Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORGZJNBLAÐ1L Sunnudagur 3. sept. 1961 , VÍÐIR n. kom til heimahafn- ar í Sandgerði klukkan 1 síð- astliðna nótt, eftir sitt frækna úthald í sumar, með mestan afla, sem verið hefur um margra ára skeið. Víðir Sveinsson stýrimaður kom með bátinn að norðan, því Eggert skipstjóri Gísla- son, tók annað stýrishjól í hendur fyrir norðan og ekur bíl sínum suður með konu sína og 4 börn, sem dvöldu í sum- ar í Ólafsfirði, því þaðan er kona hans ættuð. — Þegar við komum niður á bryggjuna í Sandgerði, var ' skipshöfnin á Víði II. þar, 1 íklædd gulum stökkum og , stóðu þar við að hvítþvo lest- Skipstjóri sem aðrir vinna að borðþvotti í VÍÐIR II. komln helm Heimsmet í afla ) arborð og skilrúm úr klór- vatni. Guðmundur frá Rafnkeis- , stöðum, útgerðarmaður stóð þar og horfði með velþóknun á starfið — að baki lá floti hans allur — Víðir II., Jón Garðar, Mummi og Freyja, sem samtals færðu á land 45 þúsund mál og tunnur á lið- inni síldarvertíð fyrir norðan. Víðir Sveinsson stýrimaður var þar að þvo lestarborð með skipshöfn sinni, sem mun vera nokkuð einstakt, enda taldi Guðmundur á Rafnkelsstöð- um, þrifnað og hirðusemi skipshafnarinnar með eindæm um. Við fengum aðeins að tefja Víði stýrimann með nokkrum spurningum um þetta síðasta úthald. ur? Við fórum norður 15. júní og fengum fyrstu síldina fyr- ir norðan, 19. júní, en vorum áður búnir að fá 6000 tunnur í júnímánuði hérna í Faxa- flóa. — — Hvað fenguð þið mest í kasti? Það var mest losað hjá okk- ur 1300 mál, en það var eftir löndunarbið, báturinn tekixr 1850 uppvigtaðar tunrrur — við komum með það til Kefla- víkur. — Urðuð þið fyrir mikium töfum vegna löndunarerfið- leika? — Já, það urðu miklar taf- ir af því og svo tók það stund- um ?>Zz sólarhring að kom- ast af miðum og á þau aftur fyrir skipshöfnina, en við hefð um gjarnan þegið að nota þann tíma til meiri veiða. — Er ekki mikið erfiði við svona mikinn afla? — Jú, það er það, en annars létta tækin mikið fyrir. — Kraftblökkin er mesta þarfa þing — og vélbúni báturinn, sem við höfðum er til mikill- ar hjálpar, þegar um stærri köst er að ræða, þá er það mikil hjálp að hafa léttbát. Við vorum stytzt 3V4 tíma með kastið, sem var nokkuð stórt, en stundum ekki nema klukkutíma tæpan. — Telurðu að tækin, sem kölluð eru, eigi mikinn þátt í afla ykkar? Já, þau eiga það, en það þarf að kunrra að nota þau, tækin veiða ekkert sjálf, en Eggert skipstjóri og tækin vinna vel saman og við þurftum mikið að nota þau á vestursvæðinu og þar gáfust tækin vel, vegna þess að Eggert kunni að hag- nýta þau — nú, svo er líka mikið varið í aB útgerðin sé góð og farið að ráðum skip- stjórans. — Þá kom lyftingur í herðar Guðmundar á Rafn- kelsstöðum og greip hann framí að það væri ekki satt — þetta væri allt að þakka skips- höfninni, dugnaði þeirra og snyrtimensku. — Það er allt þeim að þakka góurinn minn — þetta er engin heppni, þetta er allt strákunum og bátnum að þakka!— Víðir stýrimaður tekur undir þetta og segir að afli þeirra sé engri heppni að þakka, það er Eggert Gíslason skip- stjórinn okkar, sem á þar hlut að máli og ekki hvað minnst- ann, við vitum það. — — Það er altaf verið að reikna út hlutinn ykkar — hvað verður hann mikill? — Hluturinn verður úr þessu úthaldi eitthvað yfir 100 þúsund hjá hásetunum. — — Þetta eru dálítið svim- andi tölur fyrir okkur láglauna menn — tvenn árslaun fyrir okkur heilt hús á góðum stað! — Já, það geta ekki allir verið á Víði II. — Við erum 11 sem eigum hlut í aflamim á móti útgerðinni og við sjá- um ekkert eftir hennar hlut. Víðir II. var aflahæstur bétur á síldveiðum fyrir norð- urlandi í sumar, með 21510 mál og tunnur, en þar með er ekki öll sagan sögð. Á 9V2 úthaldsmánuði, frá því bátur- inn kom til landsins, er hann búin að afla 71 þúsund mál og Rabbað við skipshöfn ocj ufgerðarmann tunnur af síld, auk 400 lesta af fiski og er það tvimælalaust heimsmet í afla við hvað sem miðað er — þarna er einn bátur og ein skipshöfn að verki. — Við göngum upp hafnargarð inn og strákarnir á Víði II. gjóa augunum til okkar, sem erum heilt ár að vinna fyrir mánuðarkaupinu þeirra. — Við göngum upp bryggjuna með Guðmundi á Rafnkels- stöðum og hann segir okkur að höfnin sé altof lítil og að Sandgerði sé framtíðarstaður og að það sé alltof lítið gert fyrir höfnina og útgerðina í Sandgerði og hann er miklu hrifnari af strákunum á Víði, og hinum öllum, á bátunum sínum, en stjórnmálamönnun- um, sem altaf eru að kasta í dauðan sjó. — — Þarna, segir Guðmundur um leið og við göngum í hans reisulegu húsakynni, er til dæmis dauð verksmiðja, með fullkomnum vélum til fisk- vinnslu en vantaraðeins herslu munin til að verða 1500—2000 mála síldarverksmiðja. — Hvað eigum við að gera við bátana í haust, ef afli verður í Faxaflóa? Binda þá við garð- stubbann? Skammsýni í hag- nýtingu aflans í landi, kemur beinlínis í veg fyrir að geta hagnýtt starfskrafta drengj- anna sem sjóin sækja. — Ég ætla að reyna að flaka svo- Guðmundur Jónsson útgerðar maður, frá Rafnkelsstöðum í Garði. ; i lítið af síld í haust og reyna að fá bræðsluna í gang næsta haust — við verðum víst að vera þolinmóðir hvort sem okkar útgerð gengur vel eða illa. Það, var gaman að sjá Rafn- kelstaðaflotann allan og hitta sjálfan riddarann af Fálkaorðunni Guðmund á Rafnkelstöðum, en þó engu síðra að sjá mestu aflaskips- höfn Islands, þvo lestarborðin úr bátnum sínum, með engu minni umhyggju en að þeir' væru að þvo bleiur sinna egin barna. í vinsamlegu rabbi við Guð- mund á Rafnkelsstöðum höfð- um við, blaðasnatar, misst af rútunni og þá vatt Víðir Sveinsson, stýrimaður séruppí bíl sinn og ók okkur til Kefla. víkur og spurði hvort við vild- um fara lengra. — — hsj — Kjól averzl unin Elsa auglýsir Seljum þessa viku kjóla á hálfvirði. — Notið þetta sérstaka tækifæri. Kjólaverzlunin Elsa Laugavegi 53 — Alheimssjónvarp Framhald af bls. 3. og hitabeltisgróður. Einnig er mælt með rottum og sjávar- gróðri. Á Þriðji hver glæpamalður í dag drekkur áfengi áður en hann drýgir glæpinn. Formaður- vlsindafélagsins, sem fyrir ráðstefnunni stendur, sir Wilfred Le Gros Clark, sagði að mannkynið ætti nú í fyrsta sinn á hættu að afmá sjálft sig. Hvatti hann vísindamennina að flytja þennan boðskap eins víða og unnt væri. Ráöskona og aðstoðarstúlka óskast nú þegar í mötuneyti Hrað- frystihúss Tálknafjarðar. — Upplýsingar hjá Albert Guðmundssyni, kaupfélagsstjóra, Tálknafirði og Sjávarafurðadeild SÍS, Sambandshúsinu. Kaupféiag Tálknfirðinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.