Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVIVBLAÐIÐ íunnudagur 3. sept. 1961 Kirkjuleg hátíð Mýrdal Fagur sumardagur Sólin hellti geislum sínum frá heiðskírum sumarbláum himni yfir Mýrdalinn og Mýrdælinga sunnudaginn 27. ágúst. Um kl. 2 óku margir bílar neim að Sól- heimum. Prúðbúið fólk streymdi inn í litlu fallegu kapelluna, sem nokkrir bændur hafa haft for- göngu um að reisa á grunni hinnar fornu Sólheimakirkju, sem staðið hafði á sínum stað frá alda öðli og fram undir síð- ustu aldamóL Messa og altarisganga Þarna hófst héraðsfundur Vestur Sk af t afellsprófas tsdæm is með messu og altarisgöngu. Síðan var gefið yfirlit um hið kirkju- lega starf í héraðinu á s.l. ári og minnzt Stefáns Hannessonar 1 Litla-Hvammi, sem dó á sein- asta vetri, en hann hafði átt sæti á héraðsfundum í meira en þriðj ung aldar. Eftir það flutti sr. Valgeir Helgason í Ásum frumort ljóð, tileinkað Sólheimakapellu, en sr. Jónas Gíslason í Vík rakti bygg- ingarsögu hennar og flutti mjög fróðlegt erindi um kirkjur og prestaköll í Vestur-Skaft. á fyrri öldum. Þessum þætti héraðs- fundarins lauk með sálmasöng. Héraðkfundur Nú héldu kirkjugestir til sinna heima, en fulltrúar á héraðs- fundinum óku að Framnesi, þar sem sezt var stjórrausnarlegum veitingum hjá Ásgeiri hrepp- Stjóra Og Kristínu konu hans. Því Nutu allir þar ágætrar gestrisni. Þar var kirkjusöngurinn eðlilega aðalumræðuefnið og auk þess venjuleg aðalfundarstörf. Óskar Jónsson fyrrv. alþm. var lengi form. sambandsins. Hann er nú fluttur af félagssvæðinu. Var honum þakkað mikið og ötult starf. í stjórn sambandsins voru kjör in: Sigríður Ólafsdóttir, Vík for- maður, Ásta Stefánsdóttir, Litla- Hvammi ritari og Jón Hallgríms- son í Vík gjaldkeri. Þetta var ánægjulegur dagur fyrir alla þá sem að Sólheimum I komu þennan dag. Hjálpaðist allt lað: fagurt veður, ágæt fundar- sókn og ekki sízt frábærar mót- tökur Mýrdælinga. — G. Br. Hallbjörg Bjarnadóttir Hallbjörg komin heim HALLBJÖRG Bjarnadóttir er ný- komin til landsins, ásamt manni sínum Fischer Nielsen, en hún hefur undanfarin tvö ár skemmt víðs vegar um Bandaríkin og verið sl. tvo mánuði í Danmörku. Meðan Hallbjörg stendur hér við ætlar hún að hafa skemmtun í Austurbæjarbíói næstkomandi miðvikudagskvöld. Hún fer síðan utan til að taka aðalhlutverkið í revíuuppsetningu í Svíþjóð og að því búnu aftur til Bandaríkjanna. í vetur mun Hallbjörg færa uppeigin skemmtiþátt í litlu viðurkenndu leikhúsi skammt frá Broadway, Cherry Lane heitir það. Þar mun hún skemmta ein alian tímann, en það þykir mikil dirfzka og ekki á færi nema ör- fárra. Mun hún fara hér með sumt af því sem hún hefur búið sig undir að færa upp þar. Einnig verða í Austurbæjarbíói gaman- þættir, eftirhermur og annað, sem hún hefur notað á skemmtistöð- um í Bandaríkjunum og sérstak- ur íslenzkur eftirhermuþáttur, sjónvarpsþáttur þar sem Halldór Kiljan kemur við sögu. Hallbjörg var hér síðast fyrir tveimur árum áður en hún fór vestur til Ameríku. Yfirmaður næst var fundinum framhaldið og mörg mál rædd af áhuga og samþykktir gerðar, þótt ekki verði það rakið hér. Fundinn sóttu allir prestar í prófastsdæm- inu og fulltrúar úr öllum sókn- um þess nema einni. Aaðalfundur kórasambandsins Meðan héraðsfundurinn stóð í Framnesi, voru fulltrúar frá kirkjukórunum í sýslunni á fundi í Sólheimakoti, þar sem ekkja Sig urðar Högnasonar, Þorgerður Er lingsdóttir býr með syni sínum. Afmœli Á MORGUN, mánudaginn 4. sept. er Magnús Þorsteinsson inn- heimtumaður Háteigsvegi 13 70 ára.. Magnús verður fjarverandi á afmæli sínu. Nýr lyfsali á Seyðisfirði HINN 30. ágúst 1961 var gefið út leyfisbréf handa Kristjáni Hallgrímssyni, lyfjafræðingi, til þess að reka lyfjabúð í Seyðis- fjarðarkaupstað frá 1. septem- ber 1961 að telja. London, 29. ágúst (NTB-Reuter) — 912 manns létu lífið í um- ferðarslysum í Bretlandi sL ár. 75 þús. manns særðust. Önnur risarauðspretta Á fimmtud. var í blaðinu birt mynd af risarauðsprettu, sem barst í Fiskiðjuverið á Granda- garði í fyrrad. En nú höfum við frétt af rauðsprettu sem kom í fiskkösin á Grandagarði fyrir nokkrum dögum, og mun vera ennþá stærri. Þá rauðsprettu færði Steinólfur eftirlitsmaður við höfnina Sigurði Kristjáns- syni, hafði séð hana í afla bát- anna og keypt hana. Sigurður brá máli á skepr.una, sem reyndist vera 75 om á lengd. Ekki hafði hann stærri vigt við hendina en 5 kg vigt, og tók hún ekki þennan fisk, sem var a.»a.k. 10 om á þykkt. Sagði Sigurður að rauðsprettan hefði verið feit eins og lúða og mjög góð á bragð ið. Veffurspá kl. 12 í gærdag: SV-land til Norðurmiða? — Vestan eða SV gola, þokuloft og dálítil súld öðru hverju. Norðurland og NA-mið: — Vestan gola, skýjað en víðast úrkomulaust. NA-land til SA-lands, Aust- fj.mið, SA-mið og austurdjúp: Hægviðri, úrkomulaust og sums staðar léttskýjað. Á kortagerðartímanum (kl. 6 að morgni) var vindur hæg Arabahers Kairo, Egyptalandi, 29. ágúst. (Reuter). MOHAMED Fawsi, hershöfffingi frá Arabiska-Sambandslýffveld- inu hefur veriff kjörinn æffsti yfirmaffur sameiginiegs herafla Casablanca ríkjanna, sem ráff- gert er aff komiff verffi á fót. Haft er eftir áreiffanlegum heimildum, aff affalbækistöffvar þess herafla verffi annaffhvort í Kairo effa í Accra í Ghana. Casablanca ríkin svonefndu eru Ghana, Mali, Arabíska Sam- bandslýffveldiff, og Marokkó. Aisírska útlagastjórnin á einnig aðild þar að. J O M O Kenyatta hefur veriff boðið að koma í opinbera heim- sókn til Arabíska sambandslýff- veldisins í haust. Er líklegt aff af heimsókninni verffi einhvern tima í október. ur af suðvestan hér á landi, þokuloft og víða úði vestan- lands, en úrkomulaust á aust anverðu landinu, hiti 9—12 st. í Prestwick á Skotlandi er þrumuveður og 17 st. hiti, nokkuð óvenjulegt á þessum tíma dagsins. Lægðin suðvestur í hafinu sennilega ráðandi um veður á mánudag hér á landi. Ekki var þó unnt í gær að staðsetja hana svo langt fram í tímann. Ungur Hafnfirðingur opnar málverkasýningu NÚ þessa dagana heldur ungur Hafnfirðingur, Jón Gunnarsson, málverkasýningu í Iðnskólahús- inu í Hafnarfirði. Er þetta fyrsta sýning hans, en áður hafa nokkrar myndir eftir hann ver- ið til sýnis í glugga Morgun- blaðsins. A sýningunni eru um 40 myndir, 29 olíumálverk og 12 vatnslitamyndir, allar málaðar á síðustu tveimur árum. Hefir listamaðurinn valið sér viðfangs efni víða að, en mest áberandi á sýningunni eru myndir frá sjónum. Er það og raunar ofur eðlilegt, að Jón leiti þangað að verkefnum, því sjálfur héfir hann verið sjómaður um árabil. Sjávarmyndirnar á sýningunni eru flestar »ijög lifandi og sterk ar og virðist listamanninum tak- ast þar einn bezt upp. Má þar sérstaklega nefna myndina „Faðmlög Ránar“, sem er hrif- andi og hrikaleg í senn. Margar af landslagsmyndunum eru einn Frjálsar íþróttir í Keflavík í DAG kl. 2 fer fram hin ár- lega fjögrabandalaga keppnj I frjálsum íþróttum. Keppt er í 10 greinum og tveir keppendur frá hverjum aðila í hverri grein. Búizt er við skemmtilegri keppnL Samsæti ig vel unnar. Má þar sem dæml nefna myndimar af Keili og Helgafelli, sem báðar eru fín- lega unnar. Hér skal eigi farið nánar út i að ræða sýningu þessa, eða ein- staka myndir, enda ekki til- gangurinn með þessum fáu lín- um, að skrifa neina listgagnrýnf þar um. Fyrst og fremst vildi ég mega vekja athygli Hafnfirð- inga og annarra, sem áhuga hafa á málaralist, á sýningu þessa unga listamanns og benda á, að þarna hefir nýr maðui komið fram á sjónarsviðið með sína fyrstu sýningu, sýningu, sem gefur fyrirheit um að þarna sé efnilegur málari á ferðinni, sem líklegur sé til afreka í fram tíðinnL Á. G. F. Á að fara til Rússlands HRINGT var til blaðsins eftir i hádegi í gær, þegar nýlesnar höfðu verið fréttir í útvarpinu af kjarnorkusprengingu Rússa í háloftunum yfir Mið-Asíu. Sá, sem hringdi, hafði orð á því, að sér hefði þótt óviðeig- andi, svo að ekki væri dýpra tekið í árinni, að hlusta á fyrir hugaða söngför Fóstbræðra til Sovétríkj anna, eftir að hafa hlustað á fregnir af ofbeldis- aðgerðum sovézkra í Berlín og eitrun þeirra á andrúmsloft- inu, fyrir utan óduldar njósnir þeirra í íslenzkri landhelgi. Viðeigandi svar íslendinga við fyi-ir söngkennara ÁRNESI, 27. ágúst. — Síðastl. fimmtudagskvöld 24. þ. m. var Páli H. Jónssyni, fyrrv. söng- kennara á Laugum og konu hans, Rannveigu Kristjánsdótt- ur, haldið virðulegt kveðjusam- sæti að Laugum í Reykjadal, en Páll lætur nú af störfum sem söngkennari héraðsskólans þar og flytur úr héraði eftir langt og gifturíkt starf, en þau hjón bæði hafa átt miklum vinsæld- um að fagna meðal nemenda og annara er þeim hafa kynnzt. Kirkjukór Einarsstaðasóknar og Karlakór Reykdæla gengust fyrir samsætinu, en Guðmundur Gunnarsson, kennari á Laugum stjórnaði því fyrir hönd kór- anna. Samsætið sátu á þriðja hundr að manns, eða eins margt og húsrúm leyfði. Yfir 20 þakkar- ræður voru fluttar undir borð- um til þeirra hjóna, en eins og kunnugt er hefur Páll staðið mjög framarlega í söngmálalífi Þingeyinga á liðnum árum og getið sér miklar vinsældir í starfL 1 kveðjusamsætinu bárust þeim hjónum virðulegar gjafir frá kórunum er að samsætinu stóðu. í lok samsætisins flutti Páll þakkar- og kveðjuorð fyrir hönd þeirra hjóna. Of ung Stúlkukindin, sem hleypur um á baðströndinm, er An- uschka von Mehks, 18 ára gömul. Hún er þýzk-rúss- neskrar ættar, dóttir auðugs iðnrekanda í París, og nán- asta vinkona Karims prins, sem eins og kunnugt er er sonur Ali Khans heitins og eftirmaður Aga Khan IV. En allt beindir til þess, að ástarævintýri þeirra Karins sé að ljúka. Begum, ekkja Aga Khans, óttast tengdir við hina þýzk-rússnesfcu fjöl- atburðum seinustu daga væri að hætta við förina. Sízt af öllu ætti að syngja í Eystra- saltslöndum. — Morgunblaðið vill koma þessari skoðun á framfærL skyldu og telur þær hafa i slæm áhrif á forystuhlutverk Karims yfir þeim 20 milljón- um Múhameðstrúarmönnum, sem lúta honum. Anuschka er nefnilega alin upp á kristi- legu heimili og hefur notið menntunar á kristilegum skóla. — Auk þess er hún alltof ung fyrir hinn 34 ára hálfguð, segir Begum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.