Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 3
■Laugardagur 2. sepi. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 3 i imfi >iHi ■'"wififtfrt'ln i Yngstu bðrnin í elzta skólanum FRÉTTAMAIí>JR og ljós- myndari Mbl. brugðu sér í gær í stutta heiinsókn í elzta 20 ára skólaganga að hefjast. barnaskóla bæjarins til að sjá yngstu nemendurna byrja þar skólagöngu sína. Það er merki legri dagur en margur hygg- ur, fyrsti dagur skólagöng- unnar — sem hjá sumum þess ara barna mun standa a. m. k. næstu 20 árin, ef svo verður áfram sem nú tíðkast. En burt séð frá eftirvæntingunni, sem mest var áberandi í svip barnanna, virtust þau flest — ef ekki öll — „leggja á bratt- ann“ glöð í bragði. Enginm grenjaði, allir voru stilltir og prúðir, allir byrjendurnir a. m. k. Þegar við komum að Mið- bæjarskólanum leit meira að segja helzt út fyrir að fleiri vildu komast að en okkar annálaða fræðslulöggjöf gerir ráð fyrir. Við rákumst sem sé á tvær litlar telpur, sem hlupu um fyrir utan skólaportið með skólatöskur dinglandi á bak- inu. Þær sögðust heita Her- dís og Rósa og virtust vera þess albúnar að setjast á bekk inn og byrja að þylja, en . . “ Bunki af Andrés-blöðum — Eruð þið að byrja í skól- anum? -— Nei, sögðu báðar í kór. Og önnur bætti við: — Eg er bara fimm ára. Hin sagðist ekki vera orðin nógu gömul heldur. — En hvað eruð þið þá að gera með skólatöskur? — Við erum bara að leika okkur, var svarið. Svo sagði önnur, svona til að forða mis- skilningi: — Hún á báðar. Úr því að upplýst var, að þær vinkonurnar losnuðu al- veg við að lestrarkunnáttan yrði prófuð innan dyra, Herdís og Rósa: — „Bróðir minn á bunka af Andrésblöðum". Kennarlnn spyr ákváðum við að hafa smápróf þarna á stéttinni: — Kunnið þið að lesa? — N-ei. — En þekkið þið þá staf- ina, í það minnsta ykkar stafi? — J-a-á. Aðalpröfinu var lokið. Eink unnagjöf var frestað. Fyrir forvitni sakir spurðum við þó að lokum: — „Lesið“ þið ekki Andrés Önd? Og þá stóð ekki á svörun- um: — Jú, jú. Og til frekari áherzlu bætti Herdís við: — Og bróðir minn á bunka af Andrés-blöðum. Þeim vin- konunum var því vel borgið. og fannst allt í lagi, þótt skólabækurnar biðu svolítið. Inni í skólanum stóðu börn- in í röðum við nokkrar stof- urnar á neðstu hæðinni, flest með mæðrum sínum. Aðal- lega var skipt í tvo hópa: Þau sem tóku ,,inntökupróf“ í vor, „Liðskönnun" i fullum gangi: ,Hvað heitir nú þú?“ (Ljósm. Mbl.: K. M.) — og hin, sem nú varð að byrja með að rekja úr garn- irnar. Við hittum skólastjórann, Pálma Jósefsson, og sagði hann að í 7 ára bekki skólans mundu nú setjast um 100 börn, svipaður fjöldi og síðustu tvö árin. Fyrsta veturinn er bara kenndur lestur, skrift, leikfimi og söngur. Ljóshærður og burstaklippt ur strákur, sem aðspurður sagðist heita Hallvarður, stóð mannalegur úti við glugga. Við spurðum, hvort hann ætl- aði ekki að vera duglegur að læra. — Eg ætla að vera hæstur, ef ég get, sagði hann. Vonandi tekst honum það. 1 lestrarprófi Eldraun litlu barnanna var auðvitað „inntökuprófið". Það var í því fólgið, að kennarinn gekk úr skugga um, hvort þau þekktu stafina, gætu kveð ið að eða væru læs. Margrét Lilja, sem við feng- um að fara inn með, stóð sig eins og hetja. — Hvaða stafur er þetta? spurði kennarinn, Ingibjörg Erlendsdóttir, og benti niður á prófblaðið. — L. — Og þetta? — R. — Og þetta? — H . . . . Það var bara einu sinni, sem Margrét hvíslaði lágt, eftir svo litla umhugsun: — Eg veit það ekki. Og kannske var það bara bannsettum blaðaköllunum að kenna, að hún gat ekki munað hann í svipinn. Svona gekk það koll af kolli. ! ! ! Hvað eru þeir að skrifa? Framhald á bls. 19. J STAKSTEIM Njósnir R-'tssa Allt bendir til þess, að kafbátur sá, sem vart varð út af Stokks- nesi við Hornafjörð s.l. mánu- dag, hafi verið rússneskur. VitaS er, að engir NATO-kafbátar voru á þessum slóðum. Hins vegar er það alkunna, að Rússar hafa iðu- lega sent dulbúin njósnaskip upp að ströndum íslands og hafa þau verið sérstaklega nærgöngul við stöðvar varnarliðsins. Atburðurinn við Stokksnes sýn ir, að rússneskir kafbátar eru hér hreinlega uppi í landsteinum. Dragnótabáturinn Mímir frá Reykjavík var að veiðum aðeins 2 mílur út af Stokksnesi, þegar togkaðlar hans slitnuðu og hann missti vörpu sína. Það er auðséð, að rússneska flotanum þykir mikið við liggja að njósna um varnarstöðvar NATO hér á landL Yfirmenn hans senda kafbáta sína upp að fjörusteinum í ná- grenni radarstöðvanna. Þegar á þetta er litið, sýnir það eindæma hræsni þegar Rúss- ar o-g fylgifé þeirra hér á landi, íslenzku kommúnistarnir, láta sem allar njósnir séu eitur í bein um Sovétríkjanna. Bandalag Framsóknar og kommúnista Um allan hinn frjálsa heim, eykst skilningur almennings stöðugt á því, að kommúnistar vinna hvarvetna ötullega að því að grafa undan sjálfstæði og ör- yggi þjóðanna. Þeir ógna heims- friðnum og sitja um tækifæri til þess að fremja stöðugt ný ofbeld- isverk. Á sama tíma sem þetta er að gerast um allan heim, notar Fram sóknarflokkurinn á islandi tæki- færið tU þess að mynda náið bandalag við hinn alþjóðlega kommúnisma. Framsóknarmenn hjálpa flugumönnum kommún- ista innan verkalýðssamtakanna til þess að brjóta niður viðreisaar ráðstafanirnar í efnahagsmálum þjóðarinnar. Leiðtogar Framsóka arflokksins hjálpa kommúnistum til þess að fá uppáskriftir á Moskvuvíxilinn og veikja aðstöðu þjóðarinnar út á við. Tíminn er þannig skrifaður, að kommún- istar telja sér meira gagn að mál- flutningi hans heldur en sjálfs Þjóðviljans. Þetta er vissulega Ijót saga, sem sýnir mikla skammsýni og ábyrgðarleysi. Framsóknarflokkn um á áreiðanlega eftir að hefnast fyrir þetta atferli. Mikill fjöldi fólks innan flokksins fyrirlítur kommúnismann og sér og skilur þá hættu, sem íslenzku þjóðinni stafar af honum. „Bæði með og móti“ Alþýðublaðið kemst m. a. að orði á þessa leið í einni forystu grein sinni í gær: „Kunn saga segir frá merkis- manni, sem var samtímis odd- viti og formaður skólanefndar í sinum hrepp. Eitt sinn greiddi hann í skóla- nefnd atkv. með því að byggð skyldi íbúð fyrir skólastjóra. Þeg- ar málið kom fyrir hrepps- nefndina greiddi hann hins vegar atkvæði á móti, og gaf þá skýr- ingu að oddvitinn væri ekki skyld ugur að vita, hvað skólanefndar- formaðurinn hugsaði. Guðmundur Hjartarson á sæti í stjórn KRON. Sú stjórn sam- þykkir einróma að heimta af- nám verðlagseftirlit. Guðmundur á einnig sæti í verðlagsnefnd. Þar er hann hins vegar á móti því að afnema eftirlit á 2% innflutn- ingsins!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.