Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 20
20 M O P C tjk » r 4 f) / Ð Sunnuðagur 3. sepí. 1961' Þarna kom mikið af fínasta fólkinu til að hlusta á mig. Það var dásamlegt að syngja fyrir það, en eins og venjulega þurfti ekki nema einn apakött til að eyðileggja allt. Ég var nýbyrjuð að syngja „Strange Fruit“, þá var platan farin að seljast, og ég fékk alltaf beiðni um að syngja það á hverri dagskrá. Ég man vel þetta kvöld, þegar þessi hvíti drengur hékk þarna, til þess eins að ergja mig. Þegar ég byrjaði á þesu lagi, reyndi hann að gera eins mikinn hávaða og hann gat, skrölta með glös- um, kalla mig niggara og bölva öllum niggarasöngvurum. Eftir tvær svona sýningar var ég að því komin að ganga út. Ég vissi það, að í þriðja sinnið myndi ég grýta þennan apakött og lenda í einhverju fangelsi í San Fernandó. Ég hafði ekki krónu á mér, og ég vissi ekki, hvernig ég ætti að komast aftur burtu, en ég vildi fara samt. Þá var það, að Bob Hope kom inn. Hann kom til mín, blessað- ur karlinn, með Judy Garland og Jerry Colonna, og því skal ég aldrei gleyma. „Taktu nú eftir,“ sagði Hope,“ þú ferð þarna fram og syngur. Lofaðu bara þessum drullusokk að segja eitthvað, og ég skal ganga frá honum.“ Ég hlýddi, og hann stóð við orð sín. Það var ófagurt. Þegar strákasninn byrjaði, hætti ég að syngja Og Bob tók hljóðnemann. Hann og strákurinn skiptust á svívirðingum í fimm mínútur, en þá var hinn kíðarnefndi bú- inn að fá sig fullsaddan og fór. Þegar Hope var búinn að ganga frá honum, fór ég að syngja aft- ur. Þegar ég söng síðasta aukalag- ið, dundi allt af lófataki, og Bob Hope beið eftir mér með fulla körfu af kampavínsflöskum. Mér þykir kampavín vont, en ég drakk það í þetta skipti. Eftir s -— Þetta eru sannarlega ykkar húnar, Markús . . . Hérna eru merkin hans Davíðs. Eg verð víst að afhenda þér húnana Markús. tvö eða þrjú glös leit ég í kring- um mig, og speglarnir í salnum hristust og ljóskrónurnar sveifl- uðust. „Þetta er hreint ekkert vatn,“ Scgði ég. Ég lyfti glasinu mínu og skálaði fyrir Hope. Mér sýnd- ist hann fölur. „Heyrðu Bob,“ sagði ég_„Ég er nú ekki vön að drekka kampavín, en þetta er ekki venjulegt vín.“ „Nú fæ ég nóg af því!“ sagði hann. „Veiztu ekki, að þetta var einn harðasti jarðskjálfti, sem hefur komið hérna?“ ★ Það var líka viðburðarík nótt, þegar ég hitti Orson Welles í fyrsta skipti. Orson vacr í fyrsta skipti í Hollywood, eins og ég. Okkur geðjaðist vel hvoru að öðru, og við fórum að fara út saman. Þessvegna héldum við til Central Avenue, fátækrahverfis negranna í Los Angeles, þegar ég var búin á veitingahúsinu í dalnum. Ég fór með hann í allar krár og búlur. Mér leiddist þetta allt saman, ég var alin upp í svona stöðum. Enginn í Kaliforníu gat sýnt mér neitt, sem ég þekkti ekki frá öllum hliðum. Mér leiddist það því, en hann var fullur áhuga. Ekki var til sá hlutur eða persóna, sem bann hafði ekki áhuga á. Hann vildi skoða ailt og komast að hversvegna það — Nei, við skulum bíða með það þar til við komumst til botns í þessu . . . Þú segist hafa fengið þá hjá gömlum veiðimanni? eins og það var. Ég býst við, að það hafi, meðal annars, verið or- sök þess, hve mikill listamaður hann hefur orðið. Orson var þá önnum kafinn við að gera fyrstu myndina sína, Citizen Kane, og hann var að skrifa, leika og stjórna, allt í einu. Þótt hann væri úti að skemmta sér, virtist heili hans alltaf vera að starfa og hugsa um það, sem átti að gera í kvik- myndaverinu klukkan sex morg- uninn eftir. Citizen Kane er snilldarmynd. Ég þori að veðja um, að ég sá hana að minnsta kostí níu sinniUm, áður en hún var gefin út. Hann er svo góður leikari, að ég saknaði hvorki búninga né leiktjalda. Eftir að við höfðu sézt- saman nokkrum sinnum, fór ég að fá upphringingar á hótelið, þar sem einhverjir voru að segja mér. að ég myndi eyðileggja framtíð Orsons með því að láta sjá mig með honum. Margir snupruðu mig, og sögðu að kvikmynda- félagið myndi taka mig í gegn, að ég myndi aldrei fá neitt að gera í kvikmyndum. og ég veit ekki hvað, ef ég hætti ekki að skipta mér af honum. Fjöldi skriðkvikinda hafa ráð- izt á Orson Welles alla tíð síðan, en þau geta ekki gert honum neitt. Hann er afbragðsmaður, ‘sennilega sá bezti, sem ég hef ‘kynnzt. Hann er hæfileikamað- ur, en ég met þó meira mann- gæði hans. Ástandið er ekki mikið betra núna, en á þessum árum sá fólk rautt, ef það sá hvítan karlmann •með negrastelpu, sama hvort það var Marian Anderson með umboðsmanni sínum, eða götu- drós með kærasta. Það er sama, hve ólíkt fólkið er sem par, allt- af skulu þessir postular leggja saman tvo og tvo og fó sömu útkomuna, hún getur verið rétt, ©n jafnoft röng, að minnsta kosti. Það er sama hvort er, því enginn trúir öðru, en að þau •séu nýkomin á fætur eða á leið d ‘háttinn. Þetta gerir mér lífið leitt, 'hvað eftir annað. Og ekki nóg með það þetta er líka þeim, sem ég hitti og kann vel við til ama. Enginn fær nokkru sinni að vera í friði. Það er hægt að berjast móti þessu, en ekki sigr- ast á því. Eina tímabilið í lífi mínu, sem ég hef ekki orðið fyrir þessu, var þegar ég vax hjá Florence WiUiams í æsku og hvítir menn voru meðal viðskiptamanna minna. Enginn skipti sér af því. Almenningur fyrirgefur hvað sem er, sé það gert fyrir pen- inga. í Holljrwood fór ég eitt sinn í ökuferð með rikri ungri, ijós- hærðri leikkonu. Hún var í slag- togi með Billy Daniels, sem ég 'hafði unnið með á Hotoha í 'gamla daga. Billy hafði lánað 'henni kádilják sinn til að aka um í. Hún var að fara með mig á fiskasafnið, þegar splunkuný 'keran drap á sér og við gátum íann kom hér fyrir nokxru og ég greiddi honum 300 ekki komið henni í gang aftur. Þarna sátum við á óbyggðum istað niðri við ströndina. Ég vissi nákvæmlega ekki neitt um bíla, og hún var ekki miklu fróðari. Ég hélt nú, að við værum strand aðar, þangað til ég sá bíl spotta- 'korn frá okkur við veginn. Und- ir honum lá einhver strákur með verkfæri, og það leit út fyr- ir, að hann vissi hvað hann væri að gera. Þessvegna gekk ég til hans og 'kallaði. „Halló, þú þarna, við erum hér tvær stelpur í vanda. Værirðu ekki til í að koma og vita til, hvort þú sérð hvað er í ólagi?“ Hann skreið undan bíln- um, og ég sá, að hann var með sólgleraugu, en mér fannst ég •kannagt við hann. Ég sagði. „Ein 'hversstaðar hef ég nú séð þig áður.“ Hann var þægilegur í við- móti, og þekkti mig aftur frá kránni, sem ég söng á. Hann var ekki nema augna- 'blik að sjá bilunina og lagfæra 'hana. Síðan settist hann undir stýri, og ók smáspotta til að •ganga úr skugga um að allt væri í lagi, áður en hann skildi okkur eftir. Síðan spurði hann okkur, hvort við vildum ekki 'stanza og drekka eitt glas með sér. Ég var til í það, og því ók 'hann Okkur upp að stórui*. og •glæsilegum sveitaklúbb, eða hvað það nú kallast, sem stóð við baðströndina. Við gengum inn á barinn, og augun virtust ætla út úr þeim •sem fyrir voru. Ég tók ekki sér- lega mikið eftir því, það var dag legur viðburður. En það er alltaf einn gikkur í hverri veiðistöð, og þarna var einn við barinn. Þegar hann þóttist nógu kennd- ur, gekk hann yfir til okkar og mældi mig með augunum frá hvirfli ti'l ilja. Síðan glápti hann á sama hátt á þá ljóshærðu. Síð- •an sneri hann sér að vin- okkar, viðgerðamanninum og sagði: „Það er ekki ofsögum sagt, að þú komist yfir þær allar.“ Það var ekki fyrr en félagi okkar stóð upp frá borðinu og sló gikkinn í gólfið, að ég rank- 'aði við mér. Það var Clark Gable, sem hafði gert við hjá okkur. Þegar ég sagði honum, að ég 'hefði þekkt hann á slættinum, skellihló hann. SHÍItvarpiö Sunnudagur 3. september. 8:30 Létt morgunmúsík — 9:00 Fréttir. 9:10 Morguntónleikar: a) Píanósónata op. 26 nr. 3 eftir Clementi (Giovanni Dell’ Angola leikur). b) Kantata nr. 210 (Brúökaups- kantata) eftir Bach. Magda Laszlo syngur með hljómsveit Rikisóperunnar í Vínarborg. Stjórnandi: Hermann Scher- chen). c) Sinfónía nr. 3 í a-moll (Skozka sinfónían) op. 56 eft- ir Mendelssohn (Sinfóníu- hljómsveit ástralska útvarps- ins í Sydney; Sir Eugene Poossens stj.). 10:10 Veðurfregnir). 11:00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra I>orbergur Kristjánssson í Bolungarvík. Organl.: Dr. Páll ísólfsson). 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdeigstónleikar: a) Cassazione eftir Mozart (Pierre Pierlot leikur á óbó, Jaques Lancelot á klarínettu, Gilbert Coursier á horn og Poul Hongne á fagott). dali fyrir þá . . . Hann vildi einnig selja n?ár ge^t. en ág átti þrjár fyrir! b) „Astaljóð** og „Ný ástaljóð**. valsar op. 52 og 65 eftir Brahms (Elisabeth Roon, Maria Nussbaumer, Murray Dickie, Norman Foster og Akademíski kammerkórinn f Vín syngja; Joseph og Grete Dichler leika á píanó. Stjóm- andi: Ferdinand Grossmann). c) Fiðlukonsert í e-moll op. 64 eftir Mendelssohn (Igor Oistrakh og Gewandhaus- hljómsveitin í Leipzig leika; Franz Konwitsschny stjórn- ar). 15:30 Sunnudagslögin. * 16:00 Knattspyrnulýsing: Sig. Sigurðs- son lýsir úrslitaleik íslandsmóts- ins í 2. aldursflolcki; íþrótta- bandalag Vestmannaeyja og Þróttur keppa. — (16:30 Vfr.). 17:00 Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrit- uð í Þórshöfn). 17:30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) Leikrit: „Öli, Anna og hvolp- urinn“ eftir Babbis Friis Bá- stad (Aður flutt fyrir þrem- ur árum. — Leikstjóri Helgi Skúlason. b) Ný framhaldssaga: „Mara- þaraborg** eftir Ingebrikt Da- vik; Hulda Valtýsdóttir þýðir söguna og Kristján frá Djúpa- læk söngtextana (Helgi Skúla son leikari flytur). 18:30 Miðaftanstónleikar: Marek We- ber og hljómsveit hans leika valsa. 19:00 Tilkynningar. (19:20 Veðurfr.). 19:30 Fréttir. 20:00 Hljómplöturabb: I>orsteinn Hann esson óperusöngvari kynnir ljóðasöngvara frá ýmsum þjóð- um. 20:40 „Annes og eyjar": Stefán Jóns- son og Jón Sigbjörnsson á þing- ferð um Breiðafjörð með sýslu- manni Barðstrendinga; fyrri þáttur. 21:20 Tónleikar: Filharmoníusveit Ber línar leikur tvo forleiki. Stjórn- andi: Fritz Lehmann. a) Forleikur að óperunni „Ana- creon“ eftir Cherubini. b) Gleðiforleikur eftir Marcel Poot. 21:35 Fuglar himins og jarðar: Ingi- mar Öskarsson náttúrufræðing- ur talar um strútfugla og fugl- inn Takahe. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög — 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 4. september. 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob Jónsson. — 8:05 Tónleikar. —• 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp — (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfr.). 18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr.). 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Andrés Kristjánsson ritstjóri). 20:20 Tvísöngur: Egill Bjarnason og Jón R. Kjartansson syngja glúntasöngva eftir Wennerberg. 20:40 Upplestur: „Hönd vofunnar**, smásaga eftir Selmu Lagerlöf, í þýðingu Einars Guðmundssonar kennara. (Þýðandi les). 21:05 Frá tónlistarhátíðinni í Prag 1 maí 8.1.: „Níundi maí“, sinfónískt ljóð eft ir Miklos Sokola (Tékkneska fílharmóníuhljómsveitin leikur; Karel Ancerl stjórnar). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds son; VIII. (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Búnaðarþáttur: Um gamlar og nýjar búvélar (Guðmundur Jósa- fatsson frá Brandsstöðum). 22:30 Kammertónleikar: Strengjakvartett nr. 14 í d-moll (Dauðinn og stúlkan) eftir Schu- bert (Hollywood kvartettinn leilr ur). 23:05 Dagskrárlok. Þriðjudagur 5. september. 8:00 Forgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón- leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregn- ir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:0* Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. — 16:05 Tónleikar. --p 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30Fréttir. 10:00 Samleikur á fiðlu og píanó (Nat- an Milstein og Carlo Busotti leika): a) Sónata nr. 12 eftir Pergolesi. b) Nigun úr „Baal Shem“ eftir Bloch. c) „Paganiniana**, syrpa eftir Paganini-Milstein. 2Q:20 Erindi: Hlutverk prestsins í þjóð félagi okkar (Séra Arelíus Ní- elsson). 20:45 Tónleikar: „Astir galdramanns- ins“ eftir Manuel de Falla (Maria de Gabarain syngur með La Suisse Romande hljómsveit- inni; Ernest Ansermet stjórnar), 21:10 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 21:30 Kórsöngur: Söngflokkurinn I Schaumburg syngur þjóðlög og fleira. 21:45 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Guðrún Svafarsdóttir og Kristrún Ey- mundsdóttir). 23:00 Dagskrárlok. COSWR Anna mín! Það er kominn háttatími!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.