Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 18
18 MORCVTUIL 4 fílÐ Laugardagur 2. sept. 1961 50 manna hdpur handboltafólks frá Akureyn heimsækir Ármann i Reykjavik TIL Reykjavíkur er kominn flokkur handknattleiksflokks frá Akureyri og er hann ekki smár að vöxtum. Þar eru á ferð 50— 60 piltar og stúlkur úr KA — alls fimm flokkar — og keppa þeir við Ármenninga og fleiri. * FÉLAGAKEPPNI Ármann tekur á móti KA-hópnum, en keppnir fer tvívegis fram. I dag kl. 3 og á morgun kl. 2 e.h. Keppt verður á svæði Ármanns við Sigtún. 1 dag er keppnin eingöngu við Ármann. Verður keppt í meistaraflokki og 3. fl. karla A og B og í 1. og 2. fl. kvenna. * HRAÐKEPPNI Á morgun, sunnudag, fer fram hraðkeppni í mfl. karla og í 2. fl. kvenna. I flokki karla keppa KR, Ár- mann, Víkingur og Fram. 1 2. fl. kvenna keppa í hrað- keppninni KA, Ármann, FH í Hafnarfirði og Týr frá Vest mannaeyjum. Finnskt met í GÆR var sett finnskt met í spjótkasti. — Hin nýja stjarna Pauli Nevala kastaði 84.23 m. Gamla metið átti Nikkinen, 83.56, sett 1956. Þetta er Þorvaldur Jónasson \ KR, sem varð fimmfaldur \ meistari á Unglingamóti ís-1 lands í frjálsum íþróttum. Þor- ? valdur er þegar í röðum okk- > ar beztu frjálsíþróttamanna, \ mikill stökkmaður og getur i brugðið fleiru fyrir sig. Má hiklaust telja að hann verði' er tímar líða mikill afreks- \ maður í íþróttum. \ — Ljósm. Svein Þormóðsson. ^ Pirie peninga- hákur? Alþjóðafrjálsíþróttasambandið tók miklar og skjótar ákvarð- anir í dag. Var ákveðið af sambandinu að rannsaka þeg- ar i stað árangur þann er náð- ist á frjálsíþróttamóti í Oxelö- sundi í Svíþjóð 27. ágúst. Held ur alþjóðasambandið fund í Stokkhólmi 11. september. Eftir beiðni brezka frjáls- íþróttasambandsins er einnig unnið að rannsókn á því með hvaða fjármálalegum skilmál- um Gordon Pirie hefur tekið þátt í frjálsíþiróttamótum í Svíþjóð í sumar, en hann hef- ur verið tiður gestur á þeim mótum og dvalið langdvölum í Svíþjóð. Þegar skýrsla ligg- ur fyrir um þessi mál verður hún send alþjóðasambandinu til athugunar. Á MORGUN fer fram úrslita- leikur í knattspyrnumóti ís- lands 2. aldursflokks og mæt- ast Vestmannaeyingar og Þróttur. Liðin mættust um síð ustu helgi og skildu þá jöfn eftir framlengdan leik. ★ Við höfum áður birt mynd af Vestmannaeyingunum sem unnu sinn riðil. Hér koma Þróttararnir sem unnu hinn riðilinn. Þeir eru Reykjavík- urmeistarar í sínum aldurs- flokki. Á myndinni eru talið frá vinstri (sitjandi): Gunnar Ingason, Ólafur Brynjólfsson, Þórður Ásgeirsson, Haukur Þorvaldsson, Guðm. Stein- grímsson. — Standandi: Jón Björgvinss., Þorvarður Björns son, Sölvi Óskarsson, Róbert Halldórsson, Eyjólfur Magnús son, Axel Axelsson. ★ Leikurinn á morgun verður á Melavellinum og hefst kl. 2 siðdegis. Svo mikill áhugi er fyrir leiknum í Eyjum, að útvarpið, hefur orðið við beiðni fjölda manna að út- varpa lýsingu á síðari hálf- leik til Eyja. Pressuleikurinn á morgun: Nýir menn tækifæri : ■ EINN síðasti „stórleikur árs- ins“ í knattspyrnu er á morg- un er „landslið“ og „pressulið“ mætast á Laugardalsvelli kl. 5. Liðin eru þegar kunn og er almennt álitið að leikurinn geti orðið jafn, þó flestir álíti að erfitt sé að mynda sér skoð- un, þar sem lítið sem ekki hef- ur sézt til hinna beztu knatt- spyrnumanna og langt síðan þeir hafa komið saman í sama liði. Lið landsliðsnefndar er skip að gamalreyndum mönnum í öllum stöðum nema einni, þar sem Kári Árnason sem auk þess að reyna sig í fyrsta sinn í liði „hinna sterku“ fær að glíma við nýja stöðu á vell- inum sem hann er ókunnugur. Erfitt hlutskipti fyrir ungan nýliða Og verður hann að dæm ast með hliðsjón af því. En um hæfileika hans efast fáir eða enginn. Aftari hluti liðs landsliðs- nefndar hefur marga hildi háð saman. T.d. er þetta sömu 6 % Björgvin Hermannsson öftustu mennirnir og náðu 1:1 í Kaupmannahöfn gegn Dön- um. Framlínan er að Kára und anskildum einnig „gamal- reynd“ á okkar mælikvarða. í „pr'essuliðinu" eru einnig menn sem reyndir hafa verið í landsleikjum og úrvalsleikj- um. 7 þeirra hafa einhvern tíma komizt í landslið eða ver ið varamenn (ef Rúnar er með talinn). En langt er um lið- ið síðan hjá sumum. Og að- eins 4 þeirra — að Rúnari meðtöldum — hafa náð lengra en í pressulið á þessu ári m. ö. o. verið valdir í úrvalslið eða landslið af landsliðsnefnd. Björgvin Hermannsson fær tækifærið í markinu. Hann hef ur sýnt sig vera í líkum „klassa" og Heimir og Helgi. Heimir stóð nálægt liðinu og kannski jafnnálægt. En ofan á varð hjá blaðamönnum að láta Björgvin fá þetta tæki- færi — hann á skilið eitt slíkt eftir marga góða leiki. Allir vita hvar Heimir stendur, svo frábærlega sem hann hefur oft varið í sumar. Bakverðirnir Bjarni og Jón eru sterkir leikmenn og standa og hafa staðið í þröskuldi landsliðsins. Sama má segja um Ormar, Rúnar og Helga Jónsson Og hafa þá báðir hin- ir síðarnefndu fengið tækifæri í stórleikjum — og landsleikj- um, en Ormar orðið að bíða tækifærisins, svo traustur sem hann oftast er. * Framlína blaðaliðsins er „leikandi lína“. Það er bara hvernig menn úr fjórum fé- lögum ná saman. Hver þeirra um sig hefur hæfni sem er á < borð við hæfni landsliðs- manna. Það skortir aðéins herzlumuninn sem felst í sam- leiknum við meðspilarana. Á morgun fæst úr því skorið hvort þeir ágætu leikmenn geta yfirunnið þann veikleika sem í þeim efnum er allrík- ur hjá íslenzkum knattspyrnu- mönnum. — A.St. Woern var sterkastur ó mílunni MIKIÐ alþjóðlegt frjálsíþrótta- mót var haldið í Stokkhólmi I gærkvöldi og náðist mjög góður árangur í ýmsum greinum. Af úrslitum má nefna: Sleggjukast: Asplund, Svíþj., 65.84, 2. Thun, Austurríki, 64.93, 3. Rut, Póll., 63.94. 3000 m hindrunarhl.: Roelants, Belgía, 8.382, nýtt Belgíumet, 2. Tjörnebo, Svíþj., 8.44, 3. Ted- enby, Svíþj., 8.44.8. 200 m: Ove Jonsson, Svíþj., 21.2, 2. Foik, Póll., 21.4. Ensk míla: Waern, Svíþj., 3.58.9, 2. Valentin, A-Þýzkaland, 4.00.2, 3. Baran, Póll., 4.00.5, 4. Bernard, Frakkl., 4.01.7, 5. Pirie, 4.03.2. Stangarstökk: Landström, Finn land, 4.30. Þrístökk: Leif Johnson 14.85. Annaö heimsmet í Sofia FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT há- skólaborgara hélt áfram í Sofía í gær. AnnaS heims- met var þá sett. Það var rúss- neska stúlkan Tamara Press, sem setti heimsmet í kringlu- kasti. Kastaði hún kringlunni 58.06 m. Hún átti sjálf gamla mctið sem var 57.43 m, en það afrek beið staðfestingar sem heimsmet. ★ 20 þúsund áhorfendur voru að mótinu í dag og fögnuðu þeir metinu ákaft. Metkastinu náði Tamara í sjöttu og síð- ustu tilraun. ÍBK - Þróttur í dag í DAG fer fram síðasti leikur 2. umferðar Bikarkeppni K.S.Í. og eigast við Keflavík og Þrótt- ur B. Fer leikurinn fram á Njarð víkurflugvelli og hefst kl. 16:00. Dregið hefur verið um leiki 3. umferðar og leika saman ísfirð- ingar og Fram B og Þróttur A gegn Keflvíkingum eða Þrótti B. Ekki er ákveðið um lei'kdaga eða leikstaðL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.