Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. sepí. 1961 )iATrARA, TiNDl)R% IktVSTuR STREYM1^* ^ VJ^/£S rMA VAOAR UÐVA&UR. •ANDOV 7V0ROYM ðmðæreyju* MORGUNBLAÐIÐ sendi nýlega einn af fréttamönnum sínum, Harald J. Hamar, í stutta heimsókn til Færeyja. Þessi yfir- litsgrein er hin fyrsta, sem hann skrifar úr förinni, en á næstunni mun Mbl. birta les- endum sínum sitt hvað um atvinnu- og þjóðlíf Færeyinga. VUG- FÆREYJAR^ Stiklað á stóru MARGIR íslendingar hafa séð Færeyjar rísa úr hafi. Þeir hafa siglt upp að eyjunum, séð þverhnýpt bjargið gnæfa við himin, heyrt þennan gamal kunna brimgný, sem verður diínmur Og drungalegur undir köldu og nöktu þverhnýpi, enda þótt flögrandi fugla- mergðin og grastopparnir, sem gægjast fram af bjargrbrún- inni, minni okkur á, að þarna býr líka líf. íslendingurinn, sem stendur á þilfari skipsins og virðir fyrir sér nýtt land, hugsar með sjálfum sér: Þetta er ekkert nýtt. Þessi strönd gæti alveg eins verið íslenzk. — Og þegar þú, á ferðalagi um Færeyjar, staldrar við Og virð- ir fyrir þér hrikalegt landslag, þverhnýpt fjöll og djúpa firði, þá skýtur þessari sömu hugs- un aftur og aftur upp í huga þínum. Landslagið verður vinalegt og fallegt. Það líkist því, sem er á Islandi. er hún á Straumey, sem er stærst — og þar er líka höfuð staðurinn, Tórshavn. En sam- anlögð stærð eyjanna er áætl- uð um 1400 ferkílómetrar. Vegna smæðar sinnar virð- ast Færeyjar háfjöllóttar af hafi. Samt er hæsti tindurinn ekki nema 882 metrar. Og þó það taki oft langan tíma að ferðast á milli staða í Færeyj- um, þá eru fjarlægðir þar ekki stórar. Frá austri til vesturs eru eyjarnar aðeins 75 km frá norðri til suðurs 115 km. 18 eyjar byggðar f Færeyjum finnur þú samt ekki þann margbreytileika náttúrunnar, sem einkennir ís land. Þar eru ekki jöklar, eng- in eldfjöll og aðeins ein volg laug. Undirlendi er þar líka lítið og engin stór vötn eða ár. Þessar eyjar, sem ala eina minnstu þjóð veraldar, eru venjulega taldar 19 auk ótal- margra smáeyja og skerja. Á 18 eyjanna er byggð og mest 35 þúsund Færeyingar eru nú um 35 þúsund talsins og þeim fjölg- ar ört. Um aldamótin 1800 voru þeir aðeins liðlega 5 þús und, en rúmlega 15 þúsund um síðustu aldamót. Og nú búa í minnsta höfuðstað norður- álfu yfir 7 þús. manns. Tórs- havn er ört vaxandi bær. Þar er sömu sögu að segja og á íslandi, Fólkið flykkist úr sveitinni til höfuðstaðarins. Húsin standa auð í strjálbýl- inu, en hver kjallari í höfuð- staðnum er fullsetinn. NOL50Y r-r 5 T- t»MUN Ritmálið týnðist Papar voru í Færeyjum eins og á íslandi áður en hið óslitna landnám hófst. Og Færeyjar voru numdar frá Noregi eins og ísland. Landnám Færeyja hófst að því er sögur herma upp úr 800 og fyrsti norræni landnámsmaðurinn var ( rím ur Kamban. Kambans-nafniö bendir til keltneskra áhrifa og þeirra gætti mikið framan af. En hins vegar leikur enginn vafi á því, að Færeyjar byggð ust að mestu frá Noregi, en mikið sambanu var einnig við frland. — Á landnámstíð töl- uðu menn í Noregi, Færeyj- um og á fslandi sömu tungu. í þúsundár þróaðist svo norræn an í þremur löndum. Á þessu tímabili hefur bilið milli ís- lenzkunnar og færeyskunnar breikkað æ meira, enda þótt íslendingar Og Færeyingar skilji betur tungu hvors ann- ars en þeir skilja norskuna. Færeyingar voru að týna sinni tungu, vegna danskra áhrifa, einkum vegna þess, að þeir týndu ritmálinu við siðaskipt- in. Færeyskan lifði ekki í bók- um, heldur á vörum fólksins, í kvæðunum gömlu, sem sung- in eru enn þann dag í dag. Vakningartímar Það var færeyskur prestur, Hammetrshaimb, sem endur- skapaði færeyska ritmálið- á miðri 19. öld og nafn hans ber nú einna hæst í færeyskri menningarsögu. En það var ekki aðeins ritmálið, sem Færeyingar fengu aftur. Þetta voru vakningartímar og af- nám einokunarverzlunarinnar dönsku 1856 markaði tímamót í færeyskri sögu. Um aldir höfðu Færeyingar mest saman við Norðmenn að sælda. Sameining Danmerkur og Noregs 1380 hafði lítil áhrif þar á og Bergen var enn um langt skeið þeirra tíma Kaup- mannahöfn. Dönsk áhrif juk- ust þó æ meira, einkum eftir að danskan varð mál kirkj- unnar. Það var samt ekki fyrr en laust eftir aldamótin 1700 að landið var leyst undan Berg ens stifti og sett undir Sjá- lands stifti. Liðlega einni öld síðar voru tengsl Færeyja við norsku krúnuna með öllu slit- in og eyjarnar urðu þá danskt amt. Meirihluti fylgjandi tengslum við Danmörku Einn helzti forystumaður í stjórnmálavakningu Færey- inga á miðri síðustu öld var maður að nafni Winther og í byrjun síðustu aldar reis upp annar foringi, Jóannes Patur- son. Árangur sjálfstæðisbarátt unnar varð sá, að Færeyingar fengu heimastjórn árið 1948. Lögþing Færeyinga hefur nú æðstu völd í ýmsum mikils- verðustu málum þjóðarinnar, en utanríkismál, menntamál og tryggingamál eru sameiginleg með Dönum. Við síðustu kosn- ingar sýndi það sig, að meiri- hluti þjóðarinnar er fylgjandi áframhaldandi tengslum við Danmörku og núverandi for- ystumenn telja, að þannig verði Færeyingum bezt borg- ið. Um aldir var á Færeyjum bændaþjóðfélag. Landbúnaðar afurðir voru helztu eða einu útflutningsverðmætin, en sjó- sókn var aðeins stunduð til þess að afla matfanga fyrir Færeyinga. Á síðustu áratug- um hefur orðið mikil breyting á. Miðað við fólksfjölda eru Færeyingar nú ein mesta fisk veiðiþjóð heims. Á síðustu 10 árum hafa þeir endurnýjað fiskiflota sinn af miklu kappi og hefur sú uppbygging verið hrein bylting. Færeyingar eru dugmiklir fiskimenn og sækja ótrauðir á fjarlæg mið — og byggja afkomu sína á þeim. Þeir veiða lítið á heimamiðum, því aflinn þar er orðinn mjög rýr. — Með dugnaði og þraut- seigju eru Færeyingar að Byggja upp nútíma þjóðfélag, hagur almenninga er þar góð- ur orðinn og Færeyjax eru bjartsýnir. f greinum þeim, sem fylgja, verður fjallað um það helzta, sem fyrir augum ber í stuttri heimsókn til Fær- eyja. h.j.h. s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.