Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 11
i Sunnudagur 3. scpt. 1961 MORGVIS BLAÐIÐ 11 Jón Þorláksson kominn með nýtt mastur í GÆR íór togari Bæjarútgerð- arinnar, Jón Þorláksson, í reynsluferð eftir að 12 ára klöss un hafði farið fram á honum og gekk skipið prýðilega. Auk þess sem skipið var tekið alveg í gegn til grunna, var gerð á því sú breyting að gamla mastr- ið var tekið af því og sett grennri og léttari stöng aftan á skorsteininn. Mun þetta eiga að gera skipið sjóhæfara. Vélsmiðjan Héðinn annaðist verkið, sem hófst 30. nóv. sl., en gír í aðalvélina, sem sendur var til Englands, olli nokkrum töfum, þar sem stóð á honum. Togarinn er nú að fara á veið ®r á heimamiðum. Togarinn Hallveig Fróðadótt- ir. eign Bæjarútgerðarinnar, er nú að fara í samskonar klössun og Jón Þorláksson, og mun Vél- smiðjan Héðinn einnig sjá um hana. — Krúséff Framh. af bls. 6 — að vera fær um að „kasta fyrsta steininum" — verði nokkr um kastað. En eins og áður er Bandaríkja mönnum — með tilliti til stefnu þeirra — engin nauðsyn að eyða gífurlegum fjármunum í þessu skyni. Bandaríkjamönnum fór meira fram með smíði Minute- man eldflaugarinnar frá smíði Atlaseldflaugarinnar en Rússum nú, en það hefur tiltölulega litla þýðingu. Hin nýja eldflaug Rúss anna verður þeim fullt eins nota- drjúg og Minetuman Bandaríkja mönnum. Fregnin um hið nýja flugskeyti er í sjálfu sér mjög athyglisverð eins og mikilvæg framfaraskref í vopnabúnaði Sovétríkjanna eru ávallt. En sú fregn hefur einnig aðra þýðingu, sem varðar minna gerð vopnsins sjálfs — en það er Ihvernig Krúsjeff bregzt við. í Viðræðum við stjórnmálaleiðtoga Vesturveldanna hefur Krúsjeff yfirleitt komið fram eins og gagn fræðaskólastrákur, sem hefur eignazt nýjan vélbát eða riffil — með vanþroska stolti. Þar við bætizt, að hann hefur nýlega lýst yfir því, að það væri „óraun- sætt“ og „rangt“ — meira að segja ,siðlaust“ að neyta ekki meðan á nefinu stendur til þess að koma ár sinni betur fyrir borð í Berlínarmálinu. Þessi stað hæfing ai „siðferðilega“ hljóti hann að reiða högg að Berlín gef ur tilefni til mjög alvarlegrar spurningar. Hversvegna bauð honum ekki „siðferðilega" að reiða þetta högg árin 1953 — ’55 — ’56 — eða 1957? Svarið liggur í framförum í vopnabúnaði Sovétríkjanna, og stöðugum áætlunum Krúsjeffs þar að lútandi. Hann trúir því í raun og veru, að þegar Rússar stígi stórt skref í vopnaframleiðslu sé „siðlaust“ að notfæra sér það ekki til þess að ávinna sér bætta stjórnmálað- stöðu í heiminum. Gæti hinir sjálfumglöðu Vesturlandabúar þess ekki að viðhalda jafnvægi í hernaðarmætti stórveldanna mun Krúsjeff verða „siðferðilega“ knúinn til þess að halda áfram á sömu braut og í Beilín. Þegar leiðtogi máttugs hernað- erríkis — eins og Krúsjeff nú — hefur slíka afstöðu verður hverju skrefi framfara 1 vopnabúnaði íylgt eftir með ráðstöfunum til þess að ná stjórnmálalegum á- vinningum, svo framarlega sem honum er ekki veitt viðnám. Það hefur lengi verið beðið eft ir þessari nýju eldflaug í Sovét- ríkjunum, enda er hún á eftir á setlun. En úr því sem komið er verða Bandaríkjamenn að gera allar þær ráðstafanir sem unnt er til þess að vogarskál hernaðar- máttarins hallist þeim í vil — vilji þeir koma 1 veg fyrir frekari „siðferðilegar“ ráðstafanir Krú- sjeífs. ________________________________> Nýtt Nýtt ítalskar nælon-poplin regnkápur fyrir dömur, fisléttar og sterkar. Verð er aðeins kr. 898.— og kr. 1098.— Eygló Laugavegi 116 HEF OPNAÐ Lögmannsskrifstofu í AUSTURSTRÆTI 3 Skrifstofutími fyrst um sinn kl. 4—6. — Sími 10223. BENEDIKT BLÖNDAL héraðsdómslögmaður Ódýrt! Ódýrt! Sisal gólfdreglar og mottur í ýmsum breiddum. — Sterkir og fallegir. Lægsta fáanlegt verð. Málaraverzlun PÉTURS HJALTESTED Snorrabraut 22 — Sími 15-7-58 CANBRIT útvegar fólki skóla og úrvalsheimili í Englandi. Á heimilunum er yfirleitt ungt fólk, sem gerir nem- endum kleift að æfa talmálið við beztu skilyrði utan skólatímanna. Fyrir þÁ, sem taka vilja námið alvar- lega, eru haust og vetrarmánuðimir ákjósanlegastir. Hagstætt verð. — Upplýsingar gefur Sölvi Eysteins- son, sími 14029. — Stór útsala — Allar vörur verzlunarinnar eiga að seljast, því Varðarhúsið á að f jarlægja af lóðinni. Allt nauðsynjavara, sem selst undir inn- kaupsverði: Vinnufatnaður — Regnfatnaður, Skyrtur — Nærfatnaður Herrafrakkar — Kvenfrakkar margar gerðir, sérstaklega ódýrir. Ennfremur margskonar smávarningur. Hér er tækifærið til að gera góð innkaup, áður en þessar vörur hækka. Sjóklæði & Fatnaður Varðarhúsinu — Kalkofnsveg IHerkið er • • T . •,-VV..TT77T- SEBRA SEBRA ANORAKINN er aðeins framleiddur ~ AtW! úr 1. flokks popplini. íltsölustaðir í Reykjavíb - eru; .. Verzlunin Valborg Austurstræti 12 Verzlunin Sóley Laugavegi 33 Verzlunin Sísí Laugavegi 70 f « Verzlunin Stakkur Laugavegi 99 ÉjJm SEBRA ANORAKINN fæst í stærðunum 2 — 4 — 6 — 8 — 10 Litaúrval. SEBRA ANORAKINN er kjörin flík í skólann. " -sbhBh Framleiðendur. Mmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.