Morgunblaðið - 03.09.1961, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.09.1961, Qupperneq 17
Sunnudagur 3. sepf. 1961 MORCVTSBLAÐIÐ 17 frcfoneiitvtiA &fcndaA (/ókfnemitiA erlendum búkamarkaði ÞÝZKI rithöfundurinn Kurt W. Marek, sem nú er búsettur í Bandaríkjunum og varð heims- frægur undir dulnefninu C. W. Ceram fyrir bækur sínar „Forn- ar grafir og fræðimenn“ og „Grafir og grónar rústir“ (þær komu út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri), hefur sent á markaðinn nýja bók sem ihann nefnir „Yestermorrow: Notes ön Man’s Prógress“. Bókin er stutt, aðeins 136 bls., og hefur að geyma hugmyndir höfundar- ins um veröld framtíðarinnar, settar fram í stuttum sjálfstæðum köflum, sem sjaldan eru lengri en faálf blaðsíða, og oft ekki nema ein setning. „Athugasemdir" Mareks eru byggðar á einni grundvallarhug- mynd. Margir frægir sagnfræð- ingar, einkanlega þeir Oswald Spengler og Arnold J. Toynbee, hafa litið á mannkynssöguna eins og stöðuga framvindu þar sem ein hámenning tekur við af ann- arri, en allar eru endanlega dæmdar til að hrynja. Marek á- lítur að nú sé þessu lokið. Hann heldur að hin fornu lögmál menn- ingarinnar séu liðin undir lok og að maðurinn sé nú í svipuðum að- stæðum og frummaðurinn, þegar augu hans lukust í fyrsta sinn upp fyrir möguleikum tilverunn- ar. Hann er sannfærður um að mannkynið Og málefni þess lifi nú gertæka byltingu, hvort sem menn gera sér þess grein eða ekki, byltingu sem á sér ekki að- eins stað á sviði tækninnar, held- Kurt W. Marek (C. W. Ceram) ur og á vettvangi hugsunarinn- ar og andans. Hann bendir á mörg atriði í þróun síðustu ára sem feli í sér stórkostlega og ófyrirsjáanlega örðugleika. Vélaöldin, sem byggð er á tækni hreyfanlegra hluta, er nú að víkja fyrir tækniöldinni, sem byggð er á „starfandi" pört- um. „Vélarnar, sem erfiðast er að skilja, eru samstæður með næstum engum hreyfanlegum pörturn" (eins og t. d. transis- torinn). Vélar verða æ flóknari ©g „sjálfstæðari", þær geta safn- að upplýsingum, unnið úr þeim og síðan hagað sér í samræmi við niðurstöðurnar. „Á tækniöld okk- ar getur maðurinn ekki látið sig dreyma um neitt sem ekki væri hægt að finna upp . . . Við getum látið alla dagdrauma og hugaróra hinna fornu hámenn- inga rætast í nútímanum, en sumir þeirra voru svo frumstæð- ir (t. d. töfrateppið), að það svar- ar ekki framar kostnaði". Við er- um komnir á það stig, að við get- um bæði breytt efni í orku og orku í efni. Hvað þá um lífræn efni? „Nú þegar gervifrjóvgun hefur verið viðurkennd án verulegrar and- stöðu . . . þá er ljóst að hið gamla sjónarmið kynbótafrömuðanna (ef hestar og hundar eru kyn- bættir, hvers vegna þá ekki menn líka?) er rétt, þegar við hætt- um að blanda þessu vandamáli saman við kristindóminn •. . . Úr og bræður hans“. Hann var þá 68 ára gamall og dvaldist í út- legð í Kaliforníu. Nú sneri hann sér hálfhikandi að verkinu sem hann bjóst við að verða mundi svanasöngur hans, en það var „Doktor Faustus", stór og flókin skáldíaga þar sem tónlistarsnill- ingur gerir sáttmála við djöful- inn. Söguhetjan, gneistandi af íölskum lífskrafti sem endaði í algeru hruni, átti að vera tákn um þjóðernisbrjálæði fasismans, að sögn höfundarins. Þó Mann væri orðinn gamall og sjúkur, gerði hann sér vonir um að bók sín yrði áhrifamikil spegilmynd af samtímanum. Þær vonir brugðust. Mann Thomas Mann því nú er ekki aðeins hægt að varðveita blóð og sæði, heldur einnig vefi og líffæri (hjörtu úr kjúklingum og nýru úr hundum), hljótum við að draga þá ályktun, að brátt verði einnig hægt að varðveita manninn sjálfan.“ Marek er þeirrar skoðunar að hugsunarháttur mannsins muni taka róttækum breytingum. Hann segir m. a.: „Spurningar og svör náttúruvísindanna hafa haldið áfram að þróast á þessu síðasta skeiði hámenningar okkar, þar sem spurningar og svör guðfræð- inga og heimspekinga hafa ekki þróazt í eiginlegum skilningi. Guðfræðingarnir og heimspek- ingarnir eru aðeins að leitast við að ná aftur tökum á brotthlaupnum vísindum og brotthlaupnu mannkyni. Prest- arnir í kirkjum sínum eru á harðahlaupum eftir manninum.“ Marek fjallar ekki um þessi mál með köldum eða einstreng- ingslegum hætti í bók sinni. Hann er fullur af brennheitri lotningu fyrir framtíðinni, en segir: „hand an við bjartsýni eða bölsýni . . . er nauðsynlegt að bóka margs konar tjón, en ég neita að harma það, því ég hef fyrst og fremst áhuga á ágóðanum.“ ★ Thomas Mann, hinn mikli þýzki skáldsagnahöfundur, bjóst við að deyja árið 1945, og byggði það á „ákveðnum hliðstæðum“ í lífs- sögu sinni. Tveimur árum áður hafði hann lokið við fjórða bindi af hinu mikla verki sínu „Jósef Dom Moraes vann baki brotnu og sendi frá sér söguna, en hún fékk yfirleitt heldur daufar undirtektir. Hann lifði tíu ár eftir þetta og skrifaði nokkrar bækur, m. a. bók sem er nýkomin út í Bandaríkjunum undir nafninu „The Story of a Novel“. í þessari bók segir hann söguna af hinni erfiðu og næst- um blóðugu viðureign sinni við „Doktor Faustus". Fyrstu tvö ár- in, sem hann vann að verkinu, hlóðust á hann mörg og tímafrek verkefni, með því að hann varð eins konar tákn þess sem heil- brigt var í Þýzkalandi á styrjald- arárunum. Hann var á stöðugum þeytingi milli ræðustóla og sam- komusala, hélt áróðurserindi fyr- ir þýzka hlustendur í útvarp, skrifaði sæg greina og barðist við síversnandi heilsufar. Þó skáldsagan sem samin var við þessar aðstæður ylli mörgum lesendum vonbrigðum, þá er bók- in um baráttu skáldsins við sjálf- an sig, yrkisefnið og umheiminn stórfróðlegt og áhrifasterkt mann legt skjal. ★ Fyrr á þessu ári kom út í Lond- on ferðabók sem vakti talsverða athygli í Englandi, en einkum þó í Indlandi. Hún er eftir ungt ind- verskt ljóðskáld og blaðamann, Dom Moraes, sem nú er búsettur í Bretlandi, enda ber bók hans heitið „Gone Away“. Dom Moraes er sönur kunnasta ritstjóra Indlands, Frank Moraes, sem hefur m. a. skrifað ævisögu Nehrus. Hann stundaði nám í Oxford og kom heim til Indlands fyrir tveim árum eftir langa fjar- veru. Ferðaðist hann þá víða um landið og lýsir reynslu sinni á þessum ferðum. í rauninni kom hann til Indlands eins og útlend- ingur, því enska er móðurmál hans og hann talar ekkert af tungumálum Indlands. Bókin er mjög skemmtilega skrifuð, þó höfundurinn sé kannski óþarflega gagnrýninn og óþolinmóður við landa sína. Hann lýsir m. a. heimsókn til Dalai Lama og til Nehrus, og fór síðari lýsingin allóþyrmilega í taugarnar á ýmsum Indverjum, James Baldwin því pilturinn skrifaði um þjóð- hetjuna eins og gamlan vin og jafningja. Hann nýtur þess sýni- lega hvarvetna að vera sonur hins fræga og velmetna föður, því honum standa allar dyr opnar, hvar sem hann kemur. Þess vegna kemur það mörgum á óvart hve harður hann er í dómum um Indland yfirleitt og indverskan hugsunarhátt og siðvenjur. Það sem virðist hafa haft dýpst áhrif á hann er heimsóknin til Dalai Lama og til nepalska ljóð- skáldsins Devkota, þar sem hann liggur fyrir dauðanum, tærður af magakrabba, í musteri dauðans í Kathmandu. Hann lýsir einnig á ljósan hátt heimsókn í eina höll- ina í Nepal, þar sem gestanna biðu naktar ungmeyjar þegar þeir gengu til sængur um kvöld- ið. Dom Moraes er eitt af beztu yngri ljóðaskáldum Breta nú og hefur þegar gefið út tvær ljóða- bækur, sem hlotið hafa nær ein- róma lof. í vor sem leið hitti ég hann í ísrael, þar sem hann fylgd ist með Eichmann-réttarhöldun- um Og var að safna efni í bók um ísrael. Má ætla að hún verði bjartari og mildari en bókin um Indland, því hann virtist vera mjög ánægður með ástandið í hinu litla og kornunga ríki. ★ Þegar Hichard Wright dó í Par- ís í vetur leið, misstu Banda- ríkin ekki aðeins mikinn rithöf- und, heldur var sem heill þjóð- stofn hefði skyndilega þagnað. Hann hafði verið eins konar þjóðskáld bandarískra blökku- manna, talsmaður þeirra á al- þjóðlegum vettvangi, þó hann kysi að lifa í „útlegð“. Hver mundi taka við hinu erfiða hlut- verki? Það er hlutverk sem verður erfiðara með degi hverjum, ekki sízt vegna þess að bandaríski blökkumaðurinn verður nú að berjast á tvennum vígstöðvum Annars vegar verður hann að berjast heima fyrir, heimta það jafnrétti sem hann á tilkall til í bandarísku þjóðfélagi. Sú barátta hefur borið ótrúlega mikinn ár- angur á tiltölulega skömmum tíma, en mikið vantar samt á að markinu sé náð. Hins vegar er hin erfiða afstaða til blökku- manna í Afríku, sem eru róttæk- ari og öfgafyllri en bandarískir kynbræður þeirra og líta gjarna á þá með tortryggni sem eins kon ar svikara. í hipni nýju bók sinni, „No- body Knows My Name“, hefur bandaríski rithöfundurinn James Baldwin, sem er blökkumaður, tekið þetta flókna vandamál til rækilegrar yfirvegunar af óvenju legri skarpskyggni og hreinskilni. Hann virðist vera einasti rithöf- undur blökkumanna sem tekið getur við hlutverki Wrights, og á því er enginn vafi að bessi bók er tilraun til að takn upp þráð- inn þar sem hann vai niður felld- ur með dauða Wrights. Þetta kemur hvað greinileg- ast fram í langri ritgerð, sem hann nefnir „Alas, Poor Richard", en hún var skrifuð í tilefni af dauða Wrights. Hér rifjar hann upp minningar frá kynnum sín- um af hinum fræga höfundi, sem var 15 árum eldri, og leitast við að kryfja verk hans og líf til mergjar. í upphafi var Baldwin einlægur aðdáandi „meistarans", síðan urðu þeir mjög nákomnir vinir, en svo kólnuðu tilfinning- arnar milli þeirra eftir því sem bilið milli sjónarmiða þeirra varð dýpra og breiðara. Baldwin er hins vegar ekki beiskur yfir hin- um látna vini, miklu fremur særð ur. Hann segir að dauðinn hafi komið þegar Wright hafði fundið nýjan tón og skapað nýja dýpt í verkum sínum. En hann lokar ekki augunum fyrir þeim ytri og innri átökum sem „útlegðin“ og hin pólitíska þróun höfðu valdið í lífi skáldsins. Um það er lauk var hann einn og yfirgefinn milli hins svarta og hins hvíta heims, segir Baldwin. Þessi átök hafa ekki heldur látið James Baldwin ósnortinn, þvert á móti. í formála bókarinn- ar reynir hann að vísu að gera sem minnst úr sínu eigin kyn- þáttavandamáli og líta á það fyrst og fremst sem leitina að sjálfum sér. En bernskuminning- arnar frá Harlem og áhrifin, sem hann varð fyrir í suðurríkjunum, sýna að það var alvarlegra en hann vildi vera láta. Þetta kem- ur líka fram í hinni ýtarlegu skýrslu hans um ráðstefnu þel- dökkra rithöfunda og listamanna í París árið 1956. Þar- bar mjög á háværri andúð á Evrópu og Ameríku, sem Baldwin telur ó- skynsamlega og óraunhæfa. Hann er líka tortrygginn á sameigin- lega afríska menningu og gagn- rýnir með hógværð þá blökku- menn sem ekki hafa aðra stefnu- skrá en hatur á hvíta kynstofn- inum. Hann kveður þá ekki hafa spurt hinnar miklu grundvallar- spurningar, hvað reynsla ný- lendutímans hafi fært blökku- mönnum og hvað þeir ætli sér að gera við þá reynslu. Sú spurn ing er sennilega enn meir að- kallandi nú en fyrir 'fimm árum. Á sama hátt reynir James Baldwin að horfa á vandamál bandarískra blökkumanna með yfirsýn og hógværð. Hann læt- ur sér ekki nægja að fordæma eða ásaka Bandaríkin, hann gagnrýnir þau með rólegri yfir- vegun. Bandaríkjamenn og blökkumenn eru ein og sama þjóð, kynþáttavandamálið á ræt- ur í ótta og öryggisleysi Banda- ríkjamanna, en nú verða múr- arnir að hrynja. Það er kominn tími til að blökkumenn hætti að aðhæfa sig hinu óbærilega á- standi í Bandaríkjunum, en Bandaríkin aðhæfi sig í þess stað staðreyndum lífsins, segir Bald- win. Bandaríkjamenn eru blind- aðir af blekkingunni um hina auðugu og voldugu Ameríku, „Guðs eigið land“, og það kemur í veg fyrir að við getum gert hana að því sem við viljum að hún sé. Baldwin heldur spm sagt uppi stefnu sjálfsgagnrýninnar, sem er svo mikilvæg til skilnings á Bandaríkj unum og bandarískum bókmenntum. En sú gagnrýni er hvergi auðkeypt eða óþroskuð. Hann hefur þroskað með sér skilning með margra ára dvöl í Evrópu og kynnum af bókmennt- um báðum megin Atlantshafs- ins, enda eru í bókinni ritgerðir um höfunda eins og André Gide, William Faulkner og Norman Mailler, og einnig um kvikmynda snillinginn Ingmar Bergman. s-a-m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.