Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 1
20 síður 197. tbl. — Laugardagur 2. september 1961 Prentsmiðja Morg’tnblaðsina KREML Kjarnorku- sprengja í M-Asíu Washington, 1. sept. (NTB) TILKYNNT varí Washington í kvöld að Sovétríkin hafi sprengt kjarnorkusprengju í gufu hvolfinu í nánd við borg- ina Semipalatinsk í Mið- Asíu. Sprengjan var af millistærð, sprengiorkan nokkur kílótonn. Andrew Hatcher aðstoð- arblaðafulltrúi Kennedys forseta skýrði fréttamönn um í Washington frá sprengjunni kl. 8 í kvöld. Sagði hann að þótt sprengjan hafi aðeins ver- ið af millistærð, hefði hún þó verið öflugri en snrengja sú, sem Banda- ríkjamenn vörpuðu á Hiroshima 1945. Borgin Semipalatinsk er í útjaðri Kazakstanhér- aðs skammt frá landa- mærum Ytri Mongólíu, og er þetta í fyrsta sinn sem minnst er á kjarnorkutil- raunir á þessu svæði. Kjarnorkusprengja Batnandi horfur í Brasilíu Rio de Janeiro, Brasilíu, 1. sept. — (Reuter) í DAG voru batnandi horfur á því að takast mundi að leysa stjórnmáladeilurnar í Brasilíu á friðsamlegan hátt, og hafa nú leiðtogar hersins sent fulltrúa til Montevideo í Uruguay til viðræðna við Joao Goulart varaforseta. Á fulltrúi hersins að ræða við Goulart um skilyrði þau er herinn setur fyrir því að samþykkja að hann taki við Beigradráðstefnan hdfst í gær Fulltrúar hvattir til sameinaðs átaks til oð tryggja frið i heiminum 1 DAG hófst f Belgrad ráð- stefna fulltrúa 24 ríkja, sem ekki eru aðilar að stórvelda- bandalögum, en í ríkjum þessum búa 730 milljónir. Á fundinum í dag var skor- að á stórveldin að binda endi á kalda stríðið og draga úr spennunni milli austurs og vesturs til að fyrirbyggja að atvik eins og Berlínarmál- ið leiði til alheims hörm- unga. Josip Tito, forseti Júgó- slavíu, setti ráðstefnuna og varaði við því að kalda stríð- ið væri nú komið á það stig, að það gæti valdið mestu hörmungum sögunnar. — Hvatti hann ríki þau, sem fulltrúa eiga á Belgradráð- stefnunni, til sameinaðs átaks, helzt á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna, til að koma í veg fyrir styrjöld. Nasser, forseti Arabíska sam- bandslýðveldisins, fordæmdi yf- irlýsingu Rússa um að þeir ætl- Framhald á bls. 19. forsetaembættinu í Brasilíu. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að Goulart hafi sam- þykkt að bíða í Montevideo þar til viðræður hafa farið fram. Ráðherrar þeir, sem fara með mál hers, flughers og flota, og hafa staðið gegn valdatöku Goularts, áttu í gærkvöldi fund með fylkisstjórum sjö héraða í Brasilíu. Á fundinum kom í ljós SÍÐUSTU FRÉTTIR Forseti öldungadeildar Brasil- íuþings tilkynnti í kvöld, að Goulart tæki við forsetaemb- ættinu nk. mánudag. 4-----------------------4 vaxandi stuðningur við nýja stjórnarskrá, sem mjög dregur úr völdum forseta. Völd þau, er tekin yrðu af forseta sam- kvæmt nýju stjórnarskránni, er ætlunin að fela ráðherranefnd, Flug- slys Chicago, 1. sept. (NTB). BANDARÍSK farþegaílugvél hrapaði í dag brennandi til jarðar skammt frá Chicago og fórust með henni 78 manns. Flugvélin var af Constellation gerð, eign TWA flugfélagsins og var nýlögð af stað frá Chicago á leið til Los Angeles. Sjónarvottar segja að sprenging hafi orðið í vélinni á flugi er hún var komin um °0 kílómetra frá flugvellinum í Chicago. sem væri ábjrrg gagnvart þing- inu. Hafa ráðherrarnir þegar lýst því yfir að þeir muni afturkalla mótmæli sín gegn Goulart ef völd hans sem forseta verði nægilega takmörkuð, og stjórn- arskránni breytt þannig að úti- lokað sé fyrir Goulart að taka sér einræðisvöld. Báðar deildir Brasilíuþings komu saman í dag í Brasilíu, hinni nýju höfuðborg landsins, til að ræða hugsanlegar breyt- ingar á stjórnarskránni. 1 höf- uðborginni er það haft eftir Goulart að hann muni ekki sam þykkja neina skerðingu á for- setavöldunum. — Og flokkur Goularts, Verkamannaflokkur- inn, hefur krafizt þess að vænt- anlegar breytingar á stjórnar- skránni verði bornar undir þjóðaratkvæði. Miklar her - flota og flug- æfingar Moskva, 1. sept. (NTB-Reuter) í DAG tilkynnti rúss- neska fréttastofan Tass að norðurflotinn rússneski og sveitir frá her og flug- her hefðu ákveðið að halda umfangsmiklar æf- ingar á Barentshafi og Karahafi í september og október. Sagt er í tilkynningunni að reynd verði ýms ný- tízku vopn við æfingarnar og að hermálaráðuneyti Sovétríkjanna taki ekki á sig neina bótaskyldu varð- andi hugsanleg tjón á er- Iendum skipum á æfinga- svæðinu. Æfingasvæðið hefur verið lýst hættusvæði frá 1. september til 19. nóvember. — Tilkynnt var í Osló í dag, að ekki hefði enn sem komið er fundizt neitt er benti til þess að tæknilegir gallar hefðu valdið því er brezka flugvélin Vickers Vik ing fórst í Noregi 9. ágúst með 34 skóladrengjum, Rússnesk skip við Langanes Liggja í vari skammt trá radarstöð varnarliðsins — Málið kannað Morgunblaðið fregnaði í gær að fimm eða sex rússnesk skip lægju „í vari“ í Finna- firði við Langanes, nánar til- tekið í Gunnólfsvík, eigi all- langt frá radarstöð varnarliðs- ins á Heiðarfjalli við Langa- nes. Varðskip mun hafa kom- ið að skipum þessum, og munu varðskipsmenn hafa farið um borð til að kanna bilanir, ef einhverjar væru, en ekki tókst að fá fréttir af niðurstöðum í gærkvöldi. Meðal rússnesku skipanna eru bæði togarar og dráttarskip. Varðskip og gæzluflugvélin Rán hafa að undanförnu haft gætur á ferðum rússneskra skipa við landið, en skip þessi virðast einkar lagin við að leggjast „í var“ þar sem rad- arstöðvar eru skammt undan. Búast má við nánari frétt- um af skipum þessum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.