Morgunblaðið - 05.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1961, Blaðsíða 1
24 sfður Plnr^awMaM^ 48. árgangur 199. tbl. — Þriðjudagur 5. september 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins ¦ a Onnur kjarnorkusprenging Rússa Tilboð Vesturveldanna sfendur Washington, 4. sept. — NTB—Keuter. SOVÉTVELDIÐ sprengdi aðra kjarnorkusprengju yfir Mið-Asíu á mánudagsmorgun, samkvæmt því er bandaríska kjarnorkumálanefndin upp- lýsti á mánudagskvöld. Átti tilraunin sér stað nálægt Semi palatinsk í Kazakstan og sprakk kjarnorkusprengjan í gufuhvolfinu. Var það formaður kjarnorku- málanefndarinnar, dr. Glenn Seaborg, sem skýrði frá þessari tilraun, sem fram fór á sömu slóð Yfir 20 fórust ) Ferju hvolfdi i 1 annað sinn I BOGOTA, 4. sept. (NTB — AFP) — Milli 20 og 25 manns fórust og tólf slösuðust illa, er ferju hvolfdi í höfninni í bæn- um Buenaventura á strönd Columbíu síðastliðinn sunnud Fyrstu fregnir af slysinu bentu til þess, að miklu fleiri hefðu drukknað. Það varð hins veg- ar til happs, að á höfninni var mikill f jöldi smábáta, sem þeg- ar sneru sér að björgun far- þeganna og tókst að innbyrða þá flesta. — Um 150 manns voru um borð í ferjunni, mest megnis ferðafólk, sem hafði lagt leið sína til Buenaventura á mikla hátíð þar. — Ferjan var ofhlaðin og olli það slys- inu, auk þess sem slæmt var í sjóinn. Þessari sömu ferju hvolfdi í marzmánuði síðast- liðnum og fórust þá 6 manns. um og sovézka kjarnorkuspreng- ingin í síðustu viku. Tilboðið stendur Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins i Washington upplýsti síðar, að Bandaríkin og Bretland mundu ekki draga tii baka tillögu þá um bann við kjarnorkutil- raunum innan endimarka gufu- hvolfsms, er send var til Moskvu á sunnudaginn. En þessi síðasta kjarnorkusprenging Sovétveldis- ins var framkvæmd aðeins 24 klukkustundum eftir að tillagan var kunngjörð. Sagði talsmaður- inn, Joseph Reap, að sprengingin, yrði ekki skoðuð sem svar sovét- stjórnarinnar við tillögunnL í fullri alvöru Kennedy forseti, fékk fregnina m hina nýju kjarnorkuspreng- Sovétveldisins nokkru áður arnOrkumálanefndin kunn- riJ. ji hana. Dvaldi forsetinn þá á sveitasetri sínu í Hyannisport í Massachusetts. Aðstoðarblaðafull trúi forsetans, Andrews Hatcher, lét svo ummælt, að bandaríska stjórnin vonaði mjög ákveðið, að Sovétveldið féllist á brezk-banda rísku tillöguna um bann við kjarnorkuvopnatilraunum innan endimarka gufuhvolfsins. Sagði hann, að þessi tillaga væri sett fram í fullri alvöru og í þeirri von, að gengið yrði að henni. Mál er að linni BONN, 4. sept. — (NTB-Reuter) — Heinrich von Brentano, utan- ríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, sagði frá því í dag, að mælzt yrði til þess við sovétstjórnina, að hún hætti ógnunum sínum og stjórnmálaþvingunum. I út- varpsræðu, sem von Brentano hélt, sagði ráðherrann ennfrem- ur, að vestræn ríki leituðu ekki eftir samningaviðræðum, til þess að lýsa þar yfir uppgjöf sinni. — Við krefjumst við- ræðnanna í þeirri fullvissu, að rétturinn sé okkar megin og að Atlantshafsbandalagsríkin búi yf ir miklum styrk, sagði hann. Svendlovsk i.i.....¦¦.....¦iii Hovosiéirsk jWWitv ^WViáxv *AK Stah HífS é\s*' Semipálatinsk * + * * S ¦ í>\ V mj YTfU, % % '<& '%M0- '-Tasjkent *--\ . '£*—A!maAtarm~~' __M0N60LIA .**? 0 50Q L i 11 I—t l J| Km Kortið . sýnir svæðið umhverfis Semipalatinsk í sovézku Mið-Asíu, þar sem síðari kjarnorku- sprengjan var sprengd í gærmorgun, fyrri sprengja Sovétveldisins, eftir að þeir hófu tilraunir að nýju, sprakk einnig á þessum slóðum seint í síðustu viku. Vestrænir sérfræðingar telja að þetta svæði sé notað fyrir tilraunir með kjarnorkusprengjur af meðalstærð — og sé annað tilrauna- svæði fyrir slíkar sprengjur við Aralvatnið. Kennedy og Macmillan gera Krúsjeff tilbóð: Bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn innan gufuhvolfsins Hættan af geislavirkum efnum vex Washington, London, Genf, 4. sept. NTB—Rcuter. ÞEIR KENNEDY, Bandaríkja Erlent fjármagn nauð- synlegt til veimegunar Fyrirlestur Brofoss aðalbankastjóra AÐALBANKASTJÓRI Nor- egsbanka, Erik Brofoss, fyrrv. ráðherra og prófessor, hélt í gær fyrirlestur í hátíðasal Háskóla Islands um erlent fjármagn í Noregi. Fyrirlest- urinn hófst kl. 17, og var þá hvert sæti í salnum skipað. Meðal gesta var forseti ís- lands. Fyrirlesturinn var mjög yfir- gripsimikill, og er ekki unnt að gera honum ýtarleg skil á þess- um vettvangi, þótt freistað verði að stikla á stærstu atriðunum. I upphafi erindisins ræddi Brofoss um innflutning fjár- magns sem tækis til áhrifa í ©fnahagsmálunv Ströng lög Brofoss rakti síðan í stórum dráttum, hvernig fjáxmagnsinn- flutningi í Noregi hefði verið hagað allt frá árinu 1820. 'Ótti við erlend áhrif varð þess valdandi, að farið var að setja lög, sem takmörkuðu aðgang út- iendiiniga til atvinnuaðstöðu í Noregi. Lögin voru misvíðtæk. T. d. má nefna sérleyfislögin frá 1906 um eignaraðild að fossum. Þar eru ákvæði um upptökurétt xikisins, sem síðar voru tekin upp í seinni sérleyfislög, og á- kveöa, að eftir 50 (stundum 60) ár skuli fossinn ásamt öllum til- Frh. á bls. 23 forseti og Macmillan, forsætis ráðherra Breta, gerðu um helgina tillögu um það til Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovétveldisins, að hætt verði þegar í stað öllum tilraunum með kjarnorkuvopn innan gufuhvolfs jarðar. Segjast þeir fyrir sitt leyti vera reiðu búnir að fallast á samkomulag um bann við slíkum tilraun- um til þess að firra mannkyn ið þeirri vaxandi hættu, sem stafi frá geislavirkum efnum í himinhvolfinu og draga úr víðsjám í heiminum. Er Krú sjeff gefinn frestur til að svara fram til næsta laugard. Óbreytt eftirlit f orðsendingu um þetta efni, sem send var hinum sovézka for- sætisráðherra, lýsa þeir Kennedy og Macmillan yfir þeirri ednlægu von sinni, að sovétstjórnin fallist á þessa tillögu þeirra. Segjast þeir jafnframt geta sætt sig við, að látið verði *itja við þær að- ferðir, sem þegar séu fyrir hendi. til þess að halda uppi eftirliti með slíku banni. Engu að síður vilji þeir ítreka þá von sina að sam- komulag náist einnig um bann við annars konar, tillögum með kjaraorkusprengjur •— en þeir harmi, að Sovétveldið skuli hafa staðið í vegi fyrir slíku fram að þessu. Ráðstefna í Genf Fulltrúar Bandaríkjamanna og Breta lögðu tillögu þessa form- lega fyrir fund ráðstefnunnar um bann við kjarnorkuvopnum í Genf í dag. Lögðu þeir jafnframt til, að haldinn yrði fundur á ráðstefnunni síðdegis á laugar- dag, til þess að ganga frá sam- komulagi um bann við tilraun- um innan gufuhvolfsins. Ef So- vétveldinu hentaði, væru þeir þó reiðubúnir til að fallast á að fundurinn yrði haldinn fyrr. Vestræn ríki ekki í hættu Bandariski fulltrúinn á ráð- stefnunni, Charles Stelle, sagði á fundi ráðstefnunnar í dag, að öryggi Bandaríkjanna eða hins frjálsa heims væri ekki í neinni sérstakri hættu, vegna kjarn- orkuvopnatilrauna Sovétveldis ins. Bandrikin ein hefðu yfir að ráða nægum kjarnorkuvopnum, til þess að vernda öryggi þeirra. Frh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.