Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐlb Miðvlkudagur 6. sept. 1961 * Dýrðlegir dagrar HÉR ljúka allir upp einum munni um þetta ágæta sumar — eitt það bezta heyskaparsum- ar, sem menn muna o. s. frv. Góður var júlí, en þó fannst mér fyrsta vika í ágúst bera af. Það voru sannarlega dýrðlegir dagar. Það var sönn nautn að rísa snemma úr rekkju, ganga á vit dagsins og baðast í „heiðri himinlind“ vaknandi morguns. Og það lá vel á öllum, bæði fólkinu, sem var að leika sér í sumarfríinu sínu,' og þá ekki siður okkur við heyskapinn, sem \llir komu þeir aftur - er fyrsta leikrit Þjóðleikhússins í ár Gisli Brynjólfsson skrifar: Agústdagar á Kiaustri gekk eins og í sögu. Og nú er ágúst liðinn. Hann var að vísu ekki allur eins blíð- ur og bjartur og hans fyrsta vika. Það kom rok, sem sveigði trén í garðinum og vildi slíta af þeim græn laufin. Og það kom regn, sem buldi svo þimglyndislega á rúðunum, að það minnti á að haustið er í nánd. En inni á milli komu góð- viðrisdagar síðsumarsins með rökkurmild kvöld, þegar máninn lýsti í suðri og byggði brú úr Skriður á Siglu- fjarðarveginn SIGLUFIRÐI, 4. sept. — Úr- hellisrigning var hér í nótt og dag og í morgun féllu skriður á veginn yfir Siglufjarðarskarð, bæði Fljótamegin og Siglufjarð- armegin. Er vegurinn yfir skarðið tal- inn ófær litlum bílum í bili og illfær stórum bílum. Hins veg- ar er verið að moka og reiknað með að hægt verði að lagfæra þetta fljótlega. — Stefán. hvítu silfri yfir Skaftá fyrir neðan Klausturstúnið. Þeir rifu hús ÞaS komu menn að sunnan til að byggja. En áður en þeir fóru að byggja, urðu þeir að rífa gamla húsið. Og nú er það horfið. Hér birtast tvær myndir af því. Önnur af því eins og það var, hin þegar það er að hverfa. Svona er það með hús- in. Það fer fyrir þeim eins og segir í sálmi Ingemanns um kynslóðirnar, sem koma og „fara allar sömu ævigöng". En þetta eru ekki nein eftirmæli. Þetta er bara fáorð frétt um gamalt hús, sem lengi setti svip sinn á þessa fögru og tilkomu- miklu sveit, að svo miklu leyti, sem mannanna verk geta gert það. Þetta hús var læknissetrið á Breiðabólsstað. .....vaskur í för“ Breiðabólsstaður var gerður að læknissetri árið 1894. Áður höfðu verið hér tveir læknar, fyrst Sigurður Ólafsson. Hann bjó á Kálfafelli í Fljótshverfi og varð bráðkvaddur þar einn fagr- an vordag 1882, rúmlega þrítug- ur að aldri. — Um hann kvað Matthías: og svo 1 Þurrkleysi í N- ísaijaröarsýslu ÞÚFUM, N-ís. 2. september —, Mjög tafsamt hefur verið við heyskap undanfarið sökum þurrkleysis. Gengur heyskapur því seint og verður vafalaust all- miklu minni en í fyrra, nema bregði fljótlega til hagstæðari veðráttu. Er hætt við hita í heyjum eftir þetta sumar, því illa hefur gengið að þurrka vel. Bóndinn í Æðey, sem varð fyr- ir heybrunanum vinnur nú að kappi við að koma þaki á húsið sem brann. Veggir hússins eða Skjótur varstu vinur og vaskur í för. Loganum var líkast þitt lífs og sálarfjör. Á norðurveggnum í Kálfa- fellskirkju hangir lítill silfur- kross með áletruninni: J. S. Ól- afsson læknir. Það er minning Fljótshverfinga um þennan eina lækni, sem setið hefur í litlu sveitinni þeirra. Eftir Sigurð Ólafsson kom Ás- geir Blöndal og var fjögur ár. Hann sat á landnámsjörðinni og stórbýlinu Geirlandi. Læknissetur á Breiðabólsstað Næsti læknir, Bjarni Jensson, flutti að Breiðabólsstað árið 1894. Var þá byggt þar húsið, sem nú er horfið af sjónarsvið- inu. í því bjó Bj. J. unz hann lét af embætti 1914. Síðan voru hér settir læknar um nokkurra ára skeið, og bjuggu þeir ekki á Breiðabólsstað. Árið 1923 fluttist sá maður að Breiðabólsstað, sem lengi setti svip á staðinn og alltaf var við hann kenndur: Snorri Halldórs- son. Þar var hann til dauða- dags, 15. júlí 1943. í hans tíð var húsinu mikið breytt, og byggð álma norður úr því, sem notuð var fyrir spítala. Lágu þar oft sjúklingar. Fengu marg- ir bót meina sinna og hurfu aft- ur út í lífið og starfið. Aðrir fóru þaðan í sína hinztu för. Þannig sameinaði læknissetrið á Breiðabólsstað minningar okkar Síðubúa um lífið og —■ dauðann. Og nú er það horfið. Nú rís nýtízku bændabýli á Breiðabólsstað. Læknissetrið var flutt þaðan að Kirkjubæjar- klaustri árið 1950. Gr. Br. S.L. FÖSTUDAG hélt þjóðleik- hússtjóri fund með leikurum og forstöðumönnum hinna ýmsu deilda Þjóðleikhússins, en það hefur verið venja undanfarin ár, er leikhúsið tekur til starfa á haustin. Eins og fyrr hefur verið greint frá þá hófust æfingar 22. ágúst sl. á leikriti Halldórs Kilj- ans er heitir Strompleikur og verður það væntanlega frumsýnt í byrjun október. 15. þ.m. verð- ur frumsýning á amerískum gam anleik, sem heitir ,,Allir komu þeir aftur“ og er eftir Ira Levin. Leikritið var æft sl. vor og eru því aðeins eftir síðustu æfing- arnar. Leikstjóri er Gunnar Ey- jólfsson, en aðalhlutverkið er leikið af Bessa Bjarnasyni. Þá verður sýnt leikritið „The Caretaker“ eftir Harold Pinter. Leikstjóri verður Benedikt Árna- son. Verðlaunaleikrit Sigurðar A. Magnússonar „Gestagangur" verð ur einnig sýnt á þessu leikári ems og fyrr hefur verið greint írá. Um jólin verður svo sýnt hið gamla Og þekkta leikrit Matthíasar Jochumssonar Skugga Sveinn, en sem kunnugt er eru nú liðin hundrað ár, frá því er hann samdi Útilegumennina, sem hann síðar breytti, og hefur leik- urinn síðan verið sýndur undir nafninu Skugga-Sveinn. Leik- stjóri verður Klemenz Jónsson. Eftir jól hefjast æfingar á hin- um vinsæla söngleik „My Fair Lady“ Og verður Sven Áge Lar- sen leikstjóri. Þá verður einnig tekinn til sýningar franskur gam- anleikur, sem heitir „L’Idiote" og leikritið „Hostage" eftir írska höfundinn Brendan Beham. Fleiri leikrit verða væntanlega tekin til sýninga á þessu leikári og má í því sambandi nefna leikritin „Chin Chin eftir Francois Billet- deux og ástralska leikritið „Summer of The Seventheenth Doll“ eftir Ray Lawler, Tveir leikarar voru ráðnir á fastan samning, sem ekki hafa verið á hinum svokallaða A samn ingi áður, þau Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson. Haraldur Björnsson lætur af störfum sem fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið í haust, en hann mun starfa áfram í sérstökum samningi og leikur hann m. a. í Strompleiknum og í gamanleikn um „Allir komu þeir aftur“ Þjóð leikhússtjóri þakkaði Haraldi fyrir vel unnin störf hjá Þjóðleik* húsinu frá því það tók til starfa. Er líf á öðrum hnötfum Fyrirlestur í Háskólanum STJÖRNUFRÆÐINGURINN, Docteur-és-Lettres, fil. lic. & mag. scient. Carl Luplau Jans- sen, komur til Reykjavíkur 6. þ. m. og verður gestur dansk. íslenzka félagsins. Dr. Luplau Janssen er heimsþekktur stjörnu fræðingur. Hann er eigandi og stjórnandi Urania stjörnuturns- ins í Kaupmannahöfn, og hefir ritað fjölda greina um stjörnu- fræði og geimfræði í dönsk og erlend tímarit. Hann er nú ásamt konu sinni á heimleið frá Bandaríkjunum, þar sem hann hefir verið á fyrirlestraferð. Fimmtudáginn 7. þ. m. heldur hann fyrirlestur á dönsku í 1. kennslustofu Háskólans: „Er líf á öðrum stjörnum?“ Fyrirlestur- inn hefst kl. 20,30. Öllum er heimill ókeypis aðgangur meðan hiisrúm leyfir. Fréttir í siuiíu máli Tokíó, 29. ágúst — (Reuter) — JAPANSKA stjómin tilkynnti í dag að forsætisráðherra Kanada, John Diefenbaker, væri væntan- legur í opinbera heimsókn til Japans í nóvember nk. London, 29. ágúst — (Reuter) — rfE IT A S TI ágústdagur, sem Lundúnabúar hafa átt að fagna síðastliðin átta ár var í dag. Hitl komst upp í 31 stig á Celsíus. Verkamönnum í tveim verk- smiðjum í London varð svo heitt, að þeir tóku sig saman um að gera verkfall — sögðu loftræstingu á vinnustöðum þeirra gersamlega óviðunandi í þessum hita. Vatnsfjarðarvegi, frá Skálavik að Keldu. Vann sprengibíll þar í viku á erfið- um kafla á Kelduhlíð. Þá er unnið að vegagerð í Kaldalóni undir stjórn Guðmundar Hansen, verkstjóra. Fjórðungsþing Vestfjarða Fjórðungsþing Vestfjarða verð ur sett á morgun í Bjarkarlundi. Rafvirkjum vikið úr brezka verkalýbssambandinu Kommúnistar þar fölsuðu stjórnarkjör Portsmouth, ý. september. — (NTB-Reuter) —■ BREZKA verkalýðssamband ið ákvað í dag á þingi sínu í Portsmouth, að víkja sam- tökum rafvirkja úr samband inu. Ástæðan til brottvikn- ingarinnar er sú, að komm- únistar, sem fara með völd hjá rafvirkjum, eru sannir að því að hafa beitt kosninga- svikum við síðasta stjórnar- Sækja það 24 kjörnir fulltrúar í hverri sýslu á Vestfjörðum, svo I kjör í samtökunum. Er þetta hlöðunnar skemmdust ekki veru, og ísafirði, auk þess sýslu.menn : fyrsta sinn í sögu brezka lega, enda byggðir úr steinsteypu. | Vestfjarða og alþingismenn Vest | verkalýðSsambandsinS, Unnið er nú að vegagerð fjarðakjórdæmis. Verða þar rædd j beggja megin Mjóafjarðar, bæði héraðsmál fjórðungsins fyrst og ömrnennum í Ögurvegi, frá Látrum úteftir, fremst, auk ýmissa annarra mála. í vikxð ur þvi. sem samtökum er Yfirgnæfandi meirihluti samþykkur Þingið í Portsmouth ákvað brottvikinguna við atkvæða- greiðslu, þar sem fulltrúar aðild- arfélaga með rúmlega 7,2 milljón ir meðlima greiddu henni at- kvæði en fulltrúar aðeins 735 þús unda voru á móti. Sjálf hafa sam- tök rafvirkjanna 240 þúsund með limi. Strax eftir að niðurstöður atkvæðagreiðsiunnar voru kunnar, bað formaður verka- lýðssambandsins, Ted Hill, full trúa rafvirkja að yfirgefa fundarsalinn. Mál verkalýðshreyfingarinnar allrar Framkvæmdastjóri sam-bands- ins, George Woodcock, lét svo um mælt, að stjórnin hefði verið hlynnt brottvikningunni, þar eð dómstóll hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að falsanir hefðu átt sér stað við kjör forvígismanna iafvirkjasamtakanna. Þar væri um að ræða kosningasvik, sem snertu verkalýðssambandið i heild, enda þótt þau hefðu verið framin í einu aðildarsamtakanna. Tryggðu sér völdin með fölsunum Áherzla er lögð á það, að ástæð an til brottvikningarinnar só engan vegin sú, að kommúnistar fari með völd í rafvirkjasamtök- unum — en einungis sprottin af fölsunum þeirra við kjör stjórn- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.