Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 15
Sunnudagur 3. sept. 1981 MORGVTSBLAÐIÐ 15 95 ára á morgun: Gunnar Matthlasson: Valgerður Helgason Á MORGUN, 4. sept., minnast ástvinir frú ValgerSar Frey- steinsdóttur Helgason 95 ára af- Imælis hennar, að heimili sonar hennar, Vals Gíslasonar leikara, Reynimel 58 í Reykjavík. Það er ekki ofmælt að frú Valgerði hafi verið gefið að bera íþennan óvenjulega háa aldur betur en margur, sem er 20—30 árum yngri en hún. Hún er kona gædd mikilli lífsorku og heldur enn góðu minni, óbilandi hetju- lund og óskertri trúarsannfær- ingu. Er slíkt mikil Guðs gjöf, því að ekki verður sagt að lífið hafi leikið við hana, Mún er fædd að Hjalla í Ölfusi 4. sept. 1866. Foreldrar hennar voru hjónin Freysteinn Einars- son og Valgerður Þorbjörnsdótt- ir. Hjalli var kirkjustaður og í þjóðbraut. Sex bæir voru í Hjallahverfi og lágu túnin sam- an. Var oft gestkvæmt á höfuð- bólinu. Húsbændurnir voru orð- lagðir fyrir gestrisni, góðvild og dugnað. Freysteinn stundaði sjó róðra í Þorlákshöfn jafnframt búskapnum og var formaður lengst af í 38 ár. Af tólf börn- um þeirra hjóna er frú Valgerð- ur ein á lífi. 21 árs að aldri réðist hún í vist til Melstedshjónanna, Sig- urðar lektors og Ástríðar. Telur hún það hafa verið eitt mesta, happ lífs síns, að þar var hún í þrjú ár á einu bezta heimili Reykjavíkur. Betri undirbúning fyrir framtíðina hefði ung stúlka á þeim tímum vart getað fengið þar. Hún átti því láni að fagna að kynnast þar mörgu ágætu fólki, sem henmi er nú unaður að minnast. Þegar Valgerður fór úr Mel- stedshúsinu réðist hún til slcóla- meistarahjónanna á Möðruvöll- um, vegna góðra meðmæla frú Ástríðar. Varð það henni harla örlagaríkt skref. Ferðin landveg norður, í fylgd með tveim stúlkum öðrum og 14 skólapiltum, hefur orðið henni minnisstæð, þótt að því verði ekki vikið nánar hér. Á Möðruvöllum var margt manna í heimili og annríki mikið. Þar kynntist hún Gísla Helga syni búfræðikandidat frá Eiða- skóla. Hann hafði verið kenn- ari einn vetur en langaði til að læra meira. Var þetta annar vet ur hans í Möðruvallaskóla. — Hann var glæsilegur maður og prýðilega gefinn. Felldu þau Valgerður hugi saman. Er hún hafði verið rúmt ár nyrðra fluttu þau til Reykjavíkur og voru gefin saman í Dómkirkj- unni í des. 1894. Þrem árum síðar fluttu þau austur á Eskifjörð og bjuggu þar í rúm fimm ár. Var séra Lárus Halldórsson um þær jnundir fríkirkjuprestur þar. Þá kynntist frú Valgerður fyrst Guðrúnu Lárusdóttur, sem hún hafði hinar mestu mætur á æ eíðan. Síðasta veturinn, sem þau áttu heima á Eskifirði, var Gísli í Noregi og nam þar símritun. Hann komst þar í kynni við KFUM og bjó að hollum trúar- legum áhrifum þess félagsskap- ar allt til æviloka. Eftir að þau fluttu aftur til Reykjavíkur tókst náin vinátta milli hans og séra Friðriks Friðrikssonar. Gísli vann lengst af hjá Thór Jensen og Garðari stórkaup- manni Gíslasyni. Einnig rak hann sjálfur verzlun um tíma. Hann var maður heilsuveill og munu heimilisástæður oft hafa verið erfiðar. Bömin voru 8 en af þeim eru 4 á lífi: Margrét, gift Bjarna Halldórssyni, skrif- stofustjóra á Akureyri, Ingólfur, kaupmaður og bóndi, Fitjakoti, Valur leikari og Garðar, heild- sali. Þau misstu tvær dætur kornungar og tvo syni, Sigurð og Jón Hjaltalín, báða á bezta aldrl. Gísli Helgason dó árið 1911, eftir langvarandi veikindi. Heim ilinu sá frú Valgerður farborða einkum með því að leigja út húsnæði og með fæðissölu. Kom þá bezt í ljós frábær kjarkur hennar og forsjálni. Hún rétti bágstöddum hjálparhönd. Hún lét ýms þjóðþrifamál utan heim- ilisins til sín taka. Þannig var hún í stúku bæði í Reykjavík og á Eskifirði. Frú Ragnheiður Hafstein fékk hana í lið með sér, þegar stofnuð var vöggu- stofa í Reykjavík 1905. Hún var ein af meðstofnendum Kristni- boðsfélags kvenna, sem Kirstín Pétursdóttir, kona séra Lárusar Halldórssonar stofnaði 1904. Fé- Framhald á bls. 23. Hvað byggir manni raunverulega ánægju? f hófi því með vinum, sem ég hafði kynnzt í Los Angeles á stríðsárunum, flutti Örlygur Sig- urðsson ræðu sem birtist í Morg- unblaðinu þann 27. ágúst. — Ég er honum þakklátur fyrir myndina góðu og hið óverðskuld- aða hrós, sem ætti ekki að les- ast athugasemdalaust. En kannske að það sem ég læt hér birtast verði til þess áð lesandi líti um öxl og verði þá hissa. G. M. Elskulegu vinir mínir og allar góðar vættir rétti mér nú líknar- hönd! Því ég er sem dasatiur und- an ræðu Örlygs. Þegar komandi kynslóðir fara að glugga í þetta ritsmíði, mun þá verða hugsað: „Og hafa mörg dæmi gerzt í forneskju“. En ég held samt að Ari fróði hefði notað færri lýs- ingarorð. Já, gott er að njóta hróssins, en fyr má rota en dauð- rota. Ég hlýt að fagna því að ég er hér ei landfastur, því þá yrði lítið úr kappanum. Er í Ameríku þar sem enginn þekkir mann, þar er gott að vera. Ég sagði að margt undursamlegt gerðist í forneskju og kemur mér í huga hliðstæð frásögn Örlygs, sem segir frá því þegar Hrungnir jötunn bauð Þór til hólmgöngu. Skjaldsveini hans er lýst þannig „Þá gjörðu jötnar mann á Grjót- unargörðum af leiri og var hann 9 rasta hár og þriggja breiður undir hönd, en ekki fengu þeir hjarta svo mikið at hánum sómdi fyr en þeir tóku úr meri nokkurri og var honum það eigi stöðugt.“ Á aðra hlið Hrímgnis stóð leirjötuninn er nefndur er Mökkurkálfi ok var hann all- hræddur. Svo er sagt að hann hafi ekki haldið vatni er hann Signal Nýtt tannkrem meö munnskol- unarefni í hverju rauöu striki Signal er fremra öllu öðru tannkremi því aðeins það gerir tennur yðar skínandi hvítar og gefur yður hressandi munnbragð Sérhvert gott tannkrem hreins ar tennurnar, en hið nýja SIGNAL gerir miklu meira! Hvert og eitt hinna rauðu strika SIGNALS mnihelciur Hexa-Chlorophene. Samtímis þvi sem hreinsunarefni SIGN- ALS gætir og verndar tennur yðar, blandast þetta kröftuga rotvarnarefni munnvatninu um leið og það hreinsar munninn. Burstið þvi tennur yðar reglu- lega með SIGNAL og njótið þar með bezta fáanlega tann- kremsins, sem inniheldur hvort tveggja í senn, ríkuiegt magn hreinsunar- og rotvarnarefna. Látið alla fjölskyldu yðar nota þetta nýja undra-tannkrem. með munnskolunarefni i hverju rauðu striki. Byrjið að nota SI G N A L strax í dag. Þctta er ástæðan fyrir þvl, að SIGNAL inniheldur munnskol- unarcfni i hverju rauðu strikL X-Slfi 2 /1C (, sá Þór. En Þjálfi vá at Mökkur kálfa og féll hann við lítinn orð- stír. — Svo mörg eru þessi orð, en textinn efni í langa stólræðu. — Eg veit ekki hvort eg á að vera hryggur eða glaður eftir að hafa meðtekið allt hið mikla hrós sem á mig hefir verið hlað- ið, en af því eg vissi að mér myndi vefjast tunga um tönn, vildi eg síður standa úr sæti án þess að hafa eitthvað á reið- um höndum. En það er síður okk ar í Ameríku að við þökkum ekki fyrir neitt fyr en á síðustu stundu. — Já, hér mætumst við aftur villingarnir sem einu sinni vorum. Já, ég sem var þá kannski mesti villingurinn og einu sinni einn þeirra sem lítt var treyst- andi að yrði annað. Sá sem varð tengdafaðir minn sagði dóttur- inni að ég yrði ónýtur til alls. Ég svikist frá því að mjólka kýrn ar og væri sífellt blístrandi og sönglandi og að alvara lífsins væri fjarri minni hegðun. Nú, jæja. Ég krækti í dótturina samt þrátt fyrir marga meðbiðla, og senn byrjaði ný kynslóð, þar sem að hans enti. En hann var sæmd- ar maður og mjög vitur, en hafði þó aldrei lært að gleðjast svo með glöðum eins og mitt hlut- skifti hefir orðið á lífsleiðinni, en þökk sé honum fyrir ákúrurn- ar. En hvað byggir manni raun- verulega ánægju? Ekki auðsöfn- un, ekki óþarft strit ekki nautn- ir sem iðrunum valda, né áhyggj- ur af rás heimsstefnunnar, sem við ráðum við að mjög takmörk- urðu leyti og að ala á sorgum og iðrast synda, en ég vil bæta við synda, sem okkur einu sinni langaði til að drýgja, en vorura of huglausir til að njóta, en vegna þeirra býr oft sár söknuð ur, en það voru þá bara hug renningasyndir. ) Nú fer ykkur að gruna hvernig ég sé og hafi verið innanbrjósts. En er það nú ekki svo að við allflest aðhyll- umst þá eða þær, sem ekki er al veg syndlaust fólk, en svo að það hafi ekki alveg komizt und- ir manna hendur né hafi verið öðrum til mikils trafala. Svona manntegund eru mínir sálufélag- ar. Þessar vikur síðan ég kom til landsins hafa veitt mér margar ánægj ustundir þar sem ég hefi getað notið samtals, þar sem að eins leikur á tungu mitt blessaða móðurmál. Eg hefi hreinsazt af éhyggjum útaf heimsvandræðun um, sem voru mér þvingandi, og forðazt að blanda mér inní ágrein ingsmál ykkar hér, en það hefir ekki farið framhjá mér, að vandæðamál eru enn óleyst. f draumi nýlega varð ég fyrir 'eiðinlegri reynslu, (og nú er ég að segja sanna sögu) Eg svaf sem dauður væri en líklega var ein hver lífshræring, því mér fannst sem ófreskja legðist yfir mig og sýndi banatilræði. Eg brýst um og spraka af alefli og losna við þennan ófögnuð, en fóturinn snérist um öklann og ég hálf halt ur síðan. Gat þetta hafa skeð af því að ég hafði verið að hugsa um Hrungni jötun þegar hann féll fyrir Þór og löpp hans lenti yfir fót Þórs en enginn gat fjar lægt fyrr en sonur Þórs, Magni 3ja nátta gamali lyfti farginu. En gat það ekki verið vegna þess að ég hafði verið að lesa um Berlín- armálin og þetta hafi verið Marx isminn holdi klæddur sem heimt- aði mitt blóð? Nei, þá var iöppin á mér liprari þegar ég dansaði Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.