Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 6
6 MORCTryvr 4 OIÐ Miðvik'udagur 6. sept. 1961 íivolfdi í seinustu reynsluferðinni ÞAÐ ÓVENJULEGA slys varð á fimmtudaginn í Mannefjord en í Noregi, að nýju flutninga skipi hvolfdi er það var í síð ustu reynsluferð — tveim klst. áður en það skyldi afhendast eigendum, sem eru dönsku syk urverksmiðjurnar. Með skip- inu voru 27 danskir og norskir sjómenn og starfsmenn skipa- smíðastöðvarinnar — allir fóru í sjóinn en enginn hafði teljandi skaða af. Munaði að vísu litlu að vélamaður einn kæmist upp úr vélarrúminu enda marðist hann og skrámað ist á olnbogum. Skipsmenn syntu umhverfis skipið þar til Ný frímerki í tilefni af afmæli Háskólans I TILEFNI af 50 ára afmæli há- skólans mun póst- og símamála- stjórnin gefa út hinn 6. október næstkomandi þrjú ný frímerki með verðgildunum 1.00 kr. (upp- hjálp barst og nokkrir komust á kjöl. \ Hér var um að ræða nýtt flutningaskip, sem fyrr segir • og hafði verið skýrt Beta. — Skipið var skreytt fánum stafna í milli — það skyldi ' fara síðustu reynsluferðina og afhendast eigendum að henni lokinni. Skipið sigldi tígulega úr höfn skipasmíðastöðvarinn ar og menn voru léttir í bragði — hugsuðu hlýlega til morgunverðarins, sem þeim var búinn við móttöku skips ins. Ekki hafði það siglt nema nokkrar mínútur er því tók skyndilega að halla og það skipti engum togum — eftir fjórar mínútur vissi kjölur- f inn upp. Margir voru ofan # þilja og vörpuðu þeir sér hið I bráðasta í sjóinn en þeir sem £ undir þiljum voru hröðuðu sér 1 í hasti upp. Syntu menn hin f ir rólegustu fram og aftur þar X til hjálp barst — en sjórinn f var að sögn skipbrotsmanna, f þægilega hlýr. V Ekki hefur enn fundizt nein 1 skýring á hvað olli þessu ó- J venjulega slysi, skipið var l dregið að landi og fer nú fram * ítarleg rannsókn. ( lag 2.000.000), 1.40 kr. (upptej-g 1.500.000) • og 10 kr. (upplag 750.000). Einnar krónu merkið verður brúnt að lit með mynd af Bene- dikt Sveinssyni, sem á Alþingi var einn helzti talsmaður fyrir stofun háskóla á íslandi. Einnar krónu og fjörutíu aura merkið verður blátt að lit og með mynd af Birni M. Olsen, fyrsta rektor háskólans. Tíu krónu merkið verður grænt Og með mynd af háskólabygg- ingunni. Jafnframt mun sama dag verða gefin út minningarblokk í 500.000 e’ntökum og verða 1 henni ofan- greind þrjú frímerki. Söluverð biokkarinnar verður samanlagt verð frímerkjanna eða kr. 12.40. Prentun annast Courvoisier S. A. í Sviss. Málverkasýning á Húsavík HÚSAVÍK 4. sept. — Veturliði Gunnarsson hafði málverkasýn- ingu í barnaskólahúsinu á Húsa- vík um helgina. Er það í fyrsta skipti sem þar er málverkasýn- ing og einnig er þetta fyrsta lista sýning sem hér er um árabiL Aðstaða til sýninga er mjög góð og var sýningin vel sótt og seld ust 11 myndir í gær. Eru Húsvík ingar ánægðir með slíkar heim sóknir og vona að fleiri komi á eftir. — Fréttaritari. Karsöfl uuppskeran í góðu medallagi Þykkbæingar rækta i 140 hektara landi EKKl er enn farið að taka upp vél sjálfir eða eru 2—3 saman kartöflur í stórum stíl í Þykkva- um hana. Hriíning á kveðjutón- Málverkasýning AKUREYRI 4. sept. — Bolli Gústafsson, cand theol. opnaði málverkasýningu á Akureyri á mánudag. Hann sýnir þar 38 vatnslitamyndir og teikningar. Nokkur hluti myndanna er frá Peru, en þar dvaldi Bolli um skeið snemma árs 1959. Þetta er fyrsta sýning hans og hafa nokkr ar myndir þegar selzt. — St. E. Eig. leikum KARLAKÓRINN Fóstbræður hélt annan af tveimur fyrirhug- uðum kveðj utónleikum, áður en hann leggur upp í söngför til Finnlands og Rússlands, í gær- kvöldi. Húsfylli var og kórnum afburðavel tekið. Söng kórinn sömu söngskrá og hann mun syngja á væntanlegu söngferða- lagi, þó örlítið stytta, og einsöngv ararnir Erlingur Vigfússon og Kristinn Hallsson sungu tvo dú- etta, annan eftir Bizet og hinn eftir Verdi, í stað fjögurra ís- lenzkra laga. Kórinn var marg- sinnis kallaður fram í lokin og söng hann sex aukalög. Stefán Jónsson, formaður Bandalags íslenzkra karlakóra, þakkaði kórnum fyrir sönginn og óskaði honum góðrar ferðar. 'bænum, mesta kartöfluræktar- héraði landsins, aðeins sendir 400—500 pokar á viku til Reykja víkur, að því er fréttaritari blaðs ins á staðnum tjáði Mhl. í gær. En seinni hlutann í næstu viku verður byrjað að taka upp með vélum, og þá tekið upp úr 1 þús. ferm. á klst. Kartöflusprettan virðist hafa verið í góðu meðallagi. í Þykkva 'bænum eru nú kartöflur ræktað- ar í 140 hektara landi og fer 'kartöfluræktin þar vaxandi með 'ári hverju. Um 80% af kartöfl- unum eru svokallaðar rauðar ís- 'lenzkar, en aðrar tegundir eru Eigenheimer og Gullauga. Ekki eru sjáanlegir neinir sjúkdómar í kartöflunum. Þykkbæin, r taka upp kart- öflur sínar með stórum vélum ‘af þremur gerðum, mest þó með Amazon-vélum frá Vestur- Þýzkalandi. Eiga bændur ýmist • Fyrsti auglýsinga- maðurinn Auglýsingar og áróður eru orðinn stór liður i lífi nútíma- manna. Þetta þykir orðið svo sjálfsagt, að hvert fyrirtæki sem nokkuð kveður að ræður sér sérstaka starfsmenn, til að halda upp áróðri fyrir því sem þau hafa á boðstólum. Auglýsingamenn þurfa að vera sérstökum hæfileikum gæddir, til að geta lætt inn ákveðinni hugmynd, án þess að viðtakandi verði þess var. Nýlega las ég í frönsku blaði grein eftir heimskautafarann fræga Paul-Emile VictOr, sem oft hefur komið hér við á leið til Norðurskautslandanna með leiðangra, og nú stjórnar leiðangri á Suðurskautið. Hann segir þar, að þegar hann sjái stóru neonauglýsingarnar í París út um gluggann sinn, þá verði sér alltaf hugsað til Grænlands. Þetta kann að virð ast einkennileg sainlýking. En það sem hann á við er, að þá verður honum hugsað til fyrsta auglýsingabragðsins, sem sögur fara af. Þegar Ei- ríkur rauði gaf landinu sem hann fann nafnið Grænland, til að draga að sem flesta landnema. Þetta auglýsingabragð tókst vel, segir Paul-Emile Victor. Heill floti víkinga, hélt áleið- is til Grænlands á 24 skipum. Þetta var stærsti heimskauta- leiðangur sem farinn var, þar til stóri heimskautaleiðang- ur Bandaríkjamanna fór norð ur árið 1947. • Gleymdu öllu sarnan Paul-Emile minnist líka á það þegar Leifur Eiríksson fann Ameríku á 10. öld, sem honum finnst sýnilega minna til um en „heimskautaleiðang- ur“ Eiríks rauða. Þó gerir hann engan veginn eins lítið úr fundi Ameríku og Oskar Wilde, sem sagði, er hann kom þangað og var eitt- hvað gramur við Ameríkana: — íslendingar fundu Ameríku á 10. öld, en voru nógu vitrir til að gleyma því! Hann þurfti nú alltaf að láta það heita eitt hvað, blessaður. • Að þegja þunnu hljóði B. S. skrifar Velvakanda. Notkun orðtaksins „að þegja þunnu hljóði" fer í taugarnar á honum. Segir hann að blöð- in noti þetta orðtak í merk- ingunni „að steinþegja, eins Og múlbundinn rakki“, en hins vegar þýði þunnur í téðu orða sambandi næmur og það allt þá að hlusta gaumgæfilega, leggja við þunnt (næmt) eyra. Vitnar hann máli sínu til stuðn ings í Háva-mál: Enn vari gestr, er til verðar kemr, þunnu hljóði þegir, eyrum hlýðir, en augum skoðar svá nýsist fróðra hverr fyrir. Þarna sé ekki um að villast, Einnig sannist þetta í orðtæk- inu „þunnt er móðureyrað". f Orðtæki þessu sé þannig já- kvæður strengur, sem stjórn- málaandstæðingi sé sízt ætl- andi. Eg fletti þessu upp hjá Blön- dal, sem segir að þegja þunnu hljóði þýði á dönsku „tie ganske stille“. Orðið er laust til umræðu um þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.