Morgunblaðið - 05.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1961, Blaðsíða 2
2 MORGTJUBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. sept. 1961 Heimsókn forseta Islands til Kanada EINS OG áSur hefur verið sagt frá í fréttum, fer forseti íslands Og forsetafrú I opinbera heim- sókn til Kanada 11. september n. fe. 1 fylgdarliði forseta íslands verða: Guðmundur 1. Guðmunds- son, utanrikisráðherra og frú, Haraldur Kröyer, forsetaritari og frú, Hallgrxmur Hallgrimsson, að alræðismaður og frú, dr. Finnbogi Guðmundsson og frú; auk þeirra verða með í förinni Vigfús Sigur geirsson, ljósmyndari og Jón Magnússon, fréttastjóri Ríkisút- varpsins. Ágrip af dagskrá Forseti íslands, forsetafrú og Fengu 20 fiska á 8 menn AKRANESI, 4. sept. — Að- faranótt sl. sunnudags voru 7 dragnótatrillur á sjó héðan og fengu sæmilegan afla og sum- ir ágætan, t. d. þeir aflahæstu, Flosi með 2580 kg. og Happa- sæll með 2150 kg. Mb. Ásbjöm fór á hand- færaveiðar, tveggja daga túr. Fengu þeir hann stormasaman og lágu mikið í vari og það lítið þeir renndu færum, var Cátt um fína drætti. 20 upsa fengu þeir á átta menn. Heyrt hefi ég að búið sé að leggja þorskanet úti í Renn- um. Búast má við að dragnóta bátamenn missi þar spón úr askinum sínum. Mb. Sæfaxi er búinn að stunda veiðar með botnvörpu í 3 vikur og hefur aflað mest 10 lestir í veiðiferð. Aflinn í þeirri síðustu var 7—8 lestir. Mb. Asmundur kom í kvöld úr fyrstu veiðiferð sinni með botnvörpu. Aflinn var 2 lest- ir. — Oddur. fylgdarlið leggja af stað frá Kefla víkurflugvelli kl. 10 f.h. með ílug vél frá Loftleiðum. Er áætlað að flugvélin lendi í Quibec kl .3 (eft irkanadiskum tíma). í Quibec tekur landsstjórinn á móti forset anum og föruneyti og sitja þau kvöldverðarboð hans. Þriðjudaginn 12. september flýgur forsetinn til Ottawa, þar sem forsætis- og utanríkisráð- herra Kanada taka á móti honum. Daginn eftir heimsækir forseti ís lands forsætisráðherrann og Guð mundur í. Guðmundsson, utan- ríkisráðherra, utanríkisráðherr- ann. Síðdegis sama dag tekur for setinn á móti íslendingum, sem búsettir eru í Ottawa. ★ 14. september flýgur forsetinn til Winnipeg og hefur viðstöðu í Manitobafylki til 19. september. f Manitoba heimsækir forsetinn marga staði og situr fjölda sam- sæta, bæði hjá fylkisstjórninni Og Vestur-íslendingafélögunum. — Sunnudaginn 17. september hlýð ir forseti íslands og fylgdarlið hans á íslenzka guðsþjónustu í fyrstu lútersku kirkjunni í Winni peg. Dr. Valdimar J. Eylands messar. Á eftir situr hann fund íslendingasambandsins, og verð- ur þeim fundi útvarpað. Hinni opinberu heimsókn lýk- ur að kvöldi þriðjudagsins 19. september. Þann dag flýgur for- setinn til Regina og ekur síðan til Wynyard, þar sem sérstök móttökunefnd tekur á móti hon- um. Lýkur heimsókninni á Hótel Saskatchewan, Regina. CANAVERALHÖFÐA, 30. ág. — Bandarískt flugskeyti af gerð- inni Minuteman sprakk í dag í 30 m. djúpu jarðhýsi. Átti að skjóta skeytinu úr þessu neðan- jarðarbyrgL Ekkert manntjón varð. —• ÍV$ 0VA /S hnú/ar SV S0 hnútar K Sn/Homa 7 Skúrir K Þrumur w%, X lf H, HmÍ UM hádegi í gær var lægðar miðja, 990 millibar, yfir Aust urlandi og olli N-átt um allt land með rigningu norðan- lands og bjartviðri sunnan lands. Hiti var 5 st. á Vest- fjörðum en 13 st. á Klaustri. Næsta úrkomusvæði var yfir vestanverðu Grænlandi en ætti ekki að ná hingað fyrr en á miðvikudag. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi. SV-land til Breiðafjarðar og miðin: NV og norðan stinn- ingskaldi í nótt, léttskýjað, lægir með morgninum. Vestfirðir, Norðurland og miðin: Minnkandi norðanátt, léttir til með morgninum. NA-land og miðin: Hvass norðan, rigning. Austfirðir og miðin: Hvass NV og síðar norðan, rigning norðan til. SA-land og miðin: NV átt, sums staðar allhvass, létt- skýja. Austurdjúp: Hvass SV og síðar NV, rigning. Sérkennilegii vasaúri stolið SL. föstudagskvöld var stoliS vönduðu vasaúri úr gulli í íbúðar húsi vestur í bæ. Á laugardags- kvöldið handtók rannsóknarlög- reglan mann, sem var grunaður um þennan verknað. Hann situr nú i gæzlu fyrir þetta og önnur afbrot. Við yfirheyrzlur hefur það komið í ljós, að maðurinn telur sig hafa kastað úrinu I Hafnarstræti áður en hann var handtekinn. Vasaúr þetta er mjög sérkenni legt. Á bakhlið þess eru grafnir upphafsstafirnir L.A. með skraut letri, þannig að þeir mynda rós. Lokið yfir skífuna vantar. Eig- andinn hefur heitið fundarlaun- um, þar eð úrið er gömul tæki- færisgjöf og honum kær. Eru þeir sem kynnu að hafa fundið úrið beðnir um að hafa samband við rannsóknarlögregluna. SIGLUFIRÐI, 4. sept. — Sig- urður Bjarnason landaði hér I dag 15 tunnum af upsa, sem fór í frystihús ríkisverksmiðjanna. — Guðjón. *<6~ Lokaður fundur í Belgrad Fulltrúar ræða ályktanir um meginmál ráðstefnunnar BELGRAD, 4. sept. (NTB — Reuter) — Fulltrúar á ráðstefnu hlutlausu þjóðanna komu sam an á lokaðan fund í dag, til þess að undirbúa orðsendingu, sem á- formað er að senrda þeim Nik- ita Krúsjeff og John F. Kennedy, með tilmælum um að hafnar verði viðræður til verndar friði í heiminum. — Þá'tttakendur í ráð stefnunni eru sagðir taka vel til lögu Bandaríkjamanna og Breta um að hætt verði tilraunum með kjarnorku- og vetnisvopn innan gufuhvols jarðar. Ályktanir ræddar á kvöldfundi Á kvöldfundi tóku fulltrúar Kongó formlega sæti á ráðstefn unni. Eru þátttökuríkin þá orðin 25 talsins. Fundur þessi var haldinn fyrir luktum dyrum. Lá þar fyrir til umræðu 6 siðna skjal, sem felqr í sér aðaltillögurnar, sem ráð- stefnan hefur til meðferðar, en þær verða kunngjörðar, þegar henni lýkur, væntanlega á þriðju dagskvöld. Ssimkvæmt því er bezt hefur fengizt upplýst, fjalla ályktanirn ar um eftirfarandi: 1) Nýlendustefnu og kynþátta stefnur. (Snúast þær m.a. um Alsír, Bizerta, Angóla, Suður- Afríku og Vestur-íran). 2) Algjöra afvopnun og bann við tilraunum með kjarnorku- vopn. (Er talið, að þeim verði ekki beint sérstaklega gegn Sovét samveldinu eða Frökkum fyrir til raunir þeirra á þessu ári). 3) Breytt skipulag Sameinuðu þjóðanna. (Hlutlausu ríkin vilja fá meiri áhrif í Öryggisráðinu). 4) Aðild Rauða-Kína að Sam* einuðu þjóðunum. 5) Friðsamlega sambúð. Hækkuð framlög til félagslegs Öryggis SAMKVÆMT upplýsingnm, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun rikisstjórnin Ieggja fyrir AI- þingi frumvarp um hækkaðar bætur almannatrygginga, þegar þing kemur saman í haust. Er þetta afleiðing þeirra verðhækk ana, sem þegar eru orðnar og eiga eftir að verða, af völdum kaup- hækkananna í sumar og gegngis- Skákin SVART: Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCilEFGH ABCDEFGH HVÍTT: Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði Raufarhöfn: Stutt hrókun (O—O) Siglufjörður: b2 til b3. lækkunarinnar. Er t.d. reiknað með, að ellilaun hækki um svip að hlutfall og nemur launahækk- un opinberra starfsmanna. Á þessu stigi er ekki unnt að segja um, hve hækkun annarra bótaliða verður mikil, en félags- málaráðuneytið mun um þessar mundi hafa í undirbúningi tillög ur um hækkun framlaga á f járlög um til félaglegs öryggis. Ágreiningur milli Nehrus og hinna Nokkur ágreiningur mun ann- ars vera kominn upp milli Ind- lands annars vegar og Indónesíu og fleiri ríkja hins vegar um það, hvort leggja beri meiri áherzlu á — aðgerðir til eflingar friðin um eða baráttuna gegn nýlendu- stefnunni. Indland er þeirrar skoðunar, að það fyrrnefnda sé mikilvægara í svipin, en Indónesía telur aftur, að nýlendustefnan sé undirrót þeirrar spennu, sem nú ríkir í heiminum. Ekki er þó talið, að þessi ágreiningur sé djúpstæður, því fulltrúarnir munu allir vera sammála um, að hvorttveggja séu þessi vandamál hin mikilvæg- ustu. „Hljótt um Iriðardúlurnar“ EINS og víðar í hinum íslenzku friðardúfum al- frjálsa heimi, hafa komm- þjóðakommúnismans, þó únistar komið sér upp hér að jafnvel menn eins og á landi ýmsum félögum, Nehru, forsætisráðherra sem ganga erinda þeirra Indlands, hafi lýst því yf- hvenær sem henta þykir. ir, að síðasta framlag Frægust í þessum flokki Rússa til tryggingar heims eru hin ýmsu „friðar“- og friðarins hafi skapað 1 hlutleysissamtök, sem við „mesta hættuástand, sem S hin margvíslegustu tæki- ríkt hefur í heiminum frá t færi hafa séð ástæðu til því í síðustu styrjöld“. I að ráðast á stefnu lýðræð- Mönnum finnst, að enda I i^þjóðanna í heimsmálun- þótt friðardúfurnar kjósi | um sem heimsvaldasinn- helzt að sofa blítt á yfir- ■ aða og stríðsógnandi. sjónum Rússa, þá ætti þó # Það hefur því vakið a.m.k. kjarnorkusprenging I mikla athygli, að ekkert að nægja til þess að vekja | kurr hefur heyrzt í hinum þaer. \ nm n ræ^inrnr ir*ir *—* ■■ **■ ^ * »■ * —■».*«« Þjófurinn ætlaði ekki að láta sig Stal hljóðfærum og bil undir flutninginn SEINT á sunnudagsnóttina brauzt maður inn í veitingahúsið Röðul við Nóatún. Stal hann þar hljóðfærum hljómsveitarinnar, sem var farin heim, mikrafónin- um og fleiru og lét það síga í bandi út um glugga. Einnig um- turnaði hann öllu á barnum. Þessu næst fór pilturinn að ná sér í faratæki til að koma ránsfengnum burt og tók trausta Happdrætti DAS f GÆR var dregið í 5. flokki Happdrættis DAS um 55 vinn- inga. Tveggja herbergja íbúð í Ljósheimum kom á nr. 3528, eig- andi Páll Vígkonsson, Mávahlíð 1. og önnur á nr. 32982, eign Jóns Þórðarsonar, Smáratúni 20. Reno fólksbifreið kom á nr. 5683, eig- andi Ómar Steindórsson Austur- götu í Keflavík, og Moskvitch fólksbifreið á 60600 eign Kristín- ar Pétursdóttur, Skaptahlíð 33. Húsbúnaður kom á 4019 í Graf- arnesi, 4406 á Akranesi, 36255 í Borgarfirði eystri, 43301 og 58228 í aðalumboðinu. (Birt án ábyrgðar). taki bíl þar skammt frá. Þegar hann kom að staðnum, þar sem þýfið var falið. lenti hann í ein- hverjum erfiðleikum með bílinn, sem ætlaði að renna frá honum. Eigandi bílsins hafði eitthvað orðið ferða hans var og kom þar að honum. Þjófurinn ók þá á brott í stolna bílnum. Hann virðist þó ekki hafa vilj- að fara hljóðfæralaus, því skömmu seinna kom hann aftur akandi í bílnum á staðinn og kom þá beint í flasið á lögreglunni, er hafði verið kölluð á vettvang. — Bann Frarnh. af bls. 1. Sýnir réttmæti krafna HANN sagði enn fremur, að ákvörðun Sovétveldisins um að taka upp kjarnorkuvopnatilraun ir að nýju, væru glöggur vottur um fyrirlitningu leiðtoga þess á mannkyninu. Og strax í kjölfar ákvörðunarinnar færi kjarnorku- sprenging, sem krefðist mánaðar- undirbúnings. Það væri sönnun þess, hve réttmætar kröfur vest* urveldanna um eftirlit með slík- um tilraunum væru. Ef því yrði ekki komið á, gæti lokað land eins og Sovétríkin haldið áfram að koma þannig að óvörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.