Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 2. sept. 1961 Rússnesk skip í Veiðileysufirði ísafirði, 1. sept. VÉLBÁTURINN Mímir frá Hnífs dal fór í gaermorgun með fólk úr Hnífsdal í berjamó í Veiði- leysufjörð í Jökulfjörðum. Er bát urinn var kominn í Veiðileysu- fjörð urðu skipverjar varir við óíkunnugt skip, er lá innarlega á firðinum. Er þeir komu nær, sáu þeir að þarna var um rúss- neskt síldveiðiskip að ræða, ca. 300 tonn að stærð. Var það með rússneska fána uppi og voru skipverjar við vinnu á þilfari. Nokkru eftir að Mímir kom í Veiðileysufjörð, kom þangað ann- að rússneskt skip, svipað að stærð og hitt. Ekki varð berjafólkið vart við að Rússarnir færu í land, en allan daginn heyrðust hamarshögg frá skipunum og virt ust Rússarnir vera að dytta að tunnum og laga til segl á skip- unum . Þegar berjafólkið fór heimleið- is í gærkvöldi, sigldi Mimir fram með rússnesku skipunum. Voru þá skipverjar þeirra hættir vinnu. Veifaði berjafólkið til Rússanna, sem lágu fram á lunn- inguna á skipum sínum og veif- uðu þeir á móti. — A.K.S. ★ Vegna þessarar fréttar skal það tekið fram, að erlendum skipum er óheimilt að hagræða afla eða veiðarfærum innan hinnar eig- Brnni n Brnnnnkri UTLU munaði, að stórtjón yrði í gærmorgun, þegar eld- ur kom upp í trésmíðaverk- stæði Snæbjamar G. Jóns- sonar á Brunnakri á Seltjam- arnesi, en vegna ötullar fram göngu slökkviliðsins í Reykja- vík tókst að hefta eldinn og slökkva. Eldurinn kom upp um sjö- leytið um morguninn á neðri hæð hússins á Brunnakri, en þar er geymsla og verkstæði. Eldurinn kviknaði í spóna- geymslu og varð allmagnaður á skömmum tíma. Var hann að komast fram í verkstæðið, þegar brunaverðir komu að. Tókst þeim að slökkva eldinn á rúmri klukkustund. Talsvert skemmdist af smíðaefni og nokkuð af hálf- og fullunnum smíðum. Ekki er enn vitað um eldsupptök. Skákin S V A R T : Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCjJEFGH 'WÆ Wfo. lip jjgp ABCDEFGH H V í T T : Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði Siglfirðingar leika R — h 3 inlegu landheigi, þ.e. nnan 3 mílna markanna, en óljóst er hins vegar um heimild þeirra milli 3 og 12 mílna markanna. Hins veg- ar er skipum heimilt að sigla í landvar til þess að dytta þar að þeim vegna öryggis þeirra. Nú eru allir Jökulfirðirnir innan land helginnar og skipum því ekki heimilt að dytta þar að tunnum eða hagræða seglum. Skemmdarverk á Akranesi AKRANESI, 1. sept. — Hefur verið framið skemmdarverk á báti hér í höfninni, eða hvað? Svo er mál með vexti að klukk- an 10 á þriðjudag»morgun veitti hafnarvörður því athygli að mb. Reynir, sem lá í bátakvínni, áttimdi í röðinni, sýndist í- skyggilega siginn. Þegar skips- menn komu til, náði sjórinn í bátnum upp á miðja véL — Klukkan sex á mánudagskvöld var ekki deigur dropi sjáanleg- ur í bátnum og að jafnaði hef- ur hann lekið eina fötu yfir vikuna. Vélstjórinn er ástund- unarsamur, reyndur og lærður vel. Sagt er að botnkraninn hafi sprungið. Getur hann sprung ið svona átakalaust í bát liggj- andi við bryggjuna? — Oddur. Launauppbætur á aukavinnu ÚT af blaðaummælum þess efnis, að ríkisstarfsmönnum verði eigi greidd launauppbót á yfirvinnu vill ráðuneytið taka fram, að undanfarið hefir verið í athugun, á hverjar greiðslur, auk fastra launa, 13,8% kaupupp bótin ætti að koma. Er hér um að ræða ýmis konar greiðslur, svo sem fyrir yfirvinnu, nætur- og helgidagavinnu, svonefnda umsamda aukavinnu, nefnda- störf og önnur þvílík aukastörf. í>ótt athugun á þessu sé enn ekki lokið, hefir þegar verið ákveðið að kaupuppbótin verði greidd frá 1. júlí s.l. á yfirvinnu, nætur- og helgidagavinnu, og verður hún greidd á næstu dög- um, um leið og útreikningi er lokið. Öllu stolið nema grind bílsins FYRIR nokkrum dögum voru bandarískir varnarliðsmenn á skemmtiferðalagi fyrir austan fjall, þegar bifreið þeirra bil- aði, og var hún skilin eftir í Hveragerði. Eitthvað dróst það hjá Bandaríkjamönnunum að 700 í gœr ÞAÐ er orðið daglegt brauð að 500—700 manns fari um Reykja- vikurflugvöll á leið til eða frá útlöndum á einum degi. 1 gær fóru um 700 farþegar um völl- inn í millilandafluginu. Þrjár Loftleiðavélar komu frá New York í gærmorgun með sam- tals 230 farþega og héldu áfram eftir skamma viðdvöl, tvær til Luxemborgar og ein til Ósló, Kaupmannahafnar og Hamborg- ar. Tvær Flugfélagsvélar fóru utan, önnur til Glasgow og Kaupmannahafnar, hin til Lon- don. Flugfélagsvélarnar komu síðan heim £ gærkvöldi frá sömu stöðum og þrjár Loftleiðavélar voru hér einnig í gærkvöldi á leið til New York með samtals 245 farþega. Tvær vélanna komu frá Luxemborg, ein frá Ósló og StafangrL i /' NA /5 hnúfar [ ^ SV50hnúfar X Snjákomo t C/Si .**»- V7 Shírir K Þrumur 'W5S, KuUooki! Hifasii'i H Hmt L* Ltoqi FYRIR sunnan ísland er há- þrýstisvæði, en grunn lægð yfir V-Grænlandi. Veður er því með hlýrra móti hér á landi og fagurt og blítt veður norðanlands og austan, en sól- arlaust vestanlands. Veðurspáin kl. 10 I gærkvöldi: SV-land til Norðurlands og miðin: SV-gola, skýjað og sumsstaðar dálitil úðarigning. NA-land til SA-lands, mið- in og austurdjúp: Hæðviðri, víðast léttskýjað. vitja fararskjóta síns, en þegar af því varð var aðkoman held- ur ömurleg, því að lítið var eft- ir af upphaflegri dýrð vagnsins — búið að stela næstum öllu, sem stolið varð, nema grind- inni. Höfðu nokkrir strákar lagzt eins og hræfuglar á bif- reiðina og voru komnir lang- leiðina með að rífa hana. Út- varpið var horfið, sömuleiðis raf geymir, flauta, blöndungur, sæti, rafall, rafkveikjur, hjól- barðar, tjakkur, allir krómlist- ar, sólskyggni, öll ljósker að aftan og framan o. fl. o. fl. — Meira að segja höfðu skráning- armerkin verið hirt — senni- lega til minja um unnið afrek. Lögreglunni á Selfossi hefur nú tekizt að hafa upp á strák- unum, sem eru fimm að tölu og allir innan við tvítugt. Þeir eru allir úr Árnessýslu. —. Mestur hluti þýfisins hefur þegar kom- izt til skila, en rannsókn máls- ins er ekki að fullu lokið. 1 fyrradag lauk sjóprófum á SeyðisfirSi vegna áreksturs Seleyjar og irorska bátsins Sjövik 1. Ekkert kom þar fram, sem ekki hefur áður verið skýrt frá í blaðinu.k Mynd þessa tók L. HaraldssonZi af norsku skipverjunum, er þeir komu með Seley inn til Seyðisfjarðar, en þeir kom- ust á gúmmíbátum frá borði er skip þeirra sökk. Skipstjór- inn er þriðji frá vinstri. Ufsa landað á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 1. sept. — í dag losaði hér ms. Snæfell 44 lestir af ufsa og Sigurður Bjarnason 15 lestir. Af þessum afla fóru 30 lest ir í Guðmund Péturs frá Bolung- arvík, sem siglir og selur ytra,' Hitt fór til vinnslu í frystihúsi. Bæði skipin fóru út á veiðar aft ur að lokinni losun. Fyrr í vikunni hafði Sigurður Bjarnason landað hér 18 lestum af ufsa til frystihúss Síldarverk- smiðja ríkisins. í dag er hér sunnan kaldi og gott veður — en þó rigningar- skúrir. — Guðjón. 8B——WPWWWg—i—BiWtgW ' Ferð til Ítalíu NÝLOKIÐ er hópferð Ferðafé- lagsins Útsýn um Mið-Evrópu. Farið var utan með m.s. Gull- fossi og ferðast með bifreið um Danmörk, Þýzkaland, Sviss og Frakkland en komið heim með flugvél frá París. Síðasta ferð Útsýnar í sumar hefst 8. sept. n.k. 22 daga ferð til ítalíu og Blástrandar Frakklands. Ferðast verður með flugvél Flugfélags fslands til London og stanzað þar einn dag, en næsta dag verður flogið til Milano. Ferð azt verður um Ítalíu í nýjum lang ferðavagni, en í Feneyjum verða farþegarnir ferjaðir fram og aftur í gondólum. Frá Feneyjum verS- ur farið um Ravenna til listaborg arinnar Firenze og síðan til Róm ar, þar sem gist verður 5 nætur. Þaðan verður haldið suður á ítal- íu til Napoli, Amafli og SorrentO og siglt út til Capri. Á norðurleið verður stanzað I hinum vinsæla baðstað Viareggio komið til Pisa til að sjá skakka turninn, gist í Genua og að lok- um ekið eftir hinni ítölsku og frönsku Rivieru, um San Remo, Monte Carlo til Nissa, sem er síðasti áfangastaður í ferðinni, en þaðan verður flogið heim að kvöldi 29. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.