Morgunblaðið - 02.09.1961, Síða 8

Morgunblaðið - 02.09.1961, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugar'dagur 2. sept. 1961 I 1 4. bréf frá heimsmóti unglinga Tímahrak og afleikir gera Guðmundi gramt f 4. umferð tefldi ég með hvítu gegn Hollendingnum Zuidema. Tókst mér fljótlega að þrengja mjög að stöðu andstæðingsins. Vann ég peð og átti gjörunnið tafl, en lék illilega af mér í tímahraki og tapaði. Önnnur úrslit í A- flokki urðu, að Gheorhiu vann Gulbrandsen, Parma Pfleger og Calvo Westerinen, en Nagy gerði jafntefli við Thomson og Kinnmark við Kuindzhi. í 5. umferð tefldi ég gegn Rússanum Kuindzhi, sem ekki hafði gengið vel í úrslitunum fram að þessu. Fórnaði Rúss- inn snemma peði fyrir sókn, sem færði honum sigur. Önn- ur úrslit í A-flokki: Kinnmark vann Nagy og Parma Thom- son, en jafntefli varð hjá Gheorghiu og Pfleger, West- erinen og Gulbrandson og hjá Calvo og Zuidema. í 6. umferð tapaði ég fyrir Calvo, sem vann skákina fyr- irhafnarlítið. Önnur úrslit í A-flokki: Gheorghiu vann Thomson, Parma Kinnmark, Pfleger Westerinen, Zuidema Gulbrandsen og Kuindzhi Nagy. í 7. umferð tefldi ég með svörtu gegn Nagy, sem fórn- aði snemma skiptamun og I>eði fyrir sókn, sem hefði átt að færa honum sigur. En Ungverjinn flýtti sér um of að vinna aftur það lið, sem hann hafði fómað. Tókst mér þannig að komast út í nokkuð jafnt, en vandteflt, endatafl, sem mér tókst að vinna. Önn ur úrslit í A-flokki: Kuindzhi vann Parma, Gheorghiu Kinnmark, Westerinen Thom son, Zuidema Pfleger, en Calvo og Gulbrandsen gerðu jafntefli. í 8. umferð tefldi ég gegn Gulbrandsen frá Noregi. Tókst Norðmanninum að yf- irspila mig 1 miðtaflinu og gera loks út um skákina með snoturri mannsfórn. Var þetta fyrsti sigur Gulbrand- sens í úrslitunum. Önnur úr- slit í A-flokki: Parma vann Nagy, Westerinen Kinnmark og Zuidema Thomson, en Kuindzhi á mjög hagstæða biðskák gegn Gheorghiu og sömuleiðis Pfleger gegn Calvo. Staðan eftir 8 umferðir er þessi, ef gert er ráð fyrir, að Kuindzhi og Pfleger vinni biðskákirnar: 1—2 Gheorghiu og Parma 6V2 v. 3—4 Kuind- zhi og Zuidema 5% v. 5—6 Westerinen og Pfleger 4 v. 77—10 Nagy, Calvo, Gul- brandsen og Guðm. Lár. 3 v. 11—12 Thomson og Kinn- mark 2 v. Efstur í B-flokki er Phillips frá Nýja-Sjálandi, en Jakob- sen frá Danmörku er í 2. sæti. Um taflmennsku mína er það að segja, að hún var nokkuð góð í fjórum fyrstu umferðunum, en götótt, enda lék ég þá svisvar af mér unnu tafli. Eftir 4. umferð hefi ég teflt mun lakar og stundum hörmulega, t.d. gegn Calvo. Tap mitt gegn Zuidema í 4. umferð hafði mjög slæm á- hrif á mig. Hefir það, ásamt klaufaskapnum gegn Wester- inen í 2. umferð, svipt mig að mestu nauðsynlegri keppnis- gleði. Parma og Gheorghiu tefla saman í næstsíðustu umferð, og ræður sú skák væntanlega úrslitum um, hver sigrar á mótinu. Þess má geta, að Parma hefir verið boðin þátt- taka í Minningarmóti Alje- kíns, sem fer fram í Júgó- slavíu i næsta mánuði. Kuind zhi hefir teflt frábærlega í síðust uumferðum, en komst of seint af stað, ef svo má segja, til að geta gert sér'von ir um fyrsta sætið. Eftir eru nú 3 umferðir. Hefi ég hvítt gegn Pfleger í 10. umferð, en svart gegn Parma og Gheorghiu í 9. og 11. umferð. Eru því litlar lík- ' ur til þess, að ég muni bæta stöðu mína í mótinu, héðan af. Guðm. Lárusson. Umferðalögin lííi gœdd i litskreyttri myndahók Eitt af verkum Kristjáns Davíðssonar á sýningunni. Kristján Davíðsson sýnir í Bogasainum KRISTJÁN Davíðsson hefur efnt til sýningar á nokkrum verkum sínum í Bogasalnum. Það er ekki langt síðan hann hélt mjög eftir- cektarverða sýningu á sama stað, og vakti hún mikla athygli. Að þessu sinni eru það teikningar og aðrar myndir, gerðar í ýmsum litum á pappír, sem Kristján sýn- ir. Sumar þeirra frá fyrri árum, en aðrar nýjar. Á sýningu Kristjáns eru nú yfir fjörtíu myndir, og er þar sjáanleg fleiri en ein hlið á lista- manninum. Hann gerir tilraunir með ýmsum litaefnum, er hann blandar saman í verkum sínum, og nær þannig oft skemmtilegri áferð og sérstæðum litatónum í verk sín. Einnig notar hann pastell liti á sáldþrykkigrunn, og eru það eftirtektarverð verk, er hann skapar þannig. Myndbygg- ing Kristjáns er fígúratív í eðli sínu, en hann vinnur frjálsmann- lega Og lipurt úr hugmyndum sínum. Hann hefur sérstæða lita- LOKS er komin út leiðbeiningar- bók í umferðarmálum, sem mun vekja áhuga unglinga fyrir efni, sem oft hefur þótt þurrt aflestrar. Þetta er Umferðabókin, sem Rík- isútgáfa námsbóka gefur út og Jón Oddgeir Jónsson hefur tekið saman. -í bókinni eru litmyndir, sem Bjarni Jónsson hefur gert í samráði við höfund. Athygli les andans er vakin með spurningu um hvert efni fyrir sig. Síðan er spurningunr.i svarað á glöggan máta, oft með tilvitnun í um- ferðalögin. Myndirnar skýra efn- ið auk þess mjög vel og eru skín- andi vel gerðar. Sem sagt, um- ferðarlögin eru lífi gædd í þess- ari bók. Oft er um það talað að ekki Datt ofan af bíl og slasaðist í GÆRMORGUN kl. 10,20 var Bergvin Jónssön, dyravörður í Sjálfstæðishúsinu, að sækja kassa fyrir Liverpool inn í vörugeymslu Eimskipafélagsins við Borgartún. Var hann að taka við kassanum upp á pallinn á vörubíl, en missti takið og datt ofan af bílnum. Hann lenti á steingólfinu með þeim afleiðingum að hann hand- leggsbrotnaði, skrámaðist á höfði og rifbrotnaði. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna og síðan heim til sín. megi horfa í kostnaðinn, þegar um það er að ræða að bjarga mannslífi. Ríkisútgáfa námsbóka hefur ekkert sparað til þess að gera bók þessa vel úr garði, og þessi bók mun stuðla að auknum slysavörnum. Á næsta vetri mun almennt verða hafin kennsla í umferðar- málum í barna- og unglingaskól- um landsins. Með tilliti til þess er bókin gefin út. Hún kemur ábyggilega í góðar þarfir, því eins og stendur er engin kennslubók til fyrir skólana um þessi efni. En það. eru fleiri en unglingar í skólum, sem geta notfært sér þessa bók, því hún veitir full- orðnum vegfarendum dýrmætar leiðbeiningar, hvort sem þeir eru gangandi eða við stýri farartækja. Þetta er sannkölluð heimilisbók, sem vonandi kemst strax inn á sem flest heimili á íslandi. Höfund bókarinnar þarf ekki að kynna nánar. Hann hefur þeg- ar gefið út margar kennslubækur í slysavarnamálum, svo sem „Björgun og lífgun“, „Þú ert ekki einn í umferðinni", „Umferðar- bók barnanna" og fl. og fl. Og ein er sú bók eftir hann, sem til er á öðru hverju heimili. Á ég þar við bókina „Hjálp í viðlög- um“. Megi þessi nýja bók Jóns Oddgeirs ná sömu vinsældum og gera sama gagn. Þökk sé forstjóra útgáfunnar og útgáfunefnd fyrir, þeirra góða framlag til öryggis í umferðar- málum. Bókin er prentuð í „Litbrá“ af mikilli vandvirkni. Guðm. G. Pétursson. Tlt HVORRAH HANÐAR BER AÐ VÍKJA? I kjölíar þeirrar reglu að aka ó vinstri hluta vog- ar kemur sú regla að viija til vinstti fyrir þeim. sem á móti koma eOa Itam hjá vílja fara. Gangandi vegfarendur víkja einnig tii vinstri. Sama regla gildir um fylkingar iþróttamanna, hópgöngur skólabarna, skrúðgöngur og því um lflrt. " ALÞJÓÐAREGLA ER AÐ VÍKJA TIL HÆGRI í LOFTI OG Á LEGI. Veitið því athygli. að samkvæmt alþjóðaregium (og þá jafnt hjá okkur sem öðrum þjóðum) vikja tlugvélax til hægri í lofti og skip og bátar á sjó víkja einnig til hægri (á stjómborða). meðferð, sem einkennir verk hans, og nær í beztu verkum sínum ágætum árangri, sem hann má vel við una á því sviði. Það er hressilegur blær yfir þessari sýningu Kristjáns Davíðs- sonar, og það er skemmtilegt að sjá verk frá mörgum árum á sömu sýningu. Að vísu er hér um að ræða nokkuð misjöfn verk og vantar mikið á, að þessi sýning gefi eins sterka mynd af lista- manninum og sú síðasta. Enda hugsa ég, að hann sjálfur geri ekki þær kröfur til þessarar sýn- ingar. Þeir, sem skemmtun hafa af myndlist, ættu ekki að missa þetta tækifæri til að kynnast þeirri myndgerð, er Kristján sýn ir á þessari sýningu, og það er óhætt að fullyrða, að hún er forvitnileg og þess verð, að hún sé sótt heim. Kristján Davíðsson er lifandi í list sinni, og hann gerir margar tilraunir, sem eru eftirtektarverðar. Hann er sístarf andi og leitandi að nýjum tján- ingarformum. Hæfileikar hans eru þegar kunnir, og hann er ódeigur listamaður. Sýning Kristjáns stendur að- eins fáa daga, henni lýkur 3. september. Valtýr Pétursson. Fulltrúi amerísks kveimafélagsskap- ar kemur til Islands FORMAÐUR „The Comittee of Correspondence“, sem er félags- skapur kvenna er fæst við félags- mál 1 Bandaríkjunum er vænt- anlegur til íslands í næstu viku, Og hyggst hitta íslenzkar konur er standa framarlega í félagsmálum. Formaðurinn heitir Anna Lord Strauss, Og hefur í áratugi stað- ið framarlega í baráttu fyrir ýms- um mannréttindamálum. Félags- skapurinn „The Committee of Correspondence“ hefur naldið uppi bréfaskriftum við konur er fást við félagsmál og stjórnmál i blöðum og boðið til Banda- ríkjanna konum víðsvegar að sem vilja kynnast starfsemi kvenna t Bandaríkjunum. • París, 25. ágúst (Reuter) — Fimm menn hafa verið handtekn ir í suðvesturhluta Frakklanda grunaðir um aðild að plastic- sprengjufaraldrinum, sem gekk yfir í Frakklandi í s.I. viku,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.