Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 6
6 MonnvTsnj/AÐitt Sunnudagur 3. sept. 1961 Hvaða takmarki vill Krúsjeff ná NIKITA KRÚSJEFF, forsætisráð herra Sovétríkjanna lýsti því yf ir í veizlunni miklu í Kreml, sem haldin var til heiðurs Titov geim fara, er hann kom til Moskvu eft ir geimflugið, að rússneskir vís- indamenn teldu sig geta smíðað vetnissprengju sem jafngilti hundrað milljón lestum af TNT sprengiefni. í tilefni af þessari yfirlýsngu sovézka forsætsráðherrans sendi bandaríski blaðamaðurinn Joseph Alsop frá sér nokkrar greinar um vopnabúnað stórveldanna, Og stefnur þeirra í hermálum, — en Alsop hefur tíðum fjallað um þau efni í skrifum sínum. Hér á eftir verður rakinn meg- inþráður greina Alsops, þar sem hann ræðir um hina nýju sprengju og ný langdræg flug- skeyti, sem Rússar hafa gert til raunir með. og var því örlagarík stjórnmála- ákvörðun. Hið sama er að segja um það, er McNamara hafnaði — með sömu rökum og Eisenhower — áætlun bandaríska flughersins um að gera það átak er þyrfti, til þess að ná aftur þessari fyrri aðstöðu. Það mætti nú gera með þvi að not færa sér þær framfarir, sem urðu með smíði Minuteman-eldflaugar innar. Samkvæmt áætlun flughersins hefði þurft að smíða fjölmörg flugskeyti álíka Og Minuteman eða Polaris, til þess að þurrka út McNamara. alla vetnisorku andstæðingsins með því að verða fyrri til. Hins vegar gerði McNamara áætlun pm vopn, sem ekki yrði útrýmt í jfyrstu árás andstæðingsins og gætu því orðið til svars á eftir. Hefur þannig verið lögð áherzla á möguleikann til þess að geta svarað árás í stað þess að vera I fær um að hefja árás. Kjarni áætlunar McNamara eru 600 Minuteman-flugskeyti. Þann- ig verði um geymslur þeirra búið, að ekkert geti grandað þeim utan öflugustu sprengjur Sovétríkj- anna — hitti þær beint. Með hlið sjón af þeim sprengjum, sem Rúss ar hafa til þessa átt, ættu alltaf að vera til nægilega mörg flug- skeyti ósködduð til þess að unnt yrði að svara mögulegri fyrstu ár ás, — ætti það því að halda aftur af Rússum um að hefja slíka árás. Geri hinsvegar Krúsjeff tilraun ir með þá nýju sprengju, er hann hefur skýrt frá, verða Bandaríkja menn að endurskoða þessa áætl un. Minuteman geymslur þola 10 megantonna sprengjur en þola ekki 100 megatonna sprengjur. Jafnframt þurfa Rússar færri sprengjur til þess að ná öflugust um árangri. ♦---- Sérfræðingar í Pentagon eru eins og venjulega skiptra skoðana um, hvort köstir hinna stóru sprengju muni í augum Rússa verða þyngri á metunum en ókost irnir. Hinn gífurlegi kostnaður við smíði 100-megatonna sprengju svo og eldflaugar til að bera slíka sprengju eru augljósir vankant ar. Því telja margir að þótt Rúss ar geri tilraunir með slíkar sprengjur verði það fyrst og fremst til að sýnast. — En aðrir eru hreint ekki á sama máli. Umræður um málið fara frarn fyrir luktum dyrum og þær fara fram á algerlega tæknilegum grundvelli — nauðsynlegur, en ó aðlaðandi grundvöllur að fjalla um slík vandamál lífs og dauða. En slíkt er eðli vopna, því miður, og hefur verið frá örófi alda. Væri óneitanlegra æskilegra að breytingar í vopnabúnaði væru ekki alveg svona örar. +— Krúsjeff „siðferðiiega" búinn Þá hafa Rússar nú gert til raunir með nýja gerð langdrægra eldflauga, sem hefur marga kosti umfram fyrri eldflaugar þeirra. Þær eru léttari og auðveldari í notkun en fyrri eldflaugar þeirra, aðeins verður kostnaðarminna að skjóta þeim á loft og ef til vill auðveldara að dulbúa þær. Eldflaugar þessar kunna, eins ag hin aflmikla sprengja, að verða Rússum nytsamlegt vopn samkvæmt hernaðarstefnu þeirra Framhald á bls. 11 með hinni nýju sprengju? ♦— Nýr þáttur að hef jast Nýr þáttur er að hefjast í framleiðslu nútímavopna. Nikita Krúsjeff hefur státað af því, að Rússar geti framleitt 100 mega tonna vetnissprengjur. Við verð um því að vera því viðbúnir, að Rússar reyni slíkar sprengjur. Tæknilegar framfarir við gerð slíkrar sprengju eru tiltölulega litlar, en búast má við, að Krús- jeff muni notfæra sér slíkar til- raunir til þess að auka mönnum ótta. Bandarískir vísindamenn geta gert hliðstæðar sprengjur, hve- nær sem bandaríska kjarnorku- málanefndin fer þess á leit, en ó- líklegt er að til þess komi — þær vetnissprengjur, sem Bandaríkja menn eiga stærstar (20 megatonna sprengjur) hafa meir en nægileg an eyðingarmátt. Samkvæmt henni væri þeim ónauðsynlegt að gera svo aflmikla sprengju. Vandamálið er hins vegar, að það þarf ekki að vera ónauð synlegt Rússum. Því kann slík sprengja að kollvarpa þeirri skoð im Bandaríkjamanna, að þeim sé í sjálfsvald sett hvernig þeir svari mögulegum árásum Rússa, — nema gagnráðstafanir komi til. Fyrrgreindri skoðun Banda- ríkjamanna hefur Robert Mc Namara, landvarnarráðherra, komið á sem opinberri stefnu bandarísku stjórnarinnar. Er það dæmi um hversu bandarísku þjóð inni er lítt kunnugt um ýmsar á- kvarðanir, sem hafa víðtæk áihrif á stöðu hennar. Þannig var með Eisenhower forseta, þegar hann ákvað með mestu rósemi að — vegna fjárhagsörðugleika — hætta við að viðhalda möguleik um Bandaríkjamanna til þess að að verða fyrri til að beita atóm- vopnum í styrjöld. Eisenhower byggði ákvörðun sina á því, að sem lýðræðisríki myndu Banda- ríkin aldrei verða fyrri til. Engu að síður hefur þessi á- kvörðun orsakað mikla breytingu á afstöðu okkar til Sovétríkjanna Velvakandi leggur í dag eft- irfarandi spurningu fyrir Magnús Víglundsson ræðis- mann: Hversvegna safnið þér ljóðabókum? Eins og kunnugt er, þá er Magnús mikill ljóða- vinur. Hann á mjög stórt safn Ijóðabóka og er formaður út- gáfufélagsins Braga, sem vinn ur að kynningu og útgáfu á verkum Einars Benediktsson- ar. Svar Magnúsar fer hér á eftir. • Ljós um langa nótt: Ég held að áhugi minn fyrir ljóðum hafi vaknað fyrir al- vöru þegar ég var lítill dreng- ur, og naut á æskuheimilinu samvista við ömmu mína, Hall dóru Snorradóttur, en hún hafði misst sjónina á miðjum aldri. Halldóra kunni mikið af ljóðum og vísum, og við kváð- umst oft á í rökkrinu okkur til dægrastyttingar. Ég hlakk aði mjög til þessarra rökkur- stunda, en þótt ég legði mig allan fram um að læra og hafa á hraðbergi allar þær vísur, sem kostur var, fór þó oftast svo, að asnma mín kvað mig í kútinn. Löngu seinna skildi. ég, að sálmarnir, ljóðin og lausa- vísurnar sem amma mín hafði lært á bernskuárunum, var það ljós, er æfinlega lýsti fyr- ir hugarsjónum hennar, þótt hún væri blind í nærri þrjátíu ár. • „Skólaljóðin“ og „Svanhvíta Síðar fékk ég svo í hendur „Skóíaljóðin“, sem Þórhallur biskup Bjamarson hafði tekið saman, en Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar gefið út. Þessi bók er ekki stór í sníð- um, aðeins 141 bls. í litlu broti, en hefur þó að geyma ijóð eft- ir 22 skáld, frá Eggert Ólafs- syni til Einars Benediktssonar, og eru kvæðin tekin úr Ijóða- bókum útgefnum á tímabilinu 1832 til 1913. Auk þess hefur bókin að geyma æfiágrip höf- unda ljóðanna og orðaskýring- ar, er Þórhallur biskup ritaði, svo og efnisskrá. Ég lít svo á, að „Skólaljóð“ Þórhallar biskups sé ein merk- asta sýnisbók íslenzkra ljóða, sem út hefur komið á íslandi. Þessi litla bók hefur haft stór- felld og næsta ótrúleg áhrif til að vekja og viðhalda áhuga íslendinga fyrir fögrum og sígildum ljóðum. Svo kom „Svanhvít" á heimilið, kærkominn gestur sem varð þar heimilisfastur. í þessari bók birtist, sem kunnugt er, dálítið safn úr- valsljóða eftir ýmis af höfuð- skáldum álfunnar, þeirra á meðal Schiller, Goethe, Burns, Longfellow, Byron, Bjöm- stjerne Bjömsson, Gerok og að ógleymdu söguljóðaskáld- inu Runeberg. Kvæði þessi þýddu á íslenzku hin andríku og hálærðu skáld, Steingrím- ur Thorsteinsson og Matthías Jochumsson, og eru þýðing- arnar frábærlega vel gerðar, svo sem alkunna er. Ég las „Svanhvít" aftur og aftur, og hefi vist lært flest kvæðin, sem þar er að finna. Get ég fúslega tekið undir með próf. Guðmundi Finnbogasyni, er hann segir svo í formála fyrir 2. útgáfu: „Eins og margir aðrir á ég Svanhvít allt frá æsku margar yndisstundir að þakka“. •Góðar barnabækur skortir Er ég minnist nú þeirra bóka, sem ég las í bernsku og tel mig eiga mikið að þakka, get ég ekki látið niður falla að láta í ljós þá skoðun, að um afturför sé að ræða hjá okkur, að því er tekur til út- gáfu barnabóka. Þær barna- og unglingabækur, sem nú eru gefnar út, virðast mér yfirleitt aðeins spennandi og misjafnlega samsett lestrar- efni, dægradvöl, sem lætur engin eða lítil holl og varan- leg áhrif eftir í huga hins unga lesanda að lestri lokn- um. í þessum efnum er umbóta brýn þörf, og væri slík um- bótastarfsemi verðugt verk- efni fyrir Almenna Bókafélag ið, og önnur þau bókaútgáfu- félög, sem hafa stóran hóp lesenda og stuðningsmanna að bakhjalli. Mætti margt um þetta málefni segja, þótt hér ☆ FERDIIMAND ☆ rw—• r’ L >Z*r'C't rj,Cr- ~ r^s M f 0/ \ |H4r /fe iiáj; GRRp verði staðar numið að sinni, í ljóðasafni mínu munu vera um 1200 eintök, frumsamin ljóð og þýdd, í öllum útgáf- um, sem ég hefi náð til, en þetta eru nú ekki allt stórar bækur. Ég hefi einkum lagt mig eftir söfnun ljóðabóka út- gefinna allt frá 1874 og til þessa dags. • „Ljóð er það eina, sem lifir allt“ wammmmmmmmmmmmmm Þér spyrjið hver sé tilgang- ur minn með ljóðasöfnuninni. Eins og ég sagði í upphafi þessara orða, þá hefi ég allt frá bernskudögum haft mikið yndi af ljóðum. Og mér hefur þótt eftirsóknarvert að kynna mér eftir föngum hversu hinni ljóðelsku og skáldmæltu ís- lenzku þjóð hefur famast undanfama tíma í glímunni við stuðla og höfuðstafi, þess- ari göfugu íþrótt sem hefur þróast í ríkum mæli með ís- lendingum frá upphafi vega. Auk þess held ég að ekki verði um það deilt, að merkilegt lærdómsefni eða djúpsett spekimál sé líklegra til lang- lífis og áhrifa þegar það er sett fram í formfögru og orð- snjöllu ljóði. En ef til vill býr þó um- fram allt að baki viðleitni minnar til ljóðasöfnunar ósk- in um hlutdeild í varanlegum verðmætum, leit að birtu frá Ijósinu sem aldrei fölskvaðist fyrir innri sjónum ömmu minnar, jafnt þótt blind uagu hennar næðu ekki að greina hið ytra Ijós. Og myndi ekki sannleika — ef ekki allan, þá nokkurn — vera að finna í þessum orðum Einars Benediktssonar: „Ljóð er það eina, sem lifir iallt hitt líður og týnist þús- undfalt —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.