Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLiÐlfí Laugardagur 2. sept. 1961 Fimmtu breiðgötu, en bin var negrastelpa ofan úr borg. Samt gat ég gengið um Fimmtu breið- götu með he_nni, og enginn gerði svo mikið sem depla augunum, ekki einkennisklæddi dyravörð- urinn, nágrannarnir, þjónarnir og ekki einu sinni móðir hennar. Hvað aðra snerti hefðum við eins getað verið tvær skólastelp- ur að rannsaka sambúð kynþátt- anna eða hvað sem var. En kæmi það fyrir, að ég gengi út úr klúbbnum eitthvert kvöldið með ungum hvítum manni, hvort heldur væri John Roosevelt, sonur forsetans, eða Joe Blow, skrifstofumaður. Segj- um, að vio gengjum út á næsta horn og inn á bar, og hver ein- asti sauðaþjófur og bróðir harus myndu koma gjammandi, reiðu- búnir að sverja fyrir rétti, að við værum í ástarævintýri, og hvað skyldi fólk hugsa? Það er ennþá komið illa fram við negrastelpu, sem lætur sjá sig á götu með hvítum manni. En svört stelpa og hvít stelpa gætu verið giftar og búið saman, og það myndi ekkert gera til, að áliti hvað-ætli-að-fólk-segi mann eskjanna. í>etta er jafn illt fyrir hvíta menn og svarta. Ég hef þekkt svartar stelpur, sem stunduðu mína atvinnu, og voru alveg jafn miklir kvenmenn og ég, en fóru að láta sem þær væru les- bískar, vegna þess að það er auðveldara, það er ýtt undir þær, og það sparar vandræði. En sumar stúlkur, eins og Brenda, eiga það enn erfiðara. Þær geta ekki hagað sér eðlilega og elskað, hvorki karl né konu. Þær geta ekki einu sinni verið lesbiskar að gagni. Þær vantar hæfileikann til að þykja vænt um fólk, öfugt við minn galla. Brenda var alltaf að reyna að gera eitthvað fyrir mig, og ef hún fann ekkert, sem hún gat gert fyrir mig, reyndi hún mömmu. Mömmu hafði alltaf dreymt um að eignast fullgilt matsölu- hús, með leyfi frá heilbrigðis- nefnd innrammað á veggnum. Hana langaði til að losna við þessa eilífu næturgesti. Allt hverfið át hjá henni steikta kjúklinga á nóttunni. Mamma var alltaf að reyna að fá mig til að festa fé í þessu fyrirtæki, en mér þótti það ekki gróðavæn- legt, og auk þess átti ég aldrei nóg fé til þess. Hún hafði geymt talsvert af peningunum, sem ég hafði haft forðum af Basie- hljómsveitinni, með því að spila teningaspil í bílnum, en það var ekki nóg. Eina nóttina, þegar mamma var með áróður fyrir þessari veitingahússholu sinni, var Brenda viðstödd. Hún bauðst þegar í stað til að leggja fram fé til viðbótar. Þetta var hennar aðferð til að geta elt mig ,en það var líka ein- mitt það, sem mömmu langaði til. Hún fór því að semja áætl- anir, og endirinn varð sá að hún átti veitingahús, Mom Holiday’s við 99. götu, rétt hjá Columbus. Ég reyndi ekki að malda í mó- inn, af því að þetta gerði mömmu ánægða og gaf henni minni tíma til að hafa áhyggjur af mér. En það leið ekki á löngu, þang að til ég sá eftir því. Greifaynjan breyttist ekki hót við að setja upp veitingahús. Enginn var bara viðskiptavinur, allir voru líka menn, og hún kenndi í brjósti um alla. Brátt var allt hverfið farið að hanga þarna, og ekki þurfti annað en að segjast vera í kröggum, eða vera vinur minn, og hún var reiðubúin að gefa þeim allt, sem til var. Allskonar strákar áttu til að koma inn og biðja um stóra mál- tíð, svo röktu þeir raunir sínar í staðinn fyrir að borga. Oft kom svo fyrir, að mamima gæfi þeim til baka, þegar þeir fóru. Hún var alltaf að gefa til baka af peningum, sem hún aldrei sá. Bezti viðskiptavinur hennar var ég. Ég borgaði fyrir eitthvað í hvert skipti, sem ég kom til hennar. Eitt sinn beið hún eftir mér, æði langleit á svip. „Heilbrigðisyfirvöldin komu í dag. Þeir segja, að ég verði að hafa tvö salerni.“ Það var eftir heilbrigðisyfir- völdunum að ganga fram hjá þúsundum húsa í Harlem, sem höfðu alls engin salerni, og ráð- ast síðan að henni, og skipa henni að hafa tvö. Það kostaði mig þó nokkur þúsund. Skömmu seinna var heilbrigðisnefndin aftur á ferð, og þá mátti hún ekki steikja hamborgara lengur á pönnu, hún var að fá sér plötu. Aftur varð ég að borga brúsann. Tvö þús- und fyrir þetta, fimmtán hundr- uð fyrir hitt. Ég veit ekki, hvað það kostaði mig mikið að halda heilbrigðisyfirvöldunum í góðu skapi, en það var ekki lítið. Og ég fékk aldrei krónu aftur af því. Ég reyndi aðeins einu sinni. Og hvorug okkar gleymdi því nokkru sinni. Kvöld eitt vantaði mig svolítið af peningum, og ég vissi, að mamma mundi hafa eitthvað handbært. Þessvegna fór ég til hennar, eins og hver annar hluthafi, og bað um þá. Mamma harðneitaði. Hún vildi ekki láta mig hafa fimmeyring. Við urðum báðar fokvondar, og það kom til orðahnippinga á milli okkar. Síðan sagði ég: „Guð hjálpi börnunum, sem vantar brauð,“ og gekk út. Ég var reið við hana í þrjár vikur. Ég var alltaf að hugsa um þetta. Dag nokkurn kom mér heill söngur í hug. Ég stökk beint niður í listamannahverfið og hitti þar Arthur Herzog. Hann settist niður við píanó og skrifaði lagið niður, nótu fyrir nótu, um leið Og ég söng það fyrir hann. Ég gat varla beðið eftir að koma því á plötu eða skrifa það niður. Ég sagði honum frá rifrild inu við raömmu, og að ég ætlaði að ná mér niðri. Við breyttum textanum á stöku stað, en ekki mikið. Þetta á eftir að koma við — Þetta er hádegisverðurinn — en hvað eigum við þá að hafa í kvöldmat? Mynd af Billie Holiday, þegar hún stóð á hátindi frægðar sinnar. Þá söng hún undir nafninu Lady Day. Hún bar alltaf hvítar orkideur I hárinu þegar hún kom fram. a r í / u ó IT WON'T BE DIFFICULT TO FIND OUT IF THEY'RE OUR STOLEN ANIAAALS...VOU SEE, WILL, DR. DAVIS TATTOOED THEIR BIRTHDATE ON ^ ^ THEIR EARS / . Mark TRAIL HAS LEARNED THAT THE TOURISTS' ROADSIDE ZOO HAS JUST ACOUIRED TWO NEW GRIZZLY BEAR CUBS, SO HE HURRIES TO LEARN IF THEY ARE THE ANIMALS STOLEN FROM LOST FOREST YES, MARK, X GOT THE CUBS FROM AN OLD TRAPPER WHO CAME HERE LAST WEEK / 1 Markús hefur frétt að Ferða dýragarðurinn hafi nýlega náð í tvo skógarbjarnarhúna, svo hann flýtir sér þangað til að athuga hvort þetta séu húnarnir, sem rænt var frá Týnda-skógi. — Já. Markús, ég fékk húnana hjá gömlum veiðimanni, sem kom hingað í síðustu viku! — Það verður auývelt að kom ast að því hvort þetta eru stolnu húnarn^r, því Davíð hefur merkt bá á eyrunum. greifynjuna, hugsaði ég. Og það reyndist orð að sönnu. . ★ Ég var við Café Söciety óslitið í tvö ár, hvern einasta dag, fyrir þrjú þúsund á viku. Eitt kvöldið kom lítil stúlka inn með mömmu sinni, og vildi fá að reyna sig. Barney hafði sent hana frá sér, þegar ég heyrði um hana. Við bitumst svolítð út af þessu í búnngsher- berginu mínu. Ég sagði honum að gefa stelpunni tækifæri, hverju hefði hann að tapa? | Barney neitaði, sagði að hún væri ólagleg — of dökk. „Of dökk?“ spurði ég. „Á þetta ekki að vera staður með heimsborgarasniði. Hvað kemur kemur þér við, hvernig hún lítur út, ef hún hefur hæfileika?" „Þar að auki,“ hélt ég áfram, „þarf ég að fá frí, og ég ætla að fá það.“ Það varð úr, að Barney lofaði þesari stúlkukind í bleika, heimasaumaða kjólnum að reyna sig. Hún var ágætur píanóleik- ari. Ég fékk fríið, og ungfrú Hazel Scott atvinnu. 10 Gleiður máninn glottir niður Ég byrjaði óþekkt í Café Society. Þegar ég fór þaðan, tveim árum seinna, var ég stjarna. En það var engin leið að greina muninn á því, sem ég fékk í laun. Ég hafði ennþá sðmu gömlu þrjú þúsundin á viku. Ég hafði fengið meira en það í Harlem, en ég þarfnaðist bæði frægðarinnar og auglýsing* anna en enginn borgar húsaleig* una með þeim. Joe Glaser átti að vera framkvæmdastjórinn minn og heimta inn meiri pen- inga, en það varð nú lítið af þvi. Þessvegna setti ég honum stól- inn fyrir dyrnar, þegar ég hætti, og heimtaði tíu þúsund á viku i' leikhúsum, og átta þúsund á veit ingahúsum. Fyrsta starfið, sem ég fékk eftir þetta, útvegaði ég mér sjálf í nýju veitingahúsi í San Fernando dalnum. Það var í fyrsta sinn, sem ég fór til Kali- forníu. Red Colonna, bróðir Jerry’s, átti þennan stað. Jerry hafði séð um fjárútvegun, og þeir nefndu staðinn Café Society. Þeir höfðu engan rétt til að nota þetta nafn. Barney hafði fengið einkarétt á því, og eftir deilur lögfræðinga um nafnið var lokað á Okkur í þriðju viku. En Red var enginn meðalmaður, og ég hafði gaman af þessu, meðan á því stóð. Um þetta leyti var Martha Raye gift David Rose, og þau komu þarna á hverju kvöldi til að rífast. Henni þótti afar vænt um hann, en þeim gat aldrei komið saman. Mörthu þykir gam an að skemmta sér, og mér féll vel við hana. aBUtvarpiö Laugardagur 2. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar.. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 I umferðinni (Gestur Þorgríms* son) 14:40 Laugardagslögin. — (Fréttir kL 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur bama og ungN inga (Jón Pálsson). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 19:30 Fréttir 20:00 Tónleikar: Forleikur að óperunnl „Parsifal'* eftir Wagner (NBC* sinfóníuhljómsveitin í New Yorlf leikur; Arturo Toscanini stj.). 20:20 Upplestur: „Addisabeba", smáf saga eftir Jökul Jakobsson (Gisll Halldórsson leikari). 20:45 Laugardagstónleikar; a) Licia Albanese syngur ítölslí lög. b) Hornakonsert nr. 2 í Es-dúr (K417) eftir Mozart (Dennig Brain og hljómsveitin Phil« harmonia í Lundúnum leika, Stjórnandi: Herbert von Kar« ajan). 21:20 Leikrit: „Róðraferð á Signu“ ef| ir Morvan Lebesque, í þýðingi* Hjartar Halldórssonar. — LeiJc* stjóri: Indriði Waage. 22:00 Fréttir og veðurfregnir 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.