Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ MiðviEudagur 6. sepf. 196) Tvær ræöur - ein ræöa Einn maður - tveir menn 1 MABZmánuði 1956 mælti Hermann Jónasson þessi orð: „Hrldið hefur verið lengra og lengra inn á eyðimörk fjár 'hagslegs ósjálfstæðis." Menn minnast svo þess flaums lofurða og fyrirheiía, sem þessi foringi Framsókn- arflokksins gaf landslýðnum, þegar hann ætlaði að leiða hann út af eyðimörkinni og inn í fyrirheitna landið. Eng- in stjóm gaf önnur eins lof- orð og vinstri stjómin, þegar hún tók við völdum. Þá átti „að brjóta blað í íslenzkum stjórnmálum". Stjómin var „stofnuð til samstarfs á grand velli nýrrar stefnu". Her- mann Jónasson hét að aflétta sköttum, hætta niðurgreiðsl- um og uppbótum. Hann lofaði að lægja verðbólguna, greiða erlendar skuldir og jafnframt skyldi varnarliðið rekið úr landi. Með hliðsjón af hinni seinni ræðu Hermanns Jónas- sonar, sem hann flutti nú fyr- ir skömmu og Tíminn birti sl. laugardag, skyldu menn faafa ætlað, að vinstri stjórnin hefði í bókstaflegri merkingu fylgt efti_ og efnt út I æsar öll sín loforð. Hermann segir nú, að lýðræðið sé í hættu, vegna þess, að stjómarflokk- arnir hafi okki uppfyllt loforð sín. Hann bætir því að vísu við — og er það kannski skýr ingin á þeirri hugdirfð bessa manns að tala nú um svik — að ýmsir telji „sig hafa gert athugun á því, að fólk gleymi nú almennt á einu til tveim- ur árum yfirlýsingum og lof- orðum, sem stjórnmálamenn gefa“ Með örfáum orðum má þó rifja upp hverjar urðu efnd- irnar á loforðum vinstri stjórnarinnar, ef einhverjir skyldu hafa gleymt bví. Nið- urgreiðslur og uppbætur fóru síhækkandi, eins og .-.lkunna er. Sköttum var ekki aflétt, þvert á móti voru lagðir á nýir skat' r, sem námu um 1200 milljónum, verðbólgan óx um f jórðung, en minnkaði ekki, erlendar skuldir hækk- uðu um sem nam 450 krónum á hverri mínútu, sem vinstri stjómin var við völd, miðað við þáverandi skráð gengi, og herinn, sem svo bölvaður var AÐ BETRA VAR AÐ VANTA BRAUÐ en hafa hann, sat sem fastast. í sam- bandi við samninga vinstri stjórnarinnar um áframhald- andi övöl hans, vora svo tek- in lán úr sérstökum öryggis- sjóði Bandaríkjanna. Um leið og vinstri stjórnin lognaðist út af haustið 1958 sveik Hermann Jónasson síð- asta loforðið, sem hann hafði gefið. Hann hafði sem sagt faeitið því, að stjaka Sjálf- stæðisflokKnum út í horn í íslenzkum stjórnmálum og hafa aldrei neitt saman við hann að sælda. En þegar hann hrökklaðist frá völdum, ákallaði hann Sjálfstæðis- menn og baf þá að koma í þjóðstjórn, af því að bjarga yrði þjóðinni frá voða. Gamla ræðan frá 1956 er nú flutt aftur, og þótt Her- mann Jónasson sé töluvert anna maður, þegar hann á að stjórna, en þegar hann er að reyna að ná stjómartaum- unum, þá er það einn og sami maðurinn, sem gaf glæ„tu lof- orðin 1956, sveik bam öll á tveimur árum og brigzlar nú öðrum um svik, 'k Það, sem hér að framan hefur verið sagt ,er rétt, að menn hafi hugfast. En kjarni málsins er sá ,að nú | verandi stjóm hefur eng- in loforð svikið, heldur aðhafzt allt það, sem hún boðaði í upphafi. Hins vegar hafa Hermann Jón- asson og Eysteinn Jónsson og aðrir hálf- og heil- kommúnistar gert allt, sem í þeirra valdi hefur staðið til að hrjóta niður viðreisnina og þar með velferð þjóðarinnar. /* NA /5 hnú/or / SVSOhnútor X Sn/Momo »os/*m 17 Skúrir^ IC Þrumur mss Kutíoahi/ Hi/oski/ HAHmÍ I L&Laot 1 Lægðin NA við færeyjar heldur áfram austur, og önn ur er á leiðinni austur yfir Grænlandi. Má því búast við að vindur verði orðinn SV lægur í dag og þurrt veður NA-lands Veðurspáin kl. 10 í gærkv. SV-land og miðin: NV og síðar vestan stinningskaldi, skýjað á morgun. Faxaflói til Vestfjarða og miðin: Vestan kaldi og þykkn ar upp í nótt, stinningskaldi og skýjað en úrkomulítið á- morgun. Norðurland, NA-land og miðin: Stillt veður í nótt, SV kaldi á morgun, skýjað með köflum. Austfirðir og miðin: Norð- an kaldi og skúrir fram eftir nóttu, vestan kaldi og létt- skýjað á morgun. SA-land og miðin: Minnk- andi norðan átt. Léttskýjað. Austurdjúp: NA og síðar norðan stinningskaldi, skúrir. Samningafrelsi gildi í lengstu lög FjiSgur fjölsótt héraðsmót slðustu helgi um SJÁLFSTÆÐISMENN efndu til fjögurra héraðsmóta um sL helgi, á laugardag í Borg- arnesi í Mýrasýslu og Skúla- garði í Norður-Þingeyjar- sýslu; og á sunnudag a Breiðabliki í Snæfellsness- sýslu og Freyvangi í Eyja- fjarðarsýslu. Á mótum þess- um héldu ræður tveir ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra og Ingólfur Jónsson landbúnaðarráð- herra, alþingismennirnir Sig urður Ágústsson, Magnús Jónsson og Jónas Bafnar og Gísli Jónsson, einn frambjóð enda Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Var ræðum þeirra hvarvetna mjög vél tekið, og sótti mik- ið fjölmenni allar samkom- urnar. BORGARNES Bjarni Benediktsson hóf mál sitt með því að minnast á verð- hækkanirnar, sem nú dynja dag- lega yfir. Eðlilegt er, að spurt sé, hvort ekki hefði verið hægt að hindra þennan ófarnað. Sumir segja, að ríkisstjórnin hefði átt að reyna að sætta verkamenn og atvinnurekendur, áður en í odda skarst með verkföllum; einnig, að átt hefði að lögfesta kaupgjald, t. d. sáttatillögu sáttasemjara, og þar með koma í veg fyrir allar verðhækkanirnar. Þeir, sem svo tala, eru ekki nógu kunnugir og hafa ekki gert sér til hlítar grein fyrir vandanum, sem við er að etja. Ekki skilyrði fyrir veru- legum kauphækkunum Því var marglýst yfir af hálfu ríkisstjórnarinnar á sl. vetri og vori, að verulegar kauphækkanir hlytu að leiða til gengisbreyting- ar, vegna- þess að skilyrði fyrir almennum, verulegum kaup- hækkunum væru ekki fyr- ir hendi. Hér gat enginn um villzt. Orsök og afleiðing hlutu að fara saman. Þá var ríkis- stjórnin og í sambandi við full- trúa verkamanna Og atvinnurek- enda með þeim hætti, er hún taldi vænlegastan til árangurs, og lét þeim í té greinargerð, þar sem sýnt var fram á, að engin von var til, að efnahagur þjóðarinn- ar risi undir meiri almennum kauphækkunum en 3% á þessu ári, 3% að ári og 3% þriðja árið. Ríkisstjórnin gerði sitt til að deil- an yrði leyst á þessum grund- v«lh en það tókst ekki. Báðir að- itan' felldu síðan tillögu sátta- semjara um 6% kauphækkun á þessu ári. Sú tillaga var að vísu ólíkt skynsamlegri en það, sem loks var gamið um. Þó fólst í henni meiri hækkun en svo, að hægt væri að ábyrgjast, að ekki þyrfti að gera gagnráðstafanir hennar vegna. Þegar af þeirri ástæðu var varhugavert að lög- festa hana. En úr skar, að í lengstu lög hlýtur samningafrelsi í þessum efnum að gilda. Það er ekki fyrr en neyðarástand er skap Framh. á bls. 11 Stúlku vantar til að fara til Þýzkalands - og íæra meðferð lækninga - tækja við augnskekkju Á S.L. ÁRI kom hingað tii lands á vegum Elli- og hjúkrunarheim- ilisins Grund þýzkur augnlæknr- ir, prófessor C. Cúppers, yfir- læknir augnlækningaklinikkar háskólans í Gíessen, til þess að kynna augnlæknum hér aðferð sína við augnskekkju, en að sögn lækna í Þýzkalandi, er hér um mjög merkilega aðferð, en ekki aðgerð, að ræða. ★ Sérfræðingur kom. Nokkru áður hafði Grund fengið öll nauðsynleg tæki í þessu skyni frá Þýzkalandi, og' ennfremur hafði frú dr. Elísa- beth Dunkel, augnlæknir frá Berlín, notað tækin í heilsu- gæzludeild Grundar um nokkurt skeið, en alls var frú dr. Elisa- beth Diinkel hér við störf í tvo mánuði. Þýzku augnlæknarnir störfuðu að sjálfsögðu í samráði Kafbátur eða hraðbátur? AKRANESI, 5. sept. — Hingað er nýkominn hraðbáturinn Eld- ing, sem verið hefur fyrir aust- an land síldveiðiflotanum til að- stoðar. Skipstjóri hraðbátsins er froskmaðurinn Hafsteinn Jó- hannsson, vélstjóri, og annar kafari hefur verið með honum á bátnum. Hafa þeir haft nóg að gera við að aðstoða báta, sem fengið hafa vír í skrúfuna o.s.frv. Hafsteinn hefur jafnan skrif- SlJS-þing ÞEIR, SEM ætla að taka þátt í hópferðum norður til Akur eyrar á þing Samb. ungra sjálfstæðismanna eru beðnir að hafa samband við skrif- stofu SUS í dag kl. 2—6, sími 17103. að nákvæmlega í dagbókina hvar hann er á hverjum tíma. Kemur nú í ljós, að á sama stað og skipverjar á Mími telja sig hafa séð kafbát — og „Tíminn“ skýrði frá á sínum tíma —, var Elding einmitt stödd á sama tima. Kl. 22.45 hinn 24. ágúst var Elding á siglingu suður með 10 —12 mílna hraða um þrjár míl- ur undan Stokksnesi. Elding er lágsigld og ber ekki hátt á sjón- um. Stýrishúsið ber hins vegar allhátt á miðju skipi. Elding hefur græn og hvít siglingaljós á stýrishúsi og siglu, en engin að aftan. Gæti því hugsazt, að Mímismenn hefði sem snöggv- ast séð siglingaljósin framan á og á hlið meðan Eldingin hefði brunað hjá, og hefði það þá getað komið heim við lýsingu Mímismanna. Hafsteinn skip- stjóri var staddur út af Horna- firði á Eldingunni um kl. 23 og segist þá einmitt hafa séð á stjómborða bát koma út frá Hornafirði. — Oddur. við augnlækna og komu hingað •án endurgjalds vegna velvilja háskólans í Giessen og heil- brigðisstjórnarinnar í Berlín. ■Á Námsferff. Taliff er, að sumir, sérstak- Iega börn, hafi fengiff nokkra bót meff þessari affferð, og var í ráði aff fá hingað sérfræff- ing til þess aff starfrækja áhöldin, en þetta hefir því miffur reynst ókleift. Hefir því veriff ákveffiff, aff reyna aff fá unga stúlku til þess aff fara til Giessen og læra meff- ferff tækjanna hjá prófessor Cúppers, en hann hefur vin- samlegast boðist til aff veita slíka kennslu. Nánsiff tekur um tvö ár. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund mun hjálpa til eftir föng- um í þessu máli, t. d. með náms- styrk, enda tel ég að hér sé um mikið velferðarmál að ræða, sem myndi verða mörgum að liði og gæti ef til vill hindrað, -ií ð svo margur missi sjón á öðra auga, sem raun ber vitni. Tel ég efalaust að brýn nauðsyn sé á að starfrækja tækin og vona því að einhver stúlka vilji sinna þessu mannúðarmáli. Gísli Sigurbjörnsson. Hjálpar- beiðni FYRIR NOKKRUM dögum kviknaði í bragga einum í Knox-búðum. Ekki varð af eldsvoði mikill og munu fáir um þetta vita, enda naumast getið í fréttum. Þó er svo, að þarna misstu aleigu sína ekkj an Jóhanna Þorsteinsdóttir, heilsulítill einstæðingur og dóttir hennar 10 ára gömul. Ef einhverjir vildu rétta ekkju þessari og hinu munaðarlausa barni hennar hjálparhönd er tekið á móti samskotum 1 því skyni á afgreiðslu blaðsins. Þorst. Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.