Morgunblaðið - 06.09.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 06.09.1961, Síða 3
Miðvikudagur 6. sep'f. 1961 ]\f r> ” s- r ’ x r> r 4 T) 1 3 ☆ X<,ÍWWW^ÍJ1>>ÍX.XW!;IW>'Í! SOVÉZKI síldveiðiflotinn hefur að undanförnu nálg- azt íslandsstrendur æ meir, og allstór floti er kominn upp undir 12 mílna mörkin út af Vopnafirði. í þessum flota er fjöldi stórra móður skipa og síldveiðiskipa af togaragerð. Morgunblaðið hefur nú frétt, að er eitt varðskip- anna nálgaðist Vopnafjarð arflota Rússa á laugardags- morgun, hafi sézt í ratsjá þess þvílíkur aragrúi af skipum, að slíkt þekkist Annað 5000 tonna móðurskipanna, sem komið var að út af Vopnafirði á laugardagsmorgun. Xugir siíkra skipa og stærri halda sig undan Austfjörðum, STÁKSTEIMAR Kommíssar um borð í rússneskum síldarskipum ekki hér við land, nema þá helzt þegar íslenzki og norski síldveiðiflotinn hnappast saman á þröngu svæði kringum Kolbeinsey, ef síldar er þar von. Innan 12 mílna Þegar skipin komu í sjón- mál frá varðskipinu, mátti sjá að við hliðar margra móður skipanna voru síldveiðiskip að losa eða lesta. Þegar varðskip ið kom nær, munu flest skipin hafa dýpkað á sér og haldið frá landi, nema tvö móðurskip sem lágu fyrir akkerum á 130 m. dýpi, innan 12 mílna fisk- veiðimarkanna. Verið var að losa tómar tunnur um borð í síldveiðiskip, sem lágu utan á þeim. Varðskipsmenn fóru um borð í skipin, enda mun hafa þótt ástæða til að athuga um framferði Rússana á þessum stað. Vissi ekki Þegar varðskipsmenn komu á vélbáti að öðru skipinu, reyndist ekki unnt að komast um borð í það, þar eð það lá hátt í sjó og stór fríholt flutu utan með því. Eitthvað mun Rússunum hafa gengið treg- lega að finna kaðalstiga, en þó fannst hann um síðir, og komust varðskipsmenn þá um borð og hittu skipstjóra að máli. Tók hann varðskips- mönnum vel, þegar þeir sýndu honum stöðu skipsins á korti, en ekki kvaðst hann hafa vit að fyrri, að 12 mílna línan væri dregin frá Langanesi að Glettinganesi. Kommissarinn stóð á hleri Þarna var pólitískur full- trúi (kommissar um borð, eins og á öðrum skipum sovézkra, en skipstjóri vildi sýnilega ráða sjálfur. Stóð kommissar inn frammi á gangi og hlust aði gegnum dyragættina, með an samtalið fór fram við skip stjóra. Hinum síðarnefnda lík aði hlerunin ekki, heldur stóð hann skyndilega upp og lokaði hurðinni á nefið á kommissarn um. Síðan kom hann með rúss nesk-enska orðabók vegna orðs, sem vantaði. Hann tjáði varðskipsmönnum ,að þeir yrðu að tala við yfirmann sinn, sem væri í hinu móðurskipinu. Munu varðskipsmenn hafa fall izt á það, enda ætlunin að fara um borð í það líka. Kommissarinn kíkir í orðabók Þegar íslendingarnir voru að fara niður í vélbátinn, mundi einn þeirra eftir því, að hann hafði gleymt kortinu inni hjá skipstjóra og sneri við til að sækja það. Þegar hann kom í íbúð skipstjóra, stóð kommissarinn þar bogr- andi yfir borði skipstjóra og ‘ - ilf Tvö rússnesku skipanna, sem lágu á Gunnólfsvík I Finnafirði, skammt frá radarstöð varn- arliðsins á Langanesi. grt.ndskoðaði opnv' í orðabók- inni, sem skipstjóri hafði skil- ið eftir opna. Hver silkihúfan upp af annarri Þegar komið var um borð í hitt móðurskipið, mátti hvar vetna sjá áróðursmyndir blasa við. Skipstjórinn sem átti að vera yfirmaður hins fyrra, var greinilega ekki æðsti maður um borð, því að pólitíski full- trúinn var þegar kominn í spil ið og talaði, eins Og sá sem valdið hefur. Kommissarinn var mjög hræddur um það, að skipin yrðu að fara til hafnar, og spurði jafnframt, hvort nokkrir bandarískir hermenn myndu vera þar fyrir, sem þeir kæmu að landi. Létti hon- um mjög, þegar honum var tjáð, að hermenn væru ekki á Seyðisfirði. Við hlið komm- issarsins sat ávallt maður einn, Og sagði kommisarinn, að hann væri yfirstýrimaður skipsins. Nokkru seinna kom fjórði maðurinn inn, sem skip- stjóri virtist bera mesta lotn- ingu fyrir. Tókst hann allur á loft Og kynnti hinn nýkomna sem yfirstýrimann sinn. öllum létti þessum mönn- um ákaflega, þegar ákveðið var að aðvara yfirmenn skip- anna og fyrirskipa þeim að fara út fyrir 12 mílna mörkin. Munu þeir allir hafa gripið hönd á hjartastað. Skipin gengu svo fyrir fullri ferð út fyrir mörkin. Tugir stórskipa með mik- inn mannafla Bæði þessi móðurskip voru af sams konar gerð og stærð, 5000 tonna stór. Þau eru upp- haflega smíðuð sem kolaflutn- ingaskip, en eru nú notuð sem móðurskip í sovézka síldveiði- flotanum. Tugir skipa af sams konar stærð og stærri voru út við sjóndeildarhringinn. Um borð í hverju skipi eru a. m. k. 90 manns á herskyldualdri, sem þegar hafa hlotið nokkra herþjálfun. Það er því ekki að furða, þótt ýmsum sé ekkert um það, þegar skip þessi leita landvars við strendur landsins í ágætu veðri. Heimsókn forseta íslands til Kanada TIL viðbótar við frétt blaðsins á gær um Kanadaför forseta ís- lands, skal þess getið, að heim- sókninni lýkur ekki í Regina í Saskatchewan, heldur mun for- Eetinn einnig heimsækja höfuð- fborgir og íslendingabyggðir í tveimur vestustu fylkjunum, Al- berta og British Columbia. Dag- skráin þar er ekki enn ákveðin í einstckum liðum. í Alberta- fylki mun forsetinn m. a. koma að minnisvarða Sæfáns G. Step- hanssonar og leggja þar blóm- sveig, og í British Columbia mun 'hann sitja boð hjá íslendingum, 'bæði í Vancouver og höfuðborg- inni, Victoria. Frá Vancouver verður gíðan Uogið til Toronto, 25. september, og lýkur heim- sókninni þar. Forsetahjónin munu dveljast 2—3 daga í Toronto að lokinni ’heimsókninni, en halda síðan til 'Montreal og fljúga þaðan með flugvél Loftleiða til íslands hinn 30. september. Auk þess fylgdarliðs, sem verður með forsetanum héðan að heiman, mun Thor Thors ■sendiherra og frú hans verða með í hinni opinberu heimsókn í Quebec, Ottawa og Winnipeg. Að aflokinni heimsókninni í Winnipeg munu utanríkisráð- herra og Thor Thors sendiherra hverfa til New York, þar sem þeir munu sitjc. Allsherjarþing SÞ. Eskifjarðarbátar ESKIFIRÐI, 4. sept. 7 bátar stund uðu síldveiðar héðan í sumar, en eru nú hættir. Samanlagður afli þeirra var yfir 81 þús mál og tunnur. Þeirra hæstur varð Guð rún Þorkelsdóttir með 19974 tunn ur og mál, Víðir 13517 og Vattar nes með 11600 — GW Þurfti kjarnorkusprengingu Eins og kunnugt er, liefur Tímiirn, málgagn Framsóknar- flokksins og sérstaklega ritstjórl þess blaðs, Þórarinn Þórarins- son, rekið stöðugan áróður í þágu kommún- ismans undan- farna mánuði. Gekk þetta jafn- vel svo langt að rússneskt tima- rit gat ekki orða bundizt um ágæti þessara aðila. I gær birt ir Þórarinn hins vegar skynsam- iega grein um kjarnorku- sprengingu Rússa og tekur auk þess afstöðu gegn henni í ritstjórnargrein. Morgunblaðið vill láta Þórarin njóta sannmælis og endurbirtir því niðurstöðu hans hérmeð: „Þessu óhæfilega framferði rússnesku valdhafanna ber að mæta með aukinni einbeittni, eins og mun verða gert. Jafn- framt ber að gera sér ljóst, að fyrst Krúsjeff hefur farið út á> þessa braut að nýju má vel bú- ast við því að hann láti ekki hér numið staðar. Margt bendir nú til, að kommúnistar ætli að við- halda hinu kalda stríði á yztu nöf um ófyrirsjáanlega framtíð. Því verður ekki réttilega mætt, nema að lýðræðisríkin sýni fulla árvekni og gæti þess að viðlialda hinu hernaðarlega jafnvægl“ Auffljós sannleikur Undir þessi orð Þórarins Þór- arinssonar tekur Morgunblaðið. Þau eru raunar augljós sann. Ieikur, sem lýðræðissinnar ættu ætíð að hafa í huga. Ógnunum ofbeldismann^ er ekki hægt að mæta með öðru en ,,aukinni ein- beittni" eins og ritstjóri Tímans bendir réttilega á, og það er líka nauðsynlegt, ,,að lýðræðisríkin sýni fulla árvekni og gæti þess að viðhalda hinu hernaðarlega jafnvægi." Það er einmitt í þessu efni, sem skilið hefur á milli mál flutnings Morgunblaðsins og Tímans að undanrförnu. Það á ekki að þurfa fjöldamorð eins og í Ungverjalandi. þjóðarfang- elsun eins og í Þýzkalandi eða nýjar ltjarnorkusprengingar, til þess að minna menn á þennan sanmleika. Meðan ofbeldisöflin ráða rikjum og hafa undir hönd- um múgmorðstæki er hættan stöðugt fyrir hendi. Þótt klærnar séu dregnar inn um nokkurt skeið, þá er það ekki vottur um sérstakan friðarvilja. Það hef- ur sagan margsannað. Þess vegna er það hin hættulegasta afstaða að sofna á verðinum, þótt nokk- uð dragi úr ógnunum um skamma stund. „Gott tóm“ í gær er Þjóðviljinn skelfilega úrillur yfir því, að landhelgis- gæzlan skuli fylgjast með sovézkum skipum í nánd við fs- land og hafa „gott tóm til slíkra verka eftir að Bretum hefur ver- ið leyft að skarka upp í land- steina“. Já, það væri munur, ef áfram hefði tekizt að halda uppi árekstrunum við Breta, svo að það hefðu verið vinirnir úr aust- urvegi, sem liefðu haft „gott tóm“ til þeirra verka, sem land- helgisgæzlan ekki má fylgjast með. Annars fjallar megingrein Þjóðviljans um njósnir og er að- ferðum við þær lýst í smáatrið- um. Greinarhöfundur segir síð- an: „Ekki kann ég skil þeirra allra (njósnanna) enrda lítt við málið riðinn“. En sýnilega þó dálítið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.