Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 1
24 siður Rússar halda átram; Þriðjn sprengjon sprungin Engar fréttir austan tjalds Washington, London, Belgrad, S. sept. — (NTB-Tteuter) — SOVÉTVELDIÐ hefur Bprengt þriðju kjarnorku- sprengju sína, eftir að hún hóf tilraunir að nýju í síð- ustu viku. Var hin nýja sprengja af meðalstærð og átti sprengingin sér stað í gufuhvolfinu á svipuðum slóðum og hinar fyrri. Ekkl getið í Sovétríkjunum I>aS var bandaríska kjarnorku málanefndin, sem upplýsti að 6prengingin hefði farið fram. — Sovézkar og kínverskar frétta- stofur hafa enn ekki flutt tíð- indin um að tilraunir með kjarn orkuvopn hafi verið teknar upp að nýju. i Frásögn Moskvu-útvarpsins af tilboði Tilboðs Kennedys forseta og Macmillans forsætisráðherra til Krúsjeffs um bann við kjam- orkusprengingum innan endi- marka gufuhvolfsins var fyrst getið í fréttum Moskvu-útvarps- ins á þriðjudagskvöld. Þá komst einn af fréttamönnum þess svo að orði, að Vesturveldin hefðu lagt fram á þríveldaráðstefn- unni í Genf skoplega sýndartil- lögu um samkomulag, er legði bann við kjamorkusprengjutil- raunum í gufuhvolfinu en léti óáreittar neðanjarðarsprenging- ar og sprengingar í háloftunum. Vesturveldin hefðu lengi leitað færis á að geta fullkomnað kjarnorkuvopn sín með hjálp neðanjarðartilrauna, var sagt. Framhald á bls. 23. Sleipnir sökk í hafi — áfliöfninni bjargað Rak í gúmmíbáti í 4!4 klst. Vel heppnað björgunarstarf skipa og flugvéla LAUST fyrir hádegi í gær sökk vélbáturinn Sleipnir frá Keflavík um 170 mílur suð- austur af Ingólfshöfða, miðja vegu milli íslands og Fær- eyja. Veður var sæmilegt og mannbjörg varð. Skipstjór- inn, Björn H. Magnússon, fór í gúmmíbát ásamt áhöfn sinni, fimm mönnum, og ráku Afleiðing af kjarnorkusprenginum Rússa; # Neðanjarðartifraunir i Bandaríkjunum Þeim fylgir ekki hœtta af geislavirkum áhrifum — eins og hinum Washington, 5. sept. (NTB) KENNEDY, Bandaríkja- forseti, lýsti yfir því á þriðjudagskvöld, að Banda ríkin mundu taka upp að nýju neðanjarðartilraunir með kjarnorkuvopn og störf í efnafræðivinnu- stofum. Geislavirk áhrif muni ekki stafa frá þess- um tilraunum. Blaðafulltrúi forsetans, Pierre Salinger, upplýsti, að tilraunirnar mundu hefjast í þessum mánuði, en vildi a. ö. 1. ekki segja, hvenær eða hvar þær yrðu, né láta nánar uppi um tilhögun þeirra. Öryggi hins frjálsa heims í tilkynningu frá Hvíta hús- inu er komizt svo að orði, að ákvörðunin um að hefja til- raunir að nýju sé tekin eftir að sovétstjórnin hafi byrjað þær aftur hjá sér. Ákvörðun bandarísku stjórnarinnar eigi rætur að rekja til þeirra skyldna, er á herðum hennar hvíli, gagnvart bandarísku þjóðinni og fyrir öryggi hins frjálsa heims, segir í orðsend- ingunni. Salinger sagði, að Kennedy forseti hefði tekið endanlega ákvörðun í málinu, eftir að honum bárust fregnir af þriðju kjarnorkusprengingu Sovétveldisins fyrr í dag. Þegar kunnugt varð um hana, taldi forsetinn sýnt, — svo að ekki yrði um villzt, að sovét- stjórnin hefði ekki löngun til að vernda mannkynið fyrir á'hrifum geislavirkra efna, sagði Salinger. í Lundúnum var á þriðju- dagskvöld tilkynnt, að Bretar hefðu ekki í hyggju að taka upp kjarnorkuvopnatilraunir að svo stöddu. þeir undan vindi og veðri í hálfa fimmtu stund, en þá var þeim bjargað um borð í bandarískt herskip, Ketchn- er. Rán, flugvél Landhelgis- gæzlunnar og flugvél frá varnarliðinu, fundu gúmmí- bátinn eftir að skipbrots- menn höfðu verið í honum rúmlega tvær stundir — og sveimuðu vélarnar yfir bátn- um þar til þeim hafði verið bjargað um borð í herskipið. Laust fyrir kl. 8 í gærkvöldi voru þeir síðan fluttir yfir í strandferðaskipið Heklu, sem er á heimleið frá Norð- urlöndum. HJÁLP Það var laust eftir kl. 8 í gær morgun, að fyrst bárust fregnir um að Sleipnir væri í nauðum staddur. Vestmannaeyjaradio fékk þau boð frá Mb Vin, sem var undan Austfjörðum, að hann hefði heyrt í Sleipni, 'sjór væri kominn í bátinn. Skömmu síðar heyrði Síldar- leitin á Seyðisfirði einnig til Sleipnis og var Slysavarnarfélag inu gert aðvart. Strandferðaskpið Hekla, sem var að koma frá útlöndum — og fór frá Færeyjum í fyrrakvöld hafði samband við Sleipni og var þá vél bátsins stönzuð vegna þess hve mikill sjór var kominn í bát inn. Stefndi Hekla til Sleipnis og töluðust skipin við á hálfrar stundar fresti, en allar fregnir af viðskiptum skipanna bárust hing uð um Vestmannaeyjaradio. FLUGVÉLAR Skömmu eftir að fréttin barst til Reykjavíkur voru Landhelgis gæzlan og flugturninn beðin að stoðar. Hafði flugturninn þegar samband við Constellation — könnunarflugvél varnarliðsins, i Þarna klifra skipbrotsmenn- irnir af Sleipni úr gúmmí-l björgunarbátmim um borð ij bandaríska herskipið Ketchn-J er, miðja vegu milli fslands og' Færeyja. (Myndin var tekinj úr flugvél). sem var í könnunarferð yfir haf inu, milli fslands og Færeyja. Fór hún þegar að svipast um eftir bátnum, en var alllangt undan. Um 11-leytið fór Rán á loft hér í Reykjavík og Neptune-könnun arvél frá varnarliðinu var þá einnig á leið til leitarsvæðisins og síðar var önnur Neptuna-vél send af stað. Flugbjörgunarsveit flutninga- deildar Bandaríkahers (MATS) brá einnig skjótt við og Albatros björgunarvél var þegar send af stað frá Prestwick í Skotlandi. Nú var orðið mikið að gera í flug turninum á Reykjavikurflugvelli því á þessu stigi málsins hafði hann fengið öll samböndin. I BÁTINN Laust eftir kl. 11 kallaði skip- stjóri Sleipnis til Heklu og sagði, að nú væri báturinn kominn að því -að sökkva og mundi hann fara út í gúmmíbátinn, sem félag ar hans voru þá komnir í við Framhald á bls. 23. Meira seinna ■ segir Ulbricht Leipzig, 4. september. (NTB/Reuter). — AUSTUR-ÞÝZKI kommún- istaleiðtoginn Walter Ulbricht lýsti yfir því á mánudags- kvöldið, að gripið verði til frekar aðgerða meðfram landamærum Austur-Þýzka- lands í friðarins þágu. SagðJ Ulbricht þetta á fjöldafundi í Leipzig. Hann skýrði hins vegar ekki frá því, hvers kon- ar ráðstafanir hér væri um að ræða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.