Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 3. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 23 KVIKMYNDIK * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR kvikmyndir * skrifar um kvikmyndir * kvikmyndir ' Hafnarfjarðarbíó: r NÆTlIRKLÚBBimiNN KVIKMYNDIR, sem Jean Gabin leikur í bregðast ekki. Svo er einnig um þessa frönsku mynd, en auk þess fara þarna með mik il hiutverk kvikmyndastjörnurn ar Nadja Tiller og Danielle Darri eux. Hin síðarnefnda er dálítið farin að eldast, en er þó alltaf jafn heillandi kona. — Þetta er sakamálamynd, og hefst á því að eigandi næturklúbbsins „L’Oeuf“ í París finnst myrtur í Boulogne skóginum. Lögreglufulltrúanum Vallois (Jean Gabin) er falið að hafa uppi á morðingjanum. Böndin berast að ungri og glæsi legri stúlku, Lucky (Nadja Till- er), sem hefur verið tíður gestur í næturklúbbnum og ástmey eig anda hans. Vallois hittir Lucky þegar að máli og yfirheyrir hana ítarlega, en hún fer undan í flæm ingi. Hann fær þá allmikla vitn eskju um hagi hennar, meðal ann ars það að hún er dóttir auðugs verksmiðjueigenda í Múnchen og að hún er eiturlyfjaneytandi. — Vegna rannsóknar málsins er Vallois mikið með Luoky og fer bvo að hann stenzt ekki töfra hennar. Ást hans til þessarar af vegaleiddu stúlku gerir honum erfitt rannsóknarstarfið, enda fer svo að lögreglustjórinn ávítar hann þunglega fyrir slælega fram eöngu við rannsókn málsins og segir honum jafnframt að hann viti að Lucky sé ástmey hans. — Þetta verður til þess að Vallois 6eir lausri stöðu sinni. Engu að síður heldur hann áfram rann eókninni þar eð hann er sann færður um að Lucky eigi enga hlutdeild í morðinu. Honum tekst að lokum að upplýsa málið, en ekki er vert að rekja það nánar hér. Mynd þessi er mjög vel gerð og spennan allmikil. Leikendur fara aliir prýðilega með hlutverk sín, þó einkum þau þrjú, Gabin, Till- er og Danielle Darrieux. Trípólibíó: KVENNAKLÚBBURINN fAÐ eru víðar fallegar ungar stúlkur en á íslandi, svo sem sjá má af frönsku gamanmynd- inni, sem hér er um að ræða. |>ar getur að líta ungar stúlkur í tugatali og hverja annarri fríð- ari og föngulegri. Þær eru allar stúdentar við nám í París og eft- ir að hafa efnt til kröfugöngu um götur borgarinnar til þess að krefjast betra húsnæðis fyr- ir skólafólk, leggja þær undir sig mannlaust hús og hreiðra þar notalega um sig. Forystuna hefur Nicole Leroy, og á hún stundum erfitt með að hafa hemil á hinum glaðlyndu stall- systrum sínum, og að halda frá klúbbnum karlmönnum, sem eiga þama góðar vinkonur. — Brátt kemur að því, að krafizt er að stúlkurnar víki úr hús- næðinu, þar eð mikið sápufirma hefur keypt húsið og ætlar að reisa þarna nýtt og veglegt hús. En stúlkurnar neita að verða á brott og búast til vamar gegn fógeta og lögregluliði. Gerast nú margir atburðir, sem ekki verða raktir í stuttu máli, en mála- lokin verða bæði góð og óvænt. Mynd þessi er bráðfjörug, en að vísu all léttvæg en kímni þó góð og hún er yfirleitt vel leikin. I Nr. 3 og 4 Bob Hope og Bing Crosby verða geimfarar Bandaríkj- anna hr. 3 og 4, er sagt í gsunni í kvikmyndaverunum um þessar mundir. Þeir eru að leika í enskri kvikmynd, „Leiðin til Hong-Kong“, og í myndinni er þeim skotið á loft úr neðansjávarbát Og lenda á braut umhverfis jörðina. Og alveg eins og fyrirrennari bandarísku geimfaranna Shep ards Og Grissoms, geimapinn Ham, borða þeir banana á leið innL En tafir urðu á því að Crósby og Hope kæmust upp í geiminn — að þessu sinni var það ekki veðrið sem átti sök á töfinni eins og þegar Grissom ætlaði á loft, heldur strandaði allt á tæknifræðing- um, sem voru í verkfalli og stöðvuðu allan brezkan kvik- myndaiðnað. Ævisaga rithöfundarins Ernest Hemingway, sem lézt fyrir skömmu, verður kvik- mynduð innan skamms. Ákveð ið hefur verið að Richard Beymer, — sá sem lék Pétur í „Dagbók önnu Frank“ — leiki aðalhlutvrek þeirrar mynd. Kossaatriði leyft •k Kvikmyndin „Annar koss- inn“ verður fyrsta kvikmynd- in, sem sýnd er á Formósu, þar sem kossaatriðin eru ekki klippt úr. Hingað til hefur ver ið bannað að sýna kossa- og ástaratriði í kvikmyndum á Formósu, en nú hefur kvik- myndaeftirlitinu snúizt hugur og leyft að sýna það sem kall- að er „venjulegar tjáningar f daglega lífinu“, þó með einu skilyrði: það verður að vera alvara á bak við kossana. Dað urskossar eru ekki leyfðir. Hinn óstýriláti bróðir Fabiolu Belgadrottningar, Don Jaime, siglir hraðbyri í átt til stjamanna, að því, er nýj- ustu fregnir herma. Þykir hann dágóður leikari — og elskar að láta mynda sig, bæði í kvikmyndaverinu og í einkalífinu, að því er hann segir sjálfur. I Berlín vakti hann athygli á sér á dögunum fyrir tvennt: I fyrsta lagi var það ljóshærð unnusta hans, Mar git Olsen, sem er sænsk sýningardama og í öðra lagi var það síðhærður, skringilegur kjölturakki, sem skötuhjúin eiga. Birtist hér mynd al þrenningunni. Kvikmyndin „Annar koss- inn“ er kínversk mynd, tekin í Hong Kong af Shaido Bros kvikmyndafélaginu. — Nehru Frh. af bls. 1 5. Tilnefna ber þrjá aðstoðar framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Skaí einn þeirra út- nefndur að löndunum í Austri, annar af löndunum í Vestri og i- „hlutlausu" ríkj- Radarstöð varnarliðslns á Helðarfjalll á Langanesi. — Radar- stöðvarnar umhverfis landið virðast hafa mikið aðdráttarafl fyrir rússnesk skip. - - Rússafogarar Framhald af bls. 1. arbáturinn með hann til hafs. Þeim fylgdi annar togarL Þriðji togarinn var með úrbrædda legu ©g sá fjórði með bilaða rafmagns- ■töfiu. 1 Á Veíðileysufirði í Jökulfjörð- um athugaði gæzluflugvélin Rán tvö rússnesk síldveiðiskip Lágu þau samsíða á firðinum. Enginn maður sázt ofanþilja á þeim. Út af Skaga var síðari hluta dags í gær rússneskt tankskip á austurleið. Sl. nótt og í morgun athugaði varðskipið Óðinn um 20 rússnesk síldveiðiskip, stór og smá, sem voru að veiðum um og utan 12 sjómílna markanna við Langanes, og stöðvaði þar á meðal 4 til nánari athugunar. Ekkert var að athuga við athafnir bessara skipa“. hinn þriðju unum. 6. Ríki þau, er aðild eiga að Belgradráðstefnunni verða að styðja umsókn Kína um inntöku I SÞ. _ 7. Banna ber allar kjarniorku- 'tilraunir í Afrí'ku. Varðandi Þýzkalandsmálin sagði Nkrumab að Vestur-Þýzka landi bærj að segja sig úr Atl antshafsbandalaginu og Austur Þýzkalandi að segja sig úr Var- sj árbandalaginu. Þá fyrst væri þýzku þjóðinni fært að taka á- kvörðun um sameiningu Austur- og Vestur-Þýzkalands með þjóð- aratkvæðagreiðslu eða á annan hátt. Vettvangur smáþjóðanna Haile Selassie Eþíópíukeisari lagði til að Berlinarmálið yrði tekið til umræðu hjá Sameinuðu þjóðunum. Kvaðst hann fylgj- andi þv. að Þýzkaland yrði sam- einað og umferð til Vestur- Berlínar öllum frjáls. Um Alsír sagðist keisarinn vona að unnt yrði að finna lausn á vandamál- inu með samningum milli Frakka og Alsírsku útlagastjórn arinnar. Haile Selassie sagði að Sameinuðu þjóðirnar væru trygging friðar í heiminum og eini vettvangurinn þar sem smá- ríkin geta látið til sin heyra. Systkinabrúðkaup í Hnífsdal f gær voru gefin saman í hjónaband í Hnífsdal Edda Bjarg mundsdóttir og Gunnar Páll Jóa kimsson fiskifræðingur. — Enn fremur Jóhanna Málfríður Jóa kimsdóttir og Ásgeir Karlsson. Þau Gunnar Páll og Jóhanna Mál fríður eru systkin, böm Gabrí- ellu og Jóakims Pálssonar, skip- stjóra. -_ — Afmæli Framh. af bls. lö. lagið starfar enn með miklum blóma og er frú Valgerður heið- ursfélagi þess. Er ekki ofsagt að kristniboðið hafi verið og sé enn hennar hjartansmál. Rík ástæða er því til þess að Kristniboðsfélag kvenna og aðr- ir við, sem teljum okkur vera kristniboðsvini, sendum henni nú alveg sérstaklega þakkir og hugheilar árnaðaróskir á þess- um merkisdegi lífs hennar. Síðan fyrir rúmum 20 árum að frú Valgerði var farið að förlast svo sjón ,að hún ekki ★ í ráði er að gera kvik- mynd um ævi frönsku söng- konunnar Edith Piaf með Lesiie Caron í aðaihlutverki gat sinnt heimilisverkum, hefur hún dvalið á Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund. Hefur hún unað hag sínum vel, í litla heim ilislega herberginu sínu þar. Hér hefur verið stilkað á stóru í mikilli sögu. Þykir mér við eiga að ljúka þvi með hennar eigin orðum: „Þú getur ekki trúað því hve dásamlegt er að sjá handleiðslu Guðs í lífinu“. 1 því Ijósi lítur frú Valgerð- ur Helgason í dag til baka yfir langan lífsferil — og gleðst. Og við birtu þess Ijóss horfir hún vonglöð fram á veg. Ólafur Ólafsson. HVEITI SEM ALLAR HÚSMÆÐUR ÆTTU AÐ NOTA 2, — 5 og 10 lbs. 1 KÖKUR OG BRAUÐ GM—2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.