Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 6. sept. 1961 Hér sér yfir hið Iokaða þilfar, þar sem gert er að fiskinum. Aflinn er fluttur á færi- böndum, sem sjá má á myndinni. (Ljósm. Mbl. KM) Þýzkur skuttogari i Reykjavíkurhöfn f REYKJAVÍKURHÖFN ligg- ur nú nýr, þýzkur skuttogari, Grönland frá Bremerhafen, en skipið kom hingað af Græn- landsmiðum með bilaða tog- vindu. Fréttamenn Mbl. hittu skip- stjóra togarans, Johannes Weinberg, að máli um borð í fyrradag. Skýrði hann frá því, að togarinn væri 1000 brúttó- lestir að stærð, og væri aðeins IVi mánaðar gamall. 400 tonn í fyrstu ferð Johannes skipstjóri sagði að togarinn hefði verið í fjórðu veiðiferðinni, er vindan bilaði eftir sjö klukkutima veiðar fyrir Austur-Grænlandi. — í fyrstu veiðiferðinni, við Vest- ur-Grænland, fékk Grönland 400 tonn af karfa og þorski. Aðspurður sagði skipstjór- inn, að hann hefði verið tog- araskipstjóri í 12 ár, og væri Grönland fjórði skuttogarinn, sem hann stýrði. Kvað hann ekkert vafamál, að skuttogar- ar væru heppilegri skip til veiða á fjarlægum miðum en aðrir togarar. Væri bæði þægi legra fyrir áhöfnina að vinna við fiskaðgerð inni, en undir aðalþilfari að aftan er gert að fiskinum, og ennfremur væru afköst skuttogara meiri. Kvaðst Weinberg skipstjóri taka 17—18 poka á dag, en venjulegir togarar munu taka um 14 poka. Vistarverur áhafnarinnar eru í framanverðu skipinu, og hinar glæsilegustu. Að viðgerð lokinni hér mun Grönland halda á Grænlands- mið á ný. Kvittun Þómrins Mönnum er í fersku minni grein sú, er Þ. Þ. reit í Tíman- um að aflokinni 10 daga heim- sókn tíl A-Þýzkalands. Þakklæti telst jafnan til höfuðdyggða og það að kunna réttilega að meta gestrisni og góðan beina. Hins- vegar er óþarfi fyrir gestinn að þakka meira en hann hlaut, og öómgreind verður hann að hafa, svo að þakklætið snúist ekki upp í ofJoí — eða gestgjafanum sé hrósag fyrir ýmsar dyggðir, sem hann hefur alls ekki til brunns að bera — heldur e. t. v. hið gagnstæða. Þ. Þ. hefur samt lík- lega þótzt ganga einum of langt í grein sinni, því að fyrir skömmu skrifar hann afsökunar- pistil í blað sitt og barmar sér yfir þeirri gagnrýni, sem á hon- um hefur dunið — bæði í blöð- um, en ekki sízt manna meðal í viðræðum. Dugir ekki minna en að stimpla alla þá er voga sér að vera á öðru máli sem aftur- haldsseggi — fylgjendur John Birch o. fl. þess háttar. Sem sagt, ef menn eru á öðru máli en Þ.. Þ. og Þjóðviljinn, eru menn mazistar! þetta er ekki ný kenn- ing hjá kommúnistum, en menn verða að vona, að heiðarlegir Framsóknarmenn hafi ekki enn og muni ekki gera hana að sinni. Þrátt fyrir afsakanir Þ. Þ. hljóta menn að hnjóta um margt í fyrri grein hans. — í upphafi grein- arinnar skýrir hann réttilega frá því, að dvöl sín hafi verið stutt — of stutt til að unnt væri að afla sér sæmilegrar vitneskju um ástandið í landinu eða draga tæmandi ályktanir. (Þetta end- urtekur hann í seinni greinsinni). En á hverju byggir maðurinn þá vitneskju sína og dóma? Hvers vegna lét hann sér ekki nægja að rétta gestgjafanum höndina, að gömlum og góðum íslenzkum (og þýzkum) sið og þakka rausn arlegar veitingar og væntanlega þægilegt rúm? í stað þessa fellur Þ. Þ. í þá freistni að fella sleggjudóma. Hann hefði fyrst átt að kynna sér sjónarmið þeirra, sem dval- ið hafa langdvölum í landinu (þ. á. m. eru nokkrir fslending- ar) eða hafa tal af flóttamönn- um. Hinsvegar er þakkarkvittun Þórarins ekkert einsdæmi í ís- lenzkum bókmenntum. Þórberg- ur skrifaði um rauðu hættuna, — Kiljan sagði gerzka ævintýr- ið og Kristinn þakkað dvöl í Kína á myndrænan hátt. — Allt er þetta þakklæti innblásið af góðum mat og drykk og þægi- legu viðmóti valdamanna, sem sjálfir lifa í vellystingum prakt- uglega. Milli veizluhalda eru menn leiddir milli fyrirmyndarbúa um fyrirmyndarverksmiðjur og sýnd fyrirmyndar alþýðuheimili, sem kommúnistabroddarnir hafa tek- ið til eigin afnota. Eða hvort sá Þórarinn ósána akra flóttabænda, sem heldur vildu flýja óðul sín og eignir en gerast kúgaðir ríkisþrælar? (hvað segir Kiljan um barða þræla og frelsið?) Veit Þ. Þ. að í A-Þýzkalandi eru mörg blóm- legustu landbúnaðarhéruð Þýzkalands, en samt er mikill skortur matvæla? Gaf hann sér tíma til að kynn- ast hinu stranga skömmtunar- kerfi matvæla og að mjólk er t. d. sjaldséð? Heimsótti Þ. Þ. hús óbreytts (og óflokksbundins) alþýðu- manns? Síðast en ekki sízt, kom Þ. Þ. í Saschsenhausen, hinar ill- ræmdu fangabúðir þriðja ríkis- ins, þar sem pólitískir fangar vinar hans, Ulbricht, gista nú klefa frá dögum Hitlers? Þórarni verður tíðrætt um iðn- aðarþróuniiia. En veit vesalings maðurinn, sem telur sig sér- fræðing í alþjóðamálum, ekki á hversu veikum grunni þessi þró- un byggist? Hér að framan er sagt. að A- Þýzkaland hafi ávallt verið mik- ilvæg landbúnaðarhéruð. Auk landbúnaðarins var A-Þýzkaland miðstöð vefnaðarframleiðslu Þýzkalands og þ. m. talinn ullar- vefnaður.’ Báðum þessum atvinnugrein- um hefur stórhnignað. í stað þeirra hafa risið stál- iðjuver, sem flytja járngrýtið inn frá Sovétríkjunum og kolin frá PólLandi! Hagkvæmur rekst- ur það! Og hvað með framleiðni, sem kjör verkalýðsins byggjast á? Jindrich Drohan stjórn ar sinfóníusveitinni Vetrarstarfsemin i Jbann veginn oð hefjast * SVO sem fyrr hefur verið skýrt frá í fréttum blaða og útvarps, hefur ríkisútvarpið tekið að sér rekstur sinfóníuhljómsveitarinn ar til bráðabirgða eða til 1. marz n. k. — en á þeim tíma verð- ur unnið að rekstrargrundvelli fyrir hljómsveitina í framtíð- inni. Velunnarar hljómsveitarinnar geta fyrst um sinn glatt sig við, að starfsemi hennar er nú í þann veginn að hefjast. Æfingar hefjast í útvarpssal n.k. fimmtu dag en fyrstu hljómleikarnir í byrjun næsta mánaðar, senni- lega þann 12. október. Þeir tón- leikar, svo og aðrir meiriháttar tónleikar hljómsveitarinnar í vetur, verða haldnir í Háskóla- bíóinu nýja, en það er sérstak- lega innréttað með tilliti til hljómleikahalds. + Nýr hljómsveitarstjóri Að hljómsveitinni hefur ver Því miður er það svo. að fram- leiðnin er lítil. Fyrirtækin eru mörg hver illa staðsett með hlið- sjón af hráefni, vinnuafli og mörkuðum. — Þar hefur ekki verið farið eftir efnahagslögmál- um .heldur pólitískum ákvörð- unum valdhafanna. Önnur ástæða lélegrar fram- leiðni er þjóðnýting nær allra fyrirtækja og hið mikla skrif- stofubákn, sem myndaðist í í kringum þær ráðstafanir, þar sem enginn þorir að taka ákvarð anir. Þ. Þ. fannst margt harla gott í A-þýzkalandi og er vonandi að svo sé, en eitthvað einkennilega kemur manni samt fyrir sjónir, að hundruð þúsunda manna skuli hafa flúið þessa sælu undanfar- in ár. Lokun landamæranna á milli A. og V. Þýzkalands finnst manni ekki bera vott um árang- ursríka stjórnarhætti eða batn- andi lífskjör — heldur þvert á móti virðíst þetta bera vott um algjört skipbrot stefnunnar og uppgjöf valdhafanna. Hver maður veit að flóttinn er engin tilviljun eða ævintýra- þrá, eins og Þjóðviljinn fullyrð- ir og Tíminn hefur látið liggja að, heldur veldur honum algjört vonleysi um framtíðina þar, ótti við ofsóknir og fangelsanir, löngun í betri lífskjör og frelsi. Síðast en ekki sízt er um að ræða djúpstæða fyrirlitningu á Ulbricht og félögum hans, sem ríkja í skjóli rússneskra skrið- dreka. Þ. Þ. reynir títt að læða því inn hjá mönnum, að Tíminn einn ís- lenzkra blaða skrifi hlutlaust og ofstækislaust (Sic) um hin daglegu vandamál. — Þeim sem lesa Tímann daglega finnst þetta dálítið broslegt. — Og Þórarni skal í allri vinsemd bent á, að greinar eins og þær, sem hér hafa verið gerðar að umræðu- efni, eru ekki vænlegar til að afla Tímanum þess álits, sem þeir Tímamenn æskja og nefnt var hér á undan — né honum persónulega álits sem „autori- tets“ í utanríkismálum. Hins- vegar má vera að utanríkisráð- herraembættið í samstjórn við komma standi honum opið. — Þó skal borin fram sú fróma ósk honum til handa, að hann sýk- ist ekki þeim arga sjúkdómi Ey- steins, að halda, að tilvera lands- ins byggist á setu hans í ráð- herrastóli, og að hann hagi skrif i um sínum í samræmi við það. ið ráðinn nýr hljómsveitarstjóri, tékkneskur að þjóðerni — dr. Jindrich Drohan. Hann hefur um árabil verið samstarfsmað- ur dr. Smetachek, sem íslend- ingum er að góðu kunnur og var hann ráðinn hingað að frum kvæði Smetacheks. Fréttamönnum gafst í gær kostur á að hitta dr. Drohan að máli ásamt útvarpsstjóra, Vil- hjálmi Þ. Gíslasyni og tónlistar- stjóra útvarpsins, Arna Kristj- ánssyni píanóleikara. Hinn nýi hljómsveitarstjóri kvaðst hyggja Dr. Jindrlch Drohan, gott til starfs hér. Hann hefðl mikinn hug á að vinna hljóm- sveitinni sem bezt hann gæti •— kynna hér sígild tónverk sem nútímaverk, mörg merkileg hljómsveitarverk tónlistarsög- unnar, sem ekki hefðu enn ver- ið flutt hérlendis og jafnframt kynna, eftir því sem unnt væri, tónverk íslenzkra tónskálda, bæði hinna yngri og eldri. —. Kvaðst dr. Drohan hafa af því nokkra reynslu frá starfi sínu í Tékkóslóvakíu hver hvatning það hefði verið tónskáldum þar að fá verk sín leikin af góðum sinf óníuhl j óms veitum. Dr. Drohan er fæddur árið 1919. Hann hugðist hefja nám í tónlistarskólanum í Prag árið 1938, en Múnchen- samkomulagi® varð til þess að breyta þeirri fyrirætlan og tók hann þá boði um að nema í Englandi. Þar var hann við nám og kennslustörf í rúm tvö ár. Tónlistamámi lauk dr. Drohan síðan í Prag er styrjöldin var úti og stjórnaði að því loknu ýmsum smærri hljómsveitum í Tékkóslóvakíu. Árið 1953 var hann ráðinn að sinfóníuhljóm- sveitinni í Prag og hefur síðan starfað með dr. Smetachek, en jafnan sinnt hluta af störfum Smetacheks, er hann hefur ver- ið erlendis. Dr. Drohan hefur sjálfur ferð- azt víða. Með sinfóníuhljóm- sveitinni í Prag ferðaðist hann um Austurríki og Italíu en hef- ur einnig stjórnað hljómsveitum sem gestur í Austurríki, Sviss, Rúmeníu, Ungverjalandi, Rúss- landi og Kína. 1 Kína segir dr, Drohan að hafi orðið miklar framfarir í hljómsveitarleik. Sem dæmi gat hann þess, að árið 1952 hefði engin kínversk hljómsveit getað leikið skamm- laust verk eftir Dvorak, en nú væri það gert víða með mikilli prýði. ♦ Hljómleikaskrá í vændum Útvarpsstjóri tjáði frétta- mönnum, að sú væri ósk for- stöðumanna hljómsveitarinnar Framhald á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.