Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. sejft. 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 5 listamanns. Það hafði ég aldrei gjört áður. Frú Ragnheiður Pétursdótt ir í Háteigi hringdi mig upp fyrir hönd Bandalags kvenna í Reykjavík. Spurði hún mig, hvort ég myndi fáanleg til að vefa stórt veggteppi, sem ætti að sýna landnámdð. Teppið átti að verða gjöf kvenna til vænt anlegs ráðhúss Reykjavíkur. Þetta átti að verða eftir fyrir mynd Jóhanns Briem, sem þær konurnar höfðu þá talað við tveimur árum áður. Var hann þegar kominn með nokk ur frumdrög. Þarna var úr vöndu að ráða fyrir mig, því að ætlun mín var að vefa að- eins eftir eigin fyrirmyndum. Það er annað að skapa og byggja upp sitt eigið, en verða að setja sig inn í tján- ingaheim annars listamanns, þótt mætur sé og hafi hlotið verðskuldaða viðurkenningu. Það fór þó svo, að ég sá mér ekki fært að hafna þessu boði og hófst því handa um að útvega mér 2% m breiðan listvefnaðarstól frá Noregi. En teppið átti að vera 2x2% m. Svo þurfti að fá efnið, bezta fáanlegan hör í uppistöðuna. Álafoss hafði lofað að vinna bandið eftir minni fyrirsögn Vigdis Knstjansdottir fyr ir framan vefstólinn, sem hún óf í „Ráðhústeppið“. rK og lita það. Var það gert af mikilli prýði. Svo kom fullgerð frummynd in frá Jóhanni Briem, 1957, hún var sett upp í vefstólinn og verkið hófst. Það var erfitt að gera sér grein fyrir því fyr ir fram hversu mikið verk það væri að vefa teppið, og óraði 1 mig ekki fyrir því hve mikið það var í raun og veru. Það tafði mikið fyrir mér, hve fáa liti ég hafði, innan við 30, en tæpast er hægt að leggja upp í svona myndvefnaðar- verk með minna en 70—80 liti. Eg varð að rekja bandið í sund ur Og setja það saman, alla vegna aftur, til að skapa lit- brigðin. Oft úr einum 7 blönd um, þar sem liturinn grípur hver inn í annan í vefnaðar- tækninni, þetta tafði stundum um helming. Oftast þegar um svona stórt teppi er að ræða, vinna tveir við það, en ég var alltaf alein. Hvernig þetta hefur tekizt get ég ekkert sagt um. Teppið var afhent Reykja vík á 175 ára afmælisdaginn og afhjúpað þann dag. Hang ir þar í bæjarþingsalnum í Skúlatúni 2 þar til ráðhúsið okkar rís af grunni. Það verða þjóðin og fram- tíðin, sem dæma um mína hlut deild í teppinu. Eg vona að það eigi eftir að skapa aukinn áhuga á listvefnaði hér heima. Það hefur oft undrað mig hve lítill áhugi og skilningur ríkir á þessari listgrein hér. Þetta er þó ein þeirra listgreina ,sem lengsta þróun „tradition" eiga að baki sér og margt fallegt hefur verið ofið hér á landi gegnum aldirnar úr ullinni okkar, þó að ekki hafi það verið myndvefnaður. Þjóðminjavörður segir, að þetta umrædda teppi sé fyrsta stóra myndteppið, sem ofið er hérlendis, svo hann viti til. Eg var að tala um áhuga leysi á myndvefnaði, en ég held að deild sú, sem sett var á stofn við Handíða- og mynd listaskólann fyrir tveimur ár um, hafi gert mikið til að glæða hann. í sumar hef ég hvílt mig vel frá öllum vefnaði, og er nú farin að hlakka til að hefjast handa um vefnað teppa eftir mínum eigin fyrirmyndum. m Fréttamaður blaðsins hitti Vigdísi Kristjánsdóttur, lista- konu að máli fyrir skömmu. Vigdís sagðist hafa tekið það rólega í sumar, ferðazt um og einnig unnið að jarðabótum við sumarbústað, sem hún á fyrir utan bæinn. I vor Iauk Vigdís við að vefa ráðhústepp ið, svonefnda. teppið, sem Bandalag kvenna í Reykja- vík gaf og var afhjúpað á 175 ára afmælisdegi borgarinnar. Hangir það nú uppi í fundar sal bæjarstjórnar, en er í fram tíðinni ætlaður staður í ráð- húsi Reykjavíkur. Við báðum Vigdísi að segja okkur frá aðdraganda þess, að hún tók að sér að vefa teppið og vinnunni við það. — Það mun hafa verið árið 1955, sem ég kom heim að loknu myndlistarnámi mínu, hóf Vigdís mál sitt. Fyrst var ég fimm ár við nám í málara list hjá prófessor Kræsten Iv ersen, við listaháskólann í Kaupmannahöfn Og síðan tvö ár í mynd- og listvefnaði við ríkisskólann í Ósló. Var það fyrir eindregin tilmæli próf. Iversens, að ég fór út í list- vefnaðinn, en prófessorinn taldi myndstíl minn vera vel fallinn fyrir myndvefnað. Þegar ég kom heim, hafði ég ofið nokkur teppi eftir eigin fyrirmyndum, og dómurinn sem þau fengu hjá prófessorn um var mjög uppörvandi og hvatti mig eindregið áfram, enda mat ég dómgreind þessa mæta listamanns mjög mikils. Eg kom því heim full áhuga með marga frumdrætti í koll inum, og hlakkaði til að hefja starf mitt við að skapa mynd- og listvefnað úr íslenzku ull inni okkar, sem er sérlega á gæt til þeirra hluta. En það fór svo, að fyrsta stóra verkið, sem ég vann á þessu sviði, varð ég að taka að mér eftir fyrirmynd annars „Ráðhústeppið“, sem Vig dís óf eftir hugmynd Jó hanns Briem. Sýnir mynd in komu Ingólfs Arnarson ar og Hallveigar Fróðadótt ur til Reykjavikur. Hjá þeim stendur sonur þeirra Þorsteinn. Öndvegissúlur Ingólfs eru einnig settar inn í myndina. Skólapeysur Sel næsfcu daga drengja- peysur og fcelpugolf treyj ur (útprj.) og klukkuprjóns- peysur. Prjóna úr tillögðu garni. Sporðagrunnur 4. — Sími 34570. Ráðskonustaða Fertug kona með 17 ára sori óskar eftir ráðskonu- stöðu. Tilb. merkt: „ágúst 61 — 1513“, sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld. Húseigendur Smíðurn í öllum stærðium okkar viðurkenndu forhit- ara fyrir hitaveitu. Leitið uppl. í síma 32778. Vélsmiðjan Kyndill hf. Vinna V antar réttinga-, boddí- og suðumenn. Uppl. í síma 19683. TJARIMARCAFÉ SÍMI 13552 • Mdnudagui TRlÓ JÓINiS PÁLS Leikur frá kl. 9—11,30 TRÍÓIÐ ER SKIPAÐ ÞESSUM Husið opnað kl. 7 jAZZLEIKURUM AUK HANS SJÁLFS ÞÓRARINIM ÓLAFSSON PJAIMÍÚ og ÁRIMI EGILS BASSI N N H5 IHiðnæturskemmtun HALLBJÖRG BJARNADÖTTIR SKEMMTIR í Austurbæjarbíói miðvikudaginn 6. þ.m. kl. 11,30 e.h. ★ NEO-tríóið aðstoðar ★ Aðgöngumiðar seldir í Bókabúð Lárusar Blöndals, Vesturveri og í Austurbæjarbíói. Bernadé Gonzáleg Chapa lllálverkasýning í Ásmundarsal við Freyjugötu 3.—10. september. Opið kl. 2—10 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.