Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 1
24 slður pittVjSttttMttMfo «J. árgangnv. ^98. tbl. — Sunnudagur 3. september 1961 Prentsmiðja Mor'rnnblaðstal frá styrjaldarlokum, segir Nehru Bélgrad, S. sept. (NTB-Reuter) RÁÐSTEFNU fulltrúa 24 ríkja, sem ekki eiga aðild að stórveldabandalögum, hófst að nýju í dag með ræðu Kvame Nkrumah, forseta Gliana. Sagði forsetinn að fréttin um kjarnorkuspreng- ingu Rússa í gær hafi komið eins og reiðarslag yfir hann. Skoraði Nkrumah á þá Kenn edy forseta og Krúsjeff for- sætisráðherra að hittast og ræða Berlínar- og Þýzka- landsmálin. Bauðst Nkrumah til þess að undirbúa fund leiðtoganna ef þeir vildu hittast í Ghana. Forsetinn sagði að þessi kjarnorkusprenging Rússa hlyti að sannfæra heiminn um það í hverri hættu mann- kynið væri. Það væri nú meira aðkallandi en nokkurn tíma fyrr að tryggja friðinn með samningum um algera og almenna afvopnun. — Nkrumah kom til Belgrad- ráðstefnunnar beint úr sum- ardvöl við Svartahaf, þar sem hann ræddi við Krúsjeff fyrr í vikunni. NEHRU Næstui á mælendaskrá var Jawaharlal Nehru forsætisráð- Iherra Indlands. Sagði Nehru að ákvörðun Rússa um að taka upp að nýju tilraunir með kjarnorku sprengjur hefði aukið hættuna í Iheiminum. Sagðist hann harma jþessa ákvörðun og skorað. á ráð- tsiefnuna að vinna að því að stór Veldin hefji samning-aviðræður. Kagði Nehru að nú blasti við Iheiminum „mesta hættuástand frá | Misheppn- aður flótti Gedser, Danmörku, — 2. sept. (NTB/Reuter) I ÞRÍR ungir Austur-Þjóð-1 verjar reyndu í nótt árang ursnótt að komast um borð i í dönsku ferjuna Danmark í Warnemunde í Austur- Þýzkalandi. —'CJnglingarnir höfðu falið sig undir bryggju þeirri, er ferjan lagðist að, og segja menn úr á höfn ferjunnar að þeir hafi séð leitarljós og heyrt byssuskot er ferjan kom til hafnar. Þegar ferjan lagðist upp að bryggj unni reyndu unglingarnir að komast um borð, en austur- þýzkir lögreglumenn sáu til þeirra og náðu þeim. Hlutu unglingarnir mjög illa með- ferð að sögn áhafnar ferjunnar sérstaklega 19 ára piltur, sem reyndi að verjast. 1 sem ríkt hefur í heiminum því í sðustu styrjöld." Eina leiðin til lausnar á þessu vandamáli væiri alLsherjar af- vopnun, en það væri algjör nauð syn fyrir framtíð heimsins, sagði Nehru. „Þessi stríðshætta er allt af að nálgast. Hún hefur enn færzt nær vegna ákvörðunar Sovétríkjanna um að taka upp að nýju tilraunir með kjam- orkusprengjur." Tillögur Nkramah 1 ræðu sinni lagði Nkrumah m. a. til esftirfarandi: 1. Belgradráðsteifnan verður að vinna að algerri og almennri af- vopnun. 2. Það ber að viðurkenna bæði Austur- og Vestur-Þýzkaland. 3. Við verðum að s'kora á stór- veldin að gera án frekari tafar friðarsamning við Þýzkaland. 4. Belgradráðstefnan verður að vinna að því að afnema alla nýlendudrottnun, hverju nafni sem hún nefnist. Framhald á bls. 23. Tortryggilegt hátterni Rússa við iandið UNDANFARNA daga hafa dagblöðin birt fregnir um tortryggilegar ferðir rúss- neskra skipa hér við land og þá einkum í nánd við radar stöðvar varnarliðsins. Enn- fremur bendir allt til þess, að uppruni kafbáts þess, er vart varð út af Stokksnesi við Hornafjörð í byrjun vik unnar sé rússneskur. Vegna þessara frétta gaf Landhelg Títov í A-Bertín Berlín, 1. sept. (Reuter). í DAG kom rússneski geimfarinn Gherman Titov til Austur Berlín ar Og mun hann dvelja þar í fjóra daga. Litið er á þessa heim sókn sem svar við heimsókn Lyndon B. Johnsons varaforseta Bandaríkjanna til Vestur Berlín- ar fyrir 12 dögum. Walter Ulbricht leiðtogi austur þýzkra kommúnista tók á móti Titov á flugvellinum, en þetta er fyrsta utanlandsför Titov eftir geimferðina 6. ágúst s.l. Tugir þúsunda Austur-Berlín- arbúa fögnuðu Titov við komuna. isgæzlan í gær út tilkynn- ingu um ferðir rússneskra skipa við landið. Kemur m. a. fram í tilkynningunni, að Landhelgisgæzlan hefur fylgzt með ferðum hinna rúss nesku skipa við landið und anfarna daga. Er þar einkum um að ræða 4 rússneska tog arh og úthafsdráttarbát, sem komið var að í Gunnólfs- vík skammt frá radarstöð varnarliðsins á Heiðarfjalli á Langanesi, eins og skýrt var Kveðj a frá Krúsjeff Belgrad, S. sept. — (Reuter) — NIKITA Krúsjeff forsætisráð- herra Sovétríkjanna, hefur sent fulltrúum á Belgradráðstefnunni kveðju sína, þar sem hann ósk- ar ráðstefnunni góðs gengis. Krúsjeff segir í kveðjunni að viðburðir síðustu daga hafi orð- ið til þess að auka óttann í heim inum, og „sem stendur eru all- ar þjóðir heims uppteknar við að reyna að fyrirbyggja hörm- ungar nýrrar styrjaldar." Bað Krúsjeff fulltrúa á Bel- gradráðstefnunni að ræða vand- lega vandamál dagsins. frá í blaðinu í gær, og tvö rússnesk síldveiðiskip, sem lágu innan íslenzkrar land- helgi á Veiðileysufirði í Jökulsfjörðum og einnig var greint frá hér í blaðinu í gær. 1 Þessi mynd er tekin nr flug- I vél í fyrradag af tveimur rúss | neskum síldveiðiskipum, þar sem þau liggja hlið við hlið 1 í Veiðileysufirði á Vestfjörð- I um. Það vekur athygli að skip j in velja sér Iegustað skammt , frá radarstöðinni á Straumnes fjalli við Aðalvík. Tilkynning Landhlegisgæzl- unnar fer hér á eftir: „VBGNA fyrirspurna skal þess getið að undanfarna daga hefir Landhelgisgæzlan orðið vör við rússnesk skip á eftirfarandi stöð- um hér við land* Á Gunnólfsvík við Langanes: 4 rússneskir togarar og einn út- hafsdráttarbátur athugaðir af varðskipinu Óðni. Einn togarinn var með vír í skrúfu og fór drátt- Frh. á bls. 23 Utanríklsróðherrar Norðurlanda ó róðstefnn í Höin Kaupmannahöfn, 2. sept. (NTB). Á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku verður haldin í Kaupmannahöfn ráðstefna ut anríkisráðherra Norðurland- anna til að ræða ýms mál, sem tekin verða fyrir á Allsherjar- þingi SÞ í þessum mánuði. Ráðherrarnir munu m.a. ræða afvopnunarmál, umsókn Kína um inntöku í SÞ, aðstoð til vanþró- aðra landa, formannskjör í ýms ar nefndir SÞ og inntöku nýrra meðlima. En Mongolía, Mauret- ania, Sierra Leone og Kuwait hafa sótt um inntöku í SÞ. Markaðsmálin eru ekki á dag skrá ráðherrafundarins, en þó talið að þau beri á góma. Ráðherrarnir eru boðnir til hádegisverðar hjá Friðrik kon ungL Rússnesku hlöðin og Þjöð- viljinn þegja ÞAÐ HEFUR vakið athygli, að hvorki Moskvuútvarpið né morgunblöðin rússnesku skýrðu í gærmorgun frá kjarnorkusprengju Rússa.. — Hinsvegar sagði málgagn hersins „Rauða stjarnan“ svo frá, að notuð verði margskon ar nýtísku vopn við fyrirhug aðar heræfingar á norðurhöf um. Þjóðviljinn er jafnframt eina dagblaðið í Reykjavík, sem gerði þessari stórírétt engin skil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.