urgeir Guðmannsson fram- kvæmdastjóri ÍBR er með. — Þetta eru nokkrir af helztu og virðulegustu verðlaunagrip- um sem keppt er um í íþrótt- um í dag og voru þeir fengnir að Iáni á deild ÍBR á Reykja- víkurkynningunni. Og það er framkvæmdastjór inn sjálfur sem tekur til í svona deild. Og því má sjálf- sagt slá föstu, að aldrei hafi jafn margir framkvæmdastjór ar og aðrir yfirmenn unnið að tiltekt og hirðingu og í gær á Reykjavíkurkynningunni. — Ljósm. Mbl. KM Molar Nottingham Forest hefur ráðið til sjn bezta miðherja Ástralíu- manna. Heitir sá John Natkins. Telur félagsstjórnin að með þess ari ráðningu hafi verið leyst vandræði félagsins með mið- herja. Ákveðin hefur verið næsta landskeppni i frjálsum íþróttum milli Bandaríkjamanna og Rússa. Verður hún í Palo Alto í Kaliforníu 1962 Bridge BRIDGESAMBANDI Islands hef ir borizt boð um að senda tvær karlasveitir og eina kvennasveit á Norðurlandameistaramót, sem fram fer 12.—16. júní 1962 í Kaupmannahöfn. Ekki hefir enn verið ákveðið, hvort sveitir verða sendar á mót þetta, en frestur til að tilkynna þátttöku er til 1. október n.k. Nú á næstunni mun Bridge- samband íslands senda sveit héð an úr Reykjavík til keppni á ýmsum stöðum úti á landi. Reiknað er með, að sveitin keppi á Akureyri, Húsavík, Dal- vík, Reykholti og ef til vill fleiri stöðum. Er þetta skemmtileg nýjung og ætti að geta glætt áhuga bridgefólks á viðkomandi stöðum. Sveitin hefir enn ekki verið skipuð, en leitazt mun verða eftir, að væntanlegir kepp endur spili ólíkust sagn- kerfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.