Morgunblaðið - 03.09.1961, Page 24

Morgunblaðið - 03.09.1961, Page 24
FÆREYJAR Sjá bls. 10. 198. tbl. — Sunnudagur 3. september 1961 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13. Rússar finna brak úr Sjövik fyrir austan HAFNARSTJÓRANUM í Reykja vik barst á föstudag skeyti frá sovézka síldveiðimóðurskipinu RIGA, þar sem segir: „Togari okk ar, RR-1294, hefur fundið ýmis- legt rekald á sjónum 65 sjómilur réttvísandi aust-til-norð af Langa nesi, björgunarbelti, box, marg- ar tunnur, flotbelgi og björgun- arbát með áletruninni: MR-2 SRSA. Báturinn var mannlaus. — Góðfúslega látið vita, hverjum þetta getur tilheyrt, og hvað við getum gert. Báturinn er um borð í RR-1294". Slysavarnafélagið telur senni legt, að hér sé um að ræða rekald frá norska skipinu Sjövik, sem líklegt væri, að hefði rekið ein- mitt þessa leið. Slysavarnafélag ið hefur sent RIGA svohljóðandi skeyti (í ísl. þýðingu): „Með til- vísun til tilkynningar yðar um ýmislegt rekald á sjónum 65 sjóm. A til N af Langanesi, þá teljum við líklegt, að þetta sé frá norska skipinu Sjövik frá Molde, kall- merki LLNN, en þetta skip sökk eftir árekstur við íslenzkt skip Seinustu síldar- skipin að hætta MORGUNBLAÐEÐ átti tal við Jakob Jakobsson fiskifræðing í gær, þar sem hann var stadd- ur austur á Norðfirði. Sagði hann síldveiðunum nú vera að ljúka; einungis sex bátar héldu enn úti. Síldin er nú orðin ákaf- lega stygg og er að verða átu- laus. Komið er líka fram á þann tíma, að ekki má búast við veiði úr þessu fyrir austan. Síldin heldur sig langt úti, 80—100 mílur. Fái bátarnir ekki afla í kvöld, munu þeir allir hætta. 1 gærkvöldi komu tveir bátar inn til Seyðisfjarðar með síld- arafla. Það voru Ólafur Magnús- son EA með 350 tunnur og Dofri með 200 tunnur. — Skipstjórinn á Dofra lét svo um mælt í gær við fréttaritara blaðsins á Seyð- isfirði, að enn væri nóg síld fyr- ir utan. Jakob Jakobsson flaug til Reykjavíkur í gær, en Ægir fór út kl. hálftvö og fer í eftirlits- ferð austur og norður fyrir. 29. ágúst 75 sjóm. ASA af Langa- nesi. Áhöfn skipsins bjargaðist, og norska sendiráðinu hefur þegar verið tilkynnt um þetta skeyti ykkar, og er það sömu skoðunar, að þetta rekald sé frá Sjövik. Mun það kynna sér þetta mál nánar“. HVAR er Rudolf Noureev. rússneski ballettdansarinn, sem sneri við á flugvellinum í París. verið ásamt dönsurum pólitískur dansar nú í ballettflokki mark greifa de Cuevas í Genf. Hann Fy™r tveimur mánuðum var er annar af tveim mönnum, úag semur hann sig að hann sið'um sovézkur Anthony rikisborgarv í Perkins. Undrandi yíir búðargluygvim Vestursins sem alltaf tekst að fá húsfylli í París, þó aðrir salir standi auðir. Hinn er Jerome Robb- ins, ameríski ballettdansar- inn, sem er fulltrúi nýja ball- etxsins, þar sem Noureev er aftur á móti fulltrúi hins klass iska. Meðfylgjandi myndir eru teknar af Noureev í Genf. Minni myndin er tekin í gegn um búðarglugga, þar sem Noureev rekur upp stór augu við að sjá varning þann, sem þar er á boðstólum, en ein bezta skemmtun hans er að skoða í búðarglugga. Hin myndin er tekin á götu í Genf og sýnir hinn fyrrum sovézka ríkisborgara hafa tileinkað sér klæðaburð og framkomu leikarans Anthonys Perkins. Styrkir til rannsókn- arstarfa í Þýzkalandi MORGUNBLAÐIÐ barst í gær svo hljóðandi frétt frá Mennta- málaráðuneytinu um styrki til rannsóknarstarfa við háskóla- og vísindastofnanir í Þýzkalandi. Sendiráð Sambandslýðveldisins Þýzkalands í Reykjavík hefur tjáð íslenzkum stjórnarvöldum, að Alexander von Humboldt- stofnunin muni veita styrki til rannsóknarstarfa við háskóla- og visindastofnanir í Þýzkalandi háskólaárið 1962—1963. Styrkirn- ir eru fvenns konar: 1. A-styrkir, sem nema 800 þýzkum mörkum á mánuði um 10 mánaða skeið frá 1. október 1962. 2. B-styrkir, sem nema 1100 þýzkum mörkum á mánuði um 6—12 mánaða skeið. Styrktíma- bilið getur þá hafizt hvenær sem er á árinu. Umsækjendur um hvora tveggja styrkina skulu hafa lokið fulln- aðarprófi við háskóla í vísinda- grein þeirri, er þeir hyggjast leggja stund á. Þeir skulu vera að minnsta kosti 25 ára og að öðru jöfnu ekki eldri en 35 ára. Um- sækjendur um A-styrki skulu hafa starfað að minnsta kosti tvö Brofoss heldur fyrirlest- ur um erlent fjármagn AÐ ALBANK AST J ÓRI Noregs banka, Erik Brofoss fyrrverandi fjálrmálaráðherra, kemur til Reykjavíkur og dvelst hér í nokkra daga. Hann heldur fyrir lestur í boði Háskóia íslands í hátíðasal Háskólans mánudag- inn 4. sept. kl. 17:00. Fyrirlestur inn fjallar um erlent fjármagn í Noregi og norsk efnahagsmál. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. ár við háskólakennslu eða rann- sóknarstörf. Umsækjendur um B- styrki skulu annað hvort hafa kennt við háskóla um að minnsta kosti fimm ára skeið eða stundað sjálfstæð rannsóknarstörf um margra ára skeið og ritað merk vísindarit. — Fyrir alla umsækj- endur er nægileg þýzkukunnátta áskilin. Innritunargjöld styrkþega greið ir Alexander von Humboldt-stofn unin. Til greina getur komið, að hún greiði einnig ferðakostnað styrkþega til Þýzkalands og heim aftur, svo og nokkurn viðbótar- styrk vegna eiginkonu og barna. Eyðublöð undir umsóknir um styrki þessa fást í menntamála- ráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Umsóknir þurfa að vera í þríriti og skulu hafa 'borizt ráðuneytinu fyrir 5. okt. næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 31 ágúst 1961. Fer á línuveiðar AKRANESI, 2. sept. Mb. Svanur ætlar að fara að búast á línuveið ar. Verið er að taka línuna ofan og girða stampana. Þeir ætla að beita línuna á mánudag. Talið er, að fleiri bátar muni fara á línu veiðar að dæmi Svans. — Oddur. PARÍS 30. ágúst. — Franska stjórnin samþykkti á fundi sin- um í dag, að sjálfsákvörðunar- réttur Alsírbúa yrði megin- kjarni í stefnu stjórnarinnar og tilraunum til að koma á friði í landinu -4 Þrettán árekstrar á tveimur dögum MORGUNBLAÐIÐ fékk þæf lupplýsingar hjá umferðardeild ffannsóknarlögreglunnar i gær, að á fimmtudag hefðu orðið 7 árekstrar í Reykjavík, en 6 á föstudag. Þetta þykir ósköp venjulegt nú um tíðir. „Eru 'þetta ekki aðallega aftanákeyrsÞ ur?“ spurðum við á vondu máli. „Nei, nei,“ var svarið. „Þetta eru allar tegundir af árekstrum“. Þetta voru árekstrar á gatna- mótum, „aftanákeyrslur“, hliðar árekstrar o. s. frv. Það þykja sem sagt varla tíðindi lengur, þótt þrettán árekstrar verði ál tveimur dögum, þ. e. a. s. tiL- kynntir árekstrar. Sú tíð er liðin, þegar allt strákastóð bæjarins hrópaði „ástim“! og þyrptist á staðinn, þar sem árekstur hafði orðið. Veski afhent í misgripum ÞEGAR HERJÓLFUR kom hing- að til Reykjavíkur s.l. miðviku- dag frá Vestmannaeyjum, gleymdi dönsk stúlka, sem hér er stödd í sumarleyfi, veski sínu um borð 1 skipinu. Varð h-ún þesa ekki vör fyrr en síðar um dag- inn, en þegar hún ætlar að nálg- ast veskið kemur í ljós, að þernai skipsins hafði fundið það, en af- hent það manni, sem um daginii hafði koinið um borð og sagzt vera að ná í veski. Er talið full víst, að þarna hafi ein-hver mis tök átt sér stað, og er viðkom- andi maður því beðinn að koma veskinu annað hvort til lögregl unnar eða brytans uim borð I HerjólfL Ein bezta skemmtun hans er að skoða í búðarglugga Gott fiskirí á Skaga AKRANESI, 2. sept. Þrír drag- nótatrillubátar voru á sjó héðan í nótt, og allir fiskuðu þeir veL Aflahæst var Björg með rúm tvö tonn. Næsti bátur var með 1.6 tonn. —Oddur. JParma vann á skák- mótinu i Haag Einkaskeyti til Mbl frá Haag Hollandi, 2. sept. SIGURVEGARI í heimsmeistara- móti unglinga í skák varð Parma frá Júgóslavíu. í elleftu og síð- ustu umferðinni gerði hann jafn- tefli við Westerinen frá Finn- landi. Alþjóða skáksambandið hefur ákveðið að sæma Parma sem er tvítugur að aldri, nafnbótinni al- þjóðlegur skákmeistari. Önnur úrslit elleftu umferðar urðu? Gheorghiu Rúmeníu vann Guðmund Lárusson, Pfleger, Þýzkal. vann Thomson, Skotl., Nagy, Ungverjal. vann Zuidena, Hollandi, Gulbrandsen, Noregi Og Kinnmark, Svíþjóð gerðu jafn- tefli Og biðskák varð hjá Calvao, Spáni og Kuindzhi, Rússlandi. Röð keppenda er þessi: 1 Parma 9 v. 2. Gheorghiu 8V2 v. 3. Kuindzhi 7 v. og biðskák 4. —5. Zuidema og Pleger 7 v. 6. Westerinen 5% v. 7. Calvao 5 v og biðsk. 8. Gulbrandsen 4% 9. Nagy, 4 v. 10. Guðmundur Lárusson 3 v. 11. Kinnmark 2% v. 12. Thomson 2 v. í B-flokki urðu úrslit þessi: 1 Phillips 8% v. 2. Jacobsen, Danmörku 7 v. 3. Kuettner, A-Þýzkal. 6% v. 4. Gilden Bandaríkjunum 6 v. 5. Minaya Columbía, 5% v. 6 Holaszek, Austurríki 5 v. 7. Smith, Englandi 4% v. 8. Rubinetti, Argentínu 3Vt v. Yiirheyrslur vegno hnf- bátsinsi MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal við Halldór Jónsson, hrepp stjóra á Djúpavogi. — Sagði hann, að Mímir, RE 250, væri væntanlegur til Djúpavogs á sunnudagskvöld, en eins og kunnugt er, voru það skipverj ar á Mími, sem sáu kafbáts- turn rekast upp úr hafi föstu dagskvöldið 25. ágúst. Axel Tulinius sýslumaður mun yfir heyra skipverja um málið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.